Morgunblaðið - 16.06.1944, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.06.1944, Qupperneq 4
£ MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur Ifi. júní 194í Jakob Gíslason verkfræðingur: Framtíð raforkunotkunar á © ÞAÐ \.ILL svo til að á Islandi hrí'st notkun raforku sama árið sem framkvæmdarvaldið færist inn í latidið og stofnað er íslenskt stjórn- arráðuneytí. Þá, á árinu 1904, er reist fyrsta*" rafstöðin á Islandi, rafstöð Jóhannesar Reykdal.í Hafn- arfirði. Þegar athugað er hvernig rafafl hefir síðan aukist í landinu kemur í ijós, að þróunina má með nokkrum rjetti greina í tímabil, sem falla saman við ákveðin tíma- bil í stjórmnálasögu landsins. I línu riti á 1. mynd er þetta gert. Fram til 1918 eru aðeins gerðar smáar rafstöðvar hjer og þar, en rjett eftir 1918 reisa tveir stærstu kaup- staðir landsins fyrstu vatnsorkuver sín. A tímabilinu frá 1918 til 1944 er hafin virkjun í tveimur stórám íandsins, Sogi og Laxá. En nu á árinu 1944 eykst væntanlega rafafl í landinu um 50% við það að stækk- un Sogsvirkjunarinnar, stækkun Laxárvirkjunarinnar og nýjar virkj anir á Isafirði og við Siglufjörð verða teknaf í notkun. Og sam- tímis því, að verið er að fullgera J>essar virkjanir, ei' hafinn undir- búningur að enn stærri framkvæmd um á þessu sviði. Með sömu aukningu fólksfjöld- ans og verið hefir aíl lengi undan- farið verður íbúatala landsins árið 1960 orðin kringum 140.000. Ó- gjama skal gera lægri áætlun um öflun raforku handa íbúum lands- ins en þá, að á árinu 1960 eigi 85% af þjóðinni kost á að nota rafmagn og a<í meðaltali verði % kílówatt handa hverjum þeirra er njóta. Til þess þarf afl rafstöðva J»á að vera orðhV rúmlega 100.000 hestöfl. Þetta þýðir það, að næstu áratugina verður aukning raf- aflsins enn örari en hún hefjr áður verið. Frá 1904-1917 var aukningin urn — 1918-1943 — — — — 1944-1960 yrði hún þá — Raforktivinsla y að vísu þegar orðin allmikil hjer á landi. Unriar eru á ári um 760 kwst. á hvern íbúa að meðaltaíi og þau lönd eru færri en tíu að tölu, sem hafa meiri raf- orkuvinslu að tiltölu við íbúa- / tölu. Eu raferkuvinsla á að vera tiltölulega meiri hjer á landi en í öðrum löndum vegna þess, að hag- nýting aðalorkugjafa landsins er að verulegu leyti bundin því skil- yrði að orku þeirra sje breytt í x',afoi ku._ Aðalorkugjafar landsins eru Stem kunnugt er, fallvötn, jarðhiti og vindar. Notkun vindafls er að vísu gömul í heiminum en aðeins í smá- um stíl. Á síðari árum hafa allvíða verið gerðar tilraunir til að virkja vindáflið til raforkuvinnslu, en ár- angrar af þeim benda til þess, að um sinn muni ekki verða teljandi gagn að vindaflinu til raforku- vinslu. 1 jarðhita Islands er fólgin mikil orka, sem þjóðin á eflaust eftir að færa sjer í nyt í miklu stærri stíl en enn er orðið. Að nokkru leyti má notfæra þá orku beint sem hita, svo sem nú er gert, þar sem híbýli manna og gróður- hús eru hituð upp með hveravatni. Án efa mun og jarðhiti verða í framtíðinni allmikið notaður til þurkunar á ýmsan hátt. En notk- un jarðhitarorkunar beint, án þess að breyta henni í raforku, eru þó all þröng takmörk sett, fyrst og fremst vegna þess, hvæ staðbundin slík notkun er, en í öðru lagi vegna þess, hve lágt hitastig um ,er að ræða, og hve fábreytt og einhliða er notkun orku sem hita við hita- stig kringum eða undir suðumarki vatns. Ef ’orka sú sem í jarðhita landsins er fólgin á að komá að fullum notum á allan þann nfarg- víslega hátt, sem orka er nýtt með 30 hestöfl á ári að meðaltali 1000 hestöfl á ári að meðaltali 4000 hestöfl á ári að meðaltali nútíma tækni, þá verður að vera unnt að breyta henni eða allmikl- um