Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. nóv. 1945 IIOEÖUNBLAÐIÐ 7 Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandsstjórnin. Kommúnistar ætla sjer að taka við hinu gamla kúgunarhlutverki Alþýðuflokksins innan verkalýðssamtakanna - Reykjavík „Afturhald og yrrstaða Flokksþingið lýsir áformunum ANDSTÆÐINGAR Sjálfstæð- ismanna, kommúnistar og Al- þýðuflokksmenn, hafa mikið tal að um það, í umræðum þeim, sem fram hafa farið um bæjar- málefni Reykjavíkur. að und- anförnu, að hjer í Reykja- vík ríki hið megnasta „aftur- hald og kyrrstaða“ undir stjórn S j álf stæðismanna. Afturhaldið og kyrrstaðan hefir nú m. a. lýst sjer í því, að hingað hefir fólksstraumurinn legið af gjörvöllu landinu, hjer vilja allir vera. Það út af fyrir sig talar sínu máli! En auk þess má renna augun um lauslega yfir ýmsar aðgerð ir bæjarstjórnarinnar, undir forystu Sjálfstæðismanna, nú síðustu árin: 1. Byggður hefir verið hinn glæsilegi barnaskóli, Laugarnes skólinn nýi, þar sem munu geta rúmast 1100 börn. Mun þetta lang glæsilegasta barnaskóla- bygging, sem enn er til hjer á landi. Er þetta kyrrstaða og afturhald? 2. Langt er komið byggingu barnaskólans á Melunum, sem gert er ráð fyrir, að muni á sínum tíma rúma 12—1400 börn, og er í alla staði hin glæsi legasta bygging. Er þetta aft- urhald og kyrrstaða? 3. Gagngerðar viðgerðir og viðbætur hafa verið fram- kvæmdar við Miðbæjarbarna- skólann, svo að hjer er að mörgu leyti sem um ný salar- kynni að ræða. Er þetta aftur- hald og kyrrstaða? 4. I undirbúningi er að byggja ofan á Austurbæjar- barnaskólann, sem eykur stór- kostlega við hin glæsilegu sal- arkynni og húsrúm, sem þar er. Mundi þetta vera afturhald og kyrrstaða? 5. Gagnfræðaskóla Reykvík- inga hefir nú verið komið fyrir í endurbættum húsakynnum Stýrimannaskólans, en á sama tíma eru þegar hafnar bygging arframkvæmdir við stórkost- Bæjarbyggingamar á Melunum. Melaskólinn í byggingu. SÚ VAR TIÐIN, að Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru að formi til steypt í sama mótið, lög Alþýðuflokksins voru jafnframt lög Alþýðusambandsins. A grunávelli þessa ríkti hin argasta skoðanakúgun Irtnan verkalýðssamtakanna. Verkamennirnir voru ekki kjörgengir til trúnaðarstarfa innan sinna eigin stjettarsamtaka, nema þeir játuðu Alþýðuflokknum hollustu sína, — skoðanafrelsið var tyrir borð borið. Gegn þessu ofríki og misrjetti hóf Sjálfstæðisflokkurinn bar- áttu með harðfylgi sjálfstæðisvcrkamanna innan stjettasam- takanna. Þeirri baráttu lauk með því, sem kunnugt er, að höggvið var á kúgunartengsiin og Alþýðusambandið varð að formi til óháð fagsamband. A því hefir svo borið í seinni tíð, að kommúnistar væru að íreista þess að færa sig upp á skaftið innan verkalýðssamtak- snna, og mundu þá ekki ófúsir til þess að táka við hinu gamla kúgunarhlutverki Alþýðuflokksins, ef þeir mættu því við koma. Nú hefir flokksþing kommúnista kastað grímunni með eftir- íarandi samþykt, sem þingið segir að eigi að vera meðal næstu x verkefna Sósíalistaflokksins: ,,Að efla Sósíalistaflokkinn í því skyni að sameina verkalýðinn stjórnmálalega á sem skemmstum tíma, eins og hann nú þegar er sameinaður í hagsmunasamtök“. Þeir eru ekki myrkir í máli, kommúnistarnir. Það á enn á ný að innleiða hina gamlu pólitísku kúgun innan verkalýðs- samtakanna, — aðeins nú í nafni Sósíalistaflokksins í stað Alþýðuflokltsins áður! ' Gegn þessari nýju herferð Moskva-lýðræðisins verða öil frjáls- huga öfl verkalýðsins að vera vel á verði! lega gagnfræðaskólahúsbygg- ingu á Skólavörðuholti. Lýsir þetta afturhaldi og kyrrstöðu? 