Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. sept. 1944 ■ t: í ! ■-. H MORGDNBLAÐIÐ 1' Forðumst gömlu og ónýtu skipin Till. um lagasetning u frá Hjatta Jónssyni HJALTI JÓNSSON sneri sjer til blaðsins hjer á dögunum og sagðist hafa mál eitt í huga, sem hann vildi koma á framfæri. Jeg vil, sagði hann, að þingið samþykki lög um það, að bann- aður sje innflutningur á gömlum skipum. Jeg vil að við lærum af reynslunni frá fyrri styrjaldarlokum. Þá fóru margir flatt á því, að kaupa hálfgömul og gömul skip. Meðan verðlag var hátt á öllu virtist allt ætla að ganga vel fyr ir þeim, sem keyptu hingað dýr skip eftir styrjöldina fyrri. En þegar fór að halla undan fæti gátu menn ekki risið undir hin- um mikla viðgerðarkostnaði. Jeg gæti nefnt mörg sorgleg dæmi frá þessum árum. Vjelbátur var t. d- keyptur hingað, sem nefndur var Faxi. Ágætt fyrirtæki hjer í bæ átti aðalpartinn í honum. Fyrirtæki þetta reis ekki undir tjóninu af þessum bát. Efnaðir bændur töpuðu tug- um þúsunda á þessum árum, af því þeir höfðu lagt f je í óheppi- leg skipakaup. Verst fóru þeir, sem flæktust út í kaup á afgömlum skipum. Fyrst töpuðu eigendur skip- anna. En ekki nóg með það. — Viðgerðastöðvarnar sátu uppi með skipin, þegar gjaldþol eig- endanna þvarr. Og þeir, sem seldu þessum illa stöddu útgerð armönnum t. d. kol og salt, töp- uðu einnig. Einu sinni keyþti útgerðar- stöð ein eða tók upp í skuld eitt þessara skipa og kostaði jafnvel upp á nokkra viðgerð á því, áð- ur en það kom í Ijós, að skipið var gersamlega ónýtt. Var far- ið með það út fyrir Akurey og því sökkt þar. Ekki hægt að nota neitt úr því. Þetta var 70 >—80 tonna járnskip. í endalok síðustu styrjaldar settu Norðmenn lög hjá sjer um það, að þar mætti ekki flytja jnn gömul skip. Jeg man ekki hvaða aldurstakmark þeir settu. Jeg vildi að aldurstakmark fyr- ir járnskip og furuskip yrði 8 ár, en fyrir eikarskip 12 ár. En annars geta menn haft mísmun- andi skoðanir á því. En þegar um skipakaup er að ræða, þá má vitanlega ekki ein- blína á aldurinn einn saman. Jeg fór t. d. til Ameríku 1919 í þeim erindum að kaupa þar skip. Þá lágu þar stórir flotar af tiltölulega nýbygðum skip- um, sem enginn vildi eiga. Þá lá t. d. í höfninni í Seattle skipa floti við eina bauju, sem kostað hafði samtals 31 miljóna króna, Og enginn vildi eiga fyrir neitt. r ♦ ♦ * asf London í gærkveldi. BERNHARD FREIBERG hershöfðingi Nýsjálendinga, slasaðist nýíega, er flugvjel hans valt um í lendingu á flug- Velli nærri vígstöðvunum á Ítalíu. Meiddist hershöfðinginn allmikið á hægri síðu, en eftir að uppskurður hefir verið gerð ur á honum, er líðan hans tal- in eftir vonum. — Reuter. Ínningarori um Liiju Grimsdóttur ÞANN 13. f. m. andaðist, eft ir margra ára veikindi, Guðríð ur Lilja Grímdóttir, Freyjugötu 42, fullra 80 ára. Fædd 1. apríl 1864 á Snorrastöðum í Kolbeins staðahreppi. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir og Grímur Guðnason. Til Reykja- víkur flutti Lilja 1880, með móður sinni, er síðar giftist Sæ mundi Sveinssyni, Sæmundar hlíð, nú Holtsgötu 10, og ólst upp hjá móður sinni og stjúp- föður, er gekk henni í föður stað, en heimilið þar var viður kennt myndarheimili, og í Reykjavík dvaldi hún til ævi- loka. Á hennar uppvaxtarárum voru unglingar aldir við að vinna, og henni var og vinnan til lífsánægju, og fórst aldrei verk úr hendi, var og eftirsótt