Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. des. 1943.
Imorgunblaðjð
15>
Sagan af kongsdóttur
og svarta bola
ryksuganna. Potter hafði dreg-
ið saman tvo stóla fyrir framan
arininn í setustofu þeirra og
steinsvaf á þeim. Hann vakn-
aði þegar Helen kom inn.
,,Er herra Russell kominn
heim, Potter?“ spurði hún.
„Nei frú. Jeg er að vaka eft-
ir honum“, svaraði Potter.
„Ágætt Potter. Þakka þjer
fyrir. Góða nótt“, sagði Hel-
en. Hún staðnæmdist í svefn-
herbergisdyrunum. — „Segðu
Clarkson að vekja mig“, sagði
hún.. Hún var dauðþreytt og
úttauguð eins og eftir barns-
burð.
VIII.
Ruth. Anderson vaknaði
snemma um morguninn við það
að blásið var í þokulúður. Hvít-
ur þokuveggur blasti við aug-
um hennar, þegar hún leit út
um kýraugað. Skipið hreyfðist
yarla. Ruth lá um stund með
galopin augu. í dag, í dag, í
dag, söng í sífellu í huga henn-
ar.
Eftir dálitla stund þagnaði
þokulúðurinn. Hvíti veggurinn
þyntist og varð bjartur, er sól-
in kom upp að baki hans; hann
varð eins og þunn slæða og
hvarf loks alveg. Ruth stökk
fram úr rúminu og leit út um
kýraugað. Kínverskir bátar, al-
veg eins og þeir, sem Frank
hafði sent henni myndir af
sigldu framhjá. Himininn var
ekki blár heldur hvítur af hita,
fljótið var gulleitt, bakkar þess
guleitir og fjarlægir. Ruth stakk
höfðinu út um gluggann og and
aði hinu framandi andrúms-
lofti forvitnislega að sjer. Enn
fleiri bátar sigldu fram hjá og
það hylti undir fólkið í þeim.
Ruth veifaði er þeir komu nær,
en enginn veifaði á móti. Hún
tók höfuðið úr glugganum og
leit á úrið sitt. Klukkan var
ekki orðin sex ennþá. Hún sett-
ist á ferðatöskuna sína og
horfði niður á bera fætur sína
á gólfábreiðunni. Þeir voru ein
kennilega barnslegir og sak-
leysislegir, eins og þeir til-
heyrðu ennþá barninu við
Fjórtándugötu, Flathill Iowa.
Hún andvarpaði og tók upp lít-
ið glas með rauðu naglalakki,
sem hún hafði keypt áður en
hún fór að heiman. Hún tók
lítinn bursta og byrjaði hátíð-
leg á svip og með tunguna út í
öðru munnvikinu, að lakka
neglurnar á tám sjer. Hún
teygði síðan úr þeim, meðan
lakkið var að þorna og hjelt
áfram að horfa út um kýraug-
að. Þar var alt hið sama að sjá.
Oðru hvoru hilti undir grátt
eða hvítt hús á bakkanum,
græn trje eða grasblett. Enn
fleiri segl. Gult fljót, gulir bakk
ar, gulur dagur framandi lands.
Hún leit á úrið. Eina mínútu
yfir sex.
Hún þreifaði varlega á nögl-
Unum. Lakkið var orðið þurt og
gaf fótum hennar áræðnislegan
og veraldarvanan blæ. Hún fór
í. morgunsloppinn, tók saman
þvottaáhöld sín og fór á göml-
um leikfimisskóm fram 1 bað-
herbergið. Hún hafði einnig
leyft sjer þann munað áður en
hun lagði af stað, að kaupa sjer
fulla ilösku af baðsalti. Hún
hvolfdi úr því í baðkerið. Þrátt
fyrir það lyktaði baðvatnið eins
og fisksoð; þannig hafði það
verið alla leiðina. Hún heyrði
greinilega vjelaskröltið inn í
káetu sína. í dag, í dag, í dag,
heyrðist henni þær segja. Ruth
eyddi löngum tíma í baðkerinu,
'barðist við sápuna, sem vildi
ekki freyða og endaði með að
fara í kalt steypibað. En þá var
líka baðvörðurinn farinn að
berja að dyrum. Hina farþeg-
ana var farið að lengja eftir
að komast að. Ruth snjeri aftur
til káetu sinnar. Hún leit á
úrið. Ellefu mínútur yfir sex.
Hún settist niður fyrir framan ■
spegilinn og burstaði á sjer hár
ið — hundrað högg með burst- .
anum, eins og móðir hennar
hafði kent henni. Hún hafði
fengið nýtt „Permanent" áður
en hún lagði af stað og var hin
ánægðasta með það. Hún vafði
smáa lokkana upp á fingur sjer
og raðaði þeim í umgerð kring-
um andlitið. Skipið hafði færst
örlítið nær bakkanum. Klukk-
an var kortjer yfir sex. Hún
lokaði ferðatöskunni sinni. Hún
hafði raðað niður í hana kvöld-
ið áður. Að lokum fór hún í
kóralrauða kjólinn, sem hún
hafði lengi geymt til þessa
dags. „Þetta klæðir þig“, hafði
Frank eitt sinn sagt, er hún var
í kóralrauðum kjól. Hún leit í
síðasta sinn í skúffur og skápa.
