Morgunblaðið - 16.03.1946, Síða 1

Morgunblaðið - 16.03.1946, Síða 1
16 síður 33. árgangur. 62. tbl. — Laugardagur 16. mars 1946 ísafoldarprentsmiöja h.f. RÚSSAR VAÐA UPPI í PERSÍU CHURCHILL: ..TRÚI EKKI Á FRIÐSLIT” Svara ekki orðsendingu Bandaríkjanna það er undir leiðtogum Rússa komið, hvort friður helst“ London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERMÁLARÁÐHERRA Persíu sagði í viðtali við Blaðamenn í dag, að ef þörf kræfist, mundi persneski herinn grípa til vopna, og að hann væri fullviss, að hver einasti íbúi Teheran, konur og karlar, mundi leggja fram krafta sína höfuðborg sinni til varnar Her Persa er áætlaður um 90.000 manns. Þá lýsti ráðherrann því yfir, að Rússar hefðu nú fjórfaldað herafla sinn í borg einni, sem er aðeins 36 mílur frá Teheran, og flytja þeir þangað mikið af hermönnum og skotfærum að næturlagi. í Azerbaijan hafa Rússar þrefaldað herafla sinn Byrnes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefir yfirleitt varist allra frjetta í sambandi við þetta, og neitað að láta nokkuð uppi um það, hvort Bandaríkin muni krefjast þess, að Persíuvandamálið verði tek- ið fyrir í Oryggisráðinu, sem saman kemur 25. þessa mán- aðar. Rússar við landamæri Tyrklands. Persíuvandamálið virðist verða flóknara með hverri klukkustund sem líður. Fregn- ir hafa borist um það, að Rúss- ar hafi flutt allmikið af her- afla sínum í Persíu að landa- mærum Tyrklands, og hefir það vakið eftirtekt í sambandi við þessa liðsflutninga, að ameríska orustuskipið Missoury er nú á leið til landsins. Flotamálaráðu neyti Bandarikjanna hefir í þessu sambandi neitað að stað- festa eða bera til baka þá fregn, að öflug bresk flotadeild muni verða Missoury samferða til Tyrklands. Orðsendingu Bandaríkjanna ekki svarað. Ekkert svar hefir enn borisþ við orðsendingu Bandaríkja- manna til Rússa varðandi liðs- flutninga þeirra til Persíu. Orð- sending þessi var send Rúss- um s. 1. þriðjudag. Þó má ef til vill líta á það sem hálf- opinbert svar, að því hefir ver- ið lýst yfir opinberlega í Rúss- landi, að rússneski herinn . muni verða látinn hafa til um- ráða öll nýtísku vopn, sökum þess að „kapítalisminn hafi nýjar árásir í undirbúningi“. Tveir menn láta lífið í sprengingu. LONDON: Tveir menn ljetu lifið og um þrjátíu særðust í sprengingu, sem varð í morg un í járnbrautarviðgerðar1' stöð í borginni Manchester, Englandi. Bandaríkjamenn vilja efla verslun Þjóðverja Berlín í gærkvöldi. AMERÍSKA frjettaistofan í Þýskalandi tilkynnti í dag, að yfirstjórn bandaríska hernáms liðsins þar í landi hafi borið fram þá tillögu við hernáms- stjórnir Frakka, Breta og Rússa, að hernámsstjórnirnar reyni að komast að samkomu- lagi um aðgerðir til viðreisnar útflutnings (>g innflutnings- verslunar Þýskalands. Ekki er enn vitað, hvaða móttökur þessi tillaga Bandaríkjamanna mun fá, en ólíklegt er talið að Frakkar verði henni samþykk- ir. — Reuter. Þjóðarafkvæða- greiðsla í Færeyjum í sumar K.-höfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. SAMNINGUM' Dana og Fær- eyinga má pú heita lokið, en niðurstöðunum er enn haldið leyndum. Politiken segir að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fram fara í Færeyjum um það, hvort eyjarnar skuli vera full- komlega sjálfstæðar, eða á- fram í tengslum við Dani. —Páll. KVENLEYNILÖGREGLA LONDON: Fyrstu 20 ensku kvenleynilögregluþjónarnir eru nýkomnir á leynilögregluþjóna skóla við Lóndon. Kvenleyni- lögregluþjónum mun verða fjölgað mjög á Bretiandi á næstu árum. New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsnis frá Reuter. í RÆÐU, SEM WINSTON CHURCHILL FLUTTI í kvöldveislu, sem New York borg hjelt honum til heiðurs að Waldorf Astoria í kvöld, sagði