Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. júní 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, AuSturstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Sár vonbrigði í GÆR birtist hjer í blaðinu ræða sú, er forsætisráð- herrann flutti af svölum alþingishússins 17. júní. í gær birtist einnig í Þjóðviljanum umsögn ofsatrúar- kommúnistans Kristins E. Andrjessonar um þessa ræðu. Hann sagði að ræðan væri íslendingum „sár vonbrigði“, vegna ummæla forsætisráðherrans um herstöðvamálið. Hvað sagði nú forsætisráðherrann um herstöðvamálið? Hann sagði, að íslendingar hafi fyrir löngu „tekið af skar- ið“ í þessu máli. Hann vitnaði til skýrslu ríkisstjórnar- innar um málið og sinna eigin ummæla í útvarpsræðu frá Alþingi 26. apríl, og bætti þvínæst við (orðrjett): „Þau ummæli eru skýr og tvímælalaus. í þeim felst, að á frið- artímum vilja íslendingar ekki hafa hernaðarbækistöðv- ar í landi sínu“. Það er án efa þau ummæli forsætisráðherrans, að ís- iendingar vilja engar herstöðvar í landi sínu á ófriðartím- um, sem eru Kr. E. A. „sár vonbrigði“! ★ Það er löngu vitað, að Kr. E. A. trúir meir á Stalin ,.alföður“ í Moskva en heittrúarmenn á almætti guðs. Þegar minnst er á Rússland og Stalin, verða sjáöldrin í c.ugu Kristins glóandi og öll ásjónan líkust því sem óður maður sje. Hvað sem líður skoðunum annarra kommún- ista á herstöðvamálinu, er þeim og öllum ljóst, að fyrir Kr. E. A. hefir aldrei annað vakað en að reyna að þjena Rússlandi. Hann hefir tjáð sig á móti því, að Bandaríkin fengju hjer herstöðvar. Þökk sje honum fyrir það. En hitt er vitað, að andstaða hans var ekki sprottin af um- hyggju fyrir íslandi, heldur af skriðdýrsdýrkun fyrir Rússlandi. Það er hans forsmán. ★ Þegar ríkisstjórn Islands hinn 6. nóv. tók af skarið í herstöðvamálinu, átti Kr. E. A. sæti á Alþingi og meira að segja í nefnd þeirri, sem um málið fjallaði. Honum var því best kunnugt um, hverju ríkisstjórnin svaraði. Og þegar forsætisráðherrann birti svar ríkisstjórnarinnar : útvarpsumræðum frá Alþingi 26. apríl kom fregnin næsta dag í Þjóðviljanum yfir þvera forsíðu á þessa leið: „Svar íslands afdráttarlaust nei“. Með öðrum orðum: Þjóðviljinn viðurkennir 27. apríl að svar ríkisstjórnarinnar hinn 6. nóv. hafi verið „af- dráttarlaust nei“. Samt sem áður notaði Þjóðviljinn þá leynd, sem varð að krefjast yfir þessu máli um skeið, til staðlausra og látlausra blekkinga um málið. Hversvegna gerði Þjóðviljinn það? Það var vegna þess, ?ð næst þjónkuninni við Rússland var mest hugsað um það, að reyna að ná sjer í flokkslegan ávinning. Það er af sömu ástæðu sem Kr. E. A. „fagnar“ nú hin- um afdráttarlausu ummælum forsætisráðherrans, að ís- lendingar vilji cngar herstöðvar hafa í landi sínu á frið- artímum, með því að segja að ræða forsætisráðherrans hafi verið íslendingum „sár vonbrigði“!! ★ Það, sem upplýst er í þessu máli er því þetta: Fyrsta sjónarmið ofsatrúar kommúnistans Kr. E. A. er, að þjóna Rússlandi. Annað sjónarmið hans er, að blekkja þjóðina og brengla staðreyndum, í því skyni að reyna að ná flokkslegum árangri fyrir kommúnista. Frá sjónar- miði Islands og íslendinga hefir Kr. E. A. hinsvegar aldrei 3Tfirvegað þetta mál. Það hefir fortíð hans sannað ótví- rætt. Og það hefir hann enn undirstrikað og staðfest með síðustu skrifum sínum. En það er máske til of mikils ætl- ast, að maður sem sýnt hefir í verki, að erlend þjóð á hann með húð og hári, hafi nokkuð aflögu til sinnar eigin ])jóðar. Yfirlýsingar forsætisráðherrans í herstöðvamálinu, íyrr og aftur nú, eru því ekki vonbrigði íslensku þjóð- inni. Þvert á móti. Þjóðin fagnar þeim af alhug. En yfir- lýsingarnar eru sár vonbrigði þeirra manna, sem telja nú með öllu i/onlaust að geta lengur blekt þjóðina í þessu máli. 