Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 1
16 síður Í3. argangur. 134. tbl. — Fimtudagur 20. júní 1946 ís&SöJlGS.rprentsmiðj a b.i. Brefar hlynfir alþjóðaeffirlifi með alemerkunni Utanríkisráðherrarnir ósammáia um skaðabótugreiðslur ítalu New York í gærkveldi. NEFND sú, sem að undan- förnu hefir fjallað um meðferð atomorkunnar, kom saman til fundar í deg. Lýsti fulltrúi Kanada í nefndinni því yfir, að stjórn hans væri algerlega fvlgj andi tillögum Bandcf íkjanna um alþjóðaeftirlit með atom- orkunni. Fulltrúi Breta tók og til máls. Lýsti hann yfir ánægju stjórn- ar sinnar yfir tilboði Banda- ríkjamanna. Rússneski fulltrúinn í nefnd- inni, sem einnig tók til máls á fundi hennar í dag, fór fram á .nokkurn frest, áður en end- anlega væri gengið frá þessum málum. Kvað hann stjórn sína þarfnast meiri tíma til að kynna sj.er þessi mál. Slippfjelagið h.f. byggir 47 smál. bál NÝLEGA hefir verið hleypt af stokkunum hjer í Reykja- vík nýjum mótorbát. Báturinn, sem er 47 smálestir að stærð, með 160 hestafla Lister-Diesel vjel, er smíðaður af Slippfjelag inu í Reykjavík h f., en Pjetur Wigelund hefir teiknað hann og annaðist alla verkstjórn. „Hagbarður“, en það heitir báturinn, er mjög vandaður, smíðaður úr eik og innrjettað- ur úr mahogoni og birki. Þá er hann búinn öllum nýjustu tækjum, svo sem dýptarmæli og fleiru. Eigandi bátsins er Húsavík- urkaupstaður og er í ráði að gera hann út á síldveiðar í sum ar. Áætlaður ganghraði „Hag- barða“ er 9% míla. Tillögur Indlands málanefndarinnar enn til umræðu New Delhi í gærkveldi. FLOKKUR Múhamedstrúar- manna hefir ritað Wavell, vara konungi Indlands, brjef, þar sem farið er fram á það, að frekari upplýsingar verði gefn- ar í sambandi við nokkur atriði í tillögum Indlandsmálanefnd- arinnar. Hinsvegar er þess vænst, að Þjoðþingsflokkurinn kunni á morgun að gefa út opin bera yfirlýsingu um afstöðu sína til þeirrar tillögu Wavells og Indlandsmálanefndarinnar, að komið verði á fót 14 manna bráðabirgðastjórn fyrir landið. Fulltrúar þjóðþingsflokksins komu saman á fjögra stunda fund í dag og var Gandhi við- staddur. Fulltrúarnir munu þó enn ekki hafa lokið viðræðum sínum. — Reuter. Forsæfis- og utan- ríkisráðherra berasf kveðjur og heilla- óskir FORSÆTIS- OG UTAN- RÍKISRÁÐHERRA Ólafur Thors og kona hans tóku á móti gestum í ráðherrabústaðn um þann 17. júní síðdegis. Kom þangað fjöldi manns og þeirra á meðal fulltrúar erlendra ríkja, sem báru fram kveðjur og árnaðaróskir í tilefni af þjóðhátíðardegi íslendinga. Auk þess bárust utanríkis- ráðherranum ýmsar hjerlendar og erlendar kveðjur, þar á meðal frá Halvard M. Lange, utanríkisráðherra Norðmanna, Georges Bidault, utanríkisráð- herra Frakka og sendiherra Bandaríkjanna hjer, Louis G. Dreyfus, sem nú er staddur í Ameríku. Utanríkisráðherrann hefir þakkað kveðjurnar A að dæma landsleikinn Danmðrk—ísland Th. Kristiansen knattspyrnu- dómari frá „Gjöa“ í Oslo, sem dæmir landsleik í knattspyrnu ! milli Dana og íslendinga, sem! fram fer hjer í Reykjavík í næsta mánuði. Ágætir dómar Osló- blaðanna um K.R.- flokkinn EINS OG ÁÐUR hefir verið getið í Morgunblaðinu sýndi fim- leikaflokkur KR í Turnhallen í Osló 17. júní fyrir troðfullu húsi og við mikla hrifningu áhorfenda. Fara blöðin í Osló mjög lofsamlegum orðum um flokkinn og stjórnanda hans, Vigni Andrjesson. „Verdens Gang“ segir m. a.: „Fimleikasýning íslenska flokks ins var mjög áhrifamikil. Nokkr ar af dýnuæfingunum gerðu á- horfendur alveg agndofa. Helj- arstökkin og flik-flak voru tekin með svo mikilli nákvæmni og öryggi, að það mun vera með því besta af því tagi, sem sjest hefir í Noregi“. „Morgenposten“ segir: „Hin velhepnaða fimleikasýning ís- lendinganna vakti mikinn fögn uð áhorfenda og flokkurinn var hjartanlega hylltur.