Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. nóv 1945 MORGUNBLAÐIÐ 15 Fjelagslíf ÆFINGAR í KVÖLD í íþróttahúsinu: í Stóra salnum: Kl. 8-9: Glímuæfing. í minni salnum: Kl. 9—-10: Hnefaleikar. Stjórnin. K.R.-SKÍÐADEILDIN Sjálfboðaliðsvinnan í ríveradölum heldur á- fram um helgina. Stúlkur og piltar fjölmennið. Farið frá Kirkjutorgi á laugardaginn kl. 6 e. h. og á sunnudag kl. 9 fyrir hádegi. I. B. R. Allar íþróttaæfingar falla nið- ur í íþróttahúsi í. B. R. efiir kl. 18 vikuna 18.—25. þessa mán. Húsnefndin. LITLA-FERÐAFJELAGIÐ Skemtifundur verður laugar- daginn 17. nóvember kl. 8,30 í V.R. Vonarstræti 4. Vms skemtiatriði og dans. Konnr eru beðnar að koma með köku böggla. Nefndin. I.O.G.T. ST. EININGIN nr. 14 minnist 60 ára afmælis síns með hátíðlegum fundi í Góðtempl- arahúsinu í dag laugardaginn 17. nóv. og hefst fundurinn stundvíslega kl. 7,30 síðdegis ('ekki kl. 8,30). Sjerstakir fund- arsiðir verða viðhafðir. Innsækjendur verða að vera rftættir kl. 7,30. Tekið verður á móti heim- sóknum og gestum, ávörp flutt o. fl. Kl. 10,45 um kvöldið hefst dansleikur og verða eingöngu dansaðir gönmlu dansarnir. Sjá nánar auglýsingu í blöð- unum í dag. Afmælisnefndin. Leiga FUNDARSALUR til leigu. Smurt brauð á sama stað. Sími 4923, kl. 1—3. SAMKVÆMIS og fundarsalir og spilakvöld í Aðalstræti 12. Sími 2973. Vinna HREIN GERNIN G AR og gluggahreinsun. Sími 1327. Geir og Geiri. HREINGERNINGAR . Jón Benediktsson. Sími 4967 HREINGERNINGAR Magnús Guðmunds. Teppa- og húsgagnahreinsun. Sími 6290. BÓKHALD reikningaskriftir. Ólafur J. Ólafsson, Hverfisg. 108. Sími 1858 til kl. 17. . HREIN GERNIN G AR Pantið í síma 3249. Birgir og Bachmann. Tökum að okkur HREIN GERNIN G AR 'Ahersla lögð á vandvirkni. Sími 5932. — Bjarni. Zba 321. dagur ársins. 4. vika vetrar. Árdegisflæði kl. 3.25. Síðdegisflæði kl. 15.47. Ljósatími ökutækja kl. 15.55 til kl. 8.25. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunni. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. Messur á morgun: Dómkirkjan. Messað kl. 11 síra Bjarni Jónsson, kl. 5 Barnaguðs- þjónusta (síra Friðrik Hallgríms son). Laugarnesprestakall. Messað kl. 2 síðd. Barnaguðsþjónusta kl. 10 árd. Sr. Garðar Svavarsson. Hallgrímsprestakall. Messa í Austurbæjarskóla kl. 2, sr. Jak- ob Jónsson. Barnaguðsþjónusta á sama stað kl. 11 f. h., sr. Sigur- jón Árnason. Sunnudagaskóli kl. 10 f. h. í gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Fríkirkjan. Messað kl. 2, síra Árni Sigurðsson. Unglingafjelags fundur í kirkjunni kl. 11. Elliheimilið. Messa kl. 1.30 e.h. Sr. Jón Auðuns annast. í kaþólsku kirkjunni í Reykja- vík hámessa kl. 10. í Hafnarfirði kl. 9V2. Frjálslyndi söfnuðurinn. Mess að í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5, sr. Jón Auðuns. Kálfatjörn. Messað kl. 2 e. h. Sr. Garðar Þorsteinsson. Farþegar með s.s. Anne frá Gautaborg í fyrradag voru: Frú Þorbjörg Schweitzer með 2 börn, 6 og 3 ára. Frú Katrín Mixa með barn 6 ára. Skipafrjettir. Brúarfoss er í Leith, byrjar sennilega að lesta snemma í næstu viku. Fjallfoss, Lagarfoss, Selfoss, Reykjafoss og Buntline Hitch eru í Reykjavík. Lestö er væntanl. frá Leith í kvöld. Span Splice hleður í Hali- fax 15.