Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIfi Föstudagur 24. des. 1943. Útg.: HÍ.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innaniands, kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. í Morgunhlaðinu fyrir 25 árum Jólavindlarnir voru þá ekki alveg eins dýrir og nú. I aug- lýsingu segir m. a.: 23. des. „Vindlar — að minsta kosti 100 tegundir — verð frá kr. 9.00 pr. 100 stykki“. 'k Töfravald jólanna Íí ENN GENGUR NÓTTIN HELGA í GARÐ og mikill friður færist yfir stríðandi heim, friður þrátt fyrir allan vopnagný, friður í bókstaflegasta skilningi þess háleita og margþráða orðs. Af þessari nótt, þessari hátíð, stafar líka annað. Það stafar af henni heið og hrein tign. Þá finnum við mennirnir smæð okkar, þá vildum við margir hverjir helst vera orðnir börn aftur, og helst altaf hafa verið börn. Svo mikið er vald hinnar helgu nætur, að hún gjörbreytir mörgum af okkur. Við erum þá, og oft, því miður, aðeins þá, alt aðrir menn í venjulegum erli daganna. Jólin gera okkur að betri mönnum, lítillát- ari, sanngjarnári og friðsamari mönnum. Það er vissulega gott, að andi barnsins, sem fæddist á jólunum, skuli enn lifa meðal okkar, og geta gagntekið okkur. En hann á að lifa hjá okkur alt árið. Á jólunum minnast mennirnir ekki hins illa, sem þeir kunna að hafa orðið fyrir um æfina, heldur hins góða. Svo mikið er töfravald jólanna, að þau hreinsa hugann af andúð, af hatri, af öllu því, sem þjakar líf mannanna á jörðinni mest. Við verðum aftur börn, hrein í huga og finst að við stöndum í skjóli, sjeum undir öruggri vernd, eins og börn hjá góðum foreldrum. Svo miklum breyt- ingum valda jólin meðal mannanna. En við vitum öll mæta vel, að jólahátíðin stendur ekki nema fáa daga, og sjálfsagt þykir, að alt komist á ný í sama horf og það var áður. En hitt er og víst, að með sumum ríkir andi jólanna, löngu eftir að ljósin eru slokn- uð og hátíðin á enda. Margir munu hafa brotið hugann um það, hverju þetta sætti, hvers vegna jólin geti ekki haft varanlegri áhrif á mennina. Og er það ekki vegna þess, að á jólunum opna þeir hugi sína fyrir hinu göfuga og góða, meir en nokkru sinni endranær á árinu. En með því að hátíða- ljóminn dvín, hverfur einnig sá blær af hugunum, sem jólin hafa sett á þá. Vaninn er sterkur; hann kippir okk- ur aftur í hið fyrra horf, þar sem er stritað og strítt, deilt og barist, oft að nauðsynjalausu. — Að nauðsynjalausu, já. Við íslendingar, til dæmis, erum svo fámennir og smáir, að deilur milli okkar inn- byrðis, ættu að vera óhugsandi. Raunar ættu deilur og stríð að vera óhugsandi yfirleitt meðal mannanna. Og um jólin deilum við ekki, kanske erum við svolítið væg- ari á þessu sviði fyrst eftir jólin, meðan minningarnar um þau eru skýrastar í hugum okkar. — En hefst svo ekki það sama á ný? Raddir hafa verið uppi um það, að viðhaft hefði verið hjer hin síðustu ár óhóf um jólin, og að þetta fari í vöxt. Eigi skal um þetta dæmt. En jólin eiga ekki að vera lifuð í tákni óhóflegrar eyðslu og sóunar. Þau eiga að vera haldin í anda skynsemi og forsjár, og allir vita það einnig, að gleðin er ekki okkur gefin í hlutfalli við mergð jóla- gjafanna eða íburðinn í mat og drykk. Jólin eru, og hafa altaf verið, hátíð, fyrst og fremst hinna lítilþægu, sem af litlu gleðjast, og hætt er við að jólagleðin hverfi en aukist ekki, ef menn ofmettast veraldlegu fánýti, en gefa engan gaum hinni andlegu hlið þessarar hátíðar. Engri annari nótt ársins er jólanóttin lík. Menn þurfa ekki annað, til þess að sannfærast um það, að ganga út og finna þann óumræðilega hátíðlega og tignarlega blæ, sem yfir sjálfri náttúrunni er. Það er eins og hún hlusti hljóð eftir einhverju, sem er að koma, eins og hún haldi niðri 1 sjer andanum, bíði í auðmýkt eftir hinu mikla, sem koma skal, — og sem kemur. Þær koma til okkar enn, hugsjónirnar, sem við mennirnir hlutum endur fyrir löngu frá honum, sem fæddist þessa nótt, fæddist í jötu, óx upp og gaf heiminum hið fegursta og