Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 14
14 —MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. júní 1946 ðvm Lóa íangsokkur Eftir Astrid Lindgres* 73. Strax og Tumi og Anna komu úr skólanum, fóru þau að búa sig til boðsins. Anna bað mömmu sína að krulla á sjer hárið, svo hún yrði almennilega fín. í>að gerði mamma hennar og batt svo stóran hvítan silkiborða í hár dóttur sinnar. Tumi greiddi sjer upp úr vatni, svo hárið á hon* um skyldi ekki vera úfið. Hann vildi aldeilis líta almenni- iega út. Svo ætlaði Anna í fínasta kjólinn sinn, en mamma hennar sagði að það gengi ekki því hún var sjaldan mjög hrein og þokkaleg, þegar hún kom frá Lóu. Svo hún varð að láta sjer nægja næstsíðasta kjólinn sinn. Tuma var hjerumbil sama í hverju hann var, bara ef það heilt og hreint. Auðvitað höfðu þau keypt afmælisgjöf handa Lóu. Þau höfðu tekið aurana úr sparibauknum sínum og á heim- leiðinni úr skólanum höfðu þau skotist inn í leikfanga- búð við Stórgötuna og keypt ákaflega fínan . . . já, hvað það var, átti að vera leyndarmál í bráðina. Og nú var búið að búa um gjöfina með grænum pappír, og bundið fallegri snúru utan um. Þegar þau voru tilbúin tók Tumi bögg- ulinn, og svo lögðu þau af stað til Lóu, og mamma þeirra kallaði á eftir þeim, að gæta vel að fötunum sínum. —• Anna átti líka að fá að bera böggulinn, og þau komu sjer saman um að halda bæði á honum, þegar þau afhentu hann. Þetta var í nóvembermánuði og það dimmdi snemma. Þegar Tumi og Anna komu inn í garðinn hjá Lóu, hjeld- ust þau fast í hendur, því það var heldur betur dimmt hjá henni milli trjánna, og það þaut svo ömurlega í gömlu trjánum, sem voru búin að fella síðustu laufin. „Ósköp er orðið haustlegt“, sagði Tumi. Þá var skemmtilegt að sjá ljósin í gluggunum á húsinu og vita að maður var á leiðinni í afmælisveislu. Venjulega fóru þau systkinin inn eldhúsmegin, en nú fóru þau hinum megin. Hesturinn var ekki á svölunum. Tumi barði kurteislega að dyrum en innan frá heyrðist sagt með dimmri röddu: Hver kemur hjer um kalda nótt og knýr hjer á mitt hús. 65. dagur Það hafði róað hana í bili, en nú, í mars-mánuði, voru margar vikur síðan hún hafði frjett af honum. A hverjum morgni sendi hún bátinn til Georgstown í von um, að hún frjetti eitthvað. En ekkert frjett ist. Blöðin voru -jafnvel hætt að minnast á málið. Hún varð aftur vongóð. Eng- ar frjettir voru góðar frjettir. Sennilega höfðu þeir nú lokið undirbúningnum og hafist handa. Ef til vill voru þeir nú þegar komnir inn í Mexikó. Það var raunar ógn skiljanlegt, að engar frjettir skyldu berast. Aaron hafði vitaskuld sjálfur bannað það. Hann hafði vald til þess. Vald! Hún var gagntek- in hrifningu. Hún sá hann í anda krýndan til keisara — og heyrði múginn hrópa: — „Lengi lifi keisarinn, Aaron fyrsti!“. „Þannig er það. Þannig hlýt- ur það að vera!“ sagði hún við sjálfa sig oft á dag. En óvissan var hræðileg. Theo varð mög- ur og guggin og hætti að geta sofið. Jósep dvaldi löngum í Kol- umbia. En þegar hann kom að Eikabæ neitaði hann að ræða málið við Theo — og hann var mjög áhyggjufullur upp á síð- kastið. í apríl var bið hennar loks- ins á enda. Dag einn sat hún úti á veggsvölunum með Gampy á hnje sjer. Hann var að lesa fyrir hana, og vandaði sig afar mikið. „Hundurinn er trygg skepna og á skilið að- dáun okkar mannanna“. „Þetta er prýðilegt, elskan“, sagði hún, og klappaði honum blíðlega á kollinn. „Verður afi ekki glaður, þeg- ar hann heyrir mig lesa svona vel?