—20. nóv. Mooring Hitch er að ferma í New York. Anne kom kl. 10 í fyrrakvöld frá Gauta borg. Baltara er að lesta í Leith, fer þaðan þann 20. þ. m. Hjúskapur. f dag verða gefin saman í hjónaband af vígslu- biskup ungfrú Guðrún Benedikts dóttir (Benedikts Sveinssonar, bókavarðar), Skólavörðustíg 11A og Jóhannes Zoega, verkfræðing ur. — Heimili þeirra verður að Stórholti 41. Tilkynning HJÁLPIÐ BLINDUM Kaupið minningarkort bóka- sjóðs blindra. Fást hjá frú Maren Pjetursd. Laugaveg 66. Körfugerðinni Bankastr. 10 gjaldkera fjelagsins Bókhlöðu stíg 2 og á skrifstofu fjelags- ins Ingólfsstræti 16. Kaup-Sala BARNAVAGN til sölu. Uppl. í Skála 5A, Sel- tjarnarnesi. RISSBLOKKIR fyrir skólabörn og skrifstofur. Blokkin 25 aur. Bókaútgáfa Guðjóns ö. Guð- jónssonar Hallveigarstíg 6A. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta., verði, — Sótt heim. — Staðgreiðsla. — Sími 5691. — Fornverslunin Grettisgötu 45. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Hrefna B. Einarsdóttir, Víðimel 58 og Magnús Ásmundsson, Týs- götu 5. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Dóra Guðnadóttir og Valdimar Jóns- son skrifstofumaður. — Heimili brúðhjónanna vreður í Grjóta- götu 7. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Jóni Auðuns ungfrú Guðrún Bjarna- dóttir, Hverfisgötu 53, Hafnar- firði og Jóhann Sveinsson, Norð urbraut 27. Heimili þeirra verð- ur að Norðurbraut 27. Hjúskapur. í dag verða geíin saman í hjónaband í Svíþjóð ungfrú Bitt Johnson og Ólafur Guðmundsson. — Heimili þeirra er Kapellgatan 6 B, Kristianstad, Svíþjóð. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Gerd Haraldsdóttir, Vesturgötu 32 og Einar H. Guðmundsson, Njáls- götu 8 B. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af sr. Bjarna Jónssyni ungfrú Margrjet Krist- ín Friðleifsdóttir og Helgi Guð- brandsson verkstjóri. — Heim- ili ungu hjónanna verður á Lind argötu 60. Eftirtaldir hafa gefið til Rauða krossdeildar Akraness í fjársöfn un til bágstaddra á meginland- inu: Barnaskólinn á Akranesi 805.00. Gagnfræðaskólinn á Akra nesi 520.00. Ól. Finsen 100.00. Dr. Árni Árnason 70.00. N. N. 50.00. X. 100.00. N. N. 100.00. F. P. 100.00. N. N. 20.00. I. S. og H. B. 635.00. Samtals kr. 2500.00. Með þakklæti fyrir Ingunn Sveinsdóttir gjaldkeri. ÚTVARPIÐ f DAG: 8.30—8.45 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.20 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Frjettir. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Ávörp vegna alþjóðaþings stúdenta í Prag: a) Egill Sig- urgeirsson hæstarjettarlögmað- ur, varaformaður Stúdentasam bands íslands. b) Menntamála- ráðherra, Brynjólfur Bjarna- son. c) Tónleikar. 21.10 Leikrit: ,,Við höfum ekki hátt um það“, eftir Orbok — (Alfred Andrjesson, Þóra Borg Einarsson, Valur Gíslason, Nína Sveinsdóttir. — Leikstjóri Valur Gíslason). 22.00 Frjettir. 