Morgunblaðið - 20.04.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.04.1944, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. apríl 1944 Því byggjum við ekki jdrnbraut? UNDANFARIÐ hefir verið deilt allmjög um samgöngumál okkar Sunnlendinga, og er það að vonum eftir ástandi því, er nú ríkir á þeim sviðum. Svo hefir það reynst, að ef snjóa festir að nokkru ráði á Hellisheiði, getur verið örðug- leikum bundið að koma afurð- um baénda austanfjalls til höf- uðstaðarins. Og þegar um jafn dýrmætar vörur er að ræða og mjólk og mjólkurafurðir, ligg- ur mikið við að vel gangi. Sjálfsagt er að viðurkenna dugnað manna þeirra og fyrir- tækja, er um flutninga þessa eiga að annast, en geta má nærri, hversu mikinn kostnað slíkir erfiðleika flutningar hafa í för með sjer, og hvílíka sóun verðmæta, en ofan á bætist að sjálfsögðu, rýrnun og skemd ir mjólkurafurða þeirra, er 1 slíkum flutningum lenda. Mjer vitanlega hafa engar tölur enn verið birtar um þessi mál. Annarsvegar er höfuðstaður- inn, sem ekki getur sjeð sjer fyrir nauðsynlegum landbún- aðarafurðum, og hinsvegar bændur austan fjalls, sem óhjá kvæmilega þurfa að koma vör- um sínum á markaðinn. Full- yrða má, að á yfirstandandi vetri hafi hlotist af þessu hin mestu vandræði, og ekki er erfitt að geta sjer til, hvað af muni hljótast á verulegum snjóavetri. Þessi mál verður því að leysa viðunanlega, og það sem fyrst. Það er mjög eðlilegt, í slíku stórmáli, að skoðanir manna sjeu skiftar, um minna hefir verið deilt á íslandi. Alþingi hefir fallist á að ljúka við hina miklu vegagerð, Krísuvíkurveginn svonefnda. Telja margir að þá sje örugt að snjóar verði ekki alvarleg- ur farartálmi. Með rjettu er bent á að vegur þessi verði mjög dýr, og að langan tíma muni þao taka að byggja slíkt stórvirki. Þá er einnig bent á að þessi væntanlegi miljóna- vegur verði aðeins notaður að ráði þegar Hellisheiðarvegur reynist bílum ófær. Þá hafa aðrir bent á að hag- kvæmara muni vera að leggja nýjan, dýran veg yfir Hellis- heiði, jafnvel yfirbygðan veg, og má nærri geta að nokkrar miljónir muni sl íkt fyrirtæki kosta. Auk þess sem leiðin frá Elliðaám er venjulega ófær bíl- um, alla leið upp að Hellis- heiði, sje um snjóþyngsli að ræða. ★ ÞEGAR rætt er um dýra vegi í hinu strjálbygða landi okkar, þar .sem vegalengdir eftir fólksfjölda eru meiri en líklega í nokkru öðru landi Norðurálfunnar, kemur margt til greina. Svo virðist sem tækni okkar Islendinga, hvað (/egagerö snertir, sje ekki svo fullkomin sem skyldi, en vera má, að alt þetta standi til bóta. Verra er, að hinir mal- bikuðu vegir, er við undanfar- ið höfum bygt, hafa hingað íil reynst afar ljelegir. Má vera að sú tilgáta sje rjett, að inn- lenda efnið, sem notað hefir verið í þá, sje ljelegt, og er þá aðstaða okkar erfið í framtíð- Eftir Jónas Sveinsson iækni inni á þessu sviði. Hitt kann að vera, að erfitt veðurfar lands ins eigi nokkurn þátt í því hve vegir endast yfirleitt illa hjer. Og sje með alvöru litið á mál þessi, sje jeg ekki betur en viðhaldskostnaður veganna muni reynast okkur erfiður viðfangs, og yfirleitt vafasamt bæði af þessum og öðrum á- stæðum, hvort rándýrir milj- ónavegir geti, nema að nokkru leyti, leyst samgönguvand- ræðin. Þá má ekki gleyma því, að hinir dýru vegir koma ekki að notum, nema við eigum