Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 8
8
M0RGUNBLA5IB
Laugardagnr 17. nóv 1945
• Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Ola
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstraíti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
„ Tíminn “
og mjólkurmálið
ÞESS VAR ekki að vænta, að Tímamenn tækju skyn-
samlega umbótum þeim á mjólkurmálinu, sem fram-
kvæmdar hafa verið og fyrirhugaðar eru. Þeir þokka-
piltar hafa aldrei mátt heyra nefndar umbætur á mjólk-
urmálinu. Þar átti allt að vera svo fullkomið undir stjórn
og handleiðslu hins prúða klerks á Breiðabólstað, að um-
bóta var hvergi þörf. Og ef fundið var að einhverju og
óskað breytinga eða lagfæringa, sögðu þeir Tíamenn æf-
inlega, að nú væri hafin ein rógsferðin gegn bændum!
Það eru liðin nokkur ár síðan farið var fram á skömtun
mjólkurinnar haustmánuðina, þegar minst barst að af
mjólk og almenn mjólkurþurð var í bænum. Ekki var
við komandi, að fá þessa einföldu lagfæringu Tímamenn
töldu húsmæður í Reykjavík ekki of góðar að standa tím-
um saman við mjólkurbúðirnar. Og þótt oft kæmi fyrir,
að engin mjólk væri fáanleg, er komið var í búðirnar, var
húsmæðrunum þetta mátulegt fyrir allt nöldrið! Svona
var tónninn.
En hvað gerist á þessu hausti? Hinn nýi framkvæmda-
stjóri Mjólkursamsölunnar tók strax vel málaleitan hús-
mæðra og skömtun mjólkurinnar var hafin. Viðbrigðin
urðu mikil. Stöðurnar við búðirnar hurfu. Einstöku sinn-
um sást hópur við búðirnar síðdegis,' er hin frjálsa sala
mjólkurinnar hófst. Þá voru heimilin að reyna að ná
sjer í uppbót á skamtinn. En þetta var hverfandi hjá því
sem áður var. Eftir að mjólkurmagnið óx á ný, lagðist
skömtunin sjálfkrafa niður. Allt fór þetta mjög friðsam-
lega fram.
★
Það var fyrirfram vitað, að Tíminn myndi taka upp í
sig, eftir að birt hafði verið skýrsla Sigurðar Pjeturs-
sonar gerlafræðings, um neyslumjólk Reykvíkinga, en
hann hafði að tilhlutan hjeraðslæknis framkvæmt at-
hugun á mjólkinm á s.l. sumri. Mörg stóryði hafa birst í
Tímanum út af þessari skýrslu. Jafnvel hefir verið reynt
að telja mönnum trú um, að skýrsla gerlafræðingsins
væri ekkert annað en áróðursplagg, sem ekkert mark
væri á takandi.
Svona skrif geta engu góðu til leiðar komið. Það er
ekki til neins að neita því, að neyslumjólkin sem Reyk-
víkingar hafa fengið frá Mjólkursamsölunni, er mjög
gölluð. Þetta vita best húsmæðurnar. Þær þekkja það
vel, að mjólkin þolir alls ekki geymslu, einkum sumar-
mánuðina, því að þá súrnar hún.
Það er bláber fávitaháttur að neita því, að hjer sje þörf
mikilla umbóta. Hitt er einnig fjarstæða, að aðfinslunum
um mjólkina sje beint að fólkinu á sveitaheimilunum.
Mjólkin getur verið prýðileg í alla staði, þegar húsmóð-
írin á sveitaheimilinu setur hana í brúsann. En það
raskar ekki því, að hún geti verið orðin skemd, þegar
hún kemur til neytenda í höfuðborginni. En það er ekki
sök sveitafólksins, sem framleiðir mjólkina, heldur þeirra
manna, sem stjórnað hafa mjólkurmálunum og reynt
að telja sjer og öðrum trú um, að allt væri í stakasta lagi.
