Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. júní 1946 Áhugi kommúnista í herstöðva- málinu ekki vegna íslenskra hagsmuna ÞAÐ ER ALVEG VIST, að Kommúnistar tala meira um herstöðvamálið en aðrir íslend- ingar. Um ástæðuna til þess er ekki jafn víst. Enginn dregur í efa, að Kommúnistar eru ein- lægir á móti því. að Banda- ríkin fái hjer herstöðvar. En enga sjerstöðu skapar það þeim. Mynda-skifti. Sumir segja, að mælgin komi af því, að Kommúnistar viti, að þeir hafa veika aðstöðu í þjóð- ernismálunum. Menn muna eft- ir því, þegar Kommúnistar hæddust að íslenska fánanum og neituðu að veita þjóðsöngn- uaa lotningu. Þá sögðu þeir föð uriar.dsástina vera ,,borgaralega blekkingu“, sem öreigarnir áttu að vera hafnir upp yfir. Síðar kom dagsskipun frá Moskva um að föðurlandsástin væri býsna sterkt afl, sem Kommúnistar yrðu að nota í áróðri sínum. Eftir þessu hafa svo Komm- únistar hjer reynt að hegða sjer. Þeir hengdu upp mynd af Jóni Sigurðssyni við hliðina á Lenin, í rúmið, sem laust var á veggnum, af því að Trotsky var tekinn niður eftir að hann komst í ónáð hjá Stalin. Af þessum ástæðum finna Kommúnistar, að almenningur teíur föðurlandsást þeirra vera með nokkuð sjerstökum hætti. Þessvegna taka þeir tveim höndum tækifæri eins og því að breiða sig sem allra mest út yfir herstöðvamálið. Einkum þar sem föðurlandsástin fellur þar dásamlega saman við síðustu fyrirmæli frá Moskva. Tveim herrum þjónað. Ekki þarf lengur vitnanna við um, að valdamönnunum í Moskva er meinilla við her- stöðvar Bandaríkjamanna á ís- landi. Þetta er skiljanlegt. — Ekki síst eftir að einn af helstu stjórnmálamönnum Bandaríkj- anna, Wallace, fyrverandi vara forseti og núverandi ráðherra, hefir sagt, að slíkum stöðvum væri af Bandaríkjanna hálfu, beint gegn Rússum. Það getur þess vegna engan undrað, þó að Rússar sjeu því algerlega and- vígir, að Bandaríkin fái slíkar stöðvar. En þetta verður þar með einstakt tækifæri fyrir Kommúnista til að sýna í senn ást sína á Islandi og tryggð sína til Rússa. Aðrir Islendingar geta ekki fundið að þessari aðstöðu. Erfitt er að rannsaka hjört- un og nýrun og segja til um, hvaða orsakir ráða gjörðum hvers og eins. Ef Kommúnistar haldá því fram, sem íslensku þjóðinni er fyrir bestu, hverju máli skiftir það þá, þó að ástæð ur þeirra sjeu ef til vill ein- hverjar aðrar heldur en al- mennings? Vissulega er það niðurstaðan, sem mestu máli hlýtur að skifta. úlendingár eiga Rússum og síðar ensvq.gráit að gpá}dg.;þq að stjórnmálaskoðanir .flestra íslénáúiga sjeu aðrar en valda- manna Rússlands, mundu fáir Þeir vilja gera Island að bitbeini stórvelda íslendingar samþykkja að gera það af ögrun við Rússa, sem þeir væru ófáanlegir til ella. Ef ekki kæmi annað til en þetta, mundi þessvegna enginn furða sig á mælgi Kommúnista um herstöðvamálið. Þeim gefst hjer hið sjaldgæfa tækifæri að þjóna tveim herrum í senn, og hafa ýmsir látið mikið yfir sjer af minna tilefni. Vilja úlfúð við Vesturveldin. En gallinn er sá, að Komm- únistum er ekki nóg, að enginn íslcnskur stjórnmálaflokkur hefir viljað Ijá máls á því að leigja Bandaríkjunum herstöðv ar á friðartímum. Það, sem Kommúnistar vilja, er, að egna íslendinga til ósættis við Banda ríkin. Þeir telja, að „lausnar- inn“ muni koma úr austri. Þessvegna þykir Kommúnist- um herstöðvamálið vera sem sehding af himnum ofan til að efna til úlfúðar íslensku þjóð- arinnar í garð Bandaríkjanna. Þegar Kommúnistar ávíta aðra íslenska stjórnmálaflokka fyrir afstöðu þeirra í herstöðvamál- inu, þá er ekki ástæðan sú, að afstaða þeirra sje ólík í málinu sjálfu. Því að svo er ekki, svo sem staðreyndirnar sýna. Það, sem á milli ber, er, að allir aðrir íslenskir flokkar en Kommúnistar telja það höfuð- nauðsyn fyrir íslendinga að hafa gott samlyndi við hinar vestrænu þjóðir. Að styrkja þau vináttubönd, sem skapast hafa hin síðustu ár, en slíta þau ekki. Þá