gnægð bifreiða, sem óumflýjanlega verða að flytjast inn frá öðrum löndum. Bensín og olíur þarf einnig að flytja inn, og verður þetta samanlagt miljónaskatt- ur á lítilli þjóð. Jeg veit eigi heldur, hvort því er veitt eft- irtekt sem skyldi, að viðhald bifreiða og olíueyðsla er marg- föld á við það sem erlendis er, þar sem góðar bifreiðabrautir liggja um löndin þvert og endi- langt. Jeg held því að rjett sje að nema staðar og athuga hvort ekki sje um aðra möguleika að ræða til þess að bæta úr sam- gönguvandræðum okkar, en að leggja rándýra vegi, er 'geta kostað okkur miljónir króna, aðeins hvað viðhald snertir. ★ ÞVÍ EKKI að láta sjer detta í hug að járnbraut austur í sveitir leysi viðunanlega vand- ræði okka,r? Rd.fbrautir eru, hvað landið okkar snertir, vafa laust ódýrustu farartækin. Snjó plógar járnbrautanna þeyta burt snjósköflum, sem bílar geta ekki ráðið við. Viðhald járnbrauta er hverfandi lítið, samanborið við viðhald illa bygðra vega. Er þá svo dýrt að byggja járnbraut austur í sveitir? Þjóðin á nú í fyrsta sinni á þúsund árum hundruð miljóna króna í bönkum lands- ins, og mörg hundruð miljónir króna á öruggum stöðum er- lendis. Innlent afl, virkjaða fossa eigum við á næstu grös- um til þess að knýja farartæk- in áfram. Eða er einhver ógn bundin við orðið járnbraut, frá fátækt- arárunum, þegar þjóðin þurfti alt að sækja til annara? Og eru ekki miklar líkur til að slíkt fyrirtæki beri sig fjárhagslega, þó það sje vitan- lega ekki aðalatriði, þegar rætt er um þetta mikla nauðsynja- mál. Við eigum það Hannesi Haf- stein að þakka að járnbraut- armálið var tekið til alvar- legrar íhugunar á ný, eftir að landið fjekk innlenda stjórn. Bendir margt til að hann hafi ekki síður borið það mál fyrir brjósti en tal- og ritsímann. Hann ljet Krabbe vgykfræðing rannsaka fyrirkomulag járn- brauta, erlendis, þar sem líkt hagaði til og hjer á landi. Þeg- ar Krabbe kom heim, munu þeir Jón Þorláksson verkfr. hafa unnið að mælingum og gert áætlanir með reksturs- I kostnað. Aðalleiðin var ákveð- in. Brautarstæði átti að byggja á Arnarhól, og þaðan átti svo hin fyrirhugaða braut að liggja upp í Mosfellssveit, sennilega með það fyrir augum að Kjal- arnes fengi hliðarbraut, er bygð væri að Hvalfirði. Því næst átti brautin að liggja beint af augum til Þingvalla, og svo austan vatnsins að Sogi, og þaðan niður í Ölfus. Þetta var fyrsti áfanginn. Gengi alt vel, hugsuðu þeir verkfræðing- arnir að síðar yrði brautin lengd austur í sveitir, með hlið- arálmu til Eyi’arbakka. Auðsjáanlega var aðallega hugsað um tvent: Að sem flest- ar sveitir yrðu þeirrar bless- unar aðnjótandi að fá örugt flutningasamband við höfuð- staðinn, og í öði'u lagi að Vænt- anleg braut yrði lögð þar sem snjóa væri síst að vænta. Snjó- mælingar allnákvæmar vofu í þessu skyni gjörðar á Mosfells- heiði, og reyndust svo, að ekki þyrfti að vænta alvarlegra farai'tálma. Jeg hygg að það hafi verið Jón Þorláksson sem reiknaði út kostnaðinn við hið væntanlega fyrirtæki, og er fróðlegt að kynna sjer niðurstöður hans í þessu merkismáli. En, sem kunn ugt er, var hann mikill fylg- ismáSuf járnbrautarmálsins á þessum árum. Jón taldi að fyr irtækið myndi kosta 3,5 milj. króna (miðað við eimlestir er knúðar væru áfram með kol- um). Jón taldi allar líkur til að mannvirki þetta