Morgunblaðið - 03.10.1945, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.10.1945, Qupperneq 6
 MORGUNBLAÐIÐ Minning Ounnars Heimis Jónssonar í dag verða til moldar born- ar jarðneskar leifar Gunnars Heimis Jónssonar f. 25. sept. 1923. Dáinn 27. ágúst 1945. ..Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli er talar tunga, en tárin eru beggja orð“. ÞEIR atburðir geta komið fyr- ir í lífi mannanna, að tungan eigi engin orð til að lýsa til- finningunum. Þá er máske þögnin og tárin best. Máske það eina, sem samrýmist til- finningunum, sefar sorgina og færir hinu sundurkramda hjarta fró og likn. „Nú er jeg kominn til að kveðja“, og það er undarlega þýður og mildur voj'hreimur í röddinni hans þegar hann sagði þessi orð á heimili mínu síðastl. vór. Barnslega glaður rjetti hann okkur hönd sína og hið undur þýða bros hans þerraði' saknaðartárin af kvörmum ást- vfna hans. Móður, unnustu og barna. — ,,Já, hann ,,Kuggi“ var að fara. Hin margþráða stund var runnin upp í lífi hans. Sú stund að mega fara á flugskóla og læra að fljúga. Og svo hvarf hann okkur vest- ur yfir hinn breiða ál. En ekki þurfti lengi að bíða gleðifregn- anna. Námið sóttist með afbrigð um fljótt og vel og hann vann sjer traust og virðingu kennara og skólabræðra sinna. Fram- tíðin virtist blasa við honum sólbjört og fögur „Verð kom- inn heim fyrir næstu jól“, sagði hann í einu brjefinu til móður sinnar og hefði hann þá lokið námi á mikið styttri tíma en alment gerist. — En svo kom harmafregnin þung sem blý. Dáinn, fóst í flugslysi með einum af færustu kennurum skólans — Guð, hvað þetta jarð neska líf er fallvalt og lítt skilj anlegt. Hraustur og lífsglaður að morgni, dáinn um miðjan dag, aðeins 22 ára gamall. — Flugvjelin hans brotin, borg- irnar hrundar, en máske lifa hugsjónirnar hans eftir. Gunnar Heimir Jónsson hjet hann fullu nafni, sonur merk- ishjónanna Jóns Björnssonar ritstjóra og skálds og konu hans Dýrleifar Tómasdóttur, dóttur sjera Tómasar á Völlum í Svarf aðardal og frú Valgerðar konu hans, en frú Valgerður var syst ir þeirra Bæjarsystra, er marg- ir kannast við. Gunnar var því af góðu bergi bíötinn, enda drengur góður, traustur í lund og heilbrigður í skoðunum. — Greindur, glaðvær og vinur vina sinna. Hann var ekki hár í loftinu hann „Kuggi“, þegar hann tók fyrst eftir því„ að hann var fæddur með eðli listamannsins. Listhneigð hans var strax á- berandi og hugsanir hans beind ust strax irm á aðrar brautir en alment gerist um börn á þeim aldri. Hann mun hafa verið fimm ára gamall, þegar hann sat þögull og hlustaði hug fanginn á erlendan fiðlusnill- ing, sem spilaði í samkomuhúsi á Akureyri. Hann hafði ekki augun af fiðlusnillingnum og litla andlitið ljcmaði af gleði og hrifningu, en honum virtist líka illa við fagnaðarlæti fólks- ins, sem sparaði ekki lófatakið. Það kom líka fljótt i ljós, að hann var með ágætum söng- hneigður og músikkalskur. — Strax. um fermingu gat hann spilað og leikið á flest hljóðfæri sem hann snerti á. En mjög i var honum það á móti skapi þá ! og altaf, ef honum var hælt mík j ið. Hann verður pianosnilling- ur sögðu menn, og það hefði | hann máske orðið. — En þá kom flugvjelin. J Hann var að leika sjer í barnahópi á Akureyri, þegar ' flugvjel flaug yfir bæinn. — Lengi stóð hann einn síns liðs og horfði hugsandi og alvöru- gefinn í áttina, sem flugvjelin hvarf sjónum hans. Um kvöld- ið var hann búinn að tálga eða smíða lítið flugvjelalikan og frá þeim degi leyndi það sjer ekki að hugur hans beindist óskiftur að þessu undra farar- tæki, sem ber mennina um loft in blá. j Eftir það að Gunnar fluttist alfarinn hingað til