Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ Sjera Friðrik Friðriksson í Danmörku FYRIR NOKKRU er kominn út í Danmörku síðai-i hluti æfi- sögu sr. Friðriks Friðrikssonar, sem nú dvelst þar ytra, svo sem kunnugt er, og hefir dvalist, síðan fyrir hernám Danmerkur. Birtist hjer útdráttur úr síðasta kafla bókarinnar, er verða myndi mörgum vinum og aðdá endum sr. Friðriks hugðnæmur jólalestur, en hann lauk við að rita bók þessa í ágúst 1942. í niðurlagskafla bókarinnar segir sr. Friðrik, að sjer hafi ,fundist erfitt að rita þenna ann an kafla ævisögunnar, og hafi hann jafnvel stundum freist- ast til að gefast alveg upp við það, því í henni sjeu ýms tíma- bil, sem ekki sje á minnst. „Til dæmis“, segir hann, hef jeg alls ekki sagt neitt frá tímabilinu eftir að jeg kom heim frá Vest- urheimi 1916, þegar jeg fann að margir gamlir og nýjir með- starfsmenn mínir höfðu náð miklum þroska, meðan jeg var fjarverandi. Þessi samstarfs- menn hafa með Guðs hjálp lyft K. F. U. M. og K. F. U. K. í Reykjavík upp í þýðingarmikla ! stöðu í kirkjulifi íslands“. Síðan snýr sr. Friðrik sjer | að því, að minnast þess, hvernig bókin varð til, og segir: „Vet- urinn 1932—’33 dvaldi jeg aft- ur .í Danmörku, mest í Kaup- mannahöfn, til þess að rita bók- ina „Æfi mín", fyrsta bindi, og kom hún út um haustið 1933. Mjer finnst rjett að gera dálít- inn útúrdúr hjer, til þess að skýra það, hverníg yfirleitt -á því stóð, að jeg fór út á þá braut, að rita endurminningar mínar. Mjer hefir nefnilega alt af fundist það óviðéigandi fyr- ir litlar persónur að gefa út lýs ingar á lífi sinu. Af sjálfsdáð- um hefði jeg aldrei gerst svo djarfur. En það var farið aftan að mjer með þetta. Og sá, sem það gerði var kær vinur minn frá skóladögum mínum, ritstjóri mjög góðs bók- mentafjelags og sagnfræðilegs tímarits. Hann hjet Þorsteinn Gíslason. Jeg var guðfaðir yngst sonar hans, og gaf honum mynd af mjer. Annar sonur ritstjórans dvaldi einn vetur í Oslo. Svo heimsótti mig vinur minn ritstjórinn einn dag, og sagði mjer, að sonur hans í Oslo hefði fengið myndina, sem jeg^gaf bróður hans, og hefði látið gera af henni myndamót í Oslo. Nú hafði ritstjórinn, vinur minn fengið þetta myndamót og bað mig um að rita grein um merk- ustu viðburði æfi minnar, til þess að birta með þessari mynd. Lengi bað jeg um að hafa mig afsakaðan, en að lokum lofaði jeg að reyna. Næstu nótt byrjaði jeg að skrifa og byrjaðí á fæðingar- degi mínum, en allt i einu stóð bernska mín svo lifandi fyrir hugskotssjónum mínum, að jeg skrifaði næstum alla nóttina, án þess að komast lengra en að segja frá sex fyrstu árun- um, sem jeg lifði. Jeg fór þá til vinar míns, og sagði honum, að jeg gæti ekki ritað þessa grein, hann yrði heldur að fá einhvern annan til þess. Hann vildi þó sjá, hvað jeg hefði skrifað og þegar jeg hafði lesið það fyrir hann, tók hann það og sagði, að það skyldi vera byrjunin á greinarflokki, þar sem jeg^lýsti að nokkru æfiferli mínum. Síðar sagði hann mjer, að hann hefði geymt satsinn, til þess að hægt væri að prenta þetta síðar í bókarformi. Og það var það, sem kom flatt upp á mig. Árið 1928 kom svo fyrsta hefti