myndi bera sig fjárhagslega, og finst mjer, þegar mál þessi eru athuguð nú, að nálægt marki hafi hinn fjár- glöggi maður fario, eins og oftar. Taldir voru í eitt ár allir þeir ferðamenn er fóru um Mos fellsheiði og Hellisheiði. Revnd ust það vera um 20,000 manns. Gert var t. d. ráð fyrir að um 24,000 sauðfjár yrðu fluttar á milli bygða. Þá var áætlað að vöruflutningar myndu nema um 18,00 smálestum, og loks var talið að póstflutningar myndu gefa um 5,000 kr. Arstekjur voru áætlaður 150 —160 þús. kr., en gjöld um 140 þxts. kr. Það er óþarfi að geta þess, að Jón barðist fyrir máli þessu af alefli, en beið lægri hlut, sem kunnugt er. Myndi öllum landslýð nú þykja betur farið, ef hinn framsýni og hug- umstóri maður hefði sigrað í járnbrautarmálinu. ★ SVO LÍÐA tæp 20 ár. Þá er önnur leið athuguð, sem má- ske reynist eitthvað ódýrari að ráða við, en óneitanlega yrðu þá færri sveitir aðnjótandi allra þeiri'á hlunninda er járnbraut fylgja, og var það leiðin frá Reykjavík, yfir „Þrengslin“, og að Selfossi. Þetta var árið 1922. Vegalengd: 65,5 km. Kostnaður áætlaður rúmar 7 milj. kr. Gert var ráð fyrir að jafnvel á fyrsta ári myndi fyi'irtækið gefa arð, og tíu árum síðar allmiklar tekjur. Til fróðleiks má geta þess, að árið 1923 var ályktað að 27 þús. manns hefði farið yfir Hellisheiði, og vöi'umagn, auk sauðfjár, hefði numið um 5000 smálestum. 20 árum síðar hafði alt þetta aukist stórkostlega. Þá fóru ná- lægt 40,000 manns aðeins með áætlunaxbílum til Hveragerðis og nágrennis. Og mjólkurafurð ir námu um 5000 smálestum. Síðan Jón Þorláksson gei’ði sína áætlun, hefir margt bi’eyst okkur í hag'. Bi’eiðir vegir hafa verið lagðir, sem að einhverju leyti mætti ef til vill nota und- ir spormjóa rafbraut, margar brýr hafa og verið bygðar, og síðast en ekki síst myndarlegt orkuver vei’ið reist austanfjalls. Þess má og geta, að þegar áætl- un Jóns er gerð, miðar hann við kolaeimlestir, en getur þó þess að hægt muni síðar að nota hjer rafknúnar járnbrautir frá innlendum oi’kuverum. Þá var rejmslan erlendis einmitt á því sviði ekki jafn mikil og nú. En á þessu ári heyrast háværar raddir frá Ameríku, sem krefj- ast þess að járnbrautarrekstri öllum í Bandaríkjunum sje gjör breytt, í rafoi’kujárnbrautir, og talið að þær muni standast alla samkepni. ★ ÞAÐ má telja örugt að járn- braut tryggir ávalt samgöngur milli Reykjavíkur og Suður- laiidsundii’lendis, að járnbraut getur flutt fólk og vörur ódýr- ar milli bygða en bílar, a5 járn- braut getur borið sig fjárhags- lega, að með því ao nota inn- lenda orku til þess að knýja eimlestir okkar með, spörum við miklar fjárupphæðir, sem að öðrum kosti gengju til kaupa á erlendu eldsneyti. Og við spör um mikið fje með lagningu járnbrautai', sem annars yrði óhjákvæmilega eytt í viðhald vega, sem ekki geta trygt ör- ugga flutninga milli Reykja- víkur og suðurlandsundii'lend- isins. Það eru til menn sem segja: Þetta tal um járnbraut er út í bláinn, flugvjélarnar munu í framtíðinni leysa flutninga- málin. Hvað innanlandsflutn- inga snertir, finst mjer þetta fjarstæða'. Þessu líkt var sagt þegar bílarnir fóru siguríör um heiminn: Bílar útrýma járn- brautum! Nú er viðurkent a. m. k. í löndum með líka að- stöðu og okkar land, nær slík fullyrðing engri átt. Flugvjelar ei’u bundnar við flugvelli, og