Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 12
12 MOEGDxíBLAÐIÐ Laxigardagur 9. sept. 1944 Fimtugur: Fimtugur: Björn Eiríksson Valgeir Björnsson hafnarstjóri FIMMTUGUR er í dag Björn Eiríksson bifreiðarstjóri og fyr- verandi skipstjóri á Sjónar- hóli í Hafnarfirði. Hann er fæddur 9. sept. 1894 að Hall- dórsstöðum á Vatnsleysuströnd einn af mörgum börnum sæmd arhjónanna, Sólveigar Benja- mínsdóttur og Eiríks Jónsson- ar. Móðir hans er enn á lífi, en maður hennar og 2 synir hafa drukknað. Á lífi eru Jón, skipstjóri, Benjamín, sem ný- lega hefir verið að taka lær- dómspróf í Ameríku, og 3 syst ur, giftar í Reykjavík og Hafn- arfirði. Björn fetaði fljótt í fótspor föður síns og gjörðist ungur sjómaður og var hann í Sigl- ingu, bæði innanlands og utan. Hann lærði stý'rimannafræði og var á togara, bæði sem há- seti og yfirmaður, þangað til fyrir 11 árum, að heilsu hans hentaði ekki lengur sjóvolkið, svo að hann Ijet af sjómensk- unni og gjörðist þá, og hefir síð an verið, bifreiðastjóri. Björn kvæntist 13. des. 1922. Kona hans er Guðbjörg Jóns- dóttir, mjög samvalin og sam- hent manni sínum. Foreldrar hennar og 14 systkina voru Jón Magnússon og Guðlaug Jóns- dóttir, ættuð úr Skaptafells- sýslu, en bjuggu búskap sinn og ólu upp börn sín í Bárugerði á Miðnesi, alt mikið dugnaðar- og myndarfólk. Guðbjörg verð ur einnig 50 ára í næsta mán- uði. Þau Björn og Guðbjörg eiga 5 börn og 1 kjörson, öll mannvænleg. Þótt nokkur vanheilsa hafi heimsótt þau á köflum, hefir öll sambúðin óg barnauppeldið blessast þeim farsællega fyrir samhenta og samhuga atorku og umhyggju þeirra beggja. Síðan Björn gerðist bifreiðar stjóri, hefir hann stundað þá atvinnu með mesta dugnaði, eins og sjómenskuna áður, en þær eru ekki altaf svefnsamar næturnar hjá bifreiðarstjórun- um fremur en sjómanninum. Björn þekkir báðar hliðarnar, því oft hefir hann verið ræstur út til að aka með okkur sjó- mennina heim, þegar við höf- um komið að landi misjafnlega fyrir kallaðir. Þá hefir ekki verið annað en að hringja eða labba upp að Sjónarhól og vekja upp, því að við göngum að því vísu, að ef Björn er heima, þá erum við komnir heim til okkar eftir nokkrar mínútur. Jeg óska svo afmælisbarn- inu og konu hans, ásamt börn- um þeirra, hjartanlega til ham ingju með 50 ára afmælið, og vona, að honum endist enn lengi líf og góð heilsa ásamt allri blessun, þar á meðal til að aka enn oft með okkur hina heima til konu og barna. Vinur. Samið við verk- stjóra hæjarins Á FUNDI bæjarráðs í gær var borgarstjóra heimilað að semja við Verkstjórafjelag Is- lands um kjör verkstjóra, sem vinna hjá bænum, á grundvelli gildandi samnings milli Vinnu veitendafjelags íslands og Verkstjórafjelagsins, að svo miklu leyti sem samningurinn tekur til bæjarins. London: — Nokkrir ungir menn, sem rjeðust á lögreglu- stöð eina nærri Jaffa í Gyð- ingalandi og vörpuðu að henni sprengjum, særðu með því tvo breska og tvo arabiska lög- regluþjóna. VALGEIR BJORNSSON hafnarstjóri á fimtugsafmæli í dag. Manni verður stundum á, ennþá, að kalla hanna bæjar- verkfræðing, því svo stutt er síðan hann skifti um stöðu. Og svo lengi hafði hann verið bæj- arverkfræðingur, að það eru naumast aðrir en þeir, sem eru sjerlega vel að sjer í sögu Reykjavíkur, er muna hver var fyrirrennari hans í því embætti. Þá tvo áratugi, sem Valgeir var bæjarverkfræðingur fjölg- aði íbúum Reykjavíkur um 20 þúsund, þ. e. a. s. bærinn tvö- faldaðist að heita má. Og allt þetta fólk þurfti að fá nýjar götur, vatnsleiðslur, holræsi og ótal margt annað, sem það ekki hafði haft áður, en heimt aði er hingað kom, fyrst og fremst af bæjarverkfræðingn- um. Þegar rigningar gengu, var það bæjarverkfræðingnum að kenna, að göturnar voru blautar, að þær voru holóttar og á þeim voru pollar. Þegar hið langþráða sólskin kom, þá var það ekki blessaðri sólinni, heldur fyrst og fremst bæjar- verkfræðingnum að kenna, að rykið þyrlaðist upp í augu manna, eyðilagði þvottinn fyr- ir húsmæðrunum o. m. fl. Og þegar vatnsveitan nægði ekki, til þess að hægt væri