bókarinnar út, og nefnd- um við það Undirbúningsárin. Nokkru síðar kom framhaldið, Starfsárin. Bókin seldist vel. Þegar vinir mínir hjer í Dan mörku fengu að vita um þetta, vildu þeir að bókin yrði þýdd á dönsku. Því neitaði jeg, því jeg vissi að hún var ekki fallin til þýðingar, þar sem hún var rituð fyrir íslenska lesendur, og myndi vart skiljast í Dan- mörku án mikilla skýringa. Svo varð jeg að lofa að reyna að segja sögu mína á dönsku fyrir danska lesendur. Þannig var jeg leiddur út í þetta verk, eig- inlega móti vilja mínum“. Þvínæst víkur sr. Friðrik að síðustu dvöl sinni í Danmörku, og segir um það efni meðal annars: Að lokum vil jeg ræða nokk- uð um þessa síðustu og lengstu dvöl mína i Danmörku, í dag, meðan jeg skrifa þetta, þann 14. ágúst 1942, eru nákvæmlega þrjú ár liðin, síðan jeg kom hingað. Jeg var búinn að ákveða að fara til Danmerkur sumarið 1939 til þess að rita bók þá, sem jeg var búinn að lofa. Jeg hjelt að jeg gæti lokið því verki á hálfu ári.“ Síðan segir sr. Friðrik, að hann hafi ógjarna viljað fafa að heiman. Vegna þess að ein- mitt þá vorum við að vinna að byggingu skálans í Vatnaskógi. Var þá fúlga sú, sem safnast hafði til skálabyggingarinnar, orðin um 15.000 krónur. Jeg var uppi í Vatnaskógi síðustu vik- una í júní og allan júlí með fjórar sveitir drengja, og þar upp frá fjekk jeg brjef frá Stokkhólmi um það að K. F. U. M. í Svíþjóð myndi heimsækja ÍReykjavík þann 4. ágúst. Karla kór hins sænska K. F. U. M stóð fyrir ferðinni, og hafði hið mikla skip Drottningholm, ver- mjer að vera í Danmörku þar til í árslok 1940, og vonaðist til þess að geta lokið bók minni á þeim tíma, en það gékk ekki sem best. Jeg var einhvernveg- inn svo illa upplagður og erfið- leikarnir urðu miklir. Jeg komst aldrei almennilega á strik með þetta verk. Jeg ferðaðist heilmikið um Danmörku, og talaði á ýmsum stöðum. Það var indælt að sjá gamla vini og eignast nýja. Svo kom 9. apríl. Gullfoss, sem jeg hafði hugsað mjer að fara méð heim, var stöðvaður, hann liggur enn í Kaupmanna- höfn. Nú missti jeg alveg löng- un til þess að vinna að bókinni, og síðan hefi jeg varla annað gert, en ferðast um. Síðan 2. júlí 1940, hefi jeg farið 68 sinn- um yfir Stóra-Belti. Fyrst nú á síðasta ári hefir mjer tekist að ljúka bókinni. Jeg get ekki lýst allri þeirri ástúð, sem jeg hefi allstaðar orðið aðnjótandi. Þessi tvö ár hafa verið regluleg ferðaár. Jeg hefi farið um alla Danmörku. ið leigt til hennar. Fengu Sviarn ' Og hvílík ánægja hefir það ir bráðlega að vita, að jeg ætl- j verið. að geta komið allsstaðar aði utan á sama tíma og þeir, inn, óboðinn, sem vinur. Lang- og buðu þeir mjer þá að vera ur yrði sá nafnalisti, sem jeg gestur sinn til Gautaborgar, en 1 gæti skrifað yfir yndislega vini heimsókn þeirra til okkar í og velgjörðamenn. Friðrik Friðriksson. við mig, næstum eins og jafn- aldra, og þó með þeirri tillits- semi, sem aldursmunurinn hlýt ur að hafa í för með sjer, þá get jeg ekki annað en þakkað Guði undrandi fyrir öll þessi auðæfi, sem hann hefir veitt mjer í ellinni. Allt þetta hefir minkað söknuðinn sem stund- um hefir sótt á mig, er jeg hefi saknað vinnu minnar og fje- laga heima á Islandi". Að lokum þakkar sr. Friðrik mörgum aðilum, og alveg sjer- staklega K. F. U. M„ ,og segir: „Jeg held að fjelagsskapur hafi aldrei gert jafn mikið fyrir neinn einstakan af meðlimum sínum, eins og þessi fjelags- skapur hefir fyrir mig gert, mig, sem þó í rauninni er útlending- ur og framandi maður.