Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. nóv 1945 S K U G G I N N Eftir Thelma Strabel 2. dagur Hún settist niður, og þeir hjeldu áfram samræðum sínum. Hún reyndi að einblína ekki um of á Alan Garroway. En meðan hún. sat þarna og virti hann fyr ir sjer í laumi fjekk hún það tindarlega hugboð, að hann væri óraunverulegur. Hún hafði sjeð svo margar myndir af hon- um í blöðum og tímaritum, að það var eins og hún væri að horfa á mynd úr bók, sem hefði alt í einu öðlast líf, á einhvern dularfullan hátt. Hann var miklu fallegri en myndirnar af honum, mjög dökkur yfirlit- um, minnti einna helst á Suð- urlandabúa. Hörundslitur hans var gulbrúnn, hárið hrafn- svart og augun svo dökk, að nærri ljet að þau væru einnig svört. Hann var toginleitur, svipurinn ákafur og greindarleg ur og hann pataði mikið með höndunum, þegar hann talaði. Það var auðvelt að ímynda sjer hann sem prins frá Feneyj- um, með svart hárið liðað undir gullsaumaðri flauelshúfu. Hún gat næstum sjeð hann í anda horfa á kaupskip sín leggja í haf. En samt sem áður var hann barn sinna tíma — tíma tækni og styrjalda. Skömmu áður en stríðið braust út, hafði hann fengið einkaleyfi á uppfynd- ingu sinni á tæki, sem hægt var að stjórna með mannlausum svifflugvjelum, er fluttu sprengjur, og litlum tundur- skeytabátum. Hann hafði unnið að henni í lítilli verksmiðju, sem hann átti í San Francisco. Svo fjekk hann styrk frá stjórn inni til þess að auka starfsvið sitt. Og nú var litla verksmiðj an orðin stór og umf angs- mikil og það var ekki langt síðan að hann hafði kom- ið á fót annari verksmiðju í Portland og efnasmiðju í aust urhluta Bandaríkjanna. Hann var uppáhald blaða og tímarita Hann var einn þeirra manna, sem blaðamennirnir þreyttust aldrei á að skrifa um, og fólkið þreyttist aldrei á að lesa um. Nú sagði faðir hennar, að það væri best fyrir þá að ganga yf- ir í vinnustofuna. „Hvar búið þjer annars?“ spurði hann svo. ,,I Háskólakránni. Þar er prýðilegt að vera. Mjer væri mikil ánægja að því, ef þjer og dóttir yðar vilduð snæða þar með mjer kvöldverð í kvöld“. „Jeg er hræddur um, að við getum það ekki. í kvöld er hið árlega hóf íþróttafjelags háskól ans, og við erum styrktarmeð- limir þess. En viljið þjer koma með okkur?“ Þetta var alveg eftir Dink gamla! Ekki datt honum í hug, I að þau gætu hætt við að fara í; þetta bansetta hóf, eða ungi maðurinn, sem var vanur að sitja að. borðum með hershöfð- | ingjum og þingmönnum, myndi lítið kæra sig um að fara með þeim. Hún horfði á Alan Garroway, og átti hálft i hvoru von á því, að hann færi að hlæjá að þess- um barnaskap föður hennar. En hann þáði boðið með þökk- ^Jljer er ntj jramiaiciiíacja um uncja itúílu, íem cjijtiít ríluim ocj áiirijamiií- iii um manm i, en f>aÍ) i/ar ófcucjcji a JJijlcjiit meÍ jrá iijrjun — um, grafalvarlegur á svipinn, eins og ekkert væri eðlilegra en hann færi með þeim í stúd- entahóf. Þegar þeir voru farnir, gekk Pála upp á herbergið sitt, tií þess að athuga kjólinn, sem hún ætlaði að vera í um kvöldið. Hún hugsaði annars mjög lít- ið um föt, ljet sig litlu skifta, hverju hún klæddist. Þannig hafði móðir hennar líka verið. Hún hafði verið góð og gáfuð kona og fyrir þremur árum síð- an hafði hún látist af völdum bílslyss. Hún hafði verið svo sokkin niður í hugsanir sínar, að hún hafði ekki tekið eftir bílnum fyrr en um seinan. — Sennilega hafði hún verið að reyna að brjóta til mergjar eitt- hvert vísindalegt vandamál. Sömu sögu var að segja um föður hennar. Hann tók aldrei eftir því, hverju hún klæddist. Hún var sannfærð um það, að þótt hún hefði einhvern tíma farið í samkvæmi með honum í morgunkjól, alsettum öryggis- nælum, þá hefði hann ekki tek- ið eftir því. Susie, skotska tíkin þeirra, hjálpaði henni við að leita að samkvæmisskónum, sem voru einhversstaðar á botninum í fataskápnum. Þegar þær höfðu loks fundið skóna, settist tíkin niður og hristi höfuðið mæðu- lega. „Já — þú hefir alveg rjett fyrir þjer“, sagði Pála. „Jeg get ekki notað þá“. „Varstu að kaupa þjer nýja skó?