“ „ Aftenposten“: „Fimleika- flokkur íslendinganna vakti mikla aðdáun með dýnuæfing- unum, sem voru útfærðar með glæsibrag og an dauðra punkta. Á þessu sviði standa þeir vissu- lega talsvert framar norskum fimleikamönnum“. „Arbejderbladet": „Staðæf- ingarnar voru útfærðar með mikilli nákvæmni en íslending arnir geymdu það besta þangað til síðast, dýnuæfingarnar. Fyrst voru samsetningar af smástökkum og síðar Araba- stökk afturábak og loks helj- arstökk, hátt og fallegt, með beinum líkama. Flokkurinn er nú kominn til Stokkhólms og sýndi þar í gær- kveldi. Um utanför KR-flokksins barst blaðinu eftirfarandi frjettatilkynning frá ríkisstjórn inni í gær: Ríkisstjórninni hefir borist simskeyti frá fararstjóra KR- flokksins, Bjarna Guðmunds- syni blaðafulltrúa. Flokkurinn hefir sýnt í Osló við góðan orð- stír. Blöðunum Verdensgang, Morgenposten, Aftenposten og Arbejderbladet ber saman um, að sýningin hafi tekist mjög vel, einkum þó dýnuæfingarn- ar. Nákvæmni flokksins og ör- yggi sje á borð við það besta, sem þekkist í Noregi, enda hafi áhorfendur tekið flokknum með miklum fögnuði. Hússar vilja yreiðslu í iðnaðarvörum París í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. UTANRlKISRÁÐHERRAR fjórveldanna komu saman á tveggja klukkustunda fund í dag og hjeldu umræður áfram um væntanlega friðarsamninga við ítali. Ekkert samkomulag hefir þó enn orðið með ráðherr- unum, en aðal ágreiningsefnið til þessa hefir verið með hverju móti ítalir skuli greiða stríðs- skaðabætur sínar. Molotov, utanríkisráðherra Rússa, vill að ítalir greiði Ráð- stjórnarríkjunum skaðabæturn- ar með iðnaðarvörum á sex ár- um. Kvað hann meginkostinn á þessu vera þann, að ítölskum framleiðendum yrði með þessu móti hægt um vik að losna við framleiðsluvöru sína. Byrnes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Bevin, breski utanríkisráðherrann, voru hins vegar andvigir þessu. Töldu þeir að greiðsla í iðnaðarvörum til Rússa mundi tefja mjög fyr- ir allri viðreisn atvinnuveg- anna í Italíu. Þá urðu einnig nokkrar deil- ur milli Molotovs annars vegar og Bevins hins vegar um skaða- bótagreiðslur til einstaklinga, sem orðið hefðu fyrir meiðsl- um af völdum ítala. Vildi Molotov láta greiða öllum þeim skaðabætur, sem særst hefðu á þeim svæðum, sem ítalir her- tóku, en Bevin sagðist ekki geta fallist á þessa tillögu rússneska utanríkisráðherrans. Þess er vænst að aðalumræðu efni utanríkisráðherranna á morgun verði landamæri Ítalíu og Frakklands. Hrifning á söng- skemtun Elsu Brems og Steiáns Islandi ELSA BREMS og Stefán ís- landi hjeldu söngskemtun sína í gærkveldi í Gamli Bíó við mikla hrifningu áheyrenda. Húsið var þjettskipað áheyrend um, sem hyltu ákaft óperu- söngvarana. Bárust þeim báð- um blómvendir eftir hvert lag og urðu þau hvort fyrir sig að syngja aukalög og endurtaka sum lögin. Gyðingar ræna enn einum breskum liðsforingja Jerúsalem í gærkvöldi. MENN óttasc nú mjög að Gyðingum hafi tekist að ræna enn einum af herforingjum Breta í Palestínu og eru þeir þá orðnir sex talsins, sem þeir hafa numið á brott. Herforingi sá, sem nú er saknað, er einn af meðlimum breska herfor- ingjaráðsins í landinu. Breskir loftfluttir hermenn leita nú herforingjanna í Telaviv og víðar. Hefir verið komið upp umferðahömlum við enda allra helstu strætanna í Telaviv og gætur eru hafðar á vegum þeim, sem liggja til borgarinnar. Þá hefir borgar- búum verið bannað að vera á ferli á kvöldin og heryfirvöld- in bresku í landinu hafa til- kynnt, að engum breskum her- mönnum verði leyft að fara um hverfi Gyðinga, nema þeir sjeu að gegna herstörfum. með- an núverandi ástand stendur. Bretar vilja klófesta Múftann London í gærkveldi. NOKKRAR umræður urðu í dag í neðri málstofu breska þingsins um flótta Múftans af Jerúsalem frá Frakklandi. í sambandi við umræður þessar, var því lýst yfir opinberlega af hálfu stjórnarmnar, að Múftan um mundi ekki leyft að snúa aftur til Palestínu, og að stjórn in mundi því fegnust, ef tæk- ist að klófesta hann á ný. Hins vegar kom það fram, að ekkert er enn vitað með vissu um dvalarstað Múftans. Verkfall loftskeyfa- manna í Egypta- Cairo í gærkveldi. MÖRG hundruð loftskeyta- menn í Egyptalandi hófu verk- fall í dag'. Verkfallsmenn hafa ekki yfirgefið vinnustöðvar sín- ar, en neita að sinna störfum sínum. Loftskeytakerfi lands- ins er nú að mestu lamað og óttast menn að verkfallið kunni að breiðast til símaþjóna. —Reuter. NEGRAR FLUTTIR BURT? LONDON. Líklegt er talið að Bandaríkjamenn muni bráð- lega flytja á brott úr Þýska- landi alla þá negra, sem eru þar í hernámsliðinu. Fyrst og fremst er samkomulag slæmt milli þeirra og hvítra hermanna og svo hefir einnig komið í ljós, að Þjóðverjum er illa við svert- ingjana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.