til verka, því hennar starf var engin augnaþjónusta, vildi að starf'sitt kæmi að fullum not- um, þeim er hún vann fyrir. Hún var'skýr og las mikið, og fylgdist vel með líðandi tíma og myndaði sjer sjálfstæðar skoðanir, er hún rökstuddi með fullri einurð, er hún taldi þess þörf, en hafði sig lítið í frammi, vildi lifa kyrrlátu og rólegu lífi og afskiptalaus um anríara hagi. Hún átti 2 dætur, báðar bú- settar og giftar hjer í bænum. Síðustu 20 árin dvaldi hún á heimili Guðrúnar dóttur sinn- ar og manns hennar Guðm. Halldórsson, og er hún var þrot in að heilsu og starfskröftum, reyndu þau hjónin, að gjöra henni sjúkdómsbyrðina sem ljettast. Þeir, er þekktu hana, minn- ast hennar með virðingu. . Þ. J. Hreinsun Austur- og Miibæíur lokið FYRIR rúmum mánuði síðan hófst hreinsun bæjarlandsins og er nú búið að hreinsa allt svæðið á milli Garðastrætis og Rauð- arárholís og niður að sjó í hinu nýja hverfi í Túnunum. Einstaka svæSi hafa þó ekki verið hreinsuð við verksmiðjur, kemur það Fjekk skilnað Shirley Eoss, ljóshærða leikkonan hjer á myndinni. fjekk nýlega skilnað frá manni sínum. Kenneth R. Dol- an. Fyrir rjetti í Los Aengles bar hún það. að maður sinn hefði verið úti svo að segja á hverju einasta kvöldi síðan þau giftust fyrir 4 árum. □----------------------□ Þýski foringinn vildi ekki láta corporal handtaka sig. LONDON í gær: — Þýski hershöfðinginn Carl Wahl var tekinn höndum í Frakk- landi á dögunum. Það var amerískur corporal, sem tók þýska hershöfðingjann hönd- um. — Hershöfðinginn mótmælti slíkri meðferð og heimtaði, að amerískur liðsforingi yrði sendur til að taka sig til fanga. En ameriski corporalinn jórtraði tyggigúmmíið sitt í rólegheitum og sagði, um leið og hann benti vjelbyssurifli sínum að hershöfðingjanum: „Svona, kunningi, áfram, eða Wahl hershöfð- ingi hlýddi. — Reuter. □----------------------□ — Rangur frjettaflutn- inngur Framhald af bls. 6. nándar nærri fullnægt þeim kröfum sem gera verður til þeirra manna, er slíkt verk hafa tekist á hendur“. Þessi ummæli skulu ekki vje fengd, enda mun hjer átt við þá aðila, er rafvirkjar hafa framselt þau gjaldeyris- og inn flutningsleyfi, er þeim hefir ver ið úthlutað. Hitt skal hinsveg- ar tekið fram að við fyrirtæki vor. starfa þaulvanir menn, með margra.ára, reynslu í .þess ari grein. , P. Smith, Raftækjasalan h. f. Electric h.f., Terra Trading Cö. til vegna verkfallsins. í Á þessu fyrnefnda svæði hafa allar lóðir bæjarins, svo og eignarlóðir verið hreinsaðar. Mikið hefir áunnist, enda er samvinna lögreglu og bæjar mjög góð. Stefán Jónsson lög- regluþjónn sjer um verkið af hálfu lögreglunnar, en vinnu- flokkur undir stjórn Sigur- bergs Elíssonar af .hálíu bæj- arins. Tíðindamaður blaðsins hitti þá Berg og Stefán að máli í gær, er verið var að vinna við eitt af síðustu húsunum í Aust urbænum. -— Er ekki heldur lítið um verðmæti í þessu porti? — Þetta er ef til vill ein- hvers virði, það er gamall fram öxull úr gamla Ford. Annars er það alveg ótrúlegt hversu miklu drasli og einskis nýttum hlutum fólk hefir saríkað að sjer. Og mest allt er það eins- kis virði og hefir legið í húsa- görðum alveg við glugga íbú- anna, sumt hefir legið svo lengi að það hefir grafist niður og er erfitt ná því upp. — Er ekki mikið um rottur í húsagörðum? — Gróðrarstíur fyrir rottur við hús eru langsamlega mest- ar í timburstöflum, eða öllu heldur