Morgunblaðið - 20.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1944, Blaðsíða 2
2 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Fimtudag'ur 20. apríl 1944 SÓL OG SUMAR „Vonir hlæja hörpu við, hjá þjer æ þær vista, sunnanblæ og sólskinið, sumarfdaginn fyrsta“. ÞANNIG orðaði skáldið hugs anir fólksins við sumarkomu í einu vetrarharðasta hjeraði Norðanlands fyrir allmörgum árum. Flest erum við og þann- ig gerð, að svipaðar hugsanir grípa um sig í hvert sinn þegar veturinn er liðinn og sumarið heilsar. Fólkið í okkar vetrarharða landi er háð því lögmáli, að heyja harða baráttu fyrir lífi sínu og framtíð meðan skamm- degismyrkrið, frostið og fönn- in eru við völd. Tvær aðal- stjettir landsins hafa þó á þessu sviði við harðasta kosti að búa. Það eru sveitamenn og sjó- menn. Svo hefir það verið síð- an land bygðist og þannig hlýt- ur það að verða, þó nokkur stigsmismunur geti á orðið við \axandi þægindi. ★ VIÐ sveitamennirnir, sem lifum af búpeningsrækt, eig- um okkar afkomu undir því að geta sjeð okkur og fjenaði okk- ar sæmilega farborða yfir vet urinn, á hverju sem gengur. Velferð okkar byggist á fyrir- hyggju, þrautseigju og mann- dómi. Örðugleikarnir eru mikl- ir í hríðum og dimmviðri, frost hörkum og fannkyngi. En að sigrast á þeim, er líka mann- dómsverk, sem þroskar hvern og einn og gerir hann meiri mann og betri en ella. Sama máli gegnir með sjómennina íslensku, og þó á enn hærra stigi, því að þeir hafa miklu oftar um lífið sjálft að tefla í ofviðrum vetrarins, Þegar þessir menn hafa sigr- að. hvar sem þeir standa í bar- áttunni, þegar þeir sjá vetur- inn að baki og sumarmálin blasa við augum, þá er ekki að furða, þó að straumur gleði og bjartra vona sje sterkur og hreinn. Mæður og konur, dætur og systur þessara manna hafa líka lokið langri þraut og losn- að við marga hugsun, þegar veturinn er liðinn. Þeirra á meðal eru alt of margar, sem þurfa að búa við myrk,ur og kulda og aðra örðugleika. Þær eru oftar en skyldi milli vonar og ótta, og því miður breytist óttinn stundum í sorg. Þær all- ar, sem lausar eru við þau álög, fagna unnum sigri þegar vet- urinn er liðinn og sumarvon- irnar og sumargleðin er fram- undan. ★ SVEITAMENN OG SJÓ- MENN eru ekki altaf virtir eins og vera ber af hinum, sem hafa valið sjer annað hlut- skifti. En á þessum tveim stjettum þessa lands byggist fjármálagengi þjóðarinnar meira en á öllum hinum, enda þó margar þeirra hafi þýðing- armiklum störfum að gegna. Þegar þessar tvær atvinj»u- stjetth' sjá sólina og sumarið, sjá þær gleði sína og frelsi eftir þrautir vetrarins, en þá eru þó *;kki örðugleikar ársins á enda. Þeir breytast. Hætturnar, myrkrið, kuldinn og fönnin hverfa að miklu leyti, en við xálíá vbrannír og sumarstörf. Eftir Jón Áfram vinna, áfram barátta, áfram manndómsverk, sem hæfa íslendingum. Alt eru þetta verk til stuðnings því, að hin lifandi, fjölbreytta ís- lenska náttúra geti verið þjóð- inni arðsöm og gefið af sjer sem mest og best, eftir því sem efni standa til á