'Uíhverfi ábripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Þegar býður þjóðarsómi ÞJÓÐHÁTÍÐIN á mánudag- inn var, er ennþá umræðu- efni manna á meðal. — Getur það verið að fólk, sem skemt- ir sjer, eins og Reykvíkingar gerðu þann 17. júní, eigi heims met í drykkjuskap og óreglu? sagði merkur borgari við mig í gær. Svarið hlýtur að vera neit- andi. íslendingar eru ekki ó- reglusamari en aðrir og allra síst þegar býður þjóðarsómi. Það sást á lýðveldishátíðinni 1944, þegar Islendingar komu vel fram og virðulega og það sást aftur nú þann 17. júní. Þaðmætt i ef til vill segja, að þetta sje svo sjálfsagt, að það eigi ekki að hafa orð á því. En það er haldið uppi stöð- ugum áróðri um að íslenska þjóðin sje að fara í hundana, æskan að hneygjast til glæpa og ekkert sje fram undan nema voðinn einn, að það er uppörv- andi fyrir þá, sem ekki hafa tapað allri trú á þjóðina sína, að sjá að óreglusögurnar eru oftast ýktar. Tölur segja ekki alt. ÞEIR, sem vilja halda óreglu- sögum um íslendinga á lofti, birta tölur máli sínu til stuðn- ings og glæpahneygð íslenskr- ar æsku er einnig sönnuð með tölum. En tölur segja stundum ekki nema hálfan sannleikan. Það er rjett að hægt er að sýna með tölum að rúmlega 1200 manns hafa verið „teknir úr umferð“ í Reykjavík frá áramótum. En hvað eru sömu mennirnir taldir oft í þessari heildartölu?. Sama er að segja um glæpina. Nokkrir bófar hafa farið rænandi og ruplandi um hirslur manna. Þegar hver smá- þjófnaður hvers þeirra er tal- inn í opinberum skýrslum get- ur litið svo út að annarhver Reykvíkingur sje þjófur eða ræningi. Vist er það rjett, að ástand- ið í áfengismálum okkar mætti og ætti að vera betra en það er og vinna verður að því öll- um árum að fækka glæpum. En að þjóðin sje að fara í hund- ana vegna glæpaaldar og drykkjuskapar er sem betur fer rugl, sem haldið er fram í á- róðursskyni. Falleg skreyting. AF YTRI SKREYTINGUM í bænum í sambandi við hátíða- höldin um síðustu helgi mun enginn skreyting hafa vakið jafn mikla athygli og blóma- skreytingin og flaggborgirnar við Menntaskólann í Reykja- vik. Skólinn og skólabletturinn var svo einkar smekklega skreytur. Ekki of lítið og ekki of mikið. Það var Hörður Bjarnason skipulagsstjóri, sem gerði teikn ingar af skreytingunni, en Blóm og Ávextir, sem annaðist blómaskreytinguna. Var það mikið verk og unnu margir menn að því í nokkra sólar- hringa, en sú fyrirhöfn var ekki unnin fyrir gíg, því allir, sem fóru framhjá skólanum tóku eftir skreytingunni og höfðu yndi af. • Lítil skreyting. Um AÐRAR SKREYTINGAR í sambandi við hátíðahöldin verður ekki sagt að nein hafi skorið sig úr. Það vantaði t.d. alveg skreytingu á svalir Al- þingishússins, Þar sem forsæt- isráðherra þjóðarinnar flutti sína stórmerku ræðu. Hefði verið hægt með lítilli fyrir- höfn að koma fyrir fána á svalirnar, eða hreinlega lýð- veldismerkinu, sem hlýtur að vera til ennþá. Fáar verslanir höfðu haft fyrir því að punta upp á sýn- ingarglugga sína og örfáar skáru sig úr að smekkvísi. Þó var einkar laglegur lítill gluggi í Bankastræti, sem mun til- heyra kjólaversluninni Ninon. Sumstaðar, þar sem einum eða tveimur íslenskum fánum hafði verið stungið niður inn- anum silkisokka og varalit í glugga, hefði betur ekkert ver- ið. Svo ætti nú blátt áfram að banna mönnum að nota íslenska fánann sem gluggatjöld, jafn- vel þó það eigi að heita „þjóð- hátíðarskreyting". m Kassa-karlar. TIL ÞESSA höfum við átt tvo landsfræga kassakarla: •— „Karlinn á kassanum“, sem prjedikar á Lækjartorgi, „Karl- inn í kassanum", sem kom fram í Iðnó hjer um árið og og víðar við mikinn fögnuð á- heyrenda og nú virðist svo sem þriðja fígúran sje að bætast