göfgasta, sem honum hefir verið gefið. Vegna þess rennum við um jólin hugunum í tilbeiðslu og þökk til barnsins í jötunni, jóla- barnsins, sem lætur okkur hugsa eins og góð börn einu sinni enn. Og í barnslegum endurminningum og barns- legri þökk til gjafarans allra gæða öðlumst við í raun og sannleika Gleðileg jól. Um Þorláksmessu segir m. a.: 23. des. „Þessi alíslenska messa er ein- kennilegasta messan, sem til er á öllu árinu. Hún var aldrei full- viðurkendur helgidagur í ka- þólskum sið, en það kom af því, að páfinn fjekk aldrei svo mikið fje til sölusorgar Þorláki helga, að hann sæi sjer fært að taka hann í tölu útvaldra á himnum. Samt var messan um langt skeið haldin heilög á landi hjer og Þor- lákstíðir sungnar honum til dýrð ar í trássi við páfa og erkibiskup. Guðmundur góði söng Þorláks- tíðir í forboði erkibiskups út í Noregi eitt sinn, er hann dvaldi þar, og hafði erkibiskup njósnara til þess að segja sjer, hvernig fram færi hjá Guðmundi, ef ske kynni að Guðmundur bryti lög heilagrar kirkju. En Guðmundur biskup var sjeður í þessu máli, því hann viðhafði þá helgisiðu, sem áttu við á Allraheilagra- messu og gat erkibiskup ekki að því fundið“. ★ Veðrið á jólunum. 27. des. „Besta veður má heita að hafi verið nú um jólin, nema 1. jóla- dag. Þá var hríðarbylur um morg uninn, en rigning um kvöldið“. ★ Götuljósin settu hátíðarsvip á bæinn. 27. des. „Götuljósin. Undanfarin kveld hefir verið kveikt á þeim hjer og hvar um bæinn, var þess síst vanþörf. Og ljósin settu bein- línis hátíðarblæ á bæinn — svo óvanir eru menn orðnir þeim“. ★ Mikil frost voru þá víða um land. 28. des. „Mikil frost hafa verið und- anfarna daga víða um land, t. d. 20 gráður einn daginn á Gríms- stöðum á Hólsfjöllum. Má vera að þetta bendi til þess, að haf- ísinn sje ekki langt undan landi“. ★ 25 daga á leiðinni frá Reykja vík til Vestmannaeyja. 28. des. „Danskt seglskip fór hjeðan 30. nóv. síðastl áleiðis til Vest- mannaeyja til þess að sækja þang að fisk og hrogn til flutnings til Frakklands fyrir frönsku stjórn- ina.. Skipið kom ekki til Eyjanna fyr en 25. þ. m., eða á jóladag- inn, hafði verið á hrakningi fram og aftur í námunda við Eyj- arnar, en aldrei náð inn í höfn- ina“. 'k Á jólum 1918 var friðnum fagnað. 30. des. „Á aðfangadagskvöld voru eldar kyntir á fjallatindum í Suður-Afríku í fagnaðarskyni út af ófriðarlokum". Blessuð jólin. BLESSUÐ JÓLIN eru komin einu sinni enn. Gleðihátíð er I , haldin um víða veröld. I hreysi og höll reyna menn að gera sjer dagamun. Ekkert orð á slíkan töfrakraft sem orðið jól. Ekk- ert er jafn göfgandi. Ótal sögur eru skráðar um það, hvernig jólin hafa snúið illu í gott. Hin sterku» öf 1 haturs og illmensku lúta í lægra haldi fyrir friðar- boðskapnum. Fjandmannaherir stóðu and- spænis hvor öðrum á jólanótt- ina. Hermennirnir höfðu hlaðn- ar byssur og brugðna byssu- stingi. Allt í einu kvað við söng ur. Nokkrir hermenn, sem fyr- /ir augnabliki síðan höfðu að eins haft eina hugsun, að valda andstæðingum sínum fjörtjóni, hófu að syngja jólasálminn „Heims um ból“. Fleiri og fleirl tóku undir og brátt söng allur hermannaskarinn beggja megin víglínunnar sama jólaáálminn. Hermennirnir lögðu niður vopn sín á jólanóttina og sameinuð- ust* i lofsöng um friðarboðskap- inn. Ekkert afl á jarðríki ann- •að en jólaboðskapurinn hefði megnað að gera slíkt krafta- verk. Fyrir þau jól, sem nú fara í hönd birti Spellman, hinn ka- jþólski erkibiskup New York- borgar jólaávarp í víðlesnu Bandaríkjablaði. Þar kemst biskupinn m. a. svo að orði: „Jólagleðin er gleði, sem ófrið urinn getur ekki eytt, því hún er gleði sálarinnar og sálin er ódauðleg. Fátækt fær ekki eytt jólagleðinni, því hún er gleði, sem enginn mannlegur máttur fær tortímt. Tíminn getur ekki eytt jólunum, því þau eru eilíf- leg. Veraldlegur máttur fær heldur ekki dreift jólagleðinni, því hún er sameining við hann, sem vann sigur á heiminum". Viturleg orð pg sönn. • Börnin og jólin. JÓLIN ERU HÁTÍÐ BARN- ANNA