Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. nóv. 1945 MORGUNBLAÐIÐ 5 Myndalegar framkvæmdir Stykkishólmsbúa I STYKKISHOLMI hafa í Sumar staðið yfir ýmsar myndar legar framkvæmdir, bæði á veg Um hreppsins og einstaklinga í kauptúninu. I eftirfarandi frásögn skýrir Kristján Bjartmarz, sem í 14 ár hefir verið oddviti í Stykkis hólmi, frá þessum framkvæmd- um og framtíðar áhugamálum þorpsbúa. Dráttarbrautin. í sumar var fulllokið við byggingu dráttarbrautar hjer á staðnum, segir Kristján Bjart- marz. Bygging þessa nauðsyn- lega fyrirtækis var hafin árið 1943. Getur dráttarbrautin tek- ið upp báta alt að 180 tonn og 10 báta í einu. Ætlast er til að hún verði fyr ir útgerðina við allan Breiða- f jörð. Hafnarsjóður Stykkis- hólms á þetta mannvirki einn. En í sambandi við dráttarbraut ina er rekin skipasmíðastöð. Eigandi hennar er hlutafjelag, sem hreppurinn einnig er hlut- hafi í. Yfirsmiður stöðvarinn- ar er Sigurður Guðmundsson, skipasmíðameistari. Skipasmíðastöðin hefir haft mjög mikið að gera en skortur á iðnlærðum mönnum háir Starfsemi hennar nokkuð. — Kostnaður við dráttarbrautina var yfir 300 þús. kr. Nýtt íþróttahús. Haustið 1944 var hafist hjer handa um byggingu leikfimis- húss. Ekkert slíkt hús var þá til hjer og var leikfimi kennd í samkomuhúsinu. Var það mjög óhentugt og óþægilegt. í sumar hefir svo verið unn ið að byggingu hins nýja í- þróttahúss og verður reynt að ljúka því sem allra fyrst. — Sennilega verður það fullgert síðari hluta vetrar. Húsið er úr steinsteypu. Stærð þess er 26x 9V2 m. í því er stór leikfimis- salur 18x9 m.,_búningsherbergi og böð. Yfir búningsherbergjun um er salur, sem notaður verð ur fyrir handavinnukennslu. Mikil bót er að þessu húsi fyrir æskuna, sem eins og áð- ur var sagt, bjó við mjög ljeleg skilyrði í þessum efnum. Heildarkostnaður við bygg- ingu hússins mun verða um 200 þús. kr. íþróttakennari er nú Bjarni Andrjesson. Kafstöðin. Þá er hjer í smíðum ný raf- stöð. Var bygging hennar hafin s. 1. vor og verður væntanlega lokið fyrir n. k. áramót. Stærð hússins er 22x10% m. í því er vjelasalur, íbúð stöðvarstjóra og geymsla fyrir slökkvitæki kaupstaðarins. Vjelar eru í pöntun. Eru þær tvær og er önnur þeirra 180—200 hestöfl, en hin 65—70 hestöfl,. Við urðum að leggja í þess- ar framkvæmdir nú, enda þótt takmarkið sje að sjálfsögðu vatnsaflsvirkjun. Ber því að líta á þessa ráðstöfun sem al- gera bráðabirgðaframkvæmd. En hún nægir þó til ljósa og iðnaðar í kauptúninu. Kostnað ur við byggingu stöðvarinnar ~S>cunta( vd Sdriitján dSjavtmarz ocldúita Kristján Bjartmarz. verður um 150 þús. kr. Ráðgert hafði verið að virkja Svelgsá en orka hennar var talin of lít- il til frambúðar, um 500 hest- öfl. Var því horfið frá þeirri hugmynd. FramtíðarQrkugjafar byggðarlagsins verða Hraun- fjarðarvatn og Baulárvallavatn.' Þessi vötn eru á Kerlingar- skarði vestanverðu. Vona jeg að ekki líði á löngu áður en 1 virkjun þeirra verður ráðist. Vatnsveita í undirbúningi. Hver eru næstu framtíðar- verkefnin hjá ykkur? Tvímælalaust lagning vatns- veitu um kauptúnið. Á undir- búningi þeirrar framkvæmdar er fyrir nokkru byrjað. Ástand ið í þessum efnum er ekki gott nú. Flestir þorpsbúar fá vatn úr brunnum, sem leitt ér það- an inn í sum húsanna. Við höfum þegar pantað píp ur til vatnsleiðslunnar. Verður vatnið tekið úr Drápuhlíðar- fjalli og leitt í 10% km. löng- um pípum til kauptúnsins. