Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. nóv 1945 Vinna við gatnagerð í Pósthússtræti. Gatnagerðin aldrei mein AIMr eru sammála um, að unnin hafi verið stórvirki í gatnagerð' hjer í bænum í sumar. Sjá menn best hvað áunnist hefir, þegar þess er gætt, að láta mun nærri, að lengþ malbikaðra gatna hjer í bæ hafi á þessu eina sumri aukist um tæp 30%. Jafnvel þótt andstæðingar Sjáifstæðismanna eigi illt með að halda sier við jörðina og neiti í Iengstu lög staðreynd- unum um hinar miklu fram- farir hjer í bæ, þá treysta þeir sjer samt ekki til að bera brigður á hinar miklu fram- farir í gatnagerðinni. Bæjar- búar hafa daglega- hinar um- breyttu götur fyrir augunum og ganga sjálfir um þær oft á dag, og mundi það því vera of fjarri sanni, ef neitað væri framförunum að þessu leyti. En andstæðingarnir liafa gripið til annars ráðs. Þeir segja,,að svona sje ínaldið. Það grípi til þess fyrir kosningar að gera göturnar skaplegar rjett í bili, en strax að kosn- ingum loknum sje þessi áhugi úr sögunni, og þá sje alt látið sækja í sama farið aftur. Er gatnagerðin aukin rjett fyrir kosningar? Af þessu tilefni hefir Morg- unblaðið athugað hvort rjett sje, að óvenju mikið hafi verið unnið að gatnagerð í bænum rjett fyrir kosningar á undan- förnum árum. Næst síðustu bæjarstjórnar- kosningar fóru fram í árs- byrjun 1938. Á árinu fyrir þær kosningar, þ. e. 1937, var varið til gatnagerðar og viðhalds h. u, b. 645 þúsundum. En á ár- inu 1938, þ. e. a. s. eftir kosn- ingarnar, var varið 785 þúsund krónum. Eða h. u. b. 140 þús- und krónum meira, og var það ekki smáfje í þá daga. Síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar voru snemma á árinu 1942. Á síðasta árinu fyrir þær kosningar, þ. e. 1941, var varið til gatnagerðar og viðhalds 854 þúsundum. En á árinu 1942, þ. e. eftir kosningarnar að lang- mestu leyti, var varið í þessu skyni 2 milj. og 500 þúsund krónum og ríflega það, eða h. u. b: þrisvar sinnum hærri upp hæð heldur en árinu áður. Ekki staðfestir þessi reynsla þá ksnningu andstæðinganna, að mikiar likur sjeu til þéss, að gatnagerðin verði látin falla Möguleikc aukinna niður að kosningunum liðnum. Þar sem ljóst er, að gatnagerð hefir einmitt aukist ár frá ári, og ekki síður árið eftir kosn- ingar heldur en önnur ár, svo sem einnig vera ber. ano » "irr.' — Framkvæmdirnar á þessu kjörtímabili. Ef litið er á síðasta kjör- tímabil, kemur á daginn eins og áður er sagt, að árið 1942 er varið til gatnanna 214 milj. 1943 er varið til viðhalds og gatnagerðar h. u. b. 4 milj. og 690 þúsundum. Árið ’44 er til gatnagerðar og viðhalds varið 6 milj. og' 200 þúsundum. I ár mun samsvarandi kostnaður vera farinn að nálgast 7 milj. króna. Ljóst er því, að hjer er um sífelt auknar og vaxandi framkvæmdir að ræða. Þvert á móti því, sem andstæðingarnir reyna að telja þeim fáfróðustu trú um, að rokið sje til í skyndi, rjett fyrir kosningar, að bæta úr fyrri vanrækslu. Á þessu ári stendur meira að segja svo sjerstaklega á, að gatnagerð hefir orðið minni heldur en vonir stóðu til, að hún gæti orðið. Á síðasta ári voru gerðar ráðstafanir til þess að fá nýja malbikunarvjel, 'þ. e. a. s. vjel til að hræra og bika mulninginn. Ráðgert hafði ver- ið að þessi vjel mundi verða til í aprílmánuði, og hefði þá ver- ið hægt að auka ^fköstin í malbikinu mjög mikið frá því sem varð. Svo illa fór, að vjel- in varð ekki til fyr heldur