Óbilgirni og þvermóðska þessara manna hefir valdið því,
að nauðsynlegar umbætur hafa ekki fengist.
í tveim síðustu blöðum Tímans birtast greinar eftir
mjólkurbústjórana við Flóabúið og Borgarfjarðarbúið.
Báðir þessir menn telja mikilla umbóta þörf, til þess að
góð neysiumjólk fáist á markaðinn. Og samkvæmt frá-
sögn þessara manna, eru nú í undirbúningi margskonar
umbætur í sambandi við þessi mál.
Vissulega ber að fagna þessum tíðindum. En menn
ípyrja: Var það nauðsynlegt að það drægist í 10 ár, að fá
einhverjar þær lagfæringar og umbætur. sem mjólkur-
bústjórarnir telja nú nauðsynlegar?
En betra er seint en aldrei. Og hjeðan í frá þýðir ekki
ofstopamönnum. Tímaliðsins að standa í vegi fyrir um-
bótum í rnjólkurraálinu.
\Jíluei'ji ólrijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Jólasvipur.
ÞAÐ ER eins og kjörorðið hjá
flestum í ár sje „allur er varinn
góður“. Kosningahríðin virðist
vera hyrjuð nokkuð fyrir tím-
ann, eftir því, sem venja er til
og núna í miðjum nóvember er
þegar farinn að sjást jólasvipur
á bænum. Það er gott að taka dag
inn snemma þegar eitthvað mik-
ið stendur til og vera ekki á síð-
ustu stundu með það, sem gera
þarf og segja á.
I gær sá jeg í búðarglugga bók,
sem heitir „Jólavaka" og jólakort
in eru komin í verslanir. — Þeir,
sem ætla sjer að senda kunningj-
um erlendis jólakveðjur í brjef-
um eða póstkortum, þurfa víst
að fara að hugsa um það, ef
kveðjurnar eiga að komast í tæka
tíð. Væri gott ef póststjórnin hjer
vildi auglýsa hvenær jólapakkar
og jólabrjef þurfa að afhendast í
síðasta lagi til þess, að komast
út um lönd. Það er langt frá því,
að póstþjónustan sje komin í lag
í heiminum, þó svo eigi að heita,
að friður sje kominn á.
•
íslensk jólakort.
ALGENGUSTU jólakortin, sem
verið hafa á markaðnum hjer
undanfarin ár eru kort með ljós-
myndum frá ýmsum stöðum á Is-
landi. Sum þeirra eru smekkleg
og jafnvel falleg. Lituðu kortin
t. d. Vonandi fara nú braggakort
in að hverfa af markaðnum um
leið og hermennirnir fara.
En það er einkennilegt, að hin
ir fjöldamörgu og ágætu lista-
menn okkar skuli ekki gera jóla-
kort. Það væri gaman að senda
slík kort til vina og kunningja,
bæði utanlands og innan.
Slík kort þyrftu ekki að vera
mjög dýr, síður en svo. En þau
gætu verið falleg og það er fyr-
ir mestu. Það væri gaman, ef
listamenn okkar vildu reyna
þetta.
Vetlingatök.
BORGARI skrifar á þessa leið
um vetlingatökin í umferðarmál-
unum:
„Umferðaslysin eru orðin ær-
ið áhyggjuefni hjer í bæ, eins og
víðar. Nefndir eru stofnaðar, ráð
stefnur haldnar, samin nefndar-
álit,. haldnar umferðavikur, veít
vöngum og bolialagt, en árangur
inn er sorglega lítill, eins og við
er að búast. Því alt eru þetta
vetlingatök og ekkert annað. Yf-
irleitt forðast að koma nálægt
kjarna málsins. Lítið eða ekkert
minnst á aðalatriðið, einmitt það,
sem flestum slysum veldur. En
það er óforsvaranlegur og óleyfi-
legur ökuhraði og stundum glæp
samleg óvarkárni bílstjóranna.
