Morgunblaðið - 18.04.1944, Page 8

Morgunblaðið - 18.04.1944, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ í'riðjudag'ur 18. apríl 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjaitansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands. kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með JLiesbðk Miklir möguleikar ERLENDAR inneignir bankanna námu í lok febrúar- mánaðar s.l. 458 miljónum króna. Þetta er mikið fje og miklir möguleikar við það tengdir, ef vel og viturlega er á haldið. Það, sem mestu varðar fyrir íslensku þjóðina nú og í náinni framtíð er, að hún verði við búin að auka og efla framleiðslu sína á sem flestum sviðum, strax og stríðinu lýkur. Þetta er sá leiðarvísir, sem okkur ber að stýra eftir og aldrei frá honum að víkja. Vissulega eru möguleikarnir glæsilegir, ef við kunnum að nota þá. Aldrei hefir þjóðin átt jafn gildan gjaldeyris- sjóð upp á að hlaupa. Þetta fje má ekki verða eyðslueyrir, heldur ber að stefna að því, að fá það inn í framleiðsluna í landinu sjálfu. Það á að nota fjeð til þess að kaupa fyrir allskonar framleiðslutæki, skip, margskonar vjelar og annað, sem kemur framleiðslunni að gagni, beint og óbeint. En hvað þýðir að vera að bollaleggja um aukna fram- leiðslu í landi, þar sem alt er að sligast undir ofurþunga dýrtíðar? Þannig munu einhverjir spyrja og þeir hafa án efa reiðubúið svarið: Engin framleiðsla getur borið sig hjer á landi eftir stríð, með þeirri dýrtíð, sem nú ríkir. ★ Það er vitanlega alveg rjett, að hjer á landi er ægileg dýrtíð, eins og stendur. Ekki verður þó með sanni sagt, að neitt alvarlegt tjón hafi af hlotist ennþá. Sjálf dýr- tíðin á að mestu rætur sínar að rekja til ástands, sem þjóðin gat ekkert við ráðið. Það er barnaskapur að halda, að hægt hefði verið með einfaldri löggjöf að sporna við hækkuðu kaupgjaldi og verðlagi innlendra framleiðslu- vara, eftir að hið erlenda setulið var sest að í landinu. Afleiðing slíkrar löggjafar gat aldrei orðið önnur en sú, að skapa stórfelda misskiftingu milli þjóðfjelagsþegn- anna, auk þeirrar margþáttuðu spillingar, sem þróast hefði í skjóli þeirrar pappírslöggjafar. Sjálf dýrtíðin var óviðráðanleg, eins og á stóð. Hún er ekki tilbúin af valdhöfunum, eins og oft er ranglega hald- ið fram. Hitt er að mestu verk valdhafanna, að nota þá aðstöðu, sem skapaðist í landinu, til þess að rjetta hlut þess atvinnuvegar, sem verst var settur, þ. e. landbúnað- arins. Bændum var trygt sambærilegt kaup við aðrar stjettir þjóðfjelagsins og er þetta áreiðinlega einhver stærsta rjettarbótin, sem bændur hafa fengið. En þótt svo sje, að segja megi með sanni að ekkert var- anlegt tjón hafi af hlotist ennþá, vegna dýrtíðarinnar, er vitanlega hættan yfirvofandi, ef ekki er verið vel á verði. Engin tök verða á að auka framleiðsluna, þegar verð- hrunið skellur yfir að stríðinu loknu, nema hægt sje á sama augnabliki að lækka stórlega dýrtíðina í landinu. — Allar framtíðarvonir þjóðarinnar byggjast á því, að henni takist að framleiða vörur, sem eru samkepnishæfar á er- lendum markaði. Þessvegna er alt komið undir því, að þjóðin verði viðbúin þegar verðhrunið skellur yfir. ★ Hjer er verk, sem stjórnmálamennirnir verða að vinna. Þjóðinni er engin hætta búin, ef hún ber gæfu til að standa saman. Möguleikarnir blasa við hvarvetna. Vel- megunin meiri hjá almenningi en nokkru sinni áður og ótal mörg óleyst verkefni bíða. En það er hægt að gera alt þetta að engu. Og það er alveg víst, að engir möguleik- ar verða hagnýttir eins og vera ber, ef flokkadeilur og sundrung verða hjer ráðandi. Þegar Alþingi kemur saman næst, verður ný stefna þar að ráða: Stefna allsherjar sameiningar og samstarfs. Slík stefnubreyting myndi ekki aðeins verða glæsileg sig- urganga inn í lýðveldið, heldur myndi hún einnig verða örugg framtíðartrygging þjóðarinnar. Er nokkur sá stjórnmálaflokkur tiþ'sem þorir að sker- ast úr leik, þegar hann er kvaddur til slíks starfs á þessum örlagaríku tímum? Eftirtektarvert rannsóknarverk i. Árnesingasaga