Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 12
12 IOEGUNBLÁÐIÖ Laugardagur 17. nóv 1945 ,Sálin hans Jóns míns' HVER ER SÁ, sem ekki kannast við íslensku þjóðsögn- ina um Sálina hans Jóns; þjóð- SÖgnina, sem hefir gengið mann frá manni, fágast og hefl ast, og að lokum orðið uppi- staðan í meistaraverkum Dav- íðs Stefánssonar í leikritinu „Gullna hliðið“ og kvæðinu, sem allir kannast við: „Er gigt- in fór að jafna um Jón, fanst Jóni komið nóg. Þá nenti hann ekki að lifa lengur, lagði sig — og dó“. Nú er þetta snildarkvæði komið út í nýrri útgáfu, svo glæsilegri, að telja má víst, að það fái nýja vængi, sem beri það inn í hverja kytru á land- inu. Kvæðið er prentað í stóru broti, ein vísa á hverri síðu, en utan með kvæðinu hefir ung, íslensk listakona, Ragnhildur Ólafsdóttir, ofið fíngerðar teikn Mt ingar, snildarlega fallegar, sem falla svo vel að efni kvæðisins, að þeim, sem væri ókunnugur, gæti jafnvel dottið í hug, að kvæðið hafi verið gert vegna teikninganna, en ekki teikning arnar vegna kvæðisins. Isafoldarprentsmiðja gefur bókina út, og er hún sjerstak- lega vönduð að frágangi. Kvöldvaka leikara endurfekin á mánu- dag FJELAG íslenskra leikara endurtekur kvöldvöku sína í Listamannaskálanum næstk. mánudag, og hefst hún kl. 9. Verða sömu skemtiatriði nú og s.l. mánudag, en þá hóf Leikfjelagið kvöldvökustarf- semi sína á þessum vetri. Var sú skemtun mjög vel sótt og tókst með ágætum. — Enn eru nokkrir miðar óseldir að þess- ari síðari kvöldvöku. Brjef Framh. af bls. 6. Hjelt hann uppi guðsþjónustum í frjáls-kaþólskum söfnuði. Alsstaðar kom Ludvig Kaaber fram sem siðfágaður höfðingi, en hvergi leit jeg hann glæsilegri en í helgidóminum, þar átti hann heima. Hallgrímur Jónsson. Vega- og brúa- gerðir í Dýrafirði Frá frjettaritara blaðsins á ísafirði. SIGURVIN EYJÓLFSSON, vegaverkstjóri, hefir í sumar unnið með flokk manna-að veg arlagningu í Brekkudal í Dýra firði, áleiðis yfir Hrafnseyrar- heiði. Lagðir voru alls 600 metrar. Jafnframt hefir verið unnið að vegarlagningu frá Þingeyri til Haukadals, og 11 metra steinsteypubrú bygð á Hauka- dalsá. Var þessu verki lokið nú nýlega, og eru það eins dæmi á Vestfjörðum, að tíðarfar leyfi samfelda vinnu við vega- og brúargerðir fram í nóvember. Ný hefli af Skugg- sjá og Hafurskinnu FÝRIR stuttu er komið á markaðinn þriðja og síðasta hefti af fyrsta bindi Skugg- sjár. Meginefni þessa heftis eru endurminningar Kristjáns Á. Benediktssonar, Vestur-ls- lendingsins, sem einnig er kunnur undir nafninu Snær Snælands/ en það var skálda- nafn hans. Eru þetta bernsku minningar Kristjáns, ilr sveit hans, Kelduhverfi, frá árun- um fyrir og um 1870. Lýsir höfundur vel og glögglega daglegu lífi í uppvexti sínum, venjum, atvinnuháttum o. fl. Er þarna að finna greinar- góða þjóðlífsmynd frá þessu tímabilþ — Skuggsjá er safn ísl. aldarfarslýsiga og sagna- þátta. 