geta ekki tekið fólk og. flutning' hvar sem vei'a skal á langri leið. Og þar sem veðráttu hag- ar til eins og hjer á landi, geta dagai' og vikur liðið, án þess að hægt sje að nota þessi far- artæki örugglega. Jeg veit að í slíku máli sem þessu þarf snörp átök til þess að hefjast handa, og leiða það til farsælla lj'kta. En jeg ber það traust til þingmanna þeirra, er hjer eiga hlut að máli, að þeir leggi ekki þegar í stað i vegagerðir um þetta svæði, sem kostar að líkindum fjórða hluta af því sem járnbrautarlagning, sem jeg hjer fyr hefi lýst, mun kosta, vegi, sem ekki geta kom- •lega stórfje hvað viðhald snert- ir, Jeg veit að efniskaup nú á tímum kosta mikið, en þó eigi, meir en brot af því sem við eigum nú inni vestanhafs. Er víst að meira verði úr þeim aui-um á annan hátt en þeniia? ★ ÞRÓUN lands okkaj: liggur að mestu í okkar eigin hönd- um. Sjálfir eigum við að skapa hina nýju möguleika, rífa okk. ur áfram í landinu okkar góða, sem vart mun eiga sinn líka í þvi að sjá börnum sinum far- borða, sje vel á haldið. Og þá bjargföstu trú hefi jeg, að ekkei't átak verði gjört á þessari öld, er skapi okkur fleiri möguleika til framí'ara og sjálfs bjai'gar, en járnbraut til suð- urlandsbvgða. Þar liggur mesta og besta landið til ræktunar, og þar myndi ræktun og þjett- býli aukast bráðlega, í skjóli hinna miklu framfara, og er alstaðar, hvar sem er í heim- inum. fylgja skynsamlega lagðri jái'nbraut. Bændur myndu senda, alla árstíma, þær afurðir til höfuðborgarinnar, sem þar væri unt að selja, og má ekki vænta þess í náinni framtíð, að það sem af gengi, yrði samdægui’s sent í flugvjel- um til stórborga í Bretlandi eða á meginlandi álfunnar? Engu síður en aðrir getum við framleitt egg, smjör, osta og gróðurhúsaafurðir margs- konar. Alt eru þetta vörur, sem við væntanlega getum verið samkepnisfærir með. Mun jeg ekki í þetta sinn færa nánari x'ök fyrir því. Þarna liggur framtíð hinna miklu bændabygða á Suður-. landi. Við strendur Suðui'landsund- irlendis liggja mestu fiskimið veraldar. Eins og nýtt blóð gefur blóðsnauðum manni líf, myndi járnbrautin austur breyta lífsskilyrðum manna þeii'ra, er þar búa. Þar munu rísa upp hafnarmannvirki, ör- ugg fyrir bi'imi hins opna hafs, og veita miljónum króna til fólksins i landinu. En fyrsta skilyrðið er að samgöngur bygð anna þaima sjeu öruggar inn- byi'ðis og við höfuðstaðinn. Eft- ir þessa styrjöld veit jeg að rísa mun upp fjöldi dugmanna, er geta tekið á, aðeins að búið sje vel i hendur þeim. ★ HVAÐ myndi járnbraut aust ur í sýslur kosta nú? Miðað við áætlun þá, er gerð var ái’ið 1923, sennilega um 30 miljónir króna. Þetta er ekki mikið átak fyrir jafn ríka þjóð og íslendingar eru nú; það er ekki meira-átak en það, að vilji ríkið og sveitir þær, er liggja á þessu svæði, ekki hefjast handa, geta einstaklingar orðið fyrri til, og þykir sennilega fáum það til hagsbóta. Mikla atvinnu myndu slíkar framkvæmdir sem þessar veita, og breyta að verkinu loknu gjörsamlega búnaðarháttum ■ margra íbúa höfuðborgarinnar. Þeir munu nema land á góðum | stöðum meðfram brautinni, 1 stunda þar sín litlu eða stóru bú, og sækja svo, eða hafa að- stöðu til þess að stunda aðal- atvinnu í höfuðborginni. Það finna margir sárt til þess vælu- Framh. á hls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.