6. Við Skúlagötu, rjett fyrir innan Rauðará, er Reykjavíkur bær að láta reisa 9 íbúðarhús. I húsum þessum verða samtals 72 íbúðir. 4 Þessara nýju íbúð- arhúsa eru nú komin undir þak. Þá má minna á hinar glæsilegu bæjarbyggingar á Melunum, sem eru bænum til hins mesta sóma, og einnig má minna á bráðabirgðaíbúðir þær, sem komið hefir verið upp í Höfða- borg, og var full nauðsyn á, og vel hafa gefist. Mundi þetta tákna afturhald og kyrrstöðu? 7. Reykjavíkurbær og ríki kosta í sameiningu fæðingar- deild hina stórmyndarlegu, sem nú er verið að reisa á Lands- spítalalóðinni. Verður þar einn-. ig ljósmæðraskóli íslands til húsa. Er þetta afturhald og kyrr- staða? 8. Það má minna á Elliða- vatnsheimilið og Arnarholts- hælið, sem hvorttveggja eru hinar merkustu mannúðarstofn anir. Mundu þær lýsa afturhaldi og kyrrstöðu? 9. Loks má minna á þróun- ina, sem verið hefir í byggingar málum Reykjavíkur almennt, þótt samt sje ekki sjeð fyrir húsnæði handa öllum, svo viðun andi sje: Aldrei hefir verið bygt meira í Reykjavík en síðastliðin ár. Hefir verið byggt á stríðs- árunum að meðaltali 50% meira en meðaltal 10 áranna Nýtt fjeiag i í HAUST var stofnað fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Ólafs firði í Eyjafjarðarsýslu. Voru stofnendur um 30. For- maður fjelagsins er Baldvin Tryggvason. í Ólafsfirði er mikill áhugi meðal Sjálfstæðismanna, enda hafa þeir staðið í fararbroddi fyrir ýmsum framfaramálum bæjarfjelagsins. í Ólafsfirði er búið að koma á hitaveitu og prýðilegri sund- laug. Þá hefir verið byggð ný og fullkomin rafstöð. Verið er að vinna að hafnargerð á staðn- um. Mikili framfarahugur er í Ólafsfirðingum og munu kom- múnistar hafa átt þar lítil ítök og má ætla að fylgi þeirra fari þverrandi. 1100 börn. fyrir stríð segir til um. Og sam- kvæmt síðustu skýrslum eru nú í byggingu hjer yfir 800 íbúðir. Með 5 manna fjölskyldum að meðaltali mundi það vera hús- næði fyrir yfir 4000 manns. Er þetta kyrrstaða? Jón Siprðsson, Lenin og Stalin Menn hafa veitt því athygli að kommúnistar eru í seinrti tíð að viðra sig upp við minningu Jóns Sigurðssonar forseta. Þeir birta af forsetanum stórar mynd ir á hátíðisdögum og tillidög- um. Þykja þetta mikil viðbrigði frá því sem áður var, þegar þessir pólitísku „austmenn" máttu ekkert sjá eða heyra, sem þjóðlegt var. Þar á meðal og allra síst íslenska fánann, sem í kröfugöngum kommanna og á viðhafnardögum þeirra var gerður hornreka fyrir hinni rauðu byltingadulu Moskva- valdsias, sem hafin var að hún. En batnandi mönnum er best að lifa! Þó þykir mörgum miður smekklegt, þegar kommarnir eru að klessa myndum af Lenin og Stalin sitt hvoru megin við Jón Sigurðsson og þykir slíkt óþjóðleg umgerð um forsetamt. Ættu kommúnistar að athuga þetta næst þegar þeir punta upp hjá sjer með myndum og rauðum dulum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.