Reykjavík- ur, gekk hann í svifflugfjelagið ! og stundaði þar nám af kappi, auk þess las hann allt, sem hann náði í um flugvjelar og flug, enda var mjer sagt af kunnugum, að hann hafi verið orðinn mjög vel að sjer í faginu er hann fór vestur um haf á s.l. vori til að stunda flugnám við Spartan-School of Aeronau- tecs í Oklohamafylki. ! Enda þótt að þetta tvennt, músíkin og flugið væri Gunn- ari hugþekkast allra starfa, þá má þó fullyrða að skyldurækn- ari og dyggara ungmenni var vart hægt að hafa í þjónustu sinni, hvört heldur sem hann stóð innan við búðarborðið og afgreiddi fólkið með sinni með- fæddu lipurð eða hann stóð með reku og pál eða ataðist í vjel- um. Allsstaðar var hann jafn kurteis, glaður og glæsilegur, og vann sjer traust og virðingu starfsbræðra og húsbænda. Þar, sem góðir menn fara, þar eru guðsvegir, og þar sem „Kuggi“ var, þar var gleði og sólskin. Sjálfur hefi jeg engan ungling þekkt betri en hann og svo hygg jeg að fleiri vinir hans geti sagt. Og svo bjartar og fagrar minningar á jeg um hann, að þær geta yljað allt að innstu hjartarótum. Þú lifðir svo, að lastað gat þig enginn. Það er vitnisburður samferðamanna þinna — og máske er það líka sá eini auður, sem flyst með manninum út yf ir gröf og dauða. Sorgbitin elskandi móðir, stendur nú við dánarbeð son- ar síns, sem fjell í blóma á vor- morgni lífsins. Áður hafði hún orðið að standa við dánarbeð elskandi eiginmanns og síðar er hún misti hinn mannvænlega son sinn, Hreiðar Jónsson — og nú, er hún missir aleiguna og augasteininn sinn. Gunnar Heimir. — Hvað má nú hjálpa nema hin milda misk unsama hönd hans, sem gaf og 4ók. Treysta honum, sem gaf henni soninn elskulega, sem skilur eftir sig orðstýr, sem aldrei deyr. Hinar fögru, flekk- lausu minningar munu lifa þann látna og lýsa gegn um svartnætti sorgarinnar, sem gistir nú hjörtu ástvínanna, móður, unnustu og hinna mörgu vina — þær lýsa og ylja uns endurfundir verða á landinu fagra fyrir handan myrkur og hel. Dauðinn heggur svöðu sár, en samúð engra hefir. Þó líkaminn sje liðinn nár, lifir sálin eftir. Blessuð sje minning þín, Gunnar Heimir. Jakob Jónasson. *♦>♦>♦?♦♦!•♦>♦>❖♦!♦*!♦*>*>*> Tilkynning *«• X til íbúa í Laugarneshverfi | ? Brauð og Kökur frá Joni Símonarsyni h.f. X eru seld eftirleiðis í verslun Elís Jónssonar, ❖ t Kirkjuteig 5 (áður Kirkjubergi). • X Pramh. af 1. síðu. þyktum, sem gerðar höfðu ver- ið á Berlínarráðstefnunni, til þess að undirbúa friðarsamn- inga og skyldu skoðanir ríkisins lagðar fyrir hinar sameinuðu þjóðir. Þessi fundur var fyrsti fundurinn, sem aðalþjóðir bandamanna halda með sjer síð an styrjöldinni lauk. — Komu brátt ágreiningsatriði í Ijós, sem ekki hafði orðið vart á með an vopnaviðskifti voru aðalgt- riðið til þess, að varðveita ein- ingu. Það er ástæða til að ætla, að með þolinmæði og skilningi hefði verið hægt að komast að samkomulagi að lokum. Full-' trúi Sovjetríkjanna fór fram á þ. 22. september að fundurinn tæki aftur ákvörðun sína frá 11. september -um að Frakkar og Kínverjar skyldu hafa full- trúa í öllum viðræðum fund- arins. Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti því yfir, að hann væri mótfall- inn því, að þetta yrði samþykt og tvær þjóðir, sem sæti eiga í öryggisráði hinna sameinuðu þjóða yrðu þannig útlokaðar frá viðræðum. •*♦♦*♦♦*♦♦*• ♦*•♦*♦♦*• ♦*♦ ♦*• **♦ ♦*♦ ♦*• •%♦*♦•*• •*♦•*« • 3 herbergja íbúð í Austurbænum til sölu. Upplýsingar geí'ui’ Málflutningsskrifstofa EINARS B. GUÐMUNDSSONAR og GUÐL. ÞORLÁKSSONAR, Austurstræti 7. — Símar 2002 og 3202. - Monfgomery Framh. af bls 1. ir til að vinna í kolanámum, en mesta vandamál okkar er að fá námumenn