1 tveim fyrstu heftun- um er m. a. þetta efni: Ferða- rolla Sveins Skúlasonar, Ald- arfarslýsing frá öndverðri 19. öld, endurrninningar Guðrún- ar Björnsdóttur, Glæfraleg sigling, Giftusamleg björgun o. m. f]# Þá er nýkomið fit 2. hefti Hafurskinnu, en það er safn gamalla íslenskra kvæða og kviðlinga, sem flestir hafa aldrei verið prentaðir áður. Kennir margra grasa í riti þessu, og er þar margt skemti legt, ekki síst fyrir þá, sem unna þjóðlegum fróðleik. Bókaútgáfa Pálma H. Jóns- sonar gefur út bæði þessi rit. Minning Guðrúnar Ölafsdóttu HINN 2. ágúst s. 1. andaðist að heimili sínu, Eystri-Hól í Vestur-Landeyjum, frú Guðrún Ólafsdóttir, 74 ára að aldri. — Hún var fædd 9. febr. 1871 að Sumarliðabæ í Holtum. Foreldr ar hennar voru merkishjónin Ólafur Þórðarson og Guðlaug Þórðardóttir, er þar bjuggu. Þeim hjónum varð 14 barna auðið. 3 þeirra dóu í æsku en 11 komust til aldurs, af þeim eru nú 5 á lífi. — Þau eru: Gunn ar, konsúll í Vestmannaeyjum, Bogi yfirkennari Mentaskólans í Reykjavík, Kristín Ólafía, Kristín önriur yngri og Guð- laug. Eiga þær allar heima í, Reykjavík, búandi ekkjur. Guðrún hlaut ágætt uppeldi hjá góðum foreldrum, var sveita lífsins barn og lærði snemma að vinna, og beita huga og hönd- um, að þess mörgu verkefnum, og helgaði því líka alla æfi, starfskrafta sína. Árið 1898 giftist hún eftirlif andi eiginmanni sínum, Þórði Tómassyni, Þórðarsonar frá Sumarliðabæ. Voru þau hjón því systkinabörn að frændsemi. Byrjuðu þau þá búskap í Vet- leifsholti í Ásahreppi og bjuggu þar í 2 ár, fluttu þaðan að hálfri jörðinni Litlu-Tungu í Holtum, og bjuggu þar í 16 ár, eða þar til árið 1916 að þau keyptu jörð ina Eystri-Hól og fluttu þang- að, og hafa búið þar síðan. Þau byrjuðu búskap með litl um efnum, voru snauð af fje- munum, en auðug af björtum vonum um framtíðina, og þær vonir rættust. Þau voru sam- taka í starfi, bæði með afbrigð um dugleg, og tóku strax í sína þjónustu systurnar þrjár, iðju- semi, reglusemi og sparsemi, enda blómgvaðist hagur þeirra eftir því sem starfsárin urðu fleiri. Og hefir bú þeirra um langt skeið verið með þeim bestu í sveitinni. — Þau hjón eignuðust 5 börn, 1 son, er skírð ur var Ólafur, og dó þegar á fyrsta ári, og 4 dætur. 2 þeirra, Jóhanna og Kristín, dóu ný-upp komnar, en 2 eru á lífi. Þær eru: frú Sigríður, kona Friðriks Jónssonar oddvita á Hvestu í Arnarfirði og frú Helga, kona Stefáns Guðmundssonar bónda í Hól. — Einnig gaf lífið Guð- rúnu 2 fósturbörn að annast og uppala, son og dóttur, sem hún .* jafnan reyndist sem hin ástrík asta móðir. Guðrún var stjórnsöm hús- móðir, sem hafði vakandi auga með öllu, sem heimili hennar mátti til heilla verða. Vinnuaf- köst hennar voru mjög mikil, að hverju sem hún vann, og ljek alt í hennar höndum með snildarhandbragði, enda mun hún hafa, í verklegri kunnáttu, verið með fremstu húsmæðrum, sinnar samtíðar. Hún var skynsöm vel, og skýr í viðræðum, enda mjög bókhneigð og víðlesin. Hún var glaðlynd að eðlisfari og naut gleðÍ6tunda með vinum