Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ jföstudagur 24. des. 1943, Stokkseyrarferð með Pdli ísólfssyni JKKI man jeg hvaða dag það var, er við Ásgeir Þor- steinsson verkfræðingur kom- um að máli við Pál ísólfsson og spurðum hvort hann vildi ekki sýna okkur Stokkseyri. Páll tók því vel. En þá þarf helst að vera brim, segir hann. Okkur talaðist svo til, að sæta lagi í góðu veðri og brimi. En Stokkseyri á ítök í Páli og hann í Stokkseyri, eins og all- ir vita. Því þar sleit hann sín- um barnaskóm. hlustaði á brim og spilaði á orgel, undir eins og hann náði upp í nóturnar. Farardagurinn rann upp heiður og klár. Snjóföl um alt, og glitraði mjöllin í lágskini vetrarsólar. Þetta var einn hinna undursamlegu morgna, þegar landið klæðist merl- andi perluskrúða, líkt og ósnortnu brúðarlíni. Við urðum hreifir af morg- unsvala og náttúrufegurðinni, undir eins og komið var út úr bænum í bílnum um morgun- inn, og fórum að minnast á vetrarferðalög á hestbaki, þeg ar lagt var á skaflajárn- aða klárana út úr húsinu á morgnana og þeyst allan dag- inn yfir ísa og hjarn. Þá fengu menn loft í lungun. En ekki urðu dagleiðirnar langar. Páll var slíkum ferðum ekki kunnugur. Þegar Stokkseyring- ar fóru til Reykjavíkur að vetr arlagi í hans ungdæmi, fóru þeir oftast gangandi. En á sumrin fengu menn stundum far með smjörvagninum, er flutti smjörið úr rjómabúun- um, fjórhjóla vagn með tveim- ur hestum, hinn glæsilegasti farkostur þeirra tíma. Innanbúðar hjá Lefolii. Á leiðinni austur yfir heið- ina fór Páll að segja okkur eitt og annað um það, hvernig lífið yar á Stokkseyri og Eyrar- bakka í ungdæmi hans. Þó hann sje ekki nema fimtugur maður, sýnast þeir tímar vera í óralangri fjarlægð. — Jeg var innanbúðar hjá Lefolii-verslurl tvær sumar- kauptíðir. Þegar mjer var sagt upp eftir seinni kauptíðina, varð jeg svo hryggur, að mjer fanst jeg aldrei upp frá því myndi líta glaðan dag. Á Stokkseyri hafði hann á hverju sumri sjeð lestirnar fara framhjá, koma austan bakk- ana og halda sömu leið til baka. Dag eftir dag frá morgni til kvölds sást til þessara lang- ferðamanna er þeir þokuðust láfram með alla sína mörgu trússahesta. En á Eyrarbakka var æfintýrið. Þar var versl- að, hin mikla Lefolii-verslun. Þar voru hundruð manna, er biðu eftir afgreiðslu. Þar var líf í tuskunum! Skipulagið var svona: Þegar lest kom, fjekk hver viðskifta- maður númer í versluninni, svo sjeð yrði, í hvaða röð menn skyldu hljóta afgreiðslu. Engu v'arð um þokað. Alt skyldi fara riktuglega fram. En aðsóknin var svo mikil og ör, að þeir, sem óhepnir voru, þurftu stund nm að bíða í viku og meira en það, Aðkomufólkið hafðist við í tjöldum. Og fjekk það ókeyp- ds kaffi hjá versluninni tvisvar lá dag. En .brennivínið urðu Smámyndir úr fortíð og nútíð þeir að kaupa sjálfir. Þrefald- I ur krani var á brennivínsám- | unni í gamla daga. Brennivín og bindindi. .