Morgunblaðið - 20.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1944, Blaðsíða 8
8 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Fimtudagur 20. apríl 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandj, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Sumardagurinn fyrsti HIN ÞJÓÐLEGU hátíðahöld íslendinga á sumardaginn fyrsta, er fagur vottur um vorhug landsmanna. Að fagna sumarkomu, eftir langan og dimman vetur og hafa tyllidag, þegar sumarið er í vændum, sýnir ríkan þátt í þjóðarlund okkar. Menn úr suðlægari löndum, sem hjer dvelja, telja þessari sumarhátíð okkar vera valinn óheppilegur dagur. Því oft vill svo fara, að veðráttan hafi eigi fengið hjer. neinn sumarsvip á þessum tíma árs. En við förum eftir almanakinu, og bíðum síðan í voninni um að sumartíðin nálgist. ★ Fyrr á tímum voru sumargjafir ámóta tíðar milli vina og vandamanna, eins og jólagjafirnar. Jólagjafir voru oftast einhver fatnaður til skjóls fyrir vetrarkuldunum. En sumargjafir voru með öðrum svip, og fjölbreyttari, ef efni stóðu til. Fyrir 20 árum fjekk Reykjavíkurbær merkilega sum- argjöf, er barnavinafjelag var stofnað með því nafni. Fjelag þetta var lítils megnugt fyrstu árin. Styrkur þess var áhugi og hugsjónir barnavinanna, er skildu til fulls hið geysimikla óleysta verkefni hjer í bæ, er viðkom umönnun með börnum borgarinnar. A hverju ári hafa bæjarbúar sýnt að þeir meta þessa starfsemi, því þeir hafa styrkt fjelagið með aðstoð sinni við skemtanir fjelagsins, og með meiri og minni fjár- framlögum. Á síðari árum hefir bæjarfjelagið styrkt þetta barnavinastarf ríflega, og ríkissjóður nokkuð. Enda er það vitað, að þær sumargjafir, sem barnavinafjelagið fær, bera margfaldan ávöxt fyrir þjóðfjelagið. ★ Ekki er hægt að fagna sumri að þessu sinni, án þess að láta hugann hvarfla til styrjaldarþjóðanna, og hins mikla hildarleiks, sem háður er í veröldinni. Undirokaðar og stríðandi þjóðir bera í brjósti sjer miklar vonir til þess, að á þessu sumri muni draga til styrjaldarloka, stríðsþjóðir fái frið og kúgaðir endur- heimti frelsi sitt. En það er með þessar vonir, líkt og sumar vonir okkar hjer í norðrinu, að enginn veit hvernig eða hvenær kann úr þeim að rætast. Enn getur það farið svo, að sumar það, sem vonast er eftir suður í löndum, sumar vopnahljes og friðar, renni ekki upp á þessu ári, hernumdar frændþjóðir okkar megi enn um hríð búa við fjötra og þröngan kost, undir fargi hins miskunnar- lausa ofureflis. Óskift ber íslenska þjóðin þá von í brjósti, að her- numdar frændþjóðir okkar og aðrar kúgaðar þjóðir, fái frið og frelsi sitt á sumri komanda. ★ I samanburði við stórviðburði styrjaldarinnar gætir lítið þess viðburðar, sem hjer á að ske, eftir tvo mánuði, er lýðveldi: verður endurreist á íslandi, eftir 682 ár. En í sögu okkar fámennu þjóðar verður sá viðburður hinn merkasti, og þeim mun merkari, sem núlifandi kyn- slóð kann betur að meta hann, fær betur skilið, hvaða skyldur fylgja hinum auknu rjettindum. Þegar við Islendingar berum fram óskir okkar að þessu sinni um gleðilegt sumar, verða þær innihaldsríkari og með einlægari blæ en oftast nær áður. Þær verða ekki einasta óskir um farsælt komandi sumar, heldur og óskir um, að það sumar, sem þjóðin býr sjálfri sjer í fram- tíðinni, verði bjart og heillaríkt. Með þessum orðum óskar Morgunblaðið öllum lesend-, um sínum, allri þjóðinni, r óttmaró/ -I i 1 Morqunblaðinu \Jíhuerji óhrihar: fyrir 25 árum l 'ljr dcicj,lecj,ci Íí^inu Aflafrjettir. 