Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 12
áu luiiiiiimiiuuii 12 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. júní 1946 Frú Jóhanna Pálsdóttir áitræð ÓÞARFI finnst mjer að fara mörgum orðum um sómakonuna frú Jóhönnu Pálsdóttur, prests- ekkju frá Bíldudal, sem kemur öllum, sem kynnst hafa þeim heiðurshjónum á löngum starfs ferli þeirra til að Ijúka upp ein- um munni um sjerstakan dugn- að og atorku í starfi. Ekki síst hefir það mætt á húsíreyjunni að annast erfið heimilisstörf jafnframt því að koma börn- um sínum til ágætrar mennt- unar af litlum efnum. Við erum mörg, sem hugsum til hennar frú Jóhönnu 1 dag á áttræðis afmælisdegi hennar og við þökkum henni fyrir allt, sem hún hefir gert og óskum henni alls góðs í framtíðinni. í dag dvelur hún á heimili Sigríðar dóttur sinnar á Lauga- veg 82. G. P. - Síða 5. U. S. Framh. af bls. 5. Elliðaey og Árni Helgason skemtu með kveðskap og gam- anvísnasöng. En síðar um kvöld ið flutti þingmaður kjördæmis- ins, Gunnar Thoroddsen, ræðu, en hann hafði fyrr um daginn verið á framboðsfundi vegna kosninganna. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. Mikill og vaxandi áhugi rík- ir meðal ungra Sjálfstæðis- manna í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, sem skipar sjer mjög eindregið um fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Gunnar Thorodd- sen. Um kvöldið gengu alla á ann að hundrað meðlimir, ungar konur og karlar í fjelagssam- tökin. * * Vlinningarorð um síra Hólmgrím Jósepsson A þriðjudag fór fram í Dóm- kirkju Reykjavíkur kveðjuat- höfn við kistu sjera Hólmgríms Jósepssonar prests að Raufar- höfn. Að þeirri athöfn lokinni var lík hans borið á skipsfjöl til þess að flytjast í mold átt- haganna, en á þeim stöðvum þjónaði hann einnig eftir að hann tók embætti innan kirkj- unnar. Það var með öðrum hætti en ætlað var, að sjera Hólmgrímur kom til Reykja- víkur að þessu sinni. Hann var 15 ára stúdent í vor og hafði 10 ára prestsþjónustu að baki. Hugði hann gott til þess að koma suður í vor til þess að taka þátt í hátíðahöldunum hinn 16. júní á aldarafmæli mentaskólans. En síðari hluta vetrar tók hann að kenna þeirr ar veiki, er lagði hann í rúmið á annan páskadag í vor. Þá voru síðustu fótmál hans hjer talin. Hann var í maílok flutt- ur helsjúkur til sjúkrahúsvist- ar í Reykjavík og ljest í Lands- spítalanum á annan hvíta- sunnudag eftir harða baráttu milli lífs og hels. í þessari bar- áttu mun enginn hafa sjeð honum að miklu bregða. Þeir, sem næstir honum voru, undr- uðust skapgerð hans, þá er flestir töldu dauðann við sjúkra beðinn, og sjálfur þá ekki síst fundið og skynjað að örlaga- stundin nálgaðist. Sýndi hann þá stillingu, er þrekmenni lýs- ir. Var þó óvenjusárt að kveðja þessa jarðvist svo sviplega. Hann var aðeins fertugur að aldri, átti 5 börn á bljúgasta bernskuskeiði, hin elstu 10 ára tvíburar, og framundan var þjónustan fyrst og fremst við þessa litlu einstaklinga, sem hann var borinn til að gefa þessari þjóð. Og kona hans sat við rekkju hans og vakti yfir hverjum vonarneista. — Þessi skapgerð Hólmgeirs hafði gleggst komið áður í ljós, þegar mikið reyndi á. Enn er í fersku minni sá atburður er hann viltist á fjallvegi í norðlenskri stórhríð og frosthörku og lá í fönn í 16 klukkustundir til þess að halda lífi. Það var í janúarmánuði 1944, að hann fór frá Raufarhöfn til Þórs- hafnar, til þess að þjóna í for- föllum sóknarprests. Dvaldi hann þar um hálfan mánuð við ýmis prestsverk. Heimleiðis lagði hann um miðjan dag frá Sjávarlandi í Kollavík yfir hálsinn, er liggur þar milli bygða, og ætlaði út að Orma- lóni. Veður var sæmilegt. Uppi á hálsinum var botnlaus ófærð, og er þangað var komið skall á blindhríð. Reyndi presturinn að teyma hest sinn í ófærðinni og brjótast áfram, en innan skamms gafst hesturinn upp og varð eigi þokað. Gróf Hólm- grímur sig þá í fönnina og Ijet skefla yfir sig. Lá hann þannig um nóttina og hjelt sjer vak- andi. Upp úr miðnætti rofaði í lofti. Reif hann sig þá úr fönninni og gekk um hríð, en fann brátt, að hann fór villur vegar og tók aftur hinn fyrri kost að láta fyrirberast