“ spurði hnokkinn, og leit með eftirvæntingu á móður sína. Það var nú orðið æðsta takmark hans í lífinu að geðj- ast afa sínum. „Auðvitað verður hann glað- ur“, ansaði Theo brosandi. — Ó, af hverju frjetti jeg ekkert af honum? Allt í einu heyrði hún hófa- dyn. Hjarta hennar kipptist við. En auðvitað var það ekki Aaron. Hvernig hefði henni getað dottið önnur eins fjar- stæða í hug? Það var Jósep að koma heim frá Georgstown. Hann stökk af baki rjett fyrir neðan svalirnar, þaut upp þrep- in og fleygði í hana dagblaði. „Lestu þetta!“ hrópaði hann. Hún starði undrandi á hann. Hann var eldrauður í andliti og nötraði frá hvirfli til ilja. — Gampy rak upp hræðsluóp, og greip dauðahaldi í móður sína. „Geturðu ekki lesið þetta?“ æpti Jósep, og benti með skjálf- andi hendi á blaðið. Hún leit á blaðið. Það var „Richmond Enquirer“, frá 27. mars 1807. „Hvað kemur þetta blað mjer við“, hvíslaði hún. „Skollinn hafi það! Ertu ekki læs, paanneskja?“ Þótt hann reyndi að breiða yfir það með reiðilátum, sá Theo, að honum var brugðið. Hún tók að lesa. ,,I gærkvöldi kom föður- landssvikarinn Aaron Burr til Richmond, og bíður nú dóms. Hann var tekinn höndum af Nicholas Perkins, ofursta, og hinum hugrökku mönnum hans, og þeir fluttu hann hingað. Það mun nú unnið að því, að taka fleiri samsærismenn hönd um. Vjer vonum, að þeir hljóti allir makleg málagjöld“. Theo reif blaðið í tætlur. „Þetta er ekki satt! Þetta er ekki satt!“ hrópaði hún. „Þetta er ekki satt!“ hermdi Jósep eftir henni, frávita af bræði. „Þú viðurkennir aldrei að neitt sje satt, ef það kemur sjer á einhvern hátt illa fyrir þig eða föður þinn! En hann sleppur ekki í þetta sinn. Hann situr nú í fangelsi og bíður þess eins, að verða hengdur, — skil- urðu það!“ Hann barði með svipunni í rimlana og Gampy fór að há- gráta af hræðslu. Theo bar hann inn í húsið. Þegar hún kom aftur út, sneri hún sjer að Jósep, og sagði reiðilega: „Hvernig dirfist þú að tala þannig um föður minn!“ „Hvernig dirfist jeg!“ æpti Jósep. „Hvernig dirfist þú að reyna að flækja mig í svívirði- leg landráðamál. Guði sje lof fyrir að jeg ljet ekki blekkj- ast“. Hún horfði á hann stórum augum: „Þú ert flæktur í mál- ið. Það var sannfæring þín, að faðir minn hefði rjett fyrir sjer. Þú lagðir fram fje. Þó fórst til Blennerhassett-eynnar, og tókst þátt í því, sem þar var að gerast ... . “ Jósep krepti hnefann, og ans- aði með óheillavænlegri ró: „Þjer skjátlast, Theodosia. Jeg hefi aldrei haft áhuga á því, sem faðir þinn hefir tek- ið sjer fyrir hendur. Og jeg hefi aldrei komið til Blennerhass- eynnar“. Theo hjelt að sjer hefði mis- heyrst. „Hefir þú aldrei komið til eynnar?“ „Jeg hefi ekki sjeð Burr ofursta síðan hann kom hing- að óboðinn í október síðast- liðnum, og neyddi mig til þess að ljá sjer húsaskjól". Theo leit á mann sinn, og var djúp fyrirlitning í augna- ráðinu. „Jeg skal reyna eftir megni að trufla ekki þennan skemti- lega leik þinn“. Hún snerist á hæl, og ætlaði að ganga inn í húsið. Hann tók um öxl hennar. — „Bíddu, Theo! Hvað ætlarðu að gera?“ „Jeg ætla að ganga frá far- angri mínum. Síðan ætla jeg til Richmond". „Þú getur það ekki. — Jeg banna þjer það. Jeg vil ekki hafa að neinn af fjölskyldu minni sje bendlaður við þetta hneykslanlega athæfi“. „Jeg mun fara engu að síð- ur. Og þú þarft ekki fremur en þú vilt að líta svo á, að jeg tilheyri fjölskyldu þinni. Jeg vil helst ekki sjá þig framar“. Reiðisvipurinn hvarf af and- liti Jóseps. „Segðu þetta ekki, Theo. Þú veist, að jeg elska þig. Jeg vil ekki gera annað en það, sem jeg veit, að þjer er fyrir bestu. Faðir þinn hefir orðið fyrir hræðilegri niður- lægingu". ,,Nei“, ansaði hún rólega. „Hann getur aldrei orðið fyrir niðurlægingu. Ef hann er í ein- hverjum vandræðum, þá vil jeg fara til hans og reyna að hjálpa honum. Jeg geri ráð fyrir að það sje satt, að hann sje kominn til Richmond. En jeg trúi því ekki, að honum hafi verið varpað í fangelsi. Hann hefir ekki unnið til þess. Þó að Jefferson hati hann, get- ur hann ekki látið varpa hon- um saklausum í fangelsi“. Reiði Jóseps vaknaði á ný. Það nálgaðist brjálsemi, hve traust hennar á Aaroni var tak- markalaust. „Þú ert kjáni!