hluta hennar í raforku og not- færa hana þannig. Enda er nú vaknaður töluverður áhugi fyrir því, að hefja tilraunir um virkjun gufuhvera iandsins til raforku- vinnslu og eru sumir þeir, er þau mál hafa athugað, mjög bjartsýnir á, að slík orkuvinnsla muni eiga mikla framtíð fyrir sjer. En fallvötn landsins eru sá arku gjafi, sem við eins og >akir standa, verðum fyrst og fremst að byggja á. Landið er auðugt að vatns- afli og vatnsaflvirkjunartæknin er orðin gömul og þrautreynd í heim- inum og þegar fengin töluverð reynsla í þeim efnum hjer á landi. Áætlanir um aukningu raforku- vinnslunnar í landinu byggist því að heita má eingöngu á aukinni virkjun fallvatna. Að vísu getur komið til mála að reisa nokkur orkuver, og sum þeirra jafnvel all- ’ stór, þar sem innflutt eldsneyti, kol eða olía, er notað til raforku- tinnslunnar, en eingöngu, að kai-la má, til notkunar í viðlögum, sem varastöðvar, er reksturstruflanir verða á rafveitum vegna bilana, og til viðbótarafls, ef virkjað vatns- afl nægir ekki í bili til að full- nægja eftirspurninrii, eða undir því líkum kringumstæðum. En hverf andi lítill hluti raforkuvinnslunnar mun fara fram í þeim orkuverum, ajj vísu misjafnlegá mikill frá ári til árs, en í framtíðinni þó vænt- anlega að jafnaði innan við eitt prós. Sem stendur eru hjer á landi um 97 % raforkunnar unnin með vatnsafli. Island er tiltölulega mjög auðugt að vatnsafli. Eftirfarandi tala gef- ur nokkurn samanburð á vatnsafli Islands og nokkurra annara landa: 1. tafla Vatnsafl nokkurra landa. íbúatala Vatnsafl við meðalrensli Ríki 1938 Alls IIö. á milj. 1000 hö. íbúa Noregur 2,9 20000 6,8 Ivanada 11,2 53600 4,8 Sviss 4,2 5100 1,2 Svíþjóð 6,3 15546 2,5 Bandaríki N. A. 130,5 82180 0.6 Nýja Sjáland 1,6 2695 1,7 Þýskaland 86,1 3723 0,05 Japan 71,2 21527 0,3 ísland 0,12 40Ö0 33,0 Taflan er að mesfu gerð eftir „Statistical Year-Book of the Woi'Id Power Conference, 1935—-36“ (Lon- don 1938). Þar er Islands einnig retið og er vatnsafl ]>ess talið 4 milj. hestafla. Því miður' hefir rannsókn íslenskra fallvatna, mæl- • ♦ ing á þeim og skrásetning verið vanrækt m.jög og er því ekki á- byggileg vitnesk.ja fyrir hendi um það, hversu nrikið er virkjanlegt vatnsafl landsins. Jón Þorláksson -r, Orkuverið við Ljósafoss. mun hafa fyrstur manna reynt að gera áætlun um heildarvatnsaflið í ritgerðinni „Vatnsorka á íslandi og notkun hennar“, sem birtist með nefndaráliti meirihluta fossanefnd- arinnar 1919. Ilann komst þar -að þeirri niðurstöðu að nothæft vatns- afl á Islandi sje samtals um 4 milj. hestafla. I erindi, sem nefnist „Yf- irlit yfir vatnsafl lslands“ og flutt var á þriðja þingi norrænna raf- magnsverkfræðinga í Osló 1926 komast þeir G'eir Zoega, vegamála- stjóri og Steingrímur Jónsson, raf- magnsstjóri, að sömu niðurstöðu, enda muiiu þeir hafa að verulegu leyti stuðst við áætlun Jóns Þor- lákssonar. Fullyrða má, að á töluverðum hluta þessa vatnsafls, sje aðstaða til virkjunar svo örðu", að varla verði talið svara kostnaði að virkja. En þó talið væri að aðeins 2/3 hlutar.eða jafnvel helmingur þessa afls sje sæmilega vel virkjanlegt, er landið að tiltölu við íbúatölu þess til muna ríkara að vatnsafli en önnur lönd. Með vatnsaflinu eigum við að geta bætt okkur upp að töluverðu leyti fátækt landsins af öðrum orkugjöfum. Vatnsafl í landinu er frá riáttúr- unnar hendi mjög ójafnt skift milli hjeraða. Allt að tveinr* þriðjuhlut- um þess er að kalla má á tveimur stöðum á landinu, annarsvegar í Árnessýslu og á mörkum Árness- og Rangárvallasýslna en hinsvegar í Suður- og Norður-Þingeyjar- sýslum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.