“ spurði Ellen May, og benti á pakkann, sem lá á stóln um, um leið og hún setti þurk- una yfir hár Pálu. „Já. Það eru samkvæmisskór, sem jeg ætla að nota i kvöld. Jeg er hrædd um, að þeir sjeu heldur þröngir,en þeir voru svo! fallegir, að jeg stóðst ekki freist inguna“. ,,Jeg hjelt, að þú hefðir aldrei hugmynd um, í hverju þú vær- ir“. Ellen May var gömul bekkja- systir hennar, og var altaf vön að laga á henni hárið í litlu hár- greiðslustofunni sinni. „Jeg geri ekki ráð fyrir, að þú hafir nokk urn tíma tekið eftir því, að þú ert vel vaxin og hefir mjög fal- legar fætur“. Hún hafði nú komið þurk- unni fyrir og rjetti Pálu blaða- bunka. í einu blaðinu rakst hún á mynd af Alan Garrowry. —, Fyrir neðan myndina stóð, að. hanri væri fæddur í Virginia- fylki, og hefði alist upp á æsku heimili móður sinnar, rjett hiá Middleburg. i Pála kom því svo fyrir, að þau komu ekki í hófið, fyrr en allir voru sestir að borðum. — Hún vildi hlífa gesti þeirra við hinni leiðinlegu kynningarat- höfn. En sjer til mikillar skelf- ingar komst hún að því, að Alan Garroway var ætlað sæti milli hennar og frú Amster. Frú Amster var geysi fyrir- ferðamikill kvenmaður og eftir því leiðinleg. Hún rak upp rammavein mikið, þegar hún kom auga á Alan Garroway. „Herra Garroway! Sjálfur Garroway ljóslifandi!“ — Jesús minn — þvílíkur heiður!“ Hún þagnaði aldrei meðan á máltíð- inni stóð. Pálu leið svo illa, að hún hafði enga matarlyst. Hún reyndi fyrst í stað að segja eitt- hvað, en komst ekki að fyrir frúnni. Og ekki bætti það úr skák, að nýju skórnir hennar voru altof þröngir. Henni tókst að smeygja sjer úr öðrum þeirra undir borð inu, og ljetti dálítið við það. „Hvernig er yður innan- brjósts, þegar þjer sjáið myndir af yður og greinar um yður í blöðunum?“ heyrði hún frú Amster spyrja. Hvenær myndi þolinmæði hans þrjóta? Hann var dásam- legur. Ekki eitt einasta svip- brigði á andliti gaf til kynna, að honum fjelli miður þetta bjánalega smjaður. Hann svar- aði kurteislega og hæversklega þá sjaldan frú Amster ætlaðist til þess, að hann segði eitthvað. Forseti fjelagsins kynnti Garroway fyrir gestunum og allir risu á fætur og klöppuðu fyrir honum. Og loks var þess- ari hræðilegu máltíð lokið og menn stóðu upp frá borðum. Pála teygði sig eftir skónum, en hvernig sem hún reyndi, tókst henni ekki að koma honum á fótinn. „Hvað gengur að þjer?“ spurði faðir hennar. „Bíddu andartak —“. Það var svo sem auðvitað, að þetta þyrfti að koma fyrir hana! Ilún rjetti úr sjer. Alan Garroway stóð við hliðina á stólnum hennar" og beið þess kurteislega að hún risi á fætur. Hann var dálítið vandræðaleg- ur á svipinn. Bara að hún hefði nú verið þannig gerð, að hún hefði getað snúið þessu öllu upp í glens og gaman! „Jeg — jeg kemst ekki í skó- inn minn“, muldraði hún loks vescldarlega. „Má jeg reyna að hjálpa yð- ur?“ spurði Garroway. Stríðsherrann á Mars 2), rencjjaiacja Eftir Edgar Rice Burrouglu, 71. ,,Bíddu“, sagði hann við mig og síðan við Kulan Tith: ,.