Morgunblaðið - 16.03.1946, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 16. mars 1946
Húsmæður vilja
mjólk á flöskum
Þær vilja einnig fá auka-skaml af smjöri
HÚSMÆÐRAFJELAG REYKJAVÍKUR hjelt nýlega fund, þar
sem skoráð var á ríkisstjórnina að auka smjörskamtinn. — Þá
beindu húsmæðurnar þeim tilmælum til forráðamanna Mjólk-
ursamsölunnar, að mjólkin verði seld í lokuðum flöskum. —
Þá ljetu þær einnig í ljós óánægju yfir óþrifnaði í fiskbúðum. —
Fjelaginu hefir verið boðið að senda fulltrúa á mót húsmæðra í
Kaupmannahöfn í sumar.
Ovsður í Bretlandi
Óveðursamt hefir verið í Bretlandi undanfarnar vikur og er
sagt versta veður, sem komið hefir þar í landi undanfarin 50
ár. — Skifst hefir á rok og rigning og flóð hafa valdið mikillri
eyðileggingu víðsvegar um Bretlandseyjar. — Þessi mynd, sem
tekin er úr flugvjel er. frá Tewkesbury og sjást á henni hvernig
akrar og vegir eru undir vatni.
Göring fyrirskipaði loft-
árásirnar á Coventry
Taldi borgina miðstöð flugvjelaframleiðslu
Brefa
GÖRING marskálkur gerði í dag loftárásir Þjóðverja á Rotter-
dam, Coventry og Varsjá að umtalsefni sínu. í sambandi við
sþrengjuárásirnar á Coventry sagði Göring, að hann hefði þar
ráðið öllu um, en hvað árásir Þjóðverja á Varsjá snerti sagðist
hann geta lagt fram skýrslu frá hersendinefnd Frakka í borginni,
sem sýndi það svart á hvítu, að þýski loftflotinn hefði eingöngu
ráðist á hernaðarmannvirki borgarinnar.
Auka smjörskamtur.
Viðvíkjandi auka smjör-
skamti var þessi tillaga sam-
þykkt: Húsmæðrafjel. Reykja-
víkur beinir þeirri eindregnu
ósk til ríkisstjórnarinnar, að út
hlutað verði auka skammti af
smjöri, þar eð vitað er að þeg-
ar veittur smjörskamtur er
löngu genginn til þurfðar á
flestum heimilum bæjarins.
Askorun til
Mjólkursamsölunnar.
Tillaga sú er fundurinn gerði
í mjólkurmálum bæjarins var
svohljóðandi: Húsmæðrafjelag
Reykjavíkur beinir þeirri á-
skorun til forráðamanna
Mjólkursamsölunnar, að flýtt
verði sem allra mest fyrir því
að hægt verði að fá neyslu-
mjólk á tilluktum flöskum.
Fleiri mjólkurtegundir.
Þá telur fjelagið að til bóta
yrði, að fleiri mjólkurtegundir,
væru fáanlegar, svo sem áir
og undanrerina, sem húsmæður
telja góðar og hentugar vörur
til hversdagsnotkunar. Enn-
fremur álítur fjelagið, að flokk
un mjólkurinnar eftir gæðum,
ýrði til mikilla bóta.
Meira hreinlæti
í fiskbúðum.
Sú skoðun kom fram á
fundinum að í mörgum fisk-
báðum bæjarins væri hrein-
læti mjög ábótavant. — Taldi
funaurinn brýna nauðs.vn bera
til að úr þvi væri bætt hið
bráðasta. — Var samþykkt að
skora á heilbrigðisnefnd bæj-
arins, að láta þetta mál til sín
taka og hlutast til um aukið
hreinlæti á fisksölustöðum
bæjarins og meiri vöruvönd-
un.
Kveðjur frá dönskum
húsmæðrum.
Formaður fjelagsins, frú
Jónína Guðmundsdóttir, las
Upp brjef frá danskg Hús-
mæðrafjelagasambandinu. —
í brjefi þessu býður það Hus-
mæðrafjelagi Reykjavíkur þátt
töku í móti, er haldið verður
í maí á vegum þess í Kaup-
mannahöfn. Samþykkti fund-
urinn að taka boðinu, og senda
þangað fulltrúa, ef mögulegt
reynist.
Þá voru skemtiatriði. —
Kvikmyndasýning, frá Sviþjóð.
— Upplestur, frú Kristín Sig-
urðardóttir. — Þær María
Maack, Soffía Ólafsdóttir og
Guðrún Jónasson tóku 'einnig
til máls á fundi þessum. — Að
lokum var sameiginleg kaffi-
drykkja og uð henni lokinni
dans stigínn.
