Morgunblaðið - 17.11.1945, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 17. nóv 1945
MORGUNBLAÐI
Stúkan Einingin nr. U
sextíu ára
Pétain flufiur ú! í
eyju
V London í gærkveldi:
PETAIN marskálkur var í dag
fluttMr frá Portalet-kastalanum
í Pyrenneafjöllum, þar sem hann
hefir verið, síðan hann var
dæmdur til dauða og dómnum
breytt í æfilangt fangelsi. •—
Marskálkurinn mun hafa verið
flutur út í eyna II D’ Yeu sem
er fyrir vesturströnd Frakk-
lanþs, milli Nantes og La Roch-
elle. Eyjan er um 25 km. frá
landi. Ástæðan til flutninga
þessara er talin sú, að illa hafi
farið um hina 500 menn sem
gæta Petains í kastalanum, og
sje rýmra um þeta lið á eynni.
Sum blöðin undrast mjög að
svo fjölmennt lið skuli vera
látið gæta eins manns.
— Reuter.
Róstur í Trieste.
LONDON: — Nokkrar róst-
ur urðu í borginni Trieste dag
þann, sem liðin voru 27 ár frá
því Italir tóku við stjórn borg-
arinnar. Nú krefjast bæði ít-
alir og Júgóslavar hennar.
Siglingaráðslefna
setf í Kaupmanna-
höfn
Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
I DAG var sett hjer í borg, í
,,Stærekassen“, siglingamála-
ráðstefna, og taka þátt í henni
250 fullerúar frá túttugu mestu
siglingaþjóðum heims. Danski
utanríkisráðherrann, Gustav
Rasmussen var í einu hljóði
kjörinn forseti ráðstefnunnar.
Það var alþjóða-verkamála-
skrifstofan, sem efndi til ráð-
stefnu þessarar, til þess að hún
semdi reglur um launakjör sjó-
manna um heim allan.
Kjörnar voru nefndir til þess
að rannsaka hin ýmsu mál, sem
ráðstefnan mun taka fyrir. —
Forseti ráðstefnunnar ljet svo
um mælt, að hún myndi gera
alt sem í hennar valdi stæði.
Sagði hann, að sjóferðadeild
verkamálaskrifstofunnar hefði
unnið mikið og ágætt undirbún
ingsverk, en sumum fulltrúun-
um hefir enn ekki gefist tími
til þess að lesa skjölin þaðan.
— Reuter.
Greinar og góðar
myndir um ísland
í kunnu tímariti
í MÁNAÐARRITI ameríska
tendfræðifjelagsins, National
Geographic Magazine, nóvem-
berhefti, birtist fróðleg grein
um líf amerískra hermanna á
Islandi eftir Luther M. Chovan
liðþjálfa. Greininni fylgja marg
ar myndir og litmyndir höf-
undar.
Eins og vænta má, er í grein-
inni að finna ýmislegan fróð-
leik um land og þjóð, og er þar
rjett farið með staðreyndir og
margt vinsamlega sagt í garð
Islendinga.
í síðasta kafla greinar Cho-
van’s er þess getið, að mjög
hafi skilningur íslendinga á
amerískum högum aukist við
kynninguna og gagnkvæmt.
Kveður hann ísland fagurt
land og sjerkennilegt, og bera
hinar ágætu ljósmyndir frá-
sögn hans gott vitni.
Sama tímarit hefir áður birt
eigi allfáar skemtilegar og
sannfróðar greinar um ísland.
(Skv. frjettatilkynningu frá
ríkisstjórninni.)
STUKAN „Einingin“ nr. 14
var stofnuð þann 17. nóvember
1885 og hefir því starfað hjer
í höfuðborginni í rjett sextíu
ár. — Ef til vill gætir hennar
ekki mjög mikið í þessari rekst
ursárasögu Reykjavíkur, og
samt geta menn vissulega alið
þá von, að ýmsra góðra áhrifa
gæti, jafnvel þó ekki sje hægt
að skjalfesta þau öll. — Við,
sem verið höfum fjelagar „Ein-
ingarinnar“ um lengri eða
skemmri tíma, munum öll bera
henni það vitni, að hún hafi gef
ið okkur margar okkar bestu
stundir og verið okkur góður
skóli, bæði í fjelagsmálum og
fleiri gagnlegum hlutum.
St. ,,Einingin“ hefir jafnan
haft góðum kröftum á að skipa.
Meðal stofnenda hennar voru
þjóðkunnir menn og menn, er
síðar urðu þjóðkunnir, eins og
t. d. Jón Ólafsson ritstjóri, Guð-
laugur Guðmundsson síðar
sýslumaður og bæjarfógeti, síra
Magnús Björnsson síðar prestur
að Prestsbakka á Síðu, síra Þórð
ur Ólafsson síðar að Söndum í
Dýrafirði og Oddur Björnsson,
síðar prentmeistari á Akureyri.