hverjum stað. Hvernig þetta tekst, er undir- staða þess, hvort sumarvonirn- ar rætast eða rætast ekki, hvort sumarsólin og gleðigeislarnir reynast eins og heilladísin lof- ar á sumardaginn fyrsta. ★ AÐSTAÐA þeirra, sem í kaupstöðunum búa og dvelja þar að staðaldri, er nú á síðari tímum orðin öll önnur en hinna, með tilliti til þeirra breytinga, sem árstíðaskifti og veðurfar hafa í för með sjer. Mismunur árstíðanna hefir minkað stór- um, einkum síðan rafmagnið kom til afnota og fór að veita ljósi og yl um hvert heimili kaupstaða þeirra, er þess njóta. Skammdegismyrkrið er þar ó- sambærilegt við það sem var og áhrif frosta og < fanna eru þar lömuð og lítilfjörleg. Mik- 111 hluti fjölmennustu bæja- stjettarinnar, verkamannastjett arinnar, verður þó að vinna utan húss og gjalda þeirrar ó- blíðu, sem vetrarvaldið hefir í för með sjer. Og þó aðstaða bæjafólksins sje öll önnur en sveitamanna og sjómanna á hafinu, þá er það alt fyrir því háð því algilda lögmáli sem mótað er í eðli íslendinga frá þvi land bygðist, að gleðjast við sumarkomu, fagna því að vetur er liðinn hjá og sól og sumarblíða tekur við völdum. Dísum vonarinnar fjölgar og verða bjartari á svip. Hugsjón- irnar hækka hjá öllum og gleð- in vísar sorgum og hugarangri út fyrir dyrnar. Þegar bæjarfólkið fær sum- arfríið og tekur sjer ferð á hendur til annara landshluta eða upp um fjöll og fymindi, jafnvel helst um há sláttinn, þegar fastast er gengið að- vinnu í sveitum landsins, þá er ekki laust við að sveitafólkinu sje nóg boðið og það óski þess að komast í sömu aðstöðu. En það gætir þess ekki, að fjöldi bæjafólksins, sem allan vetur- inn og mikinn hluta annara árs tíða elur aldur sinn í þröngum húsakynnum við lítið útsýni, er háð sömu lögum og fjeð, sem leitar fast í gróðurilminn og fjallaloftið, þegar sumarsólin hækkar á lofti. Okkur hinum, sem göngum að störfum í fje- lagi við gróður mögn hinnar lifandi náttúru, er ekki eins mikil þörf á tilbreytingu ferða- laganna, þó allir kjósi gjarnan að geta notið þeirrar ánægju. Flestum Islendingum er sum- arið meiri nytjatími en vetur- inn, ef að gæfan er með. ★ ÞETTA sumar, sem nú fer í hönd, hefir með"' sjerstökum hætti bjartar vonir í för með sjer fyrir íslensku þjóðina. Hún er að ganga síðasta áfangann á leið til fúlls freisis óg sjálf- Pálmason stæðis eftir aldalanga baráttu sinna bestu manna. Að ná á- fangastað er altaf sigur eftir örðuga ferð. En aldrei er sig- urinn eins dýrmætur og heill- anai eins og þegar takmarkið er hátt, og þegar ferðin að því hefir verið löng og ervið. Hjer er um að ræða takmark sem ágætustu menn liðins tíma hafa eytt lífsorku sinni til að ná, og sem núlifandi kynslóð hefir tekið þýðingarmesta og æski- legasta mið fyrir velferð kom- andi kynslóða. Jeg óska þess einlæglega að öllum íslendingum nú og fram- vegis verði hamingja að þeim áfangastað, sem ætlað er ná á sumrinu og gleði og gæfa fylgi þeim vonum, sem tengdar eru hinu nýja sumri, svo framtíðin fullnægi hinum fegurstu draum um. J. P. * Leigulagavald