“ hrópaði hann. „Þú trúir engu nema því, sem faðir þinn segir þjer. Hjerna — þú trúir þá kanske hans eig- in orðum!“ Hann dró samanböglaðan pappírsmiða upp úr vasa sín- um, og rjetti henni. Hann horfði sigri hrósandi á hana meðan hún las það sem á miðanum stóð. Hann kunni það utan- að. „Stoddert, 4. mars. Theo. Jeg hefi verið tekinn fast- ur, og þeir leggja af stað með mig norður á bóginn á morg- un. Við förum um Karólína eftir viku. Það eru aðeins níu menn sem gæta mín. Þið þurf- ið ekki nema lítinn liðsstyrk til þess að losa mig úr klóm þeirra. Chester er sennilega heppilegasti staðurinn. A“. „Jeg skil þetta ekki!“ hróp- aði hún. „Hvernig komst þetta hingað? Það er til mín. Af hverju fjekk jeg það ekki fyrr en nú?“ Jósep þagði. Hann iðraðist þess ekki, að hafa tekið brjefið í sínar vörslur — en hann nag- aði sig í handarbökin fyrir að hafa látið reiðina hlaupa með sig í gönur — að hann skyldi hafa afhent henni það nú. Hún sá svipinn á andliti hans og skildi hvernig í öllu lá. „Þú faldir það fyrir mjer“, hvíslaði hún. „Við hefðum get- að bjargað honum — en nú er það um seinan“. Jósep hafði búist við því, að hún yrði reið. En honum varð um og ó, þegar hann sá stirðn- aðan örvæntingarsvipinn á andliti hennar. „Hann hlýtur að halda, að jeg hafi snúið við honum bak- inu. Hann hlýtur að hafa von- að og beðið — eftir því, að vin- ir hans kæmu —. En enginn kom. Hann var aleinn. Ó — hvernig gastu gert honum þetta, Jósep — og mjer?“ Jósep reyndi að taka um hönd hennar. „Vertu skynsöm, Theo. Hvað gátum við gert? Stjórnin ljet handtaka hann. Jeg gat ekki komið í veg fyr- ir, að hann yrði fluttur til Rich- mond“. Gyðingurinn gamli fór til námubæjarins og seldi allar eigur sínar fyrir hest, vagn og 500 dollara í peningum. Síðan lagði hann af stað til fæðing- arborgar sinnar og hafði dótt- ur sína með sjer, en yfir stóra og víðáttumikla eyðimörk var að fara. Er þau voru komin rúmlega hálfa leið, reið upp að þeim stigamaður og skipaði þeim að nema staðar. Eftir að hafa leit- að vandlega á þeim, reið hann á brott og tók með sjer vagn- inn og hestinn. Strax og stigamaðurinn var horfinn, sneri Gyðingurinn aft- ur af stað til námuborgarinn- ar og barmaði sjer hástöfum. ,,Ó, Rebekka, Rebekka“, — hrópaði hann, „jeg er alslaus maður“. „Hvaða vitleysa, pabbi“, — sagði dóttirin rólega. „Vitleysa!“ emjaði gamli mað urinn. „Jeg er búinn að missa hestinn, jeg er búinn að missa vagninn og 500 dollararnir eru horfnir út í veður og vind“. „Já, en hann fann ekki 500 dollarana“, sagði Rebekka. „Jeg faldi peningana“. „Þú bjargaðir peningunum! Hvar faldirðu þá, Rebekka mín?“ „Uppi í mjer“, svaraði dótt- irin. „Jeg faldi þá í munnin- um á mjer og hjer eru þeir“. Gamli Gyðingurinn tók á móti peningunum, taldi þá og leit lengi á dóttur sína. „Skelfileg vandræði“, sagði hann loks, „að hún móðir þín blessuð, skyldi ekki vera með okkur. Við hefðum getað kom- ið bæði hestinum og vagninum undan“. ★ Flækingur nokkur kom að sveitasetri, þar sem húsmóðir- in sat úti í garði sínum. Hann ákvað að reyna að vekja með- aumkvun hennar, gekk inn í garðinn, lagðist á fjóra fætur og byrjaði að borða gras. „Hvað ertu að gera góði?“ spurði frúin. „Jeg er að bíta gras, frú mín góð. Jeg er svo svangur, að jeg get jetið gras“. Það kom meðaumkvunarsvip ur á andlit húsmóðurinnar. „Aumingja maðurinn“, sagði hún. „Komdu hjerna með mjer að eldhúsdyrunum“. Hún þagn- aði andartak og bætti svo við: „Grasið er grænna þar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.