sínum, og átti líka til djúpa samúð með þeim, sem erfitt áttu eða þegar sorgin sótti einhvern heim, því sjálf þekkti hún hana svo vel. Að Hól hefir öllum verið gott að koma, því gestrisnin var mik il. En besta skjólið við hennar hlýja arinn hlutu þó ætíð þeir, sem á einhvern hátt voru ol- bogabörn lífsins. Þessi kona hefir nú lokið sinni lífsferð hjer. Hún er flutt inn í annan æðri heim, til enn meiri starfa, með mörgu ástvin- unum, sem áður voru burtflutt ir. Hjá þeim mun hugur hennar líka hafa löngum dvalið. Þar mun hún þyggja laun fyrir langt ög mikið æfistarf hjer, því „Sá til dauða dyggur stríðir dýrðarkrónu fær um síðir“. En samferðamennirnir munu imeð virðingu jafnan minnast hennar, meðal ágætustu kvenna þessa hjeraðs, sökum fræbærs dugnaðar og mikilla mannkosta. Hún var jarðsett að Akurey 17. ágúst og fylgdu henni til grafar full 200 manns. Slíkt bar vott um að hjer var vel metin og vinsæl kona kvödd. Blessuð sje minning hennar. 30. sept. 1945. Landeyingur. Danskl blað vill að íslendingar fái iorn handrit sín DANSKT BLAÐ hefir stung ið upp á því, að íslendingum verði afhent forn handrit, sem geymd eru í dönskum söfnum. Segir svo um þetta í frjett frá ríkisstjórninni: í danska blaðinu Faaborg Folketidende birtist nýlega rit- stjórnargrein um íslensk hand- rit í dönskum söfnum. Er þess getið í greininni, hver ánægja Dönum hafi orðið að því að fá Isted-ljónið, frægt minnis- merki, aftur í sínar hendur, en það höfðu Þjóðverjar hernum- ið árið 1864. í þessu sambandi er vakin á því athygli, að mörg handrit íslenskra fornrita sjeu í konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, en þangað hafi þau komist, meðan Island laut Danmörku. Telur blaðið rjett að fram- selja íslendingum handritin til þess að sýna þeim, að Danir vilji varðveita samúð og menn ingarfjelag með íslendingum, þrátt fyrir skilnaðinn. Eigi tel- ur blaðið þurfa að óttast, að Islendingar gæti handritanna síður en Danir, heldur þvert á móti. Kveður blaðið framsal handritanna munu verða frægt dæmi um vinsamleg samskifti þjóða á milli, einkum ef Danir eigi sjálfir að því frumkvæði. t 1 I x % »*•♦% •*« ♦*• «%4*« **• **• «*• ♦*♦ •*♦ ♦** •** ♦*♦ **♦ ♦** **♦ #*• •*♦ **• ♦*« «*♦ •*♦ ****** ♦*• •*• **♦ ♦*♦ ♦** *** **♦ »*♦ «** •*♦ •*♦ •*« ♦** t*< Hjartans þakkir til vina og vandamanna fyrir margs- konar vinsemd og gjafir til mín á sextíu ára afmælinu. Sveinn Guðmundsson, járnsmiður. ! X-9 60N,LET'$ NOT \ AR6UE 0WV0UR \ FIR6T DAY MQME! j DINNER'6 READV! J Faðirinn: Þú varst ekki heima, þegar stríðið byrj- aði. Hyar ljestu skrá þig og því vildu þeir þig ekki? — Frankie: Ja, það er það sem jeg skil ekki. Þeir voru eitthvað að tala um hjartveilu. Viltu vita fleira? — Faðirinn: Við skulum nú ekki vera að þrátta íyrsta daginn, sem þú ert heima. Maturinn Eftir Roberl Storm er tilbúinn. — Frankie: Verið ekki að hujfsa um það. Jeg ætla að borða úti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.