Rooseveifs fram- lengl Washington ,í gærkveldi. FULLTRÚADKILD Banda- ríkjaþings samþykkti í dag með 334 atkv. gegn 21 að framlengja umboð forsetans tii þess að gera láns- og leigu- samninga. í eitt ár í viðbót, eða þar til í júní næsta ár. Allir þeir, sem greiddu at- kvæði gegn þessu voru Re- publikanar. Frumvarpið, eins og það var sent til Öldungadeildar- innar, hefir inni að halda nýtt ákvæði, sem bætt var í að; tilhutun utanríkismálanefndar á síðustu stundu. Er það á þá leið, að þingið hefir vald til þess. að endurskoða hverja þá ákvörðun forsetans í þessum. niálum, sem ,,gæti haft áhrif á aljijóðnmál á tímabilinu næst eftir að ófriðurinn end- ar“. Rjett áður en lokaat- kvæðagreiðslan fór fram. feldi deildin tillögu um það, að eng ir yrðu láns- og íeigulaga að- njótandi, nema þjóðir, sem! beinlínis ættu r styrjöld. Reuter. r Ahlaup við Anzio London í gærkveldi. Á ANZIOSVÆÐINU , fyrir sunnan Rómaborg gerðu Þjóð- verjar snarpt áhlaup á stöðvar Bandaríkjamanna í dag. Urðu af harðir bardagar, en fram- sókn Þjóðverja varð hindruð. Síðar um daginn gerðu svo Bandaríkjamenn áhlaup. Flugveður hefir verið mjög ilt og lítt eða ekki flogið yfir Italíu. Á Cassinovígstöðvunum og hjá áttunda hernum var ekki annað um að vera en nokkur stórskotahrið. — Reuter. MORGUNBLAÐINU BEST AÐ AUGLÝSA 1 Námskeið með námsflokkasniði NÁMSFLOKKARNIR halda námskeið í Háskólanum dagana 15. maí til 1. júní 1944. Er það undirbúið í samráði við fræðslu málaskrifstofuna. Kenslan verð ur með námsflokkasniði. I hverri námsgrein verða haldn- ir fáeinir fyrii'lestrar og síðan hafðar æfingar og samtalstím- ar um námsefnið. — Þessar námsgreinar verða stundaðar: Lestur bókmenta. Kennari: Dr. phil. Steingrímur Þorsteins son. Leikstarfsemi (leiðbeiningar um leikstjórn. Kennari: Lárus Pálsson leikari. Fjelagsstarf. Leiðbeinendur: Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi og Ágúst Sigurðsson cand. mag. íslenska. Kennari: Svein- björn Sigurjónsson magister. Þættir úr atvinnu- og menn- ingarsögu Islands. Kennari: Dr. phil. Þorkell Jóhannesson lands bókavörður. Hjálp í viðlögum. Rauði Kross gengst fyrir þessum þætti nám- skeiðsins. Ennfremur mun dr. phil. Guðmundur Finnbogason flytja erindi á námskeiðinu. Ef nægilega margir þátttak- endur óska eftir kenslu í ein- hverri annari námgrein en þeim, sem nefndar eru hjer að framan, mun verða reynt að stofna sjerstakan námsflokk í þeirri grein. Þeim þátttakendum, sem þess óska, mun verða sjeð fyrir gist ingu, annaðhvort í Stúdenta- garðinum eða í Stýrimannaskól anum. Bifreiðasljórafje- lagið Hreyfill gerir samþykf í lýðveidis- máiinu Bifreiðastjórafjelagið Hreyf- ill hefir nýlega haldið fund. Fundur þessi samþykti að senda fjármálaráðherra áskor- un um að hann greiði fyrir inn flutningi á bifreiðagúmmí, og að atvinnubifreiðastjórar fái það, sem nú er til af því í land- inu, ennfremur lýsti fundurinn sig mjög óánægðan með það ástand, sem nú er á götum bæj arins og vegum utanbæjar. Þá gerði fundurinn og