en mjög seint sumars, þannig að. besti ‘tíminn var hjá liðinn, þegar þessi nýja vjel tók til starfa. Þegar af þeirri ástæðu er fullvíst, að á næsta ári muni vera hægt að malbika mun meira af götum, heldur en í sumar var gert. Þvættingur andstæðinganna um, að hjer sje á ferðinni kosn- ingabrella Sjálfstæðismanna, er því eins fjarlægur staðreynd- unum sem verið getur. Og er þó vant að sjá, hvenær and- stæðingarnir fjarlægjast þær mest, því að öll þeirra gagn- rýni gengur út í það að snúa sannindum í öfugmæli. ir til stór- afkasta Líkur til miklu meiri afkasta. Á fyrri hluta þessa kjörtíma- bils voru göturnar í slæmu ástandi vegna hitaveitunnar. Og hafði raunar á næstu árum áður en byrjað var á hitaveit- unni heldur verið hliðrað sjer hjá að verja í göturnar miklu fje, sem auðsætt væri að strax mundi verða ónýtt, þegar þær væru grafnar upp vegna henn- ar. Strax og hitaveitufram- kvæmdunum var lokið, ljet bæjarstjórnin af fullum krafti byrja að koma götunum í gott horf. Mikil undirbúningsvinna að þessu var unnin í fyrra sum- ar og síðan kappsamlega hald- ið áfram á þessu ári. Og með þeim góða árangri, að bærinn hefir tekið algerum stakkaskift um frá því, sem áður var. Þetta er auðvitað meðal ann- ars ávöxtur af stórauknum fjár veitingum í þessu skyni, en einnig af því, að miklu fje hef- ir verið varið til kaupa hent- ugra vinnuvjela, sem hafa gjör- breytt afköstum og vinnubrögð um í þessu efni. Auk þess sem verkfræðingar bæjarins, verk- stjórar og vinnuflokkar hafa lagt sig alla fram um, að sem bestur árangur yrði af starfi þeirra. Líklegt er, að árangur- inn verði einmitt mun betri á næstu árum, þegar enn fleiri nýtísku vinnuvjelar fást, svo sem bæjarstjórnin hefir lagt drög til, og þegar menn æfast betur í meðferð þessara nýju tækja. Standa því fullar vonir til, að ekki líði á löngu, þangað til mestur hluti bæjai'ins verði búinn að fá jafn góðar götur og þær bestu í bænum eru nú. Móffaka fafaböggla FATABÖGLUM ti íslend- inga í Mið-Evrópu vffður veitt móttaka í geymsluskemmum Rauða Krossins við Vitastíg, beint á móti Austurbæjarskól- anum, næstkomandi laugardag frá kl. 1 til kl. 5 síðdegis. Athygli skal vakin á því, að böglarnir jnega ekki innihalda annað en hlýjan ytri og innri fatnað og skófatnað. „Þú lýgur - Þú lýgur!“ Útburðarvæl kommún- ista í MORGUNBLAÐINU í gær var vakin athylgi á því, hvernig komið væri málefnaaðstöðu og baráttuaðferðum kommúnista vegna bæjarstjórnarkosninganna. Aumingja sjera Sigfús Sig- urhjartarson væri nú þegar svo langt leiddur í skrifum sínum í Þjóðviljanum, að grípa til þess alaumasta og úrræðalaus- asta neyðarráðs í rökþrotunum, að hefja'upp raust sína og hrópa í sífellu til andstæðinganna: Þú lýgur! — Þú lýgur! — Þú lýg- ur! Allt, sem þið segið, er lýgi! „Lyga“-pistlar sjera Sigfús- ar hófust í fyrradag, — og hjeldu áfram í gær. Skal nú aðeins til ábendingar fyrir væntanlega kjósendur tek inn upp sónninn úr aðeins þes- um tveim greinum gúðsmanns- ins — og mundi þó mörgum þykja nóg komið: —o— 1. í aðalfyrirsögn er sagt um Sjálfstæðisflokkinn: , Leit- ar á náðir lyginnar“. 2. í undirfyrirsögn, að hann hylji málefnaleysi sitt með „rangfærslum, útúrsnún- ingum og lygi“. 3. I tvídálka gleiðletruðum inngangi er sagt að Morg- unblaðið hafi „gripið til rangfærlsna, blekkinga og iygí“- 4. Sagt er að Sjálfstæðis- flokkurinn þurfi að styðja sig við hækju og: „Þessi hækja er lygin“. 