í fönn- inni. Fór svo fram til klukkan 10 næsta morgun, birti þá enn í lofti, svo-að hann gat greint til fjalla og tekið rjetta afstöðu. Skall litlu síðar á iðurlaus hrið. Hólmgrímur náði þó til bæjar um hádegisbilið, kalinn á fót- um og höndum og illa haldinn. Hafði hann þá verið 22 stund- ir það sem að sumri var tveggja tíma ferð, og nú þurfti hann að standa 12 klukkustundir í vatni til þess að þíða kalið. Við þessu snerist hann æðrulaus, svo sem smávikum lífsins. Hólmgrímur Jósefsson var fæddur 12. apríl 1906 á Orm- arslóni í Þistilfirði, sonur Hall- dóru Þorgrímsdóttur og Jóseps bónda Kristjánssonar, er allan búskap sinn hafa háð að Orm- arslóni. Var hann elstur fjög- urra barna þeirra. Hólmgrím- ur tók gagnfræðapróf frá Ak- ureyrarskóla, en stúdentspróf frá Mentaskólanum í Reykja- vík árið 1931. Guðfræðipróf tók hann 1936 og vígðist þá í ágúst að Skeggjastöðum í Norður- Múlasýslu. Árið 1942 fjekk hann Svalbarðsprestakall og settist að á Raufarhöfn. Vorið 1935 kvæntist hann Svanhvíti Pjetursdóttur frá Reyðarfirði, dóttur Sigurbjargar Erlends- dóttur frá Skálum á Berufjarð- arströnd og Pjeturs Magnús- j Hiussdregiar (einlitir) verða teknar upp í dag. // Geysir“ H.f. sonar frá Hrolllaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Varð þeim 5 barna auðið, svo sem fyrr greinir. Sjera Hólmgrímur tók ýmis störf utan embættis síns, endurskoðun við Kaupfjelag Þórshafnar, hreppsnefndarstörf og unglingakenslu. Á Skeggja- stöðum tók hann nemendur á hverjum vetri óg á Raufarhöfn var hann skólastjóri unglinga- skólans tvo síðustu vetur. Að fráfalli manns er sjón- arsviptir og miklu meira. Það er jafnan blóðtaka fyrir þjóð- ina, og okkar litla þjóð má síst við því, að missa menn á manndómsskeiði, þótt sú verði oft raunin. En þeirra er saknað af fjölmörgum utan nánustu ættmenna og venslafólks. — Hólmgrímur er einn þeirra. G. M. M. Byggingafjelag Keflavík byggir 12 Dönsk húsgögn Nokkrir bókaskápar, úr eik, mjög smekk- legir, fyrirliggjandi. Ölvir h.f. Grettisgötu 3. — Símar 5774 og 6444. Frá frjettaritara vor- um í Keflavík. í síðustu viku var flutt í fyrstu tvær íbúðirnar í húsum þeim, sem Byggingafjelag verkamanna í Keflavík hefur látið reisa. íbúðirnar eru þrj.ú herbergi og eldhús, 8x9,5 m. að ummáli. í kjallara eru tvö stór herbergi, auk þvottahúss, geymslu og hitunarherbergis. Húsin eru mjög vönduð og skemtileg og eru tvær íbúðir í hverju húsi. Kostnaðarverð var áætlað 85 þúsund krónur hver íbúð. Yfirsmiður var Þórarinn Ól- afsson og múrari Ingvi Lofts- son. Raflögn annaðist Eyjólf- ur Þórarinsson og málningu þeir Jón Páll og Guðni Magn- ússon. Vatns- og hitalagnir annaðist Sighvatur Einarsson og Co., en verkstjóri var Stein- dór Pjetursson. Byggingafjelag verkamanna var stofnað 1942 með 26 fjelög- um og nú eru fjelagarnir orðnir áttatíu. Formaður fjelagsins er Valtýr Guðjónsson forstjóri. — Alls er fjelagið búið að byggja 12 íbúðir, en áformað er að byggja á næstunni 20 til 30 íbúðir í viðbót, því húsnæðis- þörf er mjög mikil í Keflavík. ■IIIIMIIIIMIMIIIIIIMIIMIIIIIMMIIMIMMIIMIIIIIIIIIMMIMI'IMMIIIMIIIIIIIIIIMIIIIMIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIMMIIIIIIIIMMMIIIMMIIIIIIIMIIMIIMIMIIMIIIIIIMIIIIIIItllllVIIIIIIIIIIIIIIIMMIMIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIMIIII X-9 Effir Robert Storm iMimmmmmmmmMmMiimimm iMMMMmmmmmmmmimmmi immmMmMMMMMMMMMMMMMMMMmMMMMMtmMMmMMMMMMMMMMimmMMMMMMMMmiA WIUPA, VWIÍ.S VOLI RU5TLE GRUBjÍAi £ClNö TO LOOK. AR0UND...AWYB5 MlöH TIDE WíLL FLOAT U6 OUT OF n here! WfM HOPE SO• I'M 3E6INNIN6 TO feel like ROBINEON 6RUE60/HE Wilda. — Mjer líður svo illa vegna veslings frú Krudd. Það var hræðilegt. — X-9: Það var ekki þín sök, Wilda. Þessi bylgja hefði vel getað skolað þjer fyrir borð líka. — Krudd, mjer þykir þetta sem gerst hefir, ákaflega leitt. En við verðum allir að horfast í augu við slíkt einhvern tíma. — Náskegg- ur: Já, jeg býst við því, jeg þakka þjer kærlega fyrir samúðina, hr. Coggigan. ■— Náskeggur (við sjálfan sig) Gott hjá mjer. Jeg gat meira að segja látið nokkur tár renna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.