fyrst mundi og íslensku sjálfstæði vei’ulega hætt, ef lijer sæti að völdum stjórn Kommúnista, sem tæki við fyr- irskipunum frá Moskva og gerði ísland að stökkbretti Kommúnismans. — Þá mundi sannarlega hætta steðja að. Góðir nágrannar. íslendingar vilja ekki kaupa vináttu Breta nje Bandaríkj- anna með sjálfstæði sínu. Hitt verða allir þjóðhollir menn að gera sjer ljóst, að fátt yrði ís- lensku lýðveldi hættulegra en fjandskapur þessara miklu ríkja. Það er mikilsvert að hafa gott samband við allar þjóðir. ís- lendingar vilja t. d. vináttu Rússa, þó að þeir vilji eigi lúta fyrirsögn þeirra um stjórnar- háttu á Islandi. íslendingar vilja og hafa náið menningar- samband við Norðurlönd. Enda eru þær þjóðir oss vissulega skyldari en nokkrar aðrar. En, það eru Bretland og Bandaríkin, sem ísland á mest undir. Þessu ræður ekki eigið val Íslendinga, ' heldur hnatf- staða lands'ins. Lándið Jiggur qhaggánlega þar sem það er.‘ A þeírri staðreýnd verður að byggja í utanríkismálum vor- um, hvort, sem mönnum þykir ljúft eða leitt. En því síður er ástæða til að setja þetta fyrir sig þar sem vjer getum eigi kosið oss neina betri nábúa. Bandaríkja menn urðu fyrstir til að viður- kenna stofnun lýðveldis vors. En Bretar hafa um aldir reynst Islendingum sannir vinir í raun. Mestu máli skiftir, að báð- ar þessar þjóðir unna frelsi og manndómi á sama veg og vjer. Því að reynsl- an sýnir, að það er erfitt fyrir smáþjóðir, sem búa undir hand arjaðri einræðisþjóða að halda frelsi sínu fyrir þeim, ef þær stærri telja hinar minni hafa hernaðarþýðingu fyrir sig. Um það geta ríkin 1 Austur-Evrópu borið vitni. Olíkar aðfarir. Það er til ómetanlegs heið- urs fyrir Bandaríkin, að þau hafa þrátt fyrir það þótt þau sjeu þúsundfalt mannfleiri en vjer, rfleðhöndlað oss sem sjer jafnrjettháan aðila. Þau hafa ekki reynt að beita oss kúgun nje hótunum, heldur látið sjer skiljast rök vor og sjónarmið öll. Þetta er auðvitað ekki ann- að en sem vera á. En því mið- ur er reynsla lítilla þjóða af skiftum við stórar nágranna- þjóðir ekki öll á þenna sama veg.’ Nágrannar Þjóðverja hafa töluvert aðra sögu að segja af skiftum þeirra við sig. Rúm- enar, Ungverjar, Pólverjar, jafnvel Tjekkar, hvað þá held- ur Eistlendingar, Lettar, Lithá- ar og Finnar hafa og orðið að láta eigin sjálfstæðishug- myndir lúta í lægra haldi fyrir óskum stórveldis um öryggi ALLIR EITT Ræða Guðmundar Ásbjörnssonar 17, júnl I að hlutskifti1 sjer til handa. Islendingar treysta því, slíkt verði ekki þeirra. En þeir munu heldur ekki leggja lið sitt þeim mönn- um, er vilja fjandskap vorn við þær þjóðir, sem oss hafa reynst best, fyrr og síðar. íslendingar munu krefjast annara vitna en þeirra, sem fróðleik sinn hafa frá Moskva, um, að þessar þjóðir rjúfi við oss þau heit, sem hátíðlega voru gefin í fyrstu og nú nýlega endurnýj- uð. Bidault falin stjérnarmpciun París í gærkveldi. FRANSKA þingið fól í dag Bidault, utanríkisráðherra frá- farandi stjórnar, að mynda stjórn í Frakklandi. Flokkur Bidaults, kaþólski flokkurinn, greiddi atkv.æði með því ásamt öðrum hcegriflokkum, að fela hönum sfjórnarmyndunina, en kommúnistar" öátui hjá við :at- kvæðagreiðsluna. GUÐMUNDUR ASBJORNS- SON, forsetr bæjarstjórnar Reykjavíkur, flutti ræðu í Hljómskálagarðinum þann 17. júní. Birtist ræða hans hjer í heild: Góðir tilheyrendur. 