Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. júní 