22.05 Danslög. Japanar biðja um matvæli og elds- neyfi London í gærkvöldi. JAPANSKA stjórnin hefir beðið bandamenn um matvæli og eldsneyti, og bjóðast þeir til þess að borga þessar vörur með gulli, gimsteinum og silki. — Ljet innanríkisráðherrann svo um mælt í þessu sambandi, að þjóðin yrði að láta af hendi alt verðmæti, sem hún ætti, fyrir matvæli, eða deyja að öðrum kosti. — Hann kvað ennfrem- ur svo á, að framleiðsla lands- manna myndi ekki komast í venjulegt horf á næstu fimm árum. — Reuter. Alúðarkveðjur og innilegar þakkir sendi jeg öllum nær og fjær, er heimsóttu mig, sæmdu mig veglegum gjöfum, sendu mjer blóm og heillaóskir eða sýndu mjer á annanl liátt vott virðingar og vináttu á sextugsafmæli mínu 10. þ. mán. Fylgi hverskonar lieill yður öllum í nútíð og fram-1 tíð. Magnús Kjartansson. málarameistar. Hafnarfirði. I ? t ? v Ý ? t 1 Jeg vissi fyrirfram að jeg átti afmæli 8. nóvember. Jeg vissi einnig að jeg átti nokkra kunningja, bæði á Akranesi og víðar, en að jeg ætti sönn vináttubönd við meginþorra Akurnesinga og fjölmargra aðra, það var mjer ekki ljóst fyrr en nú við sex- tugs afmælið. Jeg get ekki þrýst hönd þeirra allra, er sendu mjer hlýjar kveðjur, og því síður gefst mjer færi á handtaki við þá alla, er stóðu að stórkostlegri sameinaðri peningagjöf til mín, þess vegna bið jeg Alþýðublaðið og Morgunblaðið að bera kveðju mína og þakkir: Til Verklýðsfjelags Akraness, hvers einasta meðlims þess, og þá fyrst og fremst til stjórnar þess og trún- aðarmannaráðs, og þeirra annara, sem fórnað hafa fjármunum, tíma og fyrirhöfn við undirbúning að framkomu fjelagsins við mig á afmælisdaginn. Þá einnig til „nokkurra Alþýðuflokks- manna“. Ennfremur til barna minna, fósturbarna, stjúpbarna, tengdabarna og barnabarna, og fjölmargra vandalausra er heim- sóttu mig, færðu mjer og sendu mjer gjafir, sendu mjer skeyti og ávörp í bundnu og óbundnu máli, og gerðu mjer daginn alveg ógleymanlegan. Jeg viknaði í gleði minni, þegar hinn sterki straumur vin- áttu og bræðralags skall á mjer, jeg gat ekki annað, enda finn jeg til vanmáttar til að endurgreiða, og bið þess vegna um vægð i veikleika mínum, en kýs, meðan kraftar endast, að mega leggja mitt litla lóð til samstarfs og stuðnings alþýðusamtökun- um á grundvelli frelsis, jafnrjettis og bræðralags. Sveinbjörn Oddsson. Maðurinn minn, SIGURÐUR EGGERZ, andaðist í Landakotsspítala í gærmorgun. Sólveig Eggerz. Móðir mín, ÞURÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, andaðist að heimili sínu, Bergþórshvoli, Akranesi, 16. þ. mánaðar. Böðvar Pjetursson. Jarðarför móður minnar elskulegrar, ÞORBJARGAR BRANDSDÓTTUR, sem andaðist á Elliheimilinu Grund 30. okt. sl. fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. nóv. n.k. og hefst með bæn á Elliheimilinu kl. 1,30 síðd. Sigrún Árnadóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður. EINARS SIGURJÐSSONAR. Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför móður okkar, GUÐBJARGAR EINARSDÓTTUR. Börn og tengdabörn. Af innsta lijarta þakka jeg öllum sem vottuðu mjer samúð og ljettu mjer byrðina á margvíslegan hátt, við hið skyndilega fráfall hins ástkæra sonar mins GUNNARS HEIMIS JÓNSSONAR. • Einnig þakka jeg skólasystkinum, fjelagsbræðrum og vin- um Gunnars, fyrir alla trygð þeirra við hann. Sömuleið- is þakka jeg vegna unnustu barna og annara ástvina hans. Síðan þakka jeg hjartanlega Utanríkismálaráðuneyti ís- lands fyrir alla framgöngu þess, við að láta senda jarð- neskar leifar hins látna heim til fósturjarðarinnar. Dýrleif Tómasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.