„Tilbúin“, sagði hún upphátt
og hringdi á þjóninn.
— „Komum við bráðum?“
í höfn, spurði Ruth.
„Já, já“, sagði þjónninn.
„Er morgunverðurinn tilbú-
.inn?“
„Já“.
Hún gekk upp á þilfar og
hallaðist fram á handriðið. Síð-
an fór hún inn í borðsalinn og
snæddi morgunverð. Þaðan fór
hún aftur út á þilfar. Hún fór
í feluleik við tvær kínverskar
smátelpur, sem litu út eins og
brúður, og höfðu verið hennar
mesta yndi frá upphafi ferðar-
innar. Hún átti stutt tal við há-
væran Ameríkumann, sem
hafði setið í fangelsi í Japan
fyrir að taka mynd í forbpðinni
hlíð Daibutsu frá Kamakura.
Hún spjallaði einnig góða stur.d
við frúna frá Cleveland, sem
átti einn son, sem hafði sent
hana í ferðalag kringum hnött-
inn. Hún sat öllum stundum við
að útsauma heljarstóra ábreiðu.
Hún útbýtti drykkj upeningum
eftir leiðbeiningum hr. Murata,
sem var Japani. Síðan snjen
hún aftur til káetu sinnar. Tíu
mínútur yfir sjö. Ruth and-
varpaði af feginleik yfir að
hafa tekist að stytta tímann ör-
lítið. Hún setti upp hattinn. —
Þjónninn barði að dyrum og
benti upp í loftið með þumai-
fingrinum, er hún opnaði dyrn-
ar. — „Hvað er nú á seyði?“
spurði Jtuth. „Já, já“, sagði
japanski þjónninn, „Erum við
komin?“ sagði hún og leit
spyrjandi á þumalfingur hans.
„Já já“, stagði hann. Ruth
fjekk ákafann hjartslátt og
snaraðist upp á þilfar. En það
voru aðeins löggæslumenn, er
komu um borð til að athugn
vegabrjef farþeganna.
Fljótið virtist nú vera farið
að mjókka, og það úði og grúði
af allskyns skipum, svo iangt
sem augað eygði. Herskip, segi-
skútur undir fullum seglum,
smáfleytur, þar sem konur í
bláum buxum og jakka unnu
erfiðisvinnu karlmannanna. —
Það var farið að hilla undir
hvít verksmiðjuhús og skýja-
kljúfar gnæfðu út við sjóndeild
arhringinn.
„Hvernig líður yður° Gott
er veðrið“, sagði hr Murata,
ungur Japani, sem hún hafði
kynst lítilsháttar á leiðinni. —
Hann stóð nú við hlið hennar
við borðstokkinn.
„Ágætlega“, sagði Rutb. „En
yður?“.
„Þakka yður fyrxr“, svaraði
Murata,. „vel“. Ruth leit í
kringum sig. Það hlauí að vera
hlykkur á fljótinu, því að hún
sá ekki lengur skýjakljúíana.
„Ósköp förum við hæg‘t“.,
kveinaði hún.
„Alltaf þannig á Whangpoo“,
svaraði Yoshio Murata. Orð
hans voru ætíð eins og tekin
beint upp úr orðabók. „Lang-
ar yður til að spila ping por.g?“
spurði hann kurteislega.
„Þakka yður fyrir, jeg held
jeg sje of eftirvæntingarfull t.il
þess“, svaraði hún.
„Jæja“, sagði Murata. Hrxnn
brá sjer frá, kom að vörmu
spori aftur með böggul. „Bæk-
urnar“, sagði hann.
„Hvaða bækur?“ spurði
Ruth. Hún roðnaði við, því að
hún óttaðist að Japaninn retl -
aði að gefa sjer eitthvað, og
hún vissi ekki hvort hún átti
að hafna eða þiggja það.
„Bækurnar, sem þjer voruð
svo vænar að lána mjer“, sagði
Yoshio Murata hátíðlega.
Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen.
11.
sem hann sagði, og furðaði fólk sig á því, hvaðan hún
væri, og konungssonur varð stöðugt hrifnari og hrifn-
ari, hann blíndi stöðugt á hana og hugsaði ekki um neitt
annað.
Þegar messa var búin og Katrín ætlaði að ganga úr
kirkju, hafði konungssonur látið hvolfa úr fullri tjöru-
tunnu fyrir framan dyrnar, svo hann gæti hjálpað henni
yfir pollinn, en hún skeytti ekkert um það, heldur steig
beint niður í pollinn og varð annar gullskór hennar fast-
ur í tjörunni, og þegar hún var komin á bak hesti sínum,
kom konungssonur þjótandi og spurði hvaðan hún væri.
„Frá Hárgreiðulandi“, sagði Katrín, en þegar konungs-
sonur ætlaði að rjetta henni gullskóinn, sagði hún:
„Komi nú þokan kolsvört og stríð,
svo konungssonur sjái ekki hvert jeg ríð“.