— Jeg veit ekki betur, segir Páll, en þessi mikli brennivíns- krani sje kominn á Þjóðminja- safnið. Það var ekki undar- legt, þó gætnir menn fengju áhuga fyrir bindindismálum á þessum slóðum. Og margir voru breyskir, sem afneituðu Bakkusi í orði kveðnu, eins og maður einn aust an úr sveitum, sem kom úr bindindis erindum í Reykjavík. Það lá orð á að hann vissi altaf hvar fengist best brenni- vín, er hann kom af þeim fund um. Hann kom gangandi yfir heiðina, mætti manni sem átti átti vasapela, og bauð honum að súpa á. Hann saup vænan sopa, sneri sjer undan, spýtti út Ú£ sjer og segir síðan: „Já, gott er bragðið, þó aldrei renni maður því niður“! Páll sagði okkur frá Nielsen verslunarstjóra, þeim mæta manni. Hann hafði verið í dansk þýska stríðinu 1864 og særst á höfði. Hann hafði altaf s^vrtan blett á bak við eyrað, er var eftir þann áverka. Hann var ljúfmenni og náttúruskoð- ari. Öllum þótti vænt um hann. Þegar Eyrarbakkaskip komu var oft boðið höfðingjum stað- arins út í skipin, til mannfagn- aðar í tilefni þess, að hinni löngu sjóferð var nú lokið. Eitt sinn hafði láðst að bjóða ein- um af heldri mönnunum. Hann ljet róa með sig út að skipinu óboðinn. Hann hitti skipsmann er þangað kom, og var sá ó- kunnugur, hafði ekki komið þangað áður. Skipverji spurði hann hverra manna hann væri. Gerði hann þá grein fyrir sjer með þeim hætti að veifa hendi til lands og segja við útlendinginn: „Jeg ejer dette Land helt op til Fjeld ende som De ser“. Skipverja þótti ekki nema sjálfsagt að vísa eiganda Suðurlandslág- lendisins til veislufagnaðarins. Sel jeg ekki þessa sögu dýrari en jeg keypti hana, og drengi- lega þótti mjer þetta mælt við Danskinn. Bjartsýni í myrkri. Er bíllinn rann niður eftir Flóanum, spjölluðum við um það, hve dásamlegt það væri, að eiga heima í svona fögru landi, og þegar menn skildu við þessa tilveru, þá væri fátt erfiðarcP'að hætta að mega dá- sama íslenska náttúru. — En nú skal jeg segja ykk- ur eitt, segir þá Páll. í gær hitti jeg mann, sem hefir verið blindur alla æfi. Kunningi hans kom með hann heim til mín. Hann langaði til að hafa tal af mjer, og þakka mjer fyrir Þjóð kórinn. Sjaldan á æfinni hefi jeg fyr irhitt mann, sem var ánægðari með tilveruna en hann. Það vermdi mig. inn að hjartarót- um. Hann á heima austur í Hrepp. Hann getur farið einn milli bæja. Honum fellur aldrei verk úr hendi, þó hann fái ekkert af því sjeð, sem hann gerir. Og svo eru menn að víla og vola út af allskonar óþægind- um og smámunum daglega lífs- ins. En blindi maðurinn, sem verður að lifa lífi sínu og vinna sín verk í eilífu myrkri, sjer ekkert af þeirri fegurð, sem við höfum fyrir augum og fær aldrei sjón, hann brosir til manns út úr myrkri sínu og nýtur þar bjartsýni sinnar. Við megum skammast okkar fyrir alt okkar vol. Ornefni. Nú vorum við komnir að vegamótunum þar sem Stokks eyrarvegur liggur austur frá Eyrarbakkavegi. Þegar þang- að var komið, lyftist Páll í sæt- inu. Nú var hann kominn 1 sinn heim. Nú benti hann okk- ur á örnefni til beggja handa, þarna er þetta, þarna gerðist þetta og þetta, og var ekki við- lit í skjótri svipan að festa það alt í minni. En þá fann jeg strax að enn í dag lifir Þuríð- ur formaður og Kambráns- menn mjög í minni barnfæddra Stokkseyringa. Þarna á þessum hól skiftu Kambránsmenn þýfinu, segir hann og bendir á hólstrýtu upp úr flatanum. Þessi bær heitir Borg og þessi tjörn er Skerflóð, og