Meðal annars oft innifalin í því,
að ekið er öfugumegin fyrir horn
til þess að stytta sjer leið. Þ. e. a.
s. kröpp beygja tekin, þar sem
hún á að vera gleið. Þetta geta
allir sjeð með því að veita því
athygli sjálfir.
Hjer virðast allir vera samtaka
um, að slysin og lögbrotin sjeu
sjálfsagður hlutur, þrátt fyrir all
ar vangaveltur. Meinleysi borgar
anna og vetlingatök yfirvald-
anna vega salt. I viðtali við blaða
menn er t. d. vandlega þagað yf-
ir nöfnum ökuníðinga og þeim
þar með gefin einskonar löggild
ing á því að halda sig í skuggan-
um.
Ekki er nú von á góðu“.
o
Þörf hugvekja.
ÞETTA VAR allra þarfasta
-hugvekja hjá brjefritara. -— Það
væri betur, að minna væri skraf
að og meira framkvæmt. Undan
farin kvöld, hefi jeg tekið eftir
því, að sett hafa verið upp merki
á Túngötunni sitt hvoru megin
við Landakotsspítala um að akst
ur sje bannaður um spotta af
Túngötunni.
En þetta hefir verið þannig
framkvæmt, að stundum er merk
ið aðeins öðru megin, t. d. að
austan og aka þá bifreiðir, sem
koma að vestan að merkinu við
Ægisgöt. Eftirlit er ekkert með
því, hvort bílstjórar fara eftir
merkjunum. Virðast þeir gera
ráð fyrir því, eða hirða margir
als ekki um merkin og aka eftir
götunni, þar sem það er bannað,
eins og ekkert hafi í skorist.
Þannig eru margar ráðstafanir,
sem eiga að heita til bóta, en eru
kák eitt.
Furðusögur um
ísland.
ÞEIM leiðist ekki í útlandinu
að birta alskonar kynjasögur frá
Islandi. í gær fjekk frjettaritari
erlendrar frjettastofu hjer í bæn
um fyrirspurn um, hvort það
væri rjett, að ameríski herinn
hafi verið neyddur til að brjóta
upp vegi og eyðileggja mannvirki
öll, sem herinn hefir komið upp,
vegna loforða Roosevelts forseta,
um að Bandaríkjaherinn skyldi
skilja við alt hjer á landi, er
hann færi, eins og hanrí kom að
því.
Ef þetta hefði við rök að styðj
ast vildi frjettastofan fá ítarlega
grein um málið.
Það hefir augsýnilega einhvers
staðar birst slík grein, sem vakið
hefir athygli og þessvegna biður
frjettastofan um nánari upplýs-
ingar.
Nasistagrýlan enn.
ENN EINU sinni hefir gengið
grein um Island gegnum heims-
blöðin, þar sem því er haldið
fram, að Islendingar sjeu ekki
annað en nasistar. Þeir harmi að
vísu, að amerísku hermennirnir
sjeu að fara af landinu, þar sem
þeir þurfi nú að skifta um at-
vinnuveg. I nokkur ár hafi aðal-
atvinnuvegur þeirra verið að lifa
á Ameríkukönum, en nú þurfi
þeir að snúa aftur að sínum fyrri
atvinnuvegi — þorskaveiðum.
Úrklippur af þessari grein hefi
jeg fengið úr enskum, amerísk-
um og dönskum blöðura. — Hún
er skrifuð af blaðamanni, sem
annaðhvort hefir komið hjer og
haft stutta viðdvöl, eða hún er
tilbúin á ritstjórnarskrifstofu í
New York, eftir einhverjum ferða
manni, sem hjer hefir verið á
ferð,
En það er kannske ekki neitt
undarlegt þótt útlendingar kalli
okkur nasista úr því að við erum
sífelt að nudda hverjum öðrum
upp úr ímynduðum nasistasaur í
íslenskum blöðum.