Reið hún svo sem leið lá að klettinum, en þegar hún
kom þar, stóð þar undir berginu hinn fegursti yngis-
sveinn, sem hún hafði nokkru sinni sjeð, heilsaði henni
kurteislega og sagði: „Nú hefir þú hjálpað mjer, eins og
jeg hjálpaði þjer, því það er jeg, sem er Svarti boli. —
Bróðir minn lagði á mig, að jeg skyldi aldrei komast að
fullu úr álögunum, fyrri en stúlka, sem þótti vænt um
mig, hefði leikið þrisvar sinnum á hann. Og nú hefirðu
gert þetta. Nú göngum við heim að höllinni, og jeg krefst
rjettar míns og arfs“.
Katrín varð mjög fegin, að hún skyldi hafa frelsað svo
glæsilegan mann úr álögum. Þau fóru nú heim til hall-
arinnar, og þegar konungssonur sá bróður sinn, varðv
hann svo hræddur, að hann hafði sig á burtu, en kon-
ungurinn, faðir þeirra, fagnaði hinum týnda syni sínum
vel. Var síðan slegið upp veislu og giftist konungssonur,
sem verið hafði Svarti boli, Katrínu konungsdóttur, og
var mikill fögnuður um alt landið. En galdramaðurinn,
bróðir hans, er sagt að hafi að lokum giftst ljótu sjúp-
systur Katrínar.
Lýkur svo sögunni af konungsdóttur og Svarta bola.
ENDIR.
mzr mtA9LunAa.1L
Eftir heimsstyrjöldina fyrri
var mikil hveitiekla í Bretlandi.
Strangt bann var lagt við því,
að gefa skepnum hveiti. —
Stúlka, sem braut það bann og
gaf hænsnum þessa mjölvöru,
var sektuð um rúml. 4000 kr.
Sagði hún í rjettinum, að hún
hlýddi guðs lögum en ekki
manna.
★
• Presti einum sárnaði, hvað
tilheyrendur hans virtust taka
lítið eftir því, sem hann sagði.
Þá byrstir hann röddina og
þrumar:
„Jeg aðvara ykkur, hjer mun
verða grátur og gnístan tanna,
áður en langt líður“.
Nú stóð gömul kona upp og
sagði:
„Herra, jeg hefi engar tenn-
ur“.
„Frú“, svaraði klerkur, „ger
ið yður engar tálvonir, yður
mun verða útvegaðar tennur“.
★
4. ágúst 1914, rjett áður en
fregnin um fyrri heimsstyrj-
öld kom til Jamica, varð þar
allmikill jarðskjálfti. Að morgni
11. nóv. 1918, rjett áður en
fregnin kom þangað um vopna
hljeð, kom þar aftur jarð-
skjálfti á sama stað. Þetta er
hægt að kalla einkennilega til-
viljun.
★
Mark Twain var staddur í
Bretlandi. Einn góðveðursdag
gekk hann út sjer til skemtunar.
Hann mætti mörgum vinum sín
um. Allir sögðu þeir við hann:
„Gott veður í dag, herra
Twain“.
Twain var farið að leiðast
þetta og svaraði:
„Já, jeg hefi mikið heyrt tal-
að um það“.
★
Hertoginn af Cumberland var
eitt sinn í boði með Samuel
Foote. Varð hertoginn mjög' hrif
inn af visku leikarans og sagði
við hann:
„Herra Foote, jeg hefi gleypt
allt það, sem þjer hafið sagt“.
„Er það virkilega“, svaraði
Foote, „þá hlýtur yðar hátign
að hafa alveg sjerstaklega góða
meltingu, því að ekkert af því
hefir komið aftur frá yður“.
★
Það fer margt öðruvísi en ætl
að er. Blaðið Tldens Tegn birti
mynd af heiðurspeningi, sem
Þjóðverjar höfðu gert í septem-
ber 1914 og átti að sæma her-
menn þá, er tækju París. Var
öðru megin á peninginn ritað:
„För Þjóðverja inn í París
1914“. Ber þetta vott um það,
hvernig þeir hafa hugsað sjer
leikslokin.
★
Maður kom eitt sinn til Jer-
rold og sagði við hann í höstum
rómi:
„Jeg heyri sagt. að þjer þefð
uð sagt að nefið á mjer væri
alveg eins og kylfuhaus“.
Jerrold varð hugsi, en sagði
síðan:
„Nei, það hefi.jeg aldrei sagt,
en núna, þegar jeg fer að athuga
það nánar, sje jeg að það er
mjög líkt“.
★
Oliver Wendell Holmes var
mjög ungur í anda þótt hann
væri orðinn gamall að árum.
Á hverjum degi fjekk hann sjer
göngutúr með Brandeis dómara.
Á einni þessari göngu, en þá
var Holmes 92 ára gamall,
mættu þeir ungri og fallegri
stúlku. Holmes stoppaði og
starði á hana á meðan hún var
augsýn. Þá sneri hann sjer að
Brandies og sagði:
,,Ó, hvað jeg vildi gefa mikið
fyrir að vera aðeins 70“.