að hafa hana fyrir sírennandi bæjar- læki í öllum kjöllurum bæj- arins, þá átti bæjarverkfræð- ingurinn sök á því, eins og svo mörgu öðru. Það fylgir starf- inu að fá allar þessar mismun- andi sanngjarnar ákúrur. Mjer er nær að halda, að áhöld sjeu um, hver fái fleiri orð í eyra dagsdaglega og yfir árið, bæjarverkfræðingurinn eða blaðamennirnir. Það er kannske að einhverju leyti þess vegna, sem okkur Valgeir Björnssyni hefir komið svo einstaklega vel saman öll þau 16 ár, sem við höfum verið ná- grannar við Laufásveginn. En sá er munurinn, að dag- blöðin gleymast og flest það, sem þau flytja er rokið út í veð ur og vind, áður en varir, því þau eru fyrst og fremst fyrir líðandi stund. En bæjarverk- fræðingur, sem stóð í stöðu sinni meðan Reykjavík tvöfald aðist að stærð, og þandist út um holt og mýrar, hann er og verður um ókomin ár meðal þeirra helstu, sem sett hafa og halda áfram að setja svip á bæinn. Valgeir Björnsson er einn þeirra manna, sem ganga að verki sínu ótrauðir, kunna verk sitt, og fara eftir því, sem þeir eru sannfærðir um af þekk- ingu sinni, að best sje og hag- kvæmast, en láta órökstudd ámæli hvaðan sem koma kunna, sem vind um eyrun þjóta. Hann hefði vitaskuld viljað að bæjarsjóður hefði alltaf haft meira fjármagn, til þess að gera hina hraðvaxandi höfuðborg vistlegri, hreinni og þægilegri en tök hafa verið á. En hann hefir orðið að sníða framkvæmdunum þann stakk, sem fjárhagur bæjarins hefir leyft. Og gert sem best úr öllu. Þetta vita samverkamenn hans og meta hæfileika hans þeim mun meira sem þeir þekkja hann betur. Eftir langt bæjarverkfræð- ingsstarf kaus hann um síðustu áramót að taka að sjer stjórn Reykjavíkurhafnar, og halda þar áfram starfi frænda síns, Þórarins Kristjánssonar, að gera Reykjavíkurhöfn fjár- hagslega sterkt fyrirtæki, er um ókomin ár verði, eins og verið hefir, lífæð fyrir athafna líf bæjarbúa. V. St. Minning Ari Friðriksson frá Látrum, Að- alvík, fórst með bv. Max Pember ton 4. jan. ’44. (Kveðja frá vinkonu). Ungi vinur, Ijóðin líða læt jeg tii þín út á höf þar sem ólgar aldan bláa yfir þinni votu gröf. Ungur kaustu á ægisleiðum afl að treysta og reyna dug. Hræddu aldrei ógnir voðans æskumannsins djarfa hug. Heiman fús úr föðurgarði fórstu studdur vonarhönd framgjörn útþrá seiddi á sæinn sýndi opin draumalönd. Fyr en varði skygði skúrin, sköpin þungu dundu á þig með hetjuhópnum prúða huldu sjónum djúpin blá. Faðir þinn og sorgmædd systkin sendá til þín kveðjumál Ástarþakkir einum rómi inna þjer af hug og sál yfir brim og boða lífsins bendir trúin vonum studd inn á starfssvið æðri heima anda þínum braut er rudd. G. M. Kaup hækkar hjá starfs mönnum Fiskhallar- innar. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir samningaumleitanir milli Dagsbrúnar og Fiskhallarinn-, ar. I gærkvöldi voru samningar undirritaðir og hækkar grunn kaup fastra starfsmanha Fisk hallarinnar um kr. 25;00 á mánuði, eða úr kr. 450,00 í kr. 475,00 á mánuði. -— Samn ingur þessi tekur til 18 starfs- manna og gildir hann til 1. júní 1945. London: — Háskólastúdent- ar hjeðan, sem fóru til Bangor í Norður-Wales, munu ekki koma aftur til borgarinnar í bráð af öryggisástæðum, held- ur halda áfram námi í Bartgor. X-9 Eftir Roberf Slorm ■! IT'5 OKAV, BOY5! f HUU^-VJEU: UOGAN , IT'5 YODR / vMADDAVA PAL , PLOOPgY ! KHOW...GOOD CLD FL0GP5YI LI6TEN, YOU 7W0-LE6GED DOBERMAN..,. I VJANNA SEE BLUE-JAW p HEY, NCW I AM IN THE 60UP ! I TG’LD 8LUE-JAW Ti-iAT I VVA5 - SENT UP AEPE L BY FLOOP5V! 'U 1—2) Bíll, sem Blákjammi kannast ekki við, er kominn heim að dvalarstað hans. •—■ Andy: — Hver er þetta, Blákjammi? — Blákjammi: — Það sje jeg ekki enn. Puggy: — Upp með lúkurnar, lagsi. Komumaður: — Heyrðu, þorskhausinn þinn, jeg ætla að finna Blákjamma, 3—4) Blákjammi: — Allt í lagi, strákar! Hogan, þetta er Floopsy, vinur þinn! — X—9: — Ha? Nei, þú segir ekki. Gamli, góði Floopsy. (Hugsar): Ja, þar lá jeg laglega í þvi. Jeg sagði Blákjamma, að Floopsy hefði sent mig hingað!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.