• ■**■■■■*•■■■■■■■■* paawvwira•■•■■■ ■■■■■■
! BRJEF SEND MORGUNBLAÐINU
L. Kaaber og Guðspekifjelagéð
Herra ritstjóri!
Guðspekifjelagið er 70 ára. —
Nú er þess minnst hjer eins og
annarsstaðar. Hjer á landi hefir
guðspekistefnan átt marga for-
ystumenn ágæta. Þykir sæma að
geta hjer eins frumherjans sjer-
staklega, sem studdi þetta mál-
efni með frábærri rausn, en það
var Luðvig Kaaber. Hann var
fæddur í Kolding á Jótlandi 12.
september 1878. Faðir hans var
lögmaður. Ljest hann, þegar pilt
urinn var 10 ára gamall. Versl-
unarnám hóf Kaaber 15, ára. Er
því námi lauk stundaði hann
verslunarstörf. Síðar gekk hann
í verslunarháskóla í Kaupmanna
höfn..
Lúðvík Kaaber var hugsandi
unglingur, las hann bækur, sem
fjölluðu um andleg mál. Einnig
talaði hann um áhugamál sín við
kunningja og vini, er hann
treygti. Fræðslan við þær sam-
ræður varð ærið misjöfn, en
hann kynntist ýmsum skoðunum
við andlegt samneyti þessara
manna.
Árið 1902 kom Kaaber fyrst
hingað til lands. En árið 1906, er
hann dvaldi í Danmörku, gekk
hann í frímúrarareglu. Kynntist
hann þá nokkurum guðspekinem
um. Áður hafði hann kynnst guð-
spekifræðum, en verið fastlega
ráðið frá að sinna þeim.
Nú fjekk hann staðbetri þekk
ingu á guðspekinni, og varð það
til þess, að hann gekk í Guð-
spekistúku Kaupmannahafnar. —
Formaður hennar var Hermann
Thaning. Hafði hann mikil á-
hrif á Kaaber. Þótti honum mik
ið til Thanings koma. Hann var
göfugrrfLnni, orðvar, gætinn, hóf-
samur og umburðarlyndur. — Er
enginn vafi á, að Kaaber hefir
tekið hann sjer til fyrirmyndar.
Fyrstu árin hjer á landi fór
Kaaber utan árlega. Hjelt hann
sambandi við vini sína erlendis.
Las hann nú guðspeki, og aflaði
sjer mikils bókaforða. Varð bóka
kostur hans þegar mikill í ýms-
um greinutn. Ludvig Kaaber
var einn méðal stofnenda fýrstú
guðspekistúku hjer á landi,
Reykjavíkörstúkurínár.
Starfaði hann með guðspeki-
nemum alla tíð, er hans naut við
og hafði á hendi ýms mikilsvarð
andi störf innan fjelagsins. Hann
var áhugasamur guðspekinemi.
Sýndi hann guðspekihreyfing-
unni hjer þá hollustu og þá rausn
að gefa fjelögunum hús með hús-
gögnum. Var hann í öllum sínum
athöfnum einlægur fjelagi, stór-
huga og ráðhollur forystumaður.
Kona hans, frú Astríð Kaaber
var honum samhent í öllu fje-
lagsstarfi. Var hún merk kona,
góðviljuð, starfhæf og starffús.
Það er fátítt, að menn hafi
bæði aðstæður og áhúga til þess
að reynast fjelögum sínum eins
og Ludvig Kaaber reyndist. —
Alt, sem hann vann, vann hann
með alúð, festu, ráðdeild og fyr-
irmennsku, þess vegna virtu
hann allir og treystu honum. —
Hann var fyrirmynd. Jeg þekti
Kaaber persónulega, altaf kom
hann mjef fyrir sjónir sem sama
prúðmennið. hvórt heldur jeg
fann hann héirítá hjá honum, í
báríkaríúrrí'1 eða fjelagshúsíríu. —
Kaaber vár. vigður prestur. —
Frambald á 8. eíðu.