1. apríl. ,,I verstöðvum austan fjalls, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þor- lákshöfn og Herdísarvík, hefir verið fádæma góður afli undan farna daga. Hefir borist svo mikið af fiski á land, að salt- laust var orðið, og höfð.u veiði- stöðvarnar þó birgt sig að nægu salti í meðal veiðiári. Voru sendir hjeðan þrír vjelbátar í gær, Hurry, Minerva og Faxi, allir með salt. í Vestmannaeyj- um er sagður tregur afli — veið ist hvorki í net nje á línu. Hyggja menn að það vildi, að nú er orðið fult af útlendum botnvörpuskipum þar á fiski- miðunum. Segja Eyjaskeggjar, að skipin muni vera eins mörg og fyrir stríðið. Eru það aðal- lega frönsk og hollensk skip. Lítill afli hefir verið í Garð- inum og Grindavík, en kvað nú vera að aukast aftur í net. Hjer má kallast fisklaust“. ★ Átti að gera Frakka alveg ör- ugga fyrir Þjóðverjum. 7. apríl. „Lloyd George hefir lýst yfir því i París, að það verði að gera Frakka alveg örugga fyrir Þjóð verjum. England sje fúst til þess að fórna miklu, jafnvel um 50 ára skeið, ef Þjóðverjar skyldu í þriðja sinn ætla að fara með ófriði á hendur Frökkum'1. Prestum var bannað að ann- ast kenslu í Rússlandi. 7. apríl. „Mentamáladeild Bolzhe- wikka-stjórnarinnar í Rúss- landi hefir lagt blátt bann við því, að kennimenn, úr hvaða trúflokki sem er, hafi á hendi kenslu í nokkrum skóla þar í landi“. ★ Undirbúningur að stofnun Þjóðræknisfjelagsins hjer var hafinn. 8. apríl. „Fundur var haldinn í Good- templarahúsinu í gærkveldi til undirbúnings stofnunar fjelags, er komi á samvinnu og traust- ara sambandi en verið hefir milli Islendinga vestan hafs og austan. Tóku til máls þeir cand. theol. Sigurbj. Á. Gíslason, próf. Guðm. Finnbogason, Einar H. Kvaran rithöfundur, dr. Jón Helgason, biskup og sjera Krist inn Daníelsson, og hvöttu allir til þess að fjelagið yrði stofn- að. Var það samþykt með at- kvæðum allra fundarmanna, og þeim, er boðið höfðu til fund- arins, falið að semja frumvarp til laga fyrir fjelagið undir næsta fund, en það voru S. Á. Gíslason, Einar H. Kvaran, Ben. Sveinsson, Guðm. Finnbogason, Sveinn Björnsson, Tryggvi Þór- hallsson og Þorsteinn Gíslason. Miljón punda á ári. London í gærkveldi: — Bretar hafa ákveðið að verja 10 milj- ónum sterlingspunda til styrkt ar vísindarannsóknum fyrstu 10 árin eftir styrjöldina. Síðan er gert ráð fyrir, að fjárfram- log í þessu skyni verði enn aukin. — Reuter. **+****+•++++*+* Sumri fagnað. í DAG FAGNA ÍSLENDINGAR sumri. Það er sama hvað veðrið segir, hvort það er gott eða vont. í dag er sumardagurinn fyrsti og sumarið þar með byrjað á Islandi Sumarið er íslendingum svo dýrmætt, að það er ekki nema eðlilegt, að við einir þjóða, höld- um hátíðlegan þann dag, sem við teljum færa okkur hið langþráða sumar. Hjer áður fyr var sum- ardagurinn fyrsti einn af helstu hátíðisdögum ársins, í huga fólks ins að minsta kosti. Gleðilegt sumar, hljómaði ekki síður hátíðlega í eyrum en gleði legir páskar og gleðileg jól. _ Sumargjafir voru gefnir og menn gerðu sjer dagamun og enn er hinum gömlu siðum haldið við Dg er það vel. • Dagur barnanna. HJER í REYKJAVÍK hefir sumardagurinn fyrsti orðið að degi barnanna. Hið merka fje- lag, Barnavinafjelagið Sumar- gjöf, sem varð 20 ára fyrir skömmu, hefir komið þeirri venju á, að sumardagurinn fyrsti sje fyrst og fremst helgaður börnunum í höfuðstaðnum. Betri dag var ekki hægt að velja. Vit- anlega eiga börnin að hafa sinn dag eins og við höfum mæðra- dag, sjómannadag o. s. frv. Þenna dag skemta börnin sjer á ýmsan hátt með skrúðgöngum og fleiru. En á barnadaginn er líka safnað fje meðal bæjarbúa fyrir „Sumargjöfina". Takmark fjelagsins í dag er 100.000 krón- ur og ætti að vera hægt að ná þvi takmarki. I'fyrra söfnuðust 70.000,00 krónur. Reykvíkingar eru ekki vanir að láta standa á sjer þegar leitað er til þeirra um góð málefni og bæjarbúar muríu í dag styrkja ,,Sumargjöf“, hver eftir sinni getu. Það er t. d. hægt með því að kaupa merki dagsins, Barnadagsblaðið og „Sólskin" og með því að sækja skemtanir, sem fjelagið stendur fyrir. Lýðveldisliöll — Helgi- dómur. VIÐ ERUM STUNDUM stór- huga, íslendingar, bæði í orðum og verkum, ef til vill eins oft í orðum. Nú er ekki talað um að reisa hús lengur hjer á landi, heldur