5. Varðandi umræðurnar um bæjarmálefnin segir: „Framlag Morgunblaðsins í þeim umræðum hefir ver- ið rangfærslur, falsanir, útúrsnúningar og lýgi“. 6. Nokkru neðar: „Morgun- blaðið hefir ekkert fram að færa — „nema rang- færslur, útúrsnúninga, blekkingar og Iygi“. 7. Enn neðar: „Þess vegna kemur nú vart út blað af Morgunblaðinu, að það sje ekki meira og minna fylt af blekkingum og lygi um öll þessi mál“. 8. Þessari fyrri grein er skift í þrjá kafla með fyrirsögn- um: „Fyrsta lygi“ - „Önn- ur lygi“ — „Þriðja Iygi“. 9. Framhald greinarinnar í gær hefst á því, að lýsa vissum flokki, sem nú er liðinn undir lok, en sem „tók lygina upp sem aðal- vopn sitt. — Megin regla þessa flokks var að end- urtaka lygina nógu oft, aftur og aftur, til þess að henni væri trúað. Það tókst að láta lygina ná hinum tilætlaða árangri — í bili“. Síðan segir: „En hjer úti á Islandi hefir Sjálfstæðis- flokkurinn og blað hans, Morgunblaðið, tekið upp þessa aðferð“. 10. Um Morgunblaðið segir: • „Dag eftir dag eru sömu blekkingarnar fluttar, sama lygin sögð“. — 11. Um Sjálfstæðisflokkinn segir nokkru neðar, að „hann dragnist til bæjar- stjórnarkosninganna við hækjur lyginnar“. 12. Enn neðar enn einu sinni er talað um: „rangfærslur og lygar MorgunbIaðsins“. 13. Þá er þessari síðari grein skift í aðra þrjá ,,lyga“- kafla: „Fjórða lygi“ —< „Fimmta lygi“ — „Sjöttai lygi“. 14. Að lokum, að Sjálfstæðis- menn hafi tekið það til ráða „að hrópa rangfærsl- ur og lygi um sósíalista“. Öll þessi lygabrigsl þykja með þeim einsdæmum, að ekki megi hjá líða að þeim sje veitt verðskulduð athygli. Þetta er málefnabarátta kom múnista! Þetta er jafnframt þeirra útburðarvæl! - Sij. Iggerz Framhald af 1. síðn eti á Akureyri. Því embætti gegndi hann til 1 febrúar s.l., en ljet þá af því fyrir aldurs- sakir og fluttist til Reykjavík- ur. Sigurður Eggerz átti um langt skeið sæti á Alþingi, varj fyrst þingmaður Vestur-Skaft- fellinga 1911—1916, landskjör- inn þm. 1916—1926 og þm. Dalamanna 1927—1931. Forseti sameinaðs þings var hann 1922. Af öðrum störfum, sem Sig- urður Eggerz hafði á hendi, má nefna, að hann var endurskoð- andi Landsbankans 1920—’22, í gengisnefnd um skeið og í al- þingishátíðarnefnd 1926—1930. Þess má og geta, að hann hefur samið og gefið út nokkur leik- rit, og nokkur ljóðmæli eru til frá hans hendi. Með Sigurði Eggerz er hnig- inn í valinn' einn hinn vinsæl- asti og glæsilegasti stjórnmála- maður þjóðarinnar á síðari ár- um. Sjálfstæði hennar var hon- um alla tíð hjartfólgnast al-lrá mála, og einlægari barátturnað- ur á því sviði var ekki til í landinu. Það er og víst og kunn ugt, að áhrif hans í sjálfstæð- isbaráttunni vora mikil og sterk. Mesta aðdáun meðal al- mennings hlaut hann 1915, þegar hapn lagði ráðherrastöðu sína að veði, er hann fekk ekki framgengt í ríkisráði Dana þeirri kröfu varðandi rjettindi íslands, sem Alþingi hafði gert og hann sjálfur hafði óbifandi sannfæringu fyri.r, að væri rjettmæt og sjálfsögð. Alla tíð síðan hefir stafað Ijóma af nafni Sigurðar Eggerz í hugum þjóðarinnar. Sigurður Eggerz var glað- lyndur maður, hreinskilinn og hvers manns hugljúfi. Allir, er með honum störfuðu, innan þings og utan, minnast hans sem góðs' ‘ drengs og einlægs hugsjónamanns. Jeg vil biðja háttvirta þing- menn að votta minningu þessa þjóðskörungs virðingu sína með því að rísa úr sætum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.