heitir mikil bók, sem Árnesingaíjelagið í Reykjavík hefir gefið út. Er þetta fyrrihluti verks, „Yfirlit og jarðsaga“, eftir Guðmund Kjartansson magistfer, lang- mestur hluti bókarinnar; en ilokakafli, 18. s., um gróður í Árnessýlu, er eftir Steindór Steindórsson grasafræðing, og efast jeg ekki um að einnig frá honum er vel gengið. Ritstjóri alls verksins er Guðni Jónsson magister. II. Það er ekki að efa, að mikill ávinningur er að þessu verki Guðmundar Kjartanssonar sem þarna kemur, og að höfundur- inn á mikla þökk skilið fyrir. Má þarna sjá vott mikillar þrautseygju, glöggskygni og ger hygli. En það sem áfátt er, eða kann að vera, mun mest til þess að rekja, að tíminn, bæði til rannsókna og til samningar ritsins, hefir verið of naumur, enda má víst heita, að alt verk- ið hafi verið unnið á þeim stund um, er höfundurinn hefði þurft að nota til hvíldar frá tíma- freku kenslustarfi. Má mikils af slíkum manni vænta, þegar hann getur gefið sig eingöngu við jarðfræðinni, einsog vjer vonum að verði. Því að hið sjálfstæða menningarríki Island, mun ekki lengi vilja vera án stofnunar er heiti „Jarðfræðirannsókn Islands", og þar sem Jóhannes Áskelsson og Guðmundur Kjartansson, auk annara, væru sjálfsagðir starfsmenn. En til húsa gæti sú stofnun orðið í hinni fyrir- huguðu höll „Náttúrusafnsins", einsog t. d. Sveriges Geologiska Undersökning — mjög fræg stofnun meðal þeirra sem þau fræði stunda — er í sömu á- gætu og stórkostlegu húsakynn um og Naturhistoriska Riks- museum í Stokkhólmi. Tilgangurinn með línum þess um er að vekja athygli á merkilegu verki, og munu þeir, sem betur fer, ekki vera allfá- ir, sem ekki þurfa mikillar hvatningar við, til að lesa bók, sem eins mikinn og mikilsverð- an fróðleik flytur þeim og þessi. Höfundurinn er mjög hæ- verskur þar sem hann í formál- anum talar um gildi síns eigin verks, og skartar það vitanlega vei á ungum mönnum. En það er óhætt að segja, að þetta verk Guðmundar Kjartanssonar má að ýmsu leyti kallast braut- ryðjandi fyrir þekkinguna á því svæði sem þarna ræðir um, og eykur miklu við það sem vitað var um jarðfræði þess áður. Jeg vil ekki draga lengur að | láta þessar línur koma, ef verða mætti, að þær yrðu til að vekja og auka mönnum áhuga á að kynnast mikilsverðu verki. Seinna getur verið, að jeg bæti svo við þetta nokkrum athuga- semdum. Helgi Pjeturss. Kvikmynd af Reykjavík. LOFTUR GUÐMUNDSSON ljósmyndari er að taka kvikmynd af Reykjavíkurbæ. Ilann er ráð- inn til þess af bænum. Það verð- ur gaman að þessari kvikmynd, þegar tímar líða og það er eigin- lega einkennilegt, að ekki skuli fyr hafa verið ráðist í að taka heildarkvikmynd af Reykjavík. Það væri t. d. gaman að eiga kvik mynd af Reykjavíkurbæ eins og hann var fyrir 10—15 árum. Þá sæist vel, hve miklar framfarir háfa örðið hjer í bænum á þeim stutta tíma. Það ætti að taka kvik mynd af Reykjavík á 10—15 ára fresti. Þannig væri saga bæjarins best geymd. • Gæti orðið fallegri — ef. LOFTUR á við ýmsa erfiðleika að stríða í sambandi við kvik- myndatökuna af bænum. Hann er maður samviskusamur og fegurð arsmekkur hans meinar honum stundum að halda áfram með verkið. Sumar byggingar, sem hann ætlar að taka myndir af, eru þannig, að þær myndu líta herfilega út á mynd vegna þess hve þeim er illa við haldið. Bæj- arhlutar eins og miðbærinn eru nú í því ástandi, að þeir myndu ekki líta vel út á kvikmynd. Það eru t. d. húsin umhverfis bruna- rústirnar af Hótel Island. Aðeins eitt hús þar hefir verið málað, (HótelVík). En Loftur verður að halda áfram með verk sitt og svo getur farið, að hann geti ekki beðið eftir að húseigendur geri við og máli hus sín. Það verður þá að hafa það. Utlit húsanna, eins og það er, kemur út á kvik- myndinni og geymist þar um ald ur og æfi. — Hvernig gengur kvikmynd- un bæjarins? sagði jeg við Loft, er jeg hitti hann hjer 4 dögun- um. — Svona sæmilega, takk fyr- ir“, sagði Loftur. Jeg þarf ekki að kvarta fyrir mína parta. Tíð- arfarið gott til myndatöku. Skrif aðu samt ekkert