17. júní er sá dagur, sem við öll minnumst með þakklæti og fögnuði. Við hann eru tengdar svo margar hugljúfar minning- ar. Æfi Jóns Sigurðssonar mark aði það þróttmikið og afdrifa- ríkt starf í sögu lands og þjóð- ar, að það eitt væri nægjanlegt til þess að halda daginn hátíð- legan, enda hefir það lengi ver- ið gert, til minningar um hann. Þegar við, nú í dag, minnumst fullveldis íslands, sem var stað fest fyrir tveimur árum síðan, hvarflar hugurinn fyrst og fremst til Jóns Sigurðssonar, sem óhætt er að telja frumherja fullveldisins. Þeim þjóðum, sem hafa orðið að kaupa frelsi sitt með blóði bestu sona sinna og dætra, er sjálfsagt auðveldara að meta það mikla hnoss, sem frelsið er, þeim er það ljóst, að ekkert er svo dýrmætt, enginn fjársjóður svo stór, að því sje ekki verj- andi fyrir frelsi og fullveldi. Þetta dýrmæta hnoss öðluð- umst við íslendingar 17. júní 1944, án allra blóðsúthellinga, já, án allra sjerstakra fórna. Er þá ekki nokkur ástæða til að óttast, að við kunnum ekki að meta það, svo sem vera ber? Á því er sennilega nokkur talsverð hætta. Þó höfum við áður öðlast nokkra raun frels- isins. Síðan við 1871 fengum stjórn arskrá, má segja með rjettu, að við höfum þokast áfram á frels- isbrautinni stig af stigi, þar til að við öðluðumst loks fullveldi 17. júní 1944. Hvað hefir þá þessi frelsis- aukning falið í skauti sínu? Hefir þjóðin reynst hæf til þess að búa við aukið frelsi? Jeg hygg, að það leiki ekki á tveim tungum. Hver sá, sem þekkir sögu þjóðarinnar, frá þeim tíma, er við fengum fyrst stjórnarskrá, mun játa, að þjóðin „hefir geng- ið til góðs götuna fram eftir veg“. Meira en nokkur gat vænst eftir hefir unnist á. Fram farirnar hafa verið stórstígar, já, svo stórstígar, að ef miðað er við það, hve fámenn þjóðin er, þá má öllu fremur segja, að þær hafi verið risavaxnar. Jeg vona þó, að enginn skilji orð mín svo, að jeg álíti að öllu sje náð, það er svo langt frá því. Hitt vildi jeg undirstrika, að byrjunin cr svo góð, að hún staðfestir fylli- lega rjett þjóðarinnar til full- veldis og hefir sýnt það og sann að í verki, að íslendingar eru færir um að stjórna sjer sjálfir, án íhlutunar framandi þjóðar. Er nægjanlegt að benda á, hve vel og viturlega hefir verið haldið á hinum viðkvæmu ut- anríkismálum, síðan vð fengum fullveldi, og má þjóðin vel una meðferð þeirra mála, enda mun er.gin érlend þjóð efast um full an og ákveðinn vilja íslendinga til að halda. fullveídi sínu ógkertu. Frelsið er fengið. Því tak- Guðmundur Ásbjörnsson marki er náð. En það má ekki gleymast, að með fullveldinu höfum við öðlast aukna mögu- leika til nýrra átaka, nýrra og víðtækari framkvæmda, og þá jafnframt auknar skyldur til drengilegra og dáðríkra starfa. Á uppvaxtarárum mínum, í einni mestu brimveiðistöð lands ins, voru sjómennirnir þar van- ir að nota sjerstakt hvatningar- orð, hver við annan, þegar brim róður var tekinn og tvísýnt þótti um hvernig takast mundi. Hvatningin var: „Allir eitt. —> Allir eitt á að vera hugtak okk- ar og hvatning á komandi tím- um, þá mun þjóðinni vel vegna og komandi kynslóðir um alda- raðir blessa þá stund er við minnumst í dagr Það er mikið um það rætt á síðustu árum, að þjóðin sje orð- in auðug, en samanburðurinn þá margra alda fátækt og vesæl dómur. Hitt er sönnu nær, að við erum fátækir og fámennir, er til samanburðar kemur við aðrar þjóðir, ef ekki er alt of mikið bygt á afleiðingum styrj- aldarinnar, sem bráðar geta breytst en búist er við. Þó er engin ástæða fyrir okk- ur til að kvíða. Vegurinn til manndóms og menningar ligg- ur bjartur og blómum skrýdd- ur framundan, svo framarlega sem þjóðin vill þekkja vitjunar- tíma sinn og ganga sameinuð að verki, til heilla og hagsmuna fyrir land og þjóð menn fálkaorðunni 17. JÚNÍ SÆMDI forseti ís- lands 5 eftirgreinda menn riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Jón Eiríksson skipstjóra, sem hefir verið í þjónustu Eim- skipafjelagsins í næstum 3 tugi ára, og sigldi á hinum erfiðu tímum stríðsáranna. Gísla Guðmundsson bók- bindara, einn af framúrskar- andi iðnaðarmönnum, sem auk þess hefir innt af hendi mikið og óeigingjarnt starf í þágu íslenskrar söngiðkunnar. Ástu Magnúsdóttur ríkisfje- hirði. Ámund Guðmundsson pró- fessor og Gunnlaug E. Brlcm stjórn- arráðsfulltrúa, sem öll hafa haft ábyrgðármiklar stöður í þágu hins öpinbera á hendi, um langan aldur, og rækt þær vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.