Þar voru einnig síðar skáldin
Gestur Pálsson, (meðan hann
var fjelagi Reglunnar hjer á
Reykjavík), Guðmundur Magn-
ússon (Jón Trausti) og Einar
H. Kvaran (báðir til dauða-
dags). Þar varð til fyrsti vísir-
inn að íþróttafjelagsskap bæj-
arins, er síra Helgi P. Hjálmars
son stofnaði glímufjelagið „Ár-
mann“ með Einingarfjelögum, •
og þar mun og hafa orðið til
fyrsti vísirinn að því ágæta fje-
lagi, er síðar varð „Leikfjelag
Reykjavíkur".
Já, það var ekki tilætlunin
með þessum línum að skrifa
sögu Einingarinnar, eða telja
upp alt það ágætisfólk, sem þar
hefir lagt hönd á plóginn frá
fyrstu stundu til þessa dags, en
þar eru margar systur og marg
ir bræður, sem vert væri að
minnast fyrir frábært starf og
trúfesti við gott málefni; en fá-
ir hygg jeg þó hafi ofið nöfn sín
inn í sögu hennar og fegurri og
göfugri hátt en þau hjónin, Stef
anía Guðmundsdóttir leikkona
og Borgþór Jósefsson. Það er
ekki hægt að tala svo um „Eing
una“, að nafna þeirra sje ekki
minnst. — Borgþór verður okk-
ur, sem þar nutum leiðsögn
hans, altaf ógleymanlegur.
Enn þann dag í dag nýtur
„Einingin“ ágætra starfskrafta
og þróttmikillar forystu. Elli-
mörk sjást því ekki á henni, ,
þrátt fyrir sextíu ára starf og
stríð. Það er einmitt miklu frem
ur æskan, sem þar ræður nú
ríkjum, og sjest m. a. á því,
hversu lífsþróttur Reglunnar er
mikill, þrátt fyrir alt, að stúkur
hennar stöðugt yngja sig upp.
„Einingin" hefir nú á síðustu
tímum verið ágætt dæmi um
slíka yngingu.
Við, sem verið höfum f jelagar
„Einingarinnar“, höfum átt þar
margar glaðar og góðar stundir,
og þó hefir það aldrei gleymst
að hugsjónin er há og göfug,
starfið alvara. Jeg ætla engum
getum að því að leiða, hversu
mörgum „Einingin“ hefir forð-
að frá yfirvofandi hættuum, hve
mörg heimili hafa eignast bjart
ari vonir og betri kjör fyrir at-
bein'i hennar. — En við vitum,
að bar sem sáð er og hlúð að,
verður uppskera jafnan ein-
hver. og stundum meiri en von-
ir strmda til. Þess er líka betra
að minnast heldur en vonbrigða
sem f'innig hljóta jafnan að
kom fvrir í baráttu fyrir hug-
sjónir.
Það er ástæða til að árna
,,F mni ‘ heilla á afmæl-
inu n ef til vill væri ekki
minni ástæða til að árna bæjar-
fjelaginu, já, þjóðfjelaginu öllu,
til h r Ua með að eiga störf
her og Reglunnar innan
sir anda — því að bæj-
arfje1 vinu og þjóðfjelaginu er
það unnið, sem unnið er.
Allir munu vilja taka undir
lokaósk Gests Pálssonar í kvæði
því, er hann á sínum tíma orti
til „Finingarinnar":
„Lifi og blómgist „Einingin!“ '
F. Á. B.
Kjörgripur—gagnsæu hringarnir
sanna yður að það er Parker
■' ';v v •: , '
-mm
ÁLITSFAGUR — það eru allir
Parker pennar. Auk þess er
skaftið úr gagnsæu efni, sem
gerir hann auðþektan um all-
an heim. Og hringarnir á skaft-
inu sýna altaf hve mikið er í
honum af bleki. Það er óþarfi
að láta hann verða þurran.
Reynið þenna heimsfræga
penna. Og takið sjerstaklega
eftir þeim kostum hans, sem
taldir eru hjer á eftir. — Þeir
munu auka á ánægju yðar við
skriftirnar og gera yður stoltan
af því að eiga hann.
1. Gegnsætt skaft, svo að allt
af er hægt að fylgjast með
hve mikið blek er í honum.
2. 14. kar. gullfjöður með
broddi úr hinu dýra, fín-
slípaða Osmiridium.
3. Skaftfylling — ekki gúmí-
poki — svo að meira kemst
í hann af bleki.
4. Haldan, til að festa á vasa,
er efst á honum, svo að hann
hverfur ofan í vasann og
því ekki hætt við að hann
týnist.
•
Lífstíðarábyrgð. Blái tígullinn á
pennanum er viðurkenning fyr-
ir lífstíðarábyrgð, ef hann er
ekki skemdur fyrir handvömm.
Ef þjer þurfið að senda hann í
viðgerð, þá látið fylgja kr. 5.00
fyrir þjónustu, burðargjaldi og
tryggingu.
EB WÆ € UMA1 TE€
PENS • PENCILS
Verð kr. 90.00. Junior 51.Ú0.
Aðalumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson. Pósthólf 181, Rvík.
Viðgerðir: Gleraugnaverslun Ingólfs Gíslasonar, Ingólfsstræti 2,
Reykjavík.
—
—■