fyrst og fremst og er það góður siður, sem víðast hvar tíðkast, að hugsað er fyrst og fremst um börnin og að þau njóti jólagleðinnar áður en full orðna fólkið hugsar um sig sjálft. „Það á að gefa börnum brauð að bíta á jólum“, segir í gömlu stefi. Nú þætti þrauðið eitt lítil há- tíðabrigði, jafnvel þó sætabrauð væri. Tímarnir hafa breyst og börnin með, mætti segja. En það er ekki aðalatriðið með hverju glatt er, heldur að glaðn ingurinn nái þeim höfuðtilgangi sínum, að gleðja. Börnin hlakka til jólanna allt árið, en mest er tilhlökkunin síð ustu dagana. Margir góðir og /jkemtilegir siðir fylgja jólum barna og fullorðinna, en sinn er siður í landi hverju og margt mun nú vera týnt niður af því, sem börnin skemtu sjer við um jólaleytið. — í gamla daga var ekki hægt að fara í verslanirnar og kaupa allskonar leikföng. —■ Sjaldgæfara verður það með hverju ári, að börnin hópist í kringum afa og ömmu til að hlýða á sögur og æfintýri. Nú lesa börnin sjálf í skrautlegum bókum og fagurlega gerðar myndir auka ímyndunaraflið við lesturinn. En hvorttveggja stefnir að sama marki. Og því að vera sífellt að harma hið liðna. Kannske er nýi tíminn fult eins góður. ******4»******H***«H»***H****M***«M»M*,*y Jólasveinar voru áður hug- myndaverur, um þá stóð æfin- týraljómi. Bæjabörn nútímans þekkja jólasveina og vita hvernig þeir eru til fara. Mörg börn fá jólasveina gerða úr tuskum og á jólatrjesskemtun- um ganga lifandi jólasveinar um og gefa gjafir. Áður komu þeir einn og einn af fjöllunum á jólaföstunni og voru frekar þiggjandi en veitandi. Það hefði líklega lítið þýtt að fá Potta- sleiki fullt fang af góðgæti og senda hann inn á jólatrjesskemt un til að skifta á milli barn- anna. Og það er eins og þar stend- ur, að „Nú er hún gamla Grýla dauð ...........“. En þetta er allt þýðingar- laus og tilgangslaus samanburð ur. Það eina sem er reglulega gleðilegt við samanburð á nýja tímanum og hinum gamla er, að Jólakötturinn er að verða al- gjörlega þarflaust dýr. — Það væru sannarlega gleðileg tíð- indi, ef sá köttur hyrfi með öllu úr íslensku þjóðlífi. Þegar enginn þarf lengur að óttast að hann fari í jólaköttinn, þá höf- um við náð marki, sem vert er að stefna að. Stríðsjól. HINN KRISTNI heimur, sem stundum er og kallaður hinn mentaði heimur heldur nú sín fimtu stríðsjól í röð. Sjálft orð- ið er í raun og veru það, sem á erlendum málum er kallað paradox, og sem þýða mætti öfugmæli. Hvernig getur frið- arhátíð verið ófriðarhátíð? — Samt er þetta staðreynd og eng inn orðaleikur. Við íslendingar höfum ekk- ert haft af ófriðnum að segja móts við aðrar þjóðir. Það er kannske þess vegna, sem við eigum bágt með að skilja, eða gera okkur ljóst hvað er að gerast úti í heimi. Forystumenn þjóðanna, sem í ófriði eiga hafa hvað eftir annað boðað, að nýja árið, sem bráðum heldur inn- reið sína verði ennþá ægilegra heldur en þau ófriðarár, sem liðin eru. Tugir þúsunda ungra og hraustra manna lifa nú sín síðustu jól í þessum heimi. Gleðileg jól. FORLÖGIN hafa hagað því svo til, að enn getum við ís- lendingar af efnalegum ástæð- um, vel flestir, veitt okkur þau veraldlegu gæði, sem nauðsyn- leg þykja til hátíðabrigða og vissulaga er ])að þakkarvert. Framtíðin ein fær úr því skor- ið hve lengi þeir tímar haldast. Ekkert þurfum við sem þjóð að óttast, ef við höldum saman og lifum eins og góðir fjelagar. — Reynum að setja okkur í spor hvers annars, skilja erfiðleika nábúans um leið og við forð- umst að sjá ofsjónum yfir vel- gengni þeirra, sem lánsamari eru. Látum jólaskapið endast lengur en yfir blá hátíðina. — Þjóð, sem getur haldið sjer í jólaskapi, eða, sem einnig mætti inefna sólskinsskap á framtíð- ina. Engum dettur í hug að ríf- ast á jólunum. Þá er hægt að jafna allar deilur af því að viljinn er fyrir hendi. Ef við getum það einn dag á ári getum við það eins alla aðra daga. Með þessum orðum vil jeg segja við lesendur mína: Gleðileg jól!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.