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaður við vatnsveituna verði um ein milj. kr. En hjer er um lífsnauðsynjamál að ræða sem ekki verður dregið á langinn. I sambandi við vatns- veituna er svo ráðgert að byggja skolpveitu. Togarakaup. Annað mál, sem hreppurinn hefir á prjónunum er kaup á togara. Hefir hreppsnefndin pantað einn þeirra 30 togara, sem ríkisstjórnin hefir samið um smíði á í Englandi. Ekki er ráðið hvort bærinn rekur hann sjálfur. Líklegast þykir mjer að stofnaður verði um rekstur hans einhver fjelagsskapur. Hvað eru nú margir bátar gerðir út frá Stykkishólmi? Nú eru gerðir hjeðan út 4 vjelbátar 48—14 smálestir að stærð auk fjögra smærri vjel- báta. Veiða allir þessir bátar í hraðfrystihúsin, sem eru 2 á síaðnum. Er annað þeirra, hið stærra, eign Sigurðar Ágústsson ar kaupmanns en hitt Kaupfje- lags Stykkishólms. Er að jafn- aði mikil vinna við þau. í sum- ar var þar þó lítil atvinna. — Þótti flátfiskurinn of dýr til flökunar. Hvernig er ræktunarmálum ykkar farið? Við höfum altof litla mjólk. I kauptúninu eru þó um 70 kýr og töluverð mjólk er keypt af bændum í Helgafellssveit. En hún nægir samt ekki. Ræktunar fjelag Stykkishólms hefir ræktað 30—40 hektara lands í landi kauptúnsins. Er þessu landi skipt á milli einstaklinga, sem nytja það sjálfir til hey- skapar. En það þarf að auka þessa ræktun að mun. Helga- fellssveitin getur ekki eins og er fullnægt mjólkurþörf þorps- búa. Formaður Ræktunarfjelags- ins er Gunnar Jónatansson frystihússtjóri. Húsnæðismál. Á þessu ári hafa verið byggð 10 íbúðarhús hjer í Stykkis- hólmi. í þeim eru 16 íbúðir. Allt eru þetta vönduð nýtisku hús. Byggingarsamvinnufjelag er starfandi og hefir það lánað fje til byggingar flestra þeirra húsa, sem nú er verið að byggja. Hjer hefir verið skortur á húsnæði en nokkuð rætist úr í þeim efnum við byggingarnar í sumar. Hvaða framtíðarmál eru önn ur á döfinni hjá ykkur? Við höfðum minnst á vatns- veituna og togarakaupin. Þar næst þurfum við að koma upp Gagnfræðaskóla og Iðnskóla. Hjer er nú unglingaskóli en húsakynni hans eru orðin mjög gömul og ljeleg. Við verðum að koma hjer upp góðum gagn- fræðaskóla. Bætt iðnmenntun mundi einnig ljetta iðnaðinum, sem hjer er í vexti, mjög starf- semi sína. Utgerðarmenn hjer hafa mik inn áhuga fyrir byggingu beina mjölsverksmiðju og lýsis- bræðslu. Mundi verða mikil at- vinnubót að slíkum fyrirtækj- um. Hvað eru margir íbúar í kaup túninu? Rúmir 700 nú, hefir þeim fjölgað úr 568 1936. Hvað er tíðinda úr pólitíkinni hjá ykkur? Þar er nú stórtíðindalaust. ' Jeg hygg að Sjálfstæðisflokk- urinn njóti hjer öruggs fylgis. I Þingmaður kjördæmisins, Gunn ar Thoroddsen, nýtur hjer al- mennra vinsælda og trausts j fólks, hvar í flokki, sem það ( stendur. Hann hefir unnið mjög ötullega að hagsmunamálum hjeraðsins í heild og er það mál manna að aldrei hafi Snæfell- ingar sjeð málum sínum miða svo vel áfram, sem á síðustu ár- um, undir forystu hans. ★ Þetta sagði Kristján Bjart- marz, hinn ötuli oddviti þeirra í Stykkishólmi. Vafalaust eiga vonir hans um lausn framtíð- armála hreppsbúa hans eftir að rætast. Stykkishólmsbúar hafa sýnt mikinn dugnað bæði í at- hafnalífi einstaklinganna og framkvæmdum hreppsfjelags- ins. Stykkishólmur er myndar- legur og vaxandi staður. S. Bj. Nýbyggingarráð hrindir óhróðri Tímans um opinbera sendimenn Frá^ Nýbyggíngarráði hefir blaðinu borist eftirfarandi til birtingar. í blaðinu Tíminn 12. október 1945 stendur svohljóðandi: „I fyrstu samninganefndina, sem send var út, voru valdir menn, er ekkert höfðu til brunns að bera í þessum efnum. Afleiðingin varð líka sú, að nefndin þóttist geta útvegað tog ara fyrir 1.7—1.9 milj. króna, og á þeim grundvelli var gengið til samninga. Nú virðist komið í Ijós, að skipin kosti altaf 2V2 milj. kr. Munu þess víst ekki dæmi, að nokkurri nefnd hafi skjátlast meira, og mun það draga slæman dilk á eftir sjer“. Og í sama blaði stendur síð- an 26. s. m. svohljóðandi: „Þó er það vitað, að verð tog aranna verður altaf 2.5 milj. króna eða 600—800 þús. kr. meira en upphaflega var til- kynnt. Þessi mikla verðhækkun virðist fyrst og fremst liggja í því, hversu illa var gengið frá bráðabirgðarsamningum, því að fjölmörgu þurfti að breyta í þeim, en slíkar breytingar