Morgunblaðið - 20.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1944, Blaðsíða 6
6 -MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag'ur 20. apríl 1944 s> r U . / löóílecýt óumar: Þökk fyrir veturinn. Versl. Vísir. eoilecýt óumar: ! Kexverksmiðjan Frón, h.f. eociecft óumar: ! Kexverksmiðjan Esja h.f. aeöLiecft óamar: ! Eggert Kristjánsson & Co. h.f. n ct l ! KjceoLlecýt óamar: z> Samband íslenskra samvinnufjelaga. eoi\ e<4 t óumar: ! Gefjun — Iðunn Verksmiðjuútsalan, Hafnarstræti 4. ie ileat iu.ma.t'.' / íshúsið Herðubreið. eoiíeqt iUMiar.' / Matardeildin, Hafnarstræti 5. Matarbúðin, Laugaveg 42. Kjötbúð Austurbæjar, Njálsgötu 87. Kjötbúð Sólvalla, Sólvaliagötu 9. Kjötbúðin, Skólavörðustíg 22. Sláturfjelag Suðurlands. ►W4><ÍX»<5>^^®KS><^<S<MxSx$>^<8><$>4>^K^KÍK^><$><*^><ÍK$><gxS«®><^<ÍK$K$X?>^KÍK$HSÍj> M inningarorð: Inga llagnúsdóttir, stjórnarráðsritari Þegar jeg dvaldi á Hallorms- stað í fy.rra sumar, hafði út- varpið verið í ólagi í nokkra daga, en þegar það komst í lag, var fyrsta fregnin, sem það flutti, lát Ingu Magnúsdóttur. Jeg kunni ekki við mig í margmenninu og gekk út í kvöldkyrðina. Frjettin kom mjer á óvart, þó að Inga hefði verið alvarlega veik síðustu ár- in. Jeg sá hana rjett áður en jeg fór úr bænum. Hún var þá á fótum; sumarið virtist ætla að gefa henni nýjan þrótt, en það var aðeins um stund. Hún leið út af næstum þvi þján- ingalaust. Þegar jeg sá hana síðast, bar hún að vísu merki þjáninga, en þó var hún glöð og vongóð pg barnslega þakklát fyrir alt, sem varð henni til gleði. Jeg hef verið að búast við, að einhver af þeim, sem störfuðu með henni daglega og þektu því hæfileika hennar og mannkosti betur en jeg átti kost á, myndi skrifa um hana. En fyrst ekki hefir orðið úr því, þá vildi jeg reyna að minnast hennar í fáum línum. Inga Magnúsdóttir vaf fædd á ísafirði. Foreldrar hennar voru Þórdís Runóifsdóttir og Magnús Þorsteinsson. Hún kyntist snemma skuggahliðum lífsins, því að hún var aðeins 7 ára, þegar hún misti föður sinn. Móðir hennar fluttist fá- um árum seinna til Reykjavík- ur með 3 dætrum sínum. Sú yngsta ólst upp hjá frænda þeirra systra, Guðmundi pró- fessor Magnússyni. Frú Þórdís var efnalítil, en þær systurnar tóku upp baráttuna fyrir lífinu með henni, af sjerstökum dugn- aði og ósjerhlífni. Inga var óvenju lagleg ung stúlka, hvar sem á hana var litið, vel vaxin, hörundsbjört, mjög dökk á hár og sjerlega gáfuleg. Hún fór snemma að vinna fyrir sjer. En þá syrti enn að, því að hún misti heilsuna og var veik um nokkurra ára skeið, og þótt hún næði heilsu aftur, bar hún merki eftir þann sjúkdóm þaðan í frá, vegna þess að læknavísindin voru ekki komin eins langt og nú. Þegar Inga var oi’ðin frísk aftur, langaði hana til þess að afla sjer verulega góðrar ment- unar og sigldi til Kaupmanna- hafnar til þess að nema ensku við Translatörskólann. Þar kyntist jeg henni fyrst að nokkru ráði, veturinn 1916—17. Hún vann þá fyrir sjer fyrri hluta dags á skrifstofu, en seinni hlutann stundaði hún hið erfiða nám sitt. Hún ætlaði sjer að taka fullnaðarpróf og verða löggiltur skjalaþýðandi. Man jeg, að jeg dáðist að því, hváð hún vann að því með mikilli festu og einbeitni að ná settu marki. Hún náði prófi 1920, og var hún fyrsti Islendingur, sem lauk slíku prófi. Þá kom hún heim aftur og fjekk brátt stöðu sem ritari í Stjórnarráðinu og vann þar til 1940, er hún varð að hætta vegna heilsubrests. Veit jeg, að hún gegndi því starfi af frábærum du.gnaði og samviskusemi. En auk þess vann hún að þýðingum og skriftum heima hjá sjer, svo hún hjelt áfram líkum vinnu- brögðum og hún hafði vanið sig á í Höfn. En þegar jeg hugsa um baráttu hennar til þess að menta sig, finst mjer að ungar stúlkur nú á dögum, einkum kvenstúdentar, sem eiga miklu betri aðstöðu og kost á ýmsum styrkjum til náms, hefðu gott af að athuga, hve mikið hún vildi leggja í sölurnar til þess að afla sjer verulegrar og staðgóðrar ment- unar, sem gerði hana sjálístæða í starfi. En það var ekki dugnaður Ingu, sem gerði mjer hana minnisstæðasta. Húh var sjer- stök á margan annan hátt. Mjer fanst hún vera óvenjulgga lif- andi sál. Það var ávalt ávinn- ingur að hitta hana og ræða við hana. Það var