hallir. íþróttahallir, tón- listarhallir og þar fram eftir göt- unum. Ein er þó sú höll, sem við gæt- um og ættum að reisa, en það er höll til minningar um lýðveldis- stofnunina. Sú höll yrði helgi- dómur þjóðarinnar, minnisvarði um sjálfstæðisbaráttuna og þá rnenn, sem fremst hafa staðið í I henni. | Þetta þyrfti ekki, og ætti raun : ar ekki að vera stórhýsi, heldur falleg bygging á besta stað, sem j völ er á í bænum. Þangað ætti að flytja jarðneskar leifar Jóns- Sigurðssonar forseta. J Þetta mál mætti reifa með mörgum orðum, en það verður ekki gert hjer að sinni. Hug- myndinni aðeins slegið fram til athugunar fyrir ráðamenn lands- ins, en trú mín er, að betri minn- isvarði um stofnun íslenska lýð- veldisins væri ekki hægt að reisa. • Trjen á Austurvelli eru úr Bjarkargarði. ÞAÐ VAR GÓÐ hugmynd hjá Sigurði Sveinssyni, hinum nýja skrautgarðaráðunaut bæjarins, að setja trje í hornin á Austurvelli. Vonandi að trjen fái að vera þar í friði. Trje þessi eru flutt úr Bjarkargarði, eða Bjarkarlundi, sem er vestast í Hljómskálagarð- inum. Frú ein hjer í bænum hringdi tíl mín til að kvarta yfir því, að trjen hafi verið tekin í Bjarkar- garðinum og flutt burt. En jeg sje ekki að nein ástæða sje til, að fárast yfir þessu. Hríslurnar í Bjarkargarðinum hafa aldrei ver ið nema kræklur, sem ekki virð- ast ætla að koma til. Er ékki hægt að sjá, að neinn skaði sje skeður, þó eitthvað af þeim sje flutt á brott. • Ótrúleg skemdafýsn. BÍLAEIGENDUR hafa margir orðið fyrir stórtjóni af völdum skemdarvarga, sem farið hafa um bæinn í vetur og vor, brotist inn í bíla manna,stolið þar öllu laus- legu, en gereyðilagt alt inni í bílunum, sem hægt er að skemma Það var óskemtileg aðkoma hjá einum bíleigenda hjer í bæn um á dögunum. Um morguninn þegar hann kom að bíl sínum, sem hafði staðið fyrir framan hús ið hans um nóttina, sá hann að brotist hafði verið inn í bílinn og bíllinn gjöreyðilegður að innan. Þorparinn, eða þorpararnir ljetu sjer ekki nægja að stela öllu iaus legu, sem í bílnum var, heldur ristu þeir með hníf, eða öðru egg vopni, alt klæði í sætum bílsins og voru sætin gjöreyðilögð. Alt, sem hægt var að skrúfa hafði verið skrúfað í sundur og ofan á alt þetta var bíllinn allur útældur að innan. Þótt þetta dæmi sje eitt sóða- legasta og ljótasta dæmið um skemdarverk á bílum, mætti nefna mörg, sem eru lítið betri. Það er hart, að menn skuli ekki geta fengið að hafa bíla sína í friði fyrir slíkum þorpurum, sem hjer eru á ferðinni og þyrfti lög- reglan að gera gangskör að því að finna þessa dóna og hegna þeim harðlega. © Önnur ljót saga. AÐRA LJÓTA SÖGU heyrði jeg í gær. Hún er um rottugang- inn í bænum. Tveir menn, sem voru í bíl og þurftu að fá vatn á vjel bílsins, höfðu fen’gið upp- lýsingar um, að þeir myndu geta fengið vatn í skúr nokkrum við Sjávarborg. Þeir fóru þangað, en er þeir opnuðu hurð skúrsins var fyrir þeim ófögur sjón. Rottur í hundraða tali hlupu til og frá fyr ir fótum þeirra. Og þetta voru heldur ekki neinir afturkreist- ingar, heldur spikfeitar og bústn ar rottur á stærð við hálfvaxna ketlinga. Þegar þeir fjelagar höfðu jafn að sig, eftir þessa ófögru sjón og fóru að litast um í húsakynnum þessum, sáu þeir hvað hafði lokk að rottusæginn að staðnum. Þarna voru svín geymd og rott- urnar voru að gæða sjer á svína- matnum. « Ekki voru rotturnar heldur fælnar, því þær komu brátt í ljós aftur og tóku til matar síns þó mennirnir stæðu í skúrnum og spásseruðu bíspertar og alveg ófeimnar hringinn í kringum mennina. Það hlýtur að vera auðvelt að eyða þessu rottubæli og það ætti ekki að draga það stundinni lengur. Það má ekki vera lengur neitt lát á herferðinni gegn rottuplág unni í bænum. Þeir, sem vita um rottubæli, eins og það, sem að framan er lýst, ættu tafar- laust að tilkynna það til skrif- stofu heilbrigðisfulltrúans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.