sam- þykt í lýðveldísmálinu: ,,Um leið og fjelagið lýsir á- nægju sinni yfir þeirri lausn, sem sjálfstæðismál þjóðarinn- ar fjekk á Alþingi, vill bif- reiðastjórafjelagið Hrevfill skora á meðlimi sína að neita atkvæiðsrjettar síns við þjóðar atkvæðagreiðslu þá, sem nú fer í hönd. Jafnframt því, sem fjelagið lýsir því yfir sem eindregnum vilja sínum, að lýðveldi verði stofnsett eigi síðar en 17. júni 1944, skorar fjelagið á alþýðu manna að standa saman sem einn maður um endurheimt frelsis vors og sjálfstæðis, svo að eigi þurfi til þess að koma, að vjer þux’fum framar að berj ast fyrir því að ■ endurheimta ■það sjálfstæði, sem vjer nú höf úm feWgið. ' 1 Samvínna Norðmanna og Svia Matvæli keypt lil Noregs fyrir 50 miljónir FRÁ LONDON er símað til norska blaðafulltrúans hjer: í „Norsk Tidend“ i London segir í dag: Samningar þeir, sem gerðir voru þ. 13. apríl milli Trygve Lie utanríkismálaráðherra Norðmanna og sendiheri'a Svía við noi'sku stjórnina í London, John Beck-Friis fríherra, eru fyrstu diplomatisku samning- ar, sem fram hafa farið milli norsku og sænsku stjórnarinn- ar síðan 9. apríl 1940. Öll ástæða er til að fagna þessu samkomulagi, bæði vegna þess, sem þar er ákveðið, svo og vegna þess, að með því er fengin vissa fyrir, að sænska stjórnin er nú reiðubúin til þess að hefja samstarf um þau efnahagsmál, sem þjóðir þess- ar þurfa að leysa innbyrðis eft ir styrjöldina. Því það er aug- Ijóst, að enda þótt afstaða þess- ara þjóða sje gagnólík í styrj- öldinni, þá hafa þessar ná- grannaþjóðir þörf fyrir mikil viðskifti sín á miíli í framtíð- inni. Samningurinn fjallar fyrst og fremst um vöruskifti milli þjóðanna. Norðmenn þurfa á vörum að halda til endurreisn- ar atvinnuveganna, og þeir þurfa að geta aukið útflutning sinn, til þess að geta gxæitt fyr- ir vörur þessar. En Norðmenn þui'fa fyrst og fremst að geta flutt út vörur til endurgreiðslu fyrir þann mikla innflutning á nauðsynjavörum, er þjóðin þai'f fyrsta sprettinn eftir styrjöldina. En hvaða ráðstaf- anir, sem gerðar kunna að verða meðan á ófriðnum stend- ur, þá er eitt vist, að nokkur tími líður, eftir ófriðarlokin, að ekki verður hægt að endur- gjalda nauðsynlegan innflutn- ing með útflutningi, svo hann þarf að greiða með lánum, eða í reiðu fje. Þar kemur til greina samn- ingurinn um lán hjá Svíum, fyrir nauðsynlcgan innflutn- ing, svo fje það, sem Norð- menn nú hafa yfir að ráða, er hægt að nota til annars. Óá- kveðið er, hvaða vörutegund- ir eða hve mikið Noi'ðmenn fá keypt í Svíþjóð fyrir lánsfje. Því ræður sænska stjórnin. Vonandi verða Svíar greið- viknir í þessu efni, gagnvart óskum og þörfum Norðmanna, enda þótt Svíar kunni að hafa takmarkaðar birgðir af ýmsum nauðsynjum. í sama blaði í Norsk Tidend er sagt frá því, að nú þegar sje biúð að kaupa matvæli í Sví- þjóð fyi'ir 50 miljónir króna, i sem eigi að fara til Noregs. Fara þau kaup fram eftir hin- | J » I / ^ f M » ' » 1 íw i ] J í ji | jum nygerða sammngi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.