eftir mjer, það tekur því ekki. En það verð jeg þó að segja, að t. d. Safnahúsið við Hverfisgötu yrði fallegra á myndinni, ef það væri málað og Sundhöllin gæti tekið sig betur út“. Meira fjekk jeg ekki út úr Lofti í þetta sinn. Þessi grein er’ gerð að umtals- efni hjer vegr.a þess, að mjer finst hún sanna það, sem jeg hefi haldið.fram, að erlend blöð vilja birta rjettar greinar um ísland og Islendinga. Það er aðeins um það að ræða, að erlendum blaðamönn um sje gefinn kostur á að kynn- ast landinu og það er okkar verk, að sjá svo til, að útlendingar fái rjettar og sannar upplýsingar um okkur. • Ruslið við Lækjargötu ..VEGFARANDI" skrifar: „Út af smágrein, sem birtist hjer í dálkunum þínum um rusl og slæma umgengni á grasblettun- um við austanverða Lækjargötu, vil jeg aðeins benda þjer á þetta: Þó blettirnir sjeu eign ríkisins, hefir bærinn fengið þá til afnota í vetur. Vinnuflokkur hitaveit- unnar hefir fengið að hafa þarna við og verkfæri og annað, sem þeir þurfa, til að gera rennu- stokka Hitaveitunnar í miðbæn- um og koma þar fyrir lögnum. Það er því misskilningur, sprott ínn af ókunnugleik, að dót það, sem þar er, sje á vegum ríkis- stjórnarinnar. Þetta er sagt hjer til þess að hafa það sem rjettara reynist. Og blettirnir verða hreinsaðir innan skams“. © Athugasemd. VIÐ ÞESSI orð um ruslið við Lækjargötu vil jeg aðeins gera stutta athugasemd. Mjer þykir leitt að hafa ranglega kent ríkis- stjórninni um þenna ósóma. Hún á víst nóg samt, þó ekki sje skrökvað upp á hana, blessaða. Það er líka gott, að heyra, að rusl ið eigi að hverfa innan skams, það er ekki vonum, fyr, að það sje fekið burtu af þessum stað. En það, sem m jer þykir leiðin- legt í þessu sambandi, er, að jeg hefi komist að því, að umsjónar- maðurinn, sem sjer um stjórnar- ráðsblettinn hefir tekið þetta nærri sjer. Er mjer ljúft og skylt að benda almenningi á, að sjálf- ur stjórnarráðsbletturinn hefir á- valt verið mjög þrifalegur, bæði vetur og sumur. Maðurinn, sem um hann sjer, virðist hafa mik- inn áhuga fyrir að halda honum hreinum og munu vegfarendur hafa tekið eftir því. Ef allir blett ir og garðar í bænum væri eins vel hirtir og stjórnarráðsblettur- inn, þá væri ekki ástæða til að kvarta. Góð grein um ísland. BESTA GREININ um ísland, sem jeg hefi sjeð í erlendu blaði, birtist nýlega í ameríska blað- inu „The Boston Sunday Globe“. Greinin mun hafa birst í mörgum helstu blöðum Ameríku, því hún er send út frá Landfræðifjelag- inu ameríska (National Geograp- hic Society), en sá fjelagsskapur | sendir amerísku blöðunum grein- ar um erlend lönd. T. d. þegar eitthvað nýtt land kemur í frjett- unum, þá útbýr blaðadeild fje- i lagsins grein um landið og sendir ! blöðunum. Greinin er ekki löng, eða eins j og einn dálkur í Morgunblaðinu. Hún er birt, sem 12. og síðasta grein í greinarflokki, sem heitir 1 „Hvar eru Ameríkukanarnir“. Á- 1 gætt kort með helstu stöðum á landinu fylgir greininni. j Það er óþarfi að rekja efni greinarinnar. Sagt er í stórum dráttum frá landi og þjóð og það er raunar undravert hve höfund j inum hefir tekist að segja mikið í fáum orðum. AusturvöIIur. MINST VAR á það hjer á dög- unum, að Áusturvöllur hefði ver ið hreinsaður og hve mikil svip- brevting það hafi verið til hins betra fyrir miðbæinn. Undanfarin ár hefir verið mjÖg erfitt, að halda vellinum við vegna þess, hve fólk hefir verið kærulaust í umgengni sinni þar eins og víða annarsstaðar í bænum. Garð- yrkjumenn bæjarins hafa auðsjá- anlega mikinn áhuga á að skreyta þá bletti, sem eru í bæjarins eigu, en þeir eiga við margskonar erf- iðleika að stríða. Það hefir ekki verið hægt að kenna mönnum að ganga eftir gangstigunum á Austurvelli. Horn vallarins hafa á hverju vori verið troðin niður og verið eitt moldarflag. Hefir ávalt, síðan girðingin var tekin, þurft að leggja nýjar þökur á hornin. Nú hefir verið tekið það ráð, að setja niður trje í horn vallarins og er það gott ráð, sem vonandi hepn- ast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.