spítnahrúgum. í þeim höfum við fundið svo hundr- uðum rottuhreiðra. í sjálfu sjer er afar erfitt að gera upp á milli, hvort rottunum líður ekki fullt eins vel í skúrunum við húsin. — Margir þessara skúra eru svo ljelegir, að við neyddumst til að flytja þá á brott. Komu þá stundum rott- ur svo tugum skifti undan skúr unum. Mjög mikið ber á óþrifnaði í húsagörðum. Við fluttum t. d. 9 bílfarma úr einum garði. — Hvaða svæði takið þið næst? — Þeir, sem hafa farið vest- ur í öskuhauga, hafa eflaust tekið eftir því, að það er engu líkara en að öskuhaugarnir sjeu komnir inn íbæinn. Þetta kemur til af því, að fólk það, er býr nálægt haugunum, hefir dregið að sjer svo mikið af alls konar rusli, að varla sjer í hús- in. Þangað förum við næst. — Hvað um gaddavírinn við Skúlagötu? — Það er nú líka ýmislegt annað, er tilheyrir herstjórn- inni, en hún mun hafa gefið loforð um að altl það, er til- heyri henni, verði flutt og ætti það ekki að dragast mjög lengi. Þá er rjett, að ekki verði geng- ið framhjá skúrunum, er standa á móts vio Barónsstíg. Þá er að eins eitt við að gera — að rífa þá. Eitt er það, sem við viljum minna alla á, að í lögreglusam- þykt Reykjavíkpr er algerlega fcanpað að skilja. eftir hluti.eða, muni á götum eða gangstjett- um, ennfremur mælir svo fyrir , í lögreglusamþyktinni að lóða- eigendum eða leigjendum beri skylda til að halda lóðum sín- um hreinum og með góðum girðingpm, en þeim er víða mjög ábótavant. Þessu mun verða stranglega framfylgt og enginn mun komast undan því, að lagfæra allt það, er hverjum einum ber. Nl'LEGA er komið út ,júlí og ágúst heftr af blaðmu’ ..Aki’anes" fjölbreytt að efni og góður frágangur. A 1. síou er grein er nefn- ist „Islánd fr,jálst“ ásamt stórri mynd af fyrsta forsetai Islands, herra Sveini B.jörns- sjmi. Þá er í blaðinu grein er* nefnist: Forsetinn ferðast unt landið. Þar er ÍÖng grein um vígslu Bjarnarlaugar, en'það mannvirki athentu Akurnes- ingar bænum að gjöf á sjó- mannadaginn 4. júní síðastl- Þetta er myndarleg gjöf og merkileg, m. a. fyrir það að á þar til.gerða stöpla framan, við bygginguna á að letra nöfn allra þeirra manna, senj vitað er uui að druknað hafi frá Akranesi, og síðar þeirrai sem hjer eftir drukna. Þannig, er þetta raunverulega ævar- andi gjöf til minningar um, druknaða sjómenn. Sífeld á- minning tim að heiðra þessart hetjur, og minnast þess h\e miklu þeir hafa fórnað. I þessu hefti er æfisaga Cleirs Zoega á 6 síðum, og fjallar um sjómennsku hasts á yngri árum, kvonfang, bú- skap o. fl. Að vonuni fljettastj inn í slíka æfisögu margt sem. snertir lífið í Reykjavík yfir- leitt, á því tímabili sem skrif- að er um. I þessu hefti er Aldarminn ing Sigurðar hómópata. Þar eru og margar smágreinar undir nafninu „lleima og heim an“. M. a. sagnir urn foreldra Jóns Sigurðssonar, og vísa< sem sr. Sigurður kvað til Jórrs er hann var tveggja ára. Mun hún ekki fyr hafa birst á prenti. Margt fleira er í þessii hefti. J Stjórnarskifti í Sló- vakíu. London í gærkveldi: — Þýska frjettastofan sagði í kvöld, að ný stjórn hefði verið mynduð í Slóvakíu. Hefir forseti hæsta i rjettar, sem er bróðir forset- ans og heitir Dr. Stephan Tiso, myndað stjórnina og fer með embætti utanríkisráðherra jafn ,framt fórsætisráðherraembætt inu. Fáir af fyrverandi ráð- herruríi' eru í hinni nýju stjórn. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.