hjer er Skerflóðsmóri. — Skerflóðsmóri. Okkur samferðamönnunum fanst að vera myndi helst til bjart yfir landinu til þess að við gætuii heilsað upp á hann núna. En við ókunnugir vildum fá að vita einhver deili á þeim náunga. Það var í móðurharðindum að piltur kom um kvöld að Borg og baðst gistingar. Hann var aðframkominn umrenningur. Ilonum var úthýst, og hefir hann orðið úti um nóttina. En líkið fanst aldrei, ekki nema hattur hans og stafur. Hann gekk aftur, gekk Ijósum log- um, var kallaður Skersflóðs- móri og er kallaður það enn eftir 160 ár. Margir hafa orðið hans varir. Og margt hefir haAn brallað. Á æskuárum mínum heyrði jeg talað um að hann ætti það til að sitja í tunglsljósi klofvega yfir plank ann, sem hafður var til að ganga á yfir Hraunsá. Menn, sem komu að plankanum, kom ust ekki yfir. Nema þeir væru svo forsjálir að þeir hefðu með sjer keitukopp til að skvetta á hann. Fyrir þeirri sending vjek hann. Jeg var h-jer á ferð fyrir fá- um dögum með nokkrum kunn ingjum mínum í bíl. Þegar við fórum hjerna framhjá, opnað- ist 'alt í einu bílhurðin, en út úr bílnum valt forláta mynda- vjel ofan í flóðið og ónýttist. Skersflóðsmóri! hugsaði jeg. Hann kann enn að hrekkja fólk, þó hann geti ekki lengur stöðv að umferð, með því að sitja klofvega yfir planka. Ströndin. Nú vorum við komnir niður á sjávarkambinn; fórum þar út úr bílnum og gengum fram fyr ir sjóvarnargarðinn. Hann er allhár, laglega hlaðinn úr hraun grýti. Hjer var þaralykt og sjáv- arselta í loftinu. „Hjer er gott loft“, segir Páll og teygar að sjer andrúmsloftið eins og . þyrstur maður svaladrykk. Við göngum niður í flæðar- málið. Fyrir framan okkur er hin breiða hraunfjara, með tjörnum og bollum, óreglulegir hraunhryggir og flesjur upp úr sjó, en brimið drifhvítt við sjá- arbakkann fyrir framan, þar sem Flóahrauninu sleppir. — Nokkur útigangshross fetuðu sig eftir skerjunum, loðin og lotin. Þau fara altaf sem lengst út í skerin. Þau voru eins og afklædd sjóskrímsli, því vitan- lega hafa sjóskrímsli fyrri alda oft verið klökug fjörubeitar- hross. Það er jeg alveg viss um. Páll reynir að lýsa fyrir okk ur stórbrimunum á þessari strönd. Með hina lágu brim- rönd fyrir augum, langt í burtu, er það ekki hægðarleik- ur fyrir ókunnuga að ímynda sjer, að brimið skelli á sjávar- görðunum, sem nú sýnast vera alveg tilgangslausir, langt upp i landi. En þegar hann segir okkur, að brimúðinn nái stundum langt upp á mýraflákana og að brimið hafi eitt sinn á æsku árum hans flýtt fyrir uppskip- un í sumarkauptíð, með því að fleygja vöruskipi, er kom frá útlöndum upp á kampinn, í heilu lagi, þá förum við að pína ímyndunaraflið. — Skipið stóð þar með rá og reiða og öll- um vörunum. Þurfti ekki leng ur að sækja þær sjóleiðis. En hvað verður um þessa bakka bygð? Fer hún ekki ein- hvern tíma eins og Bátsenda- kaupstaður í flóðinu mikla 1799? Hafa ekki allar grynn- ingarnar og skerin, einhvern- tíma verið þurt land, sem sjór- inn hefir gengið á, og er enn að eyða smátt og smátt. Land- ið sígur. En hve ört sígur það í sæ? Bernskuminningar. Nú nálgumst við Stokkseyri, og Páll bendir enn á marga staði og örnefni. — Þarna er