verða jafnan dýrari, þegar sam ið er um þær eftir á“. Þar sem sendimenn Nýbygg- ingarráðs hafa orðið fyrir svo þungu ámæli að óverðskulduðu þá telur Nýbyggingarráð sjer skylt að upplýsa eftirfarandi: Nefnd sú, sem að er vikið í nefndum greinum, er sendi- nefnd, er fór utan í júlímánuði á vegum Nýbyggingarráðs til að útvega smíðaleyfi á nýtísku togurum. Sakir stóðu þá þannig, að íslensku ríkisstjórninni hafði tekist að fá leyfi fyrir smíði að- eins 6 togara í Bretlandi, og þótti þá mjög óvænlega horfa um frekari leyfi þaðan, þar sem ásókn var mikil frá öðrum Evrópuríkjum, er mist höfðu mikinn hluta skipastóls síns í styrjöldinni. Þessir voru valdir- til fararinn ar: Helgi Guðmundsson, banka stjóri, Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari og Oddur Helga- son, útgerðarmaður, og var hann tilnefndur af fjelagi ís- lenskra botnvörpuskipaeigenda. Verkefni sendimanna þessara var það, að útvega smíða- og útflutningsleyfi ásamt bygging arplássum, og leysti hún verk- efni sitt af hendi með þeim á- gætum, að í stað 6 togara, sem áður hafði fengist leyfi fyrir, eru nú komnir 30, og er það því nokkuð mikil fjarstæða að segja, að menn þessir hafi ekk- ert haft til brunns að bera í þessum efnum. Tilboðin og leyfin, sem nefnd inni hafði verið falið að útvega og sem hún kom með, voru mið uð við 170 feta löng skip af þeirri gerð, sem best og full- komnust hafa verið byggð í Englandi og var áætlað verð tæpar 2 milj króna. í frumsamningnum um smíði skipanna var svo ráð fyrir gert, að sjerfróðir menn yrðu sendir til að ganga endanlega frá samningnum. Til þess voru vald ir þeir Helgi Guðmundsson, bankastjóri, Gísli Jónsson, alþm. og Aðalsteinn Pálsson, skipstjóri. í samráði við útgerða menn og togaraskipstjóra eftir því er til náðist, og formann Sjómannafjelags Reykjavíkur, var farið fram á mjög miklar breytingar á skipunum. Lengd skipanna var aukin um 5 fet upp í 175 fet með tiisvarandi aukningu stærðarhlutfalla, afl vjelar aukið að miklum mun, Ketill kyntur með olíu í stað kola, auk þess sem allar hjálp arvjelar verða dieselknúðar. — Ymsar aðrar umbætur voru gerðar, þar á meðal voru vistar verur sjómanna stækkaðar og bættar að miklum mun. Eiga skip þessi að vera á allan hátt þau fulikomnustu fiskiskip, sem nokkur þjéð önnur enn héf ir aflað sjer. Þetta er ástæðan fyrir því, að skipin eru dýrari en gert var ráð fyrir í tilboðum þeim, sem fyrri nefndin kom með. Hjer er um meiri og fullkomnari skip að ræða en henni var falið að útvega tilboð á. Reykjavík, 13. nóv. 1945 Nýbyggingarráð. Jóhann Þ. Jósefsson. — iúlgcsria Pramh. af 1. siðir. hafi verið útilokaðir frá kosn- ingunum með því að einn listi hafi verið borinn fram. Einnig bendir ekkert til annars, en að málfrelsi og ritfreisi verði mjög af skornum skamti í framtíð- inni, þar sem mönnum er gert ómögulegt með hótunum og of- beldi að láta skoðanir sínar í Ijósi. Það er engin ástæða til þess að halda að kosningar, er fara fram við slíkt skilyrði, sýni vilja fólksins. Engir friðarsamningar. Þá segir í aðvöruninni að ekki geti verið um friðarsamn- inga við Búlgara að ræða, ef ekkert væri lagfært í landinu. Svo er sagt, að Ethridge, en það hjet sá, sem sendur var til Búl- | garíu, hafi komist að því, svo J ekki verði um vilst, að ekkert lýðræði sje í landinu. — Hafa skýrslur hans verið sendar til stjórna allra þeirra landa, sem voru aðilar að Yaltasáttmál- anum. Barisl fæps 1QC km frá Peipmg London í gærkveldi: BARIST er nú um 100 ltm. frá Peiping, hinr.i fornu höfuð- borg Kína, og sækja sveitir Chungkingstjórnarinnar þar að kommúnistum. — Kommúnistar hafa skotið á farartæki Banda- ríkjamanna í Kína, og hefir yfirhershöfðingi Bandaríkja- manna í Kíha, Weydemeyer, lýst yfir, að svarað verði í sömu mynt, ef þetta kæmi fyrir aftur. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.