eins og samtal, sem hún tók þátt í, yrði aldrei dautt eða hversdagslegt. Hún las mikið og hugsaði vel um það, sem hún las. Svo alvöru- gefin sem hún var, átti hún til mikið af hressandi gamansemi. Jafnvel þó hún talaði um jafn algengt málefni og fólk eða ná- ungann, var tekið á því á sjer- stakan hútt. Hún var fundvís á hæfileika annara og alt, sem skemtilegt var í fari þeirra. Hitt ljet hún liggja á milli hluta. Hún lýsti fyrir mjer fólki, sem hún hafði kynst og jeg ekki þekt, og það voru minnisstæðar, lifandi og falleg- ar mannlýsingar. Inga var listhneigð og list- feng, skar t. d. út í trje og átti á heimili sínu fallega muni, sem hún sjálf hafði skorið. Hún skapaði sjer fallegt heimili, fyrst ein og síðan með Láru systur sinni. Heimili hennar var alt í senn, persónulegt, hlý- legt og fallegt, og þar fann maður, að gott var að hressa sig, hvíla sig eða starfa. Inga var ekki einungis dugleg, ósjer- hlífin og óvenjulega skemtilega gefin. Hún var framar öllu góð manneskja. Hún átti til mikla viðkvæmni, átti bágt með að sætta sig við þrautir og ófull- komleik þessa jarðlífs, og þá ekki síður fyrir aðra en sjálfa sig. Hún var oft sárþjáð síðustu árin. Þá kom betur fram en nokkru sinni áður, hvað þær systurnar voru allar samrýmd- ar, og var þaðxsjerstakt, hvað systur hennar lögðu mikla al- úð við að ljetta henni á allan hátt þann erfiða tíma. Þær Inga og Lára höfðu íbúð i húsi þeirra hjónanna, systur sinnar frú Sigríðar og Ólafs prófessors Lárussonar. Höfðu þau Inga miklar mætur hvort á öðru og var sambúðin milli þessara tveggja heimila mjög falleg. Jeg veit að systur Ingu og mágur sakna hennar mjög mikið, enda er það að vonum, því hún skilur eftir sig mikið tóm. En jeg er fullviss um, að þau eiga ríkar og dýrmætar endurminningar. Jeg finn sjálf, að á sama hátt og mjer þótti gott að hitta Ingu í lifandi lífi, eins þykir mjer gott að láta hugann dvelja við allar þær stundir, sem jeg naut samvista við hana“. Ólöf Nordal. ner Louis Zöllner konsúll í New- castle on Tyne, varð níræður í gær. Hann er danskur að ætt og ólst upp í Danmörku og nam þai’ verslunarfræði. Fór hann ungur til Englands og hóf þar verslun með danskar landbún- aðarafurðir laust fyrir 1880. Innflutningur þeirra vara til Englands, í stórum stíl, hefir verip einn aðalþáttur í verslun hans fram að hernámi Dan- merkur 9. apríl 1940. Eftir að kaupfjelögin hófu hjer starf- semi sína nokkru eftir 1880, gerðist hann aðalumboðsmaður þeirra erlendis og aflaði sjer í ; því starfi hins mesta trausts og vinsælda. Gegndi hann því alt til þess er Samband ís- lenskra samvinnufjelaga ,var stofnað. Gætni, fyrirhyggja og áreiðanleiki í öllum viðskiftum hefir jafnan einkent verslun- arstarfsemi hans. Zöllner er breskur ríkisborg- ari og mjög vrcl metinn maður í Englandi. Hann er meðeigandi og stjórnandi margra meiri háttar verslunarfyrirtækja þar í landi. Zöllner var á yngri árum hinn mestl íþróttamaður og af- burða snjall taflmaður. Hann vann meðal annars fyrstu verð- laun í landskepni hjólreiða- manna í Englandi. Skákmeist- ari Englands varð hann oftar en einu sinni og tapaði aldrei því meti. Teflir hann enn mik- ið og allra manna best. Zöllner er kvæntur afbragðs konu, enskri, og eiga þau fjög- ur börn, tvo sonu og tvær dætur. Zöllner er enn furðanlega ern og fylgist vel með rekstri fvrirtækja sinna. Zöllner hefir afarlengi verið konsúll Dana í Newcastle on Tyne, og jafnframt konsúll ís- lendinga. Ljet hann sjer jafn- an mjög ant um öll mál er ís- land varðaði. Vegna ástands þess er styrjöldin hefir skapað, hefir hann þó nú látið af kon- súlsstörfum fyrir ísland, en fjelagi hans, Þorlákur Sigurðs- son, verið skipaður konsúll ís- lands í Newcastle ón Tyne. Zöllner hefir verið sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunn- ar með stjörnu og hefir auk þess hlotið mörg heiðursmerki annara ríkja. V. E. Þessár vísur urðu til við síð asta lestur útvarpssögunnar: Hjer er kominn Helgi Hjör, hann er að bregða upp nýju ljós um hetjumennið herra Bör og höfðingjana í Niðarósi. Heilagfiski við Helga dyr hafandi er best með floti. Það er sending sem og fyr frá sjálfum Óla í Fitjakoti. <S. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.