Fundur þessi var mjög vel
sðttur, hvert sæti var skipað.
Einvígi um skák-
meistaratitiiinn
Landsliðskepninni lokið.
NÍUNDA og síðasta um-
íerð í landsliðskepni Skák-
sambands íslands lauk í gær-
kvöldi. Úrslit urðu þau, að
Guðmundur Ágústsson vann
Óla Valdimarsson. Guðmund
ur S. Guðmundsson vann
Árna Snævarr. Lárus John-
sen vann Eggert Óilfer og
Magnús G. Jónsson vann
Benoný Benediktsson.
Heildarúrslit mótsins urðu
þessi: nr. 1 og 2 Guðmundur
Ágústsson og Guðmundur S.
Guðmundsson, 5% vinning
hvor, 3. Árni Snævarr, 5 vinn
inga, 4. Lárus Johnsen, 414
vinning, 5.—7. Jón Þorsteins-
son, Magnús G. Jónsson og
Eggert Gilfer, 4 vinninga
hver, 8. Óli Valdimarsson. 2
vinninga og 9. Benóný Bene-
diktsson, 114 vinning.
Efsti maður í landsliðskepn
inni hefir rjett til^þess að
skora á skákmeistara íslend-
mga til einvígis um titilinn.
— Guðmundur Ágústsson
hefir ákveðið að nota sjer
þennan rjett og tefla þeir Ás-
mundur Ásgeirsson, núver-
andi skákmeistari og hann
einvígi um titilinn einhvern-
tíma á þessu ári, en ekki er
enn ákveðið, hvenær það
verður, ef til vill ekki fyrr en
í haust.
Landslið Skáksambands ís-
lands er nú þannig skipað:
Nr. 1 Ásmundur Ásgeirsson,
nr. 2 Guðmundur Ágústsson,
nr. 3 Guðmundur S. Guð-
mundsson, nr. 4 Árni Snæv-
arr, nr. 5 Lárus Johnsen, nr.
C Jón Þorsteinsson, nr. 7
Magnús G. Jónsson og nr. 8
Eggert Gilfer.
Verkfalli 11.000
breskra bifvjela-
virkja afljett
London í gærkveldi.
TILKYNNT hefir verið opin-
berlega í London, að samkomu
lag hafi nú náðst í verkfalli
því, sem 11,000 verkamenn
Ford-verksmiðjanna í Dagen-
ham, Bretlandi, stofnuðu til
fyrir skömmu síðan. Samkomu-
lag þetta náðist eftir rúmlega
þriggja stunda viðræður, sem
fram fóru í atvinnumálaráðu-
neytinu breska. Talið er víst
að framleiðsla muni geta hafist
aftur strax á mánudagsmorg-
un. — Reuter.
Göring kom og nokkuð við
sögu listaverkarána Þjóðverja,
og sagði Hitler hafa haft í
hyggju að flytja á brott öll þau
listaverk, sem geymd haíi verið
í listaverkasafni Frakka í
Louvre. Flytja átti listaverkin
til Austurríkis og koma þar á
fót miklu og fjölbreyttu lista-
safni.
Þá gerði Göring nokkra grein
fyrir því, hvers vegna hann
hefði valið Coventry sem heppi
legustu bráðina handa sprengju
flugvjelum sínum. Sagði hann
að Hitler hefði að vísu viljað
beina þýsku sprengjunum aðal-
lega að London, en hann sjálf-
ur, Göring, hefði hins vegar
haft gögn í höndum, sem bentu
til þess, að meginaðsetur flug-
vjelaframleiðslu Breta væri í
og utan við Coventry. í sam-
bandi við sprengjuárásir á
kirkjur, kvaðst hann vilja taka
það fram, að hann hefði gefið
flugmönnum sínum ströng fyr-
irmæli um, ,,að ráðast ekki und
ir neinum kringumstæðum á
faliegar kirkjur í gotneskum
stíl“.
Utvarpið
8.30 Morgunútvarp.
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukensla, 2. fl.
19.00 Enskukensla, 1. fl.
19.25 Samsöngur (plötur).
20.00 Frjettir.
20.20 Leikrit: Mærin frá Orle-
ans“ eftir Schiller (leikstjóri
Soffía Guðlaugsdóttir).