hann m. a.: „Jeg trúi því ekki að styrjöld sje yfirvofandi, eða óhjákvæmileg. Jeg trúi því ekki að valdhafarnir í Rússlandi óski eftir styrjöld eitis og stendur“. Churchill sagði ennfremur að framfarir í heiminum og frelsi fyrir allar þjóðir heims, myndi ekki verða að veruleika nema, að fylgt yrðí út í æsar fjelagsmálastefnu Breta og Bandaríkjamanna. Undir leiðtogum Rússa komið. „Það mun ekki hafa nein áhrif á skoðanir mínar hvað aðrir kunna að segja til að veikja hug rninn og aðdáun mína á rússnesku þjóðinni, nje þá einlægu von mína, að Rússland eigi að vera trygt og rússneska þjóðin eigi að blómgast og eigi að vera meðal forystuþjóða heimsins. H\ ort svo verður er algjörlega komið undir nokkrum duglegum mönnum, sem hafa 180 miljónir Rússa og margar milj. manna utan Rússlands í greip sinni.“ .^v Vilja vináttu við Rússa. Hinar enskumælandi þjóðir vildu vinna með Rússum á lieiðarlegum og jafnrjettis grundvelli, sagði ræðumaður. Ef rússneska stjórnin notaði sjer ekki þá góðvildr sem ríkti í garð rússnesku þjóðarinnar meðal hinna enskumælandi þ'ióða, þá yrði hún að bera ábyrgðina. Ef Rússar vilja kúga Tyrki . . . „Ef Rússar eru ákveðnir í því að kúga Tyrki, þá verður undir eins að leggja það mál fyrir Öryggisráð sameinuðu þjóðanna. Churchill kvaðst aldrei hafa farið fram á hernaðarbandalag eða sáttmála milli Breta og Bandaríkjamanna. Hann sagði: „Jeg fór fram á frjálst bróðurlegt samfjelag“. ,.Það er ekkert, sem getur komið í veg fyrir að þessar þjóðir færist stöðugt nær hvor annari og ekkert getur dregið úr þeirri staðreynd, að í samstilltri samvinnu þeirra býr aðalvon heimsins í því að viðhalda friði á jörðu og góðri vináttu og samlyndi. meðal allra manna. Winston Churchill. Anders hershöfðingi ræðir við Attiee London í gærkvöldi. WLADYSLAW Anders, hers- höfðingi pólska hersins í Italíu, átti í dag langar samræður við Attlee forsætisráðherra og Bevin, utanríkisráðherra Breta. Búist er við að samræður þess- ar hafi eingöngu snúist um framtíð pólskra hermanna utan heimalands síns, en eins og kunnugt er, er meiri hluti her- mannanna þvi mótfallinn, að snúa heim. Viðstaddir viðræð- urnar voru ýmsir háttsettir menn úr her og flota pólsku útlagastjórnarinnar fyrverandi.- SKIPI BJARGAÐ LONDON: Breska gufuskip- inu Lesto, 1893 smálestir að stærð, sem skemdist mjög í of- viðri, var dregið inn í Humber- ósa, eftir að hafa sent frá sjer neyðarskeyti. Churchill fagnað í New York. Churchill var fagnað í New York. Hann ók um borgina, samtals 16 km. með yfirborgarstjóranum og fylgdarliði. Rigning var í New York, en samt var mikill mannfjöldi að- íagna Churchill á götunum. — Kommúnistar höfðu talsverð an viðbúnað til þess að sýna andúð sína á Churchill. Þeir liengdu upp auglýsingar og útbýttu prentuðum miðum, þar sem á stóð: „Churchill vill fá son þinn“. „Við viljum ekki Churchill og þriðju styrjöldina“ o. s. frv. Við ráðhús borgar- innar höfðu um 1000 kommúnistar saðiast saman og blönd- uðust illyrða hróp þeirra og skámmaryrði til Churchills, íagnaðarlátum fjöldans. Um-20 manns voru handteknir fyrir ólæti á almannafæri. Kanadiskur þing- maður handfekinn London í gærkvöldi. RANNSÓKNUM er haldið áfram í njósnamálinu í Kanada og hafa fjórir menn nú verið handteknir til viðbótar þeim fjórum, sem teknir voru fastir fyrir skömmu. Meðal þeirra, sem nú hafa verið handteknir, er einn þingmaður, Fred Rose að nafni, Stjórnarsklffi í Rússlandi ÚTVARPIÐ í Moskva til- kynnti í kvöld, að Stalin hefði sagt af sjer fyrir sína hönd og stjórnar sinnar og að meðlimir æðstaráðs Sovjet- ríkjanna hafi farið fram á það að Stalin marskálkur taki að sjer myndun nýrrar stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.