til að vinna. Margir námamenn koma ekki til vinnu vegna þess, að þeir eru að reyna að útvegá fjöl- skyldu sinni mat. Glæpir. Margir glæpir hafa verið framdir af landlausum mönn- um, sagði Montgomery, sem fluttir voru sem þrælar til Þýskalands. Þeir hafa margir hefnd í huga og vilja jafna upp gamlan órjett. En það væri augljóst mál, að Bretar gætu ekki leyft slíkt, morð og nauðg anir. Hvað, sem fyrir kann að koma, þá verður að varðveita lög og rjett á breska hernáms- svæðinu. Um 20.000 þýskir lög regluþjónar aðstoða Breta eins og er, en það mun þurfa að bæta öðrum 20.000 við. Þýska æskan. Eitt af alvarlegustu vanda- málunum er þýska æskan. Það hefir komið í ljós, að meðal þýskur piltur eða stúlka getur ekki lengur hugsað sjálfstætt: Unglingarnir geta aðeins end- urtekið slagorð, án þess að þeim sje ljóst, hvað þau þýða. ^ Mörg þeirra hafa ekki komið ! í skóla í 2—3 ár og 13 ára börn verða að sitja í bekk með 9 ára gömlum börnum. ( Þjóðverjar hafa sjálfir kvart ! að yfir því, að Bretar hafi ekki hraðað nóg að útfýma nasism- anum. En það sje farið eftir á- kveðnum reglum og stefnt að því að eyða nasismanum fyrir fult og alt, Bardagar við Aarhus. LONDON: — Fregnir frá Danmörku herma, að pólskir hermenn, sem eru í bækistöðv- ■ um nærri Aarhus í Norður-Jót- j landi, hafi gert uppsteyt, og komið til átaka milli þeirra og danskra lögreglumanna. Meidd ust tveir menn í áflogum þess- um. — ■ Miðvikudagur 3. októer 1945 Fimmlug: Frú Slefanía Er- lendsdótfir í DAG á fimtugsafmæli frú Stefanía Erlendsdóttir, Njarð- argötu 39 hjer í bæ. Frú Stef- anía er fædd 3. okt. 1895 að Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Hún er dóttir merkishjónanna, Erlends Björnssonar hrepp- stjóra og Maríu Sveinsdóttur, sem enn stunda búskap á Breiðabólsstöðum þótt komin sjeu um og yfir áttrætt. Frú Stefanía flutti til Reykjavíkur árið 1927 og hefir æ siðan verið búsett hjer í bæ, lengst af á Njarðargötu 39. Stefanía er gift Sveinbirni Kristjánssyni bygg- ingarmeistara. Heimili þeirra hjóna er sem allir vita, sem til þekkja, með afbrigðum vist- legt og smekklegt og er það ekki að furða, því Stefanía hef- ir helgað því alla starfskrafta sína. Það mun fleirum en þeim, ' sem þessi fáu orð ritar, hafa þótt gott að sækja Stefaníu og þau hjón heim og átt þar marg- ar glaðar stundir á þeirra góða heimili, og ekki eru þar góð- gerðir skornar við nögl sjer, því húsfrúin og maður hennar eru bæði með afbrigðum rausnar- leg. Ekki hefir Stefanía látið mikið á sjer bera utan veggja heimilisins, því það hefir frá fyrstu tíð verið hennar vett- vangur. Hún er ekki fljót til að binda vináttu við fólk, en taki hún trygð við einhvern, þá er þar ekki um neina hálf- velgju að ræða, enda er hún sem hún á kyn til, traust og heilsteypt. Þeir verða án efa margir vin- ir og kunningjar frú Stefaníu, sem leið sína leggja í dag um Njarðargötu 39, til að þrýsta hendi afmælisbarnsins og árna því til heilla í framtíðinni. Heill þjer fimtugri, kæra vinkona. Hamingjan fylgi þjer um ókomna tíma. Vinur. mmmmnnmimimimnimmmmniiiiiiiniiiiiiiinnii | DANMÖRKf Exporí — Import. | Framsækið, ungt, danskt § = útflutnings og innfl. firma 5 | með ágætu söluskipulagi 1 = og þekt um alla Danmörk s | óskar sambands við gott, §§ 5 íslenskt iðnaðar eða versl- s = unar firma. Vjer höfum §§ 1 sjerstakan áhuga fyrir: = S skófatnaði, járnvörum, slát- {§ 5 urafurðum, en viljum þó §1 § takast á hendur verslun = með allar vörur. VILSBRO A/S. I Islands Brygge 91. = Köbenhavn S. |= íiiriiiiiiiimiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiliiiiiliiii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.