Það er ekki lygi. Svo vel þekki jeg prinsinn af Helium, að jeg veit að hann fer ekki með ósannindi. Svaraðu mjer, Kulan Tith, jeg var að spyrja þig spurningar“. „Þrjár konur komu með föður Þernanna“, svaraði Kulan Tith, „Phaidor dóttir hans og tvær aðrar, sem sagðar voru ambáttir hennar. Ef það eru þær prinsessan af Helium og Thuvia af Ptarrth, þá var mjer ókunnugt um það, jeg hefi hvoruga þeirra sjeð. En ef þetta er ijett, þá skal þeim skilað ykkur á morgun“. Um leið og hann talaði, leit hann beint framan í Mathai Shang, en ekki eins og trúaður maður ætti að horfa á æðsta prest sin'n, heldur eins og höfðingi lítur á mann, sem hann er að skipa fyrir verkum. Þernaföðurnum hlýtur að hafa verið það ljóst, eins og mjer, að það sem verið hafði að koma fram varðandi hann, hafði þegar mjög veikt Kulan Tith í trúnni, og að lítið meira myndi þurfa til þess að gera jeddakinn að erkióvini hans, en svo sterk var hjátrúin, að þjóðhöfð- inginn hikaði við að höggva á síðustu tengslin, sem bundu i ann við hans forna átrúnað. Mathai Shang var nógu slunginn, til þess að láta sem sjer fyndist alt rjett og sanngjarnt, sem fylgjandi hans sagði, og lofaði að koma með ambáttirnar tvær í hásætis- salinn þegar að morgni. „Það er bráðum kominn morgunn", sagði hann, „og mjer myndi þykja miður að raska svefnró dóttur minn- ar, annars mundi jeg láta sækja þær þegar í stað, svo þið gætuð sjeð, að prinsinum af Helium hefir skjátlast“. Og hann lagði alveg sjerstaka áherslu á síðasta orðið, með það fyrir augum að jeg gæti ekki móðgast af því. Jeg var í þann veginn að mótmæla nokkurri töf, þegar Thuvan Dihn ljet í ljós að slíkt væri ónauðsynlegt. „Jeg vildi gjarna sjá dóttur mína undir eins“, sagði hann, „en ef Kuian Tith vill gefa mjer loforð sitt um það, að enginn fái að yfirgefa höllina þar sem enn lifir nætur, og að ekkert mein verði gert hvorki Dejah Thoris nje Thuviu af Ptarrt frá því nú og þar til þær koma hjer — Jeg er á móti öllu þessu harmakveini og væli, þótt eitt- hvað gangi erfiðlega. Aldrei voru forfeður okkar með neitt slíkt. — Nei, þeir voru það ekki og hver er svo afleiðingin? — Þeir eru allir dauðir. ★ Við morgunverðarborðið fjekk móðirin alt í einu sjer- staka ábyrgðartilfinningu gagn vart lítilli dóttur sinni. — Hún fann það skyldu sína, að fræða hana meira en hún hafði gert til þessa. — Þessar sardínur, Maja mín, sagði móðirin, borða stóru fiskarnir í sjónum oft. María litla horfði lengi þegj- andi á sardínurnar. — En, mamma, sagði hún loks, hvern- ig fara fiskarnir að því að opna dósirnar? 'k Það er aðeins eitt, sem espar eiginmennina meira en eigin- kona, sem kann að búa til mat, en gerir það ekki, og það er eig inkona, sem kann ekki að búa til mat, en gerir það. » fa *<■ ..” * - ' - ? * ” j — Nei, sko, sjáðu, mamma, hrópaði lítill snáði, sem fór með mömmu sinni í dýragarð, þeg- ar hann sá sebradýrið, hjerna j er hestur í baðfötum. |. Dóttirin: — Já, en pabbi, þú getur þó treyst honum. Faðirinn: — Jeg kæri mig kollóttann, hvort jeg get treyst honum eða ekki. Mig vantar tengdason, sem getur lánað 1 mjer fje. ★ — Veistu hvort það er satt, að Jói Gríms sje dáinn? — Jeg veit það ekki, en það hefir verið farið skammarlega með hann, ef hann er það ekki, því að hann var jarðaður í gær. ★ Kona nokkur hrópaði upp yf ir sig, þegar hún sá Niagara- fossana í fyrsta sinn: — Ó, þetta minnir mig á, að jeg gleymdi að skrúfa fyrir sturtubaðið í morgun. ★ — Hugsaðu þjer bara, afi minn verður 100 ára á morgun. — Já, hann hefir líka eytt allri sinni æfi í að verða svo gamall. E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.