í hópinn, en það er „Karlinn með kassann“. Hjer á dögunum var jeg að bera blak af þeim síðastnefnda og setti ofaní við kunningja minn, sem var að hnýsast í hvað myndi vera í einhverjum kassa, sem ritstjóri Þjóðvilj- ans var að rogast með út úr rússneska sendiráðinu við Tún- götu. Var á það bent hjer í dálkunum að þetta ætti að vera einkamál ritstjórans. En svo verður hann vondur við mig fyrir greiðan og skrif- ar úrilla grein í blað sitt. Og lofar meiru seinna. Já, laun heimsins eru van- þakklæti! Vilji ritstjórinn verða lands- frægur sem „karlinn með kass- ann“, þá er það líka hans einka- mál. ! MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ! | ................... I Moskvaöflin eru að sfyrkjasf í kommúnisfaflokkunum ÞAÐ VAKTI mikla athygli, sem eðlilegt er, þegar komm- únistaflokkurinn vjek tveim ritstjórum frá Þjóðviljanum í vetur. Ekki síst vegna þess, að þar áttu tveir þingmenn flokks ins í hlut, Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson. Engar skýringar voru gefn- ar á brottvikning þeirra. Þeir voru látnir hverfa frá blaðinu svo að segja orðalaust. Það sem í fyrstu fór lágt, er nú komið í hámæli. Hvers vegna alþingismönnunum tveim var vikið frá ritstjórn blaðsins. Þeir eru ekki nægilega hlýð- in verkfæri í höndum flokks- formannsins. „Línan“ ræður. Brynjólfur Bjarnason er á „Moskvalínunni“. Hann ræður öllu í flokki sínum. Flokks- forysta hans er alveg eftir hinni austrænu fyrirmynd. Það er hið austræna lýðræði eftir kokkabókum meistaranna. Einn vilji ræður. Hinir verða að hlýða. Og þejr hlýða. Sitja og standa eins og herrann fyri'r- skipar. Eru ritstjórar, þegar þeim er sagt það. Eða hættá ac$ vera ritstjórar þegar þessi eini flokksherra vill svo vera láta. En viljinn sem ræður gerð- um Brynjólfs Bjarnasonar er ekki af innlendum toga spunn- inn. Brynjólfur Bjarnason er ekki, þegar því er að skifta, sjálfstæðari í athöfnum sínum og gerðum en litli fingur ris- ans. Ef sambandið slitnaði milli hans og hins austræna höfuðs, þá hætti Brynjólfur Bjarnason að vera nokkur hlutur, jafn máttlaus og ósjálfbjarga eins og litli puti, sem höggvinn væri af hendi manns. Alræðið. Þetta veit Brynjólfur Bjarna son og fer ekki dult með gagn- vart flokksbræðrum sínum. Því hinir sönnu kommúnistar vilja hafa þetta einmitt svona. Eins og Jóhannes úr Kötlum, sem hefir auglýst, að alræði skyn- seminnar eigi heima í Kreml og Þorbergur Þórðarson, sem skrifar sig í kaf um móralska mælikvarða þar austur frá. Menn eins og Einar Olgeirs- son og Sigfús Sigurhjartarson eru líka með lífi og sál í komm- únistaflokknum og láta full- trúa hins austræna valds segjá sjer hvað þeir eigi að gera. En þeir feru með því márki brfend-i if, að þeir hafa fengið nasasjón af því, að stjórnmálaflokkur, sem starfar á íslandi og þykist vinna fyrir íslenska hagsmuni, getur aldrei orðið fjölmennur til lengdar, þegar hann í raun rjettri hefír ofurselt sál og sannfæring erlendu valdi. Islendingum líkar ekki einræðið. Hið erlenda vald í hinum ís- lenska kommúnistaflokki ræð- ur þar öllu í dag — fyrir kraft þeirra orða, er útganga úr for- mannsins munni. Og svo mun verða meðan flokkur sá er til. Þeim fækkar bara, sem fylgja slíkri flokksforystu. Þó íslenskir kommúnistar hafi flekað menn til fylgis við sig og ákalli nú íslenska kvenþjóð með miklum fjálgleik að fylgja hinni austrænu stefnu, er flokkurinn dæmdur til þess að fara síminkandi, eftir því sem menn kynnast honum betur. Flokkseinræðið rússneska á ekki við íslenska þjóð. KVENLÖGREGLA í BERLÍN. LONDON. Ákveðið hefir verið að ráða ‘350 konur, til þess að hafa með höndum lög- reglucftifMt á götum og í veit- ingahúsum1 Berlínarborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.