22.00 Frjettir.
Skýrsla Kvennaskól-
ans í Rekjavík
1940-1945
SKÓLASKÝRSLA Kvenna-
skólans í Reykjavík fyrir árin
1940—’45 er nýkomin út. Hefst
hún á .grein eftir Ragnheiði
Jónsdóttur, fo’stöðukonu skól-
ans, í tilefni af 70 ára afmæli
skólans 1. okt. 1944.
Efni að öðru leyti er sem
hjer segir: Minningargrein um
Ingibjörgu H. Bjarnasor, fyrv.
.forstöðukonu skólans, eftir
Ragnheiði Jónsdóttur, lög
Styrktarsjóðs kennara við
Kvennaskólann í Reykjavík,
lög Styrktarsióðs Ingibjargar
H. Bjamason, minnst frú Guð-
rúnar J. Briem og látinna kenn-
ara og einnig sagt frá núver-
andi stjórn skólans. Þá er
skýrsla um kennara o.g' nem-
endur skólans árið 1939—1945
og skýrt frá því, sem lesið var
í skólanum skólaárið 1944—45.
Sagt frá verkefnum við burt-
fararpróf 1945 og einkunnum
við burtfararpróf þessi ár. Þá
er skýrt frá styrkveitingum og
reikningum sjóða. Loks eru
stuttar greinar um bokasafn
nemenda Kvennaskólans, Nem-
endasamband skólans, fielags-
skap námsmeyja, inntöku nem-
enda I skólann og niðurlags-
orð eftir Ragnheiði Jónsdótt-
ur.
Bónaðarráð —
Raforkulög —
Tunnusmíði
ATKVÆÐAGREIÐSLA fór
fram í Ed. í gær um frumvarp-
ið um búnaiaráð. Var það
samþ. með 7:5 atkv. og endur-
sent Nd.
Raforkulögin.
Frumvarp til raforkulaga
var sömuleiðis sent Nd. Nokkr-
ar breytingatillögur voru born-
ar upp við 3. umr. og flestar
samþykktar. Var sú merkust
við 50. gr. frá Bjarna Bene-
diktssyni, þess efnis að Sþ.
kjósi :neð hlutfallskosningu 5
manna raforkuráð, er vera skal
ríkisstjórninni til aðstoðar í
raforkumálum. Ráðið skal kos-
ið til fjögurra ára í senn, og’
skipar ráðherra formann úr
hópi þeirra, sem Alþingi hefir
kosið.
Tunnusmíði.
Frv. um tunnusmíði var til
1. umr. Gerði atvinnumálaráð-
herra grein fyrir því. Gat hann
þess, að það væri óheppileg
breyting, sem Skúli Guðmunds- •
son kom inn í frv. í Nd., um
að síldarútvegsnefnd ætti að
hafa stjórn verksmiðjunnar á
hendi. Það hefði tíðkast. að er-
lendir síldarkaupendur kæmu
með tunnur með sjer oe byðu
oft hagkvætnari kjör en ís-
lenskir tunnuframleiðendur.
Það væri því óeðlilegt að um
leið og síldarútvegsnefnd væri
að semja um sölu á síldinni,
þá væri hún að keppa við sömu
menn um tunnur. Þetta gæti
skapað nefndinni óhentuga að-
stöðu.
Gísli Jóncson gagnrýndi
frumvarpið nokkuð. Sjerstak-
lega það, að verksmiðjan ætti
að verða skatt- og utsvars-
frjáls. Kvað þetta órjettmætt
gagnvart öðrum fyrirtækjum,
sem veittu sambærilega at-
vinnu í kaupstöðum út um
land. Frv. var vísað til fjár-
hagsnefndar.
Frakkar enn
áhyggjufullir
vegna
Spánarmálanna
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI
Frakka hefir ákveðið að endur-
nýja áskorun sína til Oryggis-
ráðsins, er það kemur saman
í New York 25. þ. m.. þess
efnis, að það taki ástandið á
Spáni til athugunar. í fyrri orð
sendingu sinni til Öryggisráðs-
ins ljet franska stjórnin í ljós
álit sitt, að heiminum stafaði
hætta af stjórnarfarinu á
Spáni. Bandaríkjastjórn og
stjórn Breta Ijetu hins vegar
í ljós í svörum sínum við
frönsku orðsendingunni, að þær
gætu ekki fallist á þetta, en í
yfirlýsingu, sem birt var um
sama leyti í Moskva, taldi
rússneska stjó>'nin að taka bæri
sterkari tökum á Francostjórn-
inni.
Megin ástæðan fyrir hinni
nýju áskorun íranska utanríkis
ráðuneytisins mun sú, að talið
er að Franco hafi dregið sam-
an stóran her Spánarmegin
landamæranna — Reuter.