Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 1
16 síður Bl. árganguc 202. tbl. — Laugardagur 9. september 1944 tsafoldarprentsmiðí* h.f. BRETAR KOMNIR YFIR ALBERTS HÖRÐ VmN ÞJÓÐVERJA VIÐ Bretar taka Ostende London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BRESKAR hersveitir eru komnar yfir Albertskipa- skurðinn í Belgíu og hafa sótt alllangt fram. Eru bar- dagar þar æði harðir. Eru framsveitir sagðar um 35 km frá landamærum Þýska lands á þessum slóðum. — Vestar sækja Kanadamenn að Þjóðverjum á Calals og Dunkirksvæðunum og ; þrengist þar allmjög um þá. . Ostende f jell í kvöld. . Talið er að Þjóðverjar i sjeu byrjaðir að flytja lið . sitt á skipum og bátum ; norður um fljótið Shelde. Barist um Burg Leopold- Demond Tighte fregnritari vor símar, að mótspyrna Þjóð- verja handan Albertskurðarins sje hörðust við bæinn Burg Leopold, en um hann liggur mikilvægur þjóðvegur. Talið er að Þjóðverjar hafi þar í ná- ¦ munda talsvert stórskotalið og . beita þeir því óspart. — Eru Þjóðverjar þarna á hæð, sem vegurinn liggur yfir og verja hana af hörku. Fregnin um það, að banda- menn hafi tekið bæinn Breda " í Hollandi hefir reynst á mis- '. skilningi bygð. Þrengist um við Ermarsund. Kanadamenn og hinar pólsku sveitir, sem með þeim berjast, sækja stöðugt að Þjóðverjum á strandsvæðinu við Ermarsund og þrengist þar sífelt um fyrir þýsku hersveitunum. Talið er að Þjóðverjar muni í lengstu lög verja hafnarborgirnar þarna, svo bandamenn geti ekki flutt þar lið og birgðir á land, en aðflutningaleiðir bandamanna eru nú orðnar æð'i langar. Griznez-svæðið. Herir Kanadamanna nálg- ast nú þær stöðvar, þar sem Þjóðverjar hafa fallbyssur þar, er þeir hafa skotið á Bretland með. Þjóðverjar segjast nú beita fallbyssunum gegn herj- um bandamanna, en þetta efa ' herfræðingar Breta að sje rjett, en taka aftur á móti fram að virki þau, sem fallbyssur þessar sjeu í, sjeu óhemju ram ger. RUSSAR VAÐA YFIR BIJLGARÍIJOGRIJMEMÍD London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSNESKAR hersveitir sækja nú hratt inn í Búlg- aríu og er ekki talið að þeim sje veitt nein mótspyrna. — Búlgarska stjórnin hefir sagt af sjer og herforingi einn tekið við völdum. — Sagði hann Þjóðverjum stríð á hendur í dag klukk- an 6 síðdegis. Rússar halda áfram að sækja yfir Rúm- eníu, en ennþá hafa ekki verið staðfestar fregnir um það, að þeir liafi sameinast hersveitum Titos í Júgóslaf íu. Rússar kveðast ekki ætla að berjast við búlgörsku þjóðina, heldur Þjóðverja og því verði Búlgarar að slíta öllu sambandi við þá. Vopnahljesnefndir. Engar fregnir hafa enn bor- ist af vopnahljesnefndum Búl- gara, sem eru í Cairo og Rúm- ena, sem eru í Moskva, en tal- ið er að nefndin í Cairo hafi bráðlega lokið þar ætlunar- verki sínu. — Rætt hefir verið um undirritun samninga þar, Búlgarar segja Þjóð- verjum stríð á hendur en allar þær fregnir eru óstað- festar. Yopnahljesskilmálar. Rússar krefjast þess af Búl- görum, auk sambandsslita við Þjóðverja, að Búlgarar fram- selji Rússum alla þýska her- menn í landinu og öll þýsk skip í búlgörskum höfnum. •— Aðeins ef þetta væri gert, væri hægt að ræða vopnahlje. Tal- ið er, -að Búlgarar gangi að öllum kröfum Rússa. Herlög gilda um alla Búlg- aríu. Sóknin inn í Búlgaríu. Um hernám Búlgaríu er frá- sögn rússneskuherstjórnarinn- ar á þessa leið: — Þann 8. september fóru herir vorir yf- ir landamæri Rúmeníu og Búl- garíu á svæðinu milli Giurge- vo og Mangalieu og sóttu fram frá 35-—65 km og tóku margar borgir og bæi, þar á meðal Villistria og hafnarborg- ina Varna við Svartahafið. Barist við Narethfljót. Rússar kveðast í dag hafa unnið að því að bæta aðstöðu sína nærri borginni Lomza, er þeir tóku fyrir skömmu. Kveð- ast þeir hafa hrundið Þjóðverj- um úr nokkrum stöðvum þarna. Þjóðverjar ræða einnig um allmikla bardaga þarna í dag. Karpatafjöllin. Þar geta Rússar ekki um nema skærur í dag, en Þjóð- verjar segja að þeir hafi hrundið allsnörpum áhlaupum Rússa í skörðumKarpatafjalla. Rúmenar kveðast nú eiga í stríði við Ungverja, en engar fregnir berast frá aðilum í kvöld um vopnaviðskifti á landamærum þessara ríkja. ASrar erlendar frjetfir á 5. síðu Bandaríkja- menn taka Liege London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SEINT í KVÖLD barst tilkynning um það frá að- alstöðvum bandamanna, að hin mikla iðnaðarborg Liege í Belgíu hefði verið tekin og hjeldu hersveitirn- ar, sem hana tóku, áfram sókn sinni austur á bóginn. Mótspyrna er ekki sögð mik il þarna, en sunnar hafa Þjóðverjar hert mjög varn- ir sínar, eftir að hafa náð borginni Nancy aftur úr greipum bandamanna. Yfir Mosel. 9 Bandaríkjamenn eru komn- ir yfir ána Mosel á fimm stöð- um milli Metz og Nancy og eiga í hörðum bardögum þarna. — Talið er, að Þjóðverjar hafi dregið að sjer fjögur herfylki og styrkt varnir sínar að mun síðustu dagana. I gærmorgun gátu þeir svo náð borginni Nancy aftur eftir harða bar- daga. -— Tekið er fram að ekki sje mikilla fregna að vænta af þessu svæði á næstunni, til þess að Þjóðverjar fái ekki upplýsingar. Herir sameinast. Nítjándi herinn -þýski, sem haldið hefir undan norður á bóginn, eftir Rhone- og Sone- dölunum, sameinaðist að sögn Þjóðverja norðurhernum í dag, en bandamenn eru á hælum hersins. Er álitið að Þjóðverjar muni búast til varnar í hinu svonefnda Belfortskarði, en þar höfðu Frakkar áður bygt mikil virki gegn Þjóðverjum. Er talið, að þótt yirki þessi sjeu nokkuð gömul orðin, muni vera hægt að verjast lengi í þeim. Eru þau af herfræðingum sögð sömu tegundar og virkin á'Ce- zanne-eyju út af St. Malo, en þar vörðust Þjóðverjar í marg- ar vikur, svo sem kunnugt er. Einangraðar hafnarborgir. Enn var varpað 1500 smál. á Le Havre í dag, og í Brest er vörn Þjóðverja ekki þrot- in. Þá verjast þeir enn af hörku í Lorient og St. Nazaire. Loftárásir hafa og verið gerðar á borgir þessar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.