Syðra Sel. Þar bjó Páll Jóns- son, afi minn, og þar ólst fað- ir minn upp og Jón, og þeir bræður. Þarna eru Símonar- hús. Þar fæddist jeg í gamla bænum. En í Símonarhúsum nýju, býr vinur minn, Hreinn Kristjánsson, sá gamli sæ- garpur. j Þarna var ísólfsskáli. Þar ólst jeg upp. Af honum er ekki annað eftir en grunnurinn. En ekki laust við að æskuminn- ingarnar sæki á mig, er jeg sje staðinn. Þarna varð jeg fyrir mínum fyrstu tónlistaráhrif- um, þar samdi faðir minn lög- in sín, sem nú eru mörg þjóð- , kunn. Og þar kyntist jeg fyrst. þó í litlum stíl væri, „klass- iskri músík”, því faðir minn spilaði hana mikið. Þarna var sjóbúðin, þar sem Stokkseyrardraugurinn frægi gerði fyrst vart við sig. Hann ljet ekki undan fyr en kirkju- klukkurnar voru sóttar og þeim hringt fyrir framan búð- ina. Eða þannig hefir mjer verið sögð sagan. Jeg man jarð skjálftana árið 1896, þá var búið um mig í heyi, því fólk ið flúði húsið. Þá var það, að einn góður Stokkseyringur bjó um sig í eldaskýli af skipi, er stóð í fjörunni. Kaupmaður einn á Stokks- eyri spurði hann að því, hvers- vegna hann hefði hreiðrað um sig þar, með konu sinni. Okk- ur er óhætt hjer, svaraði mað- urinn, svo lengi sem heimur- inn fer ekki á rönd. — Heldur þú þá, að jörðin sje flöt eins og pönnukaka? — O-já, sagði maðurinn í kokkhúsinu. Svo hefir mjer verið kent. Páll sá Móra. Bíllinn rennur að gistihúsi staðarins. Þar er stór, bjartur og hreinlegur veitingasalur, með dúkuðum borðum. Þar fá- um við fyrirtaks hádegisverð. En Páll er ekki allskostar á- nægður. Hann hafði pantað matinn daginn áður, og heyrt það á afgreiðslustúlkunni, að hún væri hrædd um, að ekkert væri þar á boðstólum, nægi- lega fínt handa okkur. Mjer líkar þetta ekki, segir hann, að fólk haldi, að við Reykvíkingar borðum ekki al- gengan íslenskan mat. Helst vil jeg siginn fisk eða skötu, og signa grásleppu, á þeim tíma árs, sem hún er fáanleg. Þó við slyppum Uakklaust fram hjá Skerflóðsmóra, geng- um við nú á Pál, og spurðum hvort hann hefði nokkurn tíma orðið hans var. Ekki get jeg fullyrt neitt um það. En vel gæti það verið, segir hann. —• Einu sinni var jeg einn á gangi hjerna upp í heiðinni — en Sunnlendingar kalla það heiði, sem Norðlendingar kalla moa — þá sje jeg allt í einu ein- kennilegan drengsnáða, skamt frá mjer. Hann var með skrít- inn hattkúf á höfinu, og í úlpu svo síðri, að hann dróg úlpuna á eftir sjer. Mig lang- aði til að athuga hann nánar og gekk í áttina til hans. En er jeg átti eftir góðan spöl, þá datt jeg um þúfu, stakst á höf- uðið. Er jeg leit upp aftur, var snáðinn horfinn og enginn neinstaðar sýnilegur þarna á flatneskjunni. Þetta var um bjartan dag. Sýn þessi var svo eðlileg, að mjer datt ekki í hug að verða neitt smeykur. Efni úr þangi. Að afloknum hádegisverði fórum við austur á Baugstaða- kamp og fengum Jón Adolfs- son með okkur. Hann er mikill atorku- og myndarmaður í hvívetna, og ötull Sjálfstæðis- maður eins og margt dugnaðar fólk þar um slóðir. Við fórum eftir gömlu götuslóðunum aust ur sjávarbakkann, sem enn minna á lestaferðirnar í gamla daga. Framh. á 3. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.