“. Bókinni lýkur hann með þess um orðum: „En allur heiður og þökk ber þó föður vorum á himnum, og frelsara vorum Jesú Kristi, sem lofaður sje um alla eilífð“. J. Bn. Reykjavík var öll hin hátíðleg- asta“. Þegar jeg hugsa til allra hinna dásamlegu sumarmóta Sjera Friðrik segir, að utan- og sumardvalastaða, sem jeg ferðin með Svíunum hafi verið hefi tekið þátt í. Leikfimismót- einstaklega skemtileg, var öll ^ anna á Herlufsholm, stúdenta- ferðin eins og kristilegt sumar- mótanna, drengjamótanna í mót. Síðan segir sr. Friðrik. J sumartjaldbúðum, þegar jeg „Jeg kom til Kaupmannahafn minnist alls þessa, hvernig ar 14. ágúst, og hafði hugsað þessi glaðværa æska kom fram Eldhætian af jólairjám Thorvaldsensfjel. berast stórgjafir Barnauppeldissjóði Thor- valdsensfjelagsins hefir l>or- ist höfðingleg- gjöf frá tveim merkum borgurum þessa bæjar, er eigi vilja láta nafna sinna getið, til niiliningar uiti frú Guðrfmu Árnason, að upp hæð 10 þúsund kr. Frú Guðrún starfaði ura, ínargra árá skeið með dugn- aði og atorku í þágu fjelags- ins. Þá hefir Barnauppeldis- sjóðnum borist gjöf að upp- hæð ó00 kr. frá öðrum mæt- um borgara Reykjavíkur. Yill stjórn sjóðsins þakka; mikilsvirta* höfðinglund þess- ara gefenda. E.s. Þór er ekki Nú þegar jólatrjen verða tendruð á ný, er ívllsta á- stæða til ]>ess, að benda almenningi á nauðsyn þess, að viðhafa varúðarróðstafnir, til þess að hindra bruna af. völdum jólatrjánna. Breytið eftir þessum auðveldu reglum: 1. Notið sem minnst, af eldfimu skrauti svo sem, bómull og brjefpokum. 2. Látið tendruð jólatrje aldrei standa nálægt veggjum glugga- eða dyratjöldum, heldur á miðju gólfi. 3. Látið börnin ekki vera ein við tendruð jólatrje. af því hafa hlotist mörg slys. 4. Látið fötu fulla af vatni, standa á afviknum stað í þerberginu. 5. 1 samkomuhúsum, ]>ar sem notuð eru stór jólatrje, ber að nota rafljós á trjep í stað kertaljósa, en hafa þó venjulegt af slökkvitæk ium við hendma. Á NÝAFSTÖÐNU Alþingi flutti fjárveitinganefnd tillögu um að heimila ríkisstjórninni að selja e.s. Þór. Jeg og fleiri þm. mótmæltum þeirri tillögu og skoruðum á Alþingi að fella hana. Rök gegn tillögunni hirði jeg ekki að endurtaka að sinni. En tillagan <um sölu Þórs var feld í sameinuðu Alþingi að viðhöfðu nafnakalli — með 27 atkvæðum gegn 14. Nú hefi jeg mjer til undrun- ar heyrt að skipið er auglýst til sölu í útvarpinu. Og fyrir nokkru sá jeg þetta endurtek- ið í dagblöðum bæjarins. Þessi söluauglýsing hlýtur að vera bygð á misskilningi, því Alþingi hefir synjað um heim- ild til sölunnar. Sigurður Kristjánsson. ★ í Mbl. 22. þ. m. var skýrt frá því, að þingið hefði heimilað sölu „Þórs”. En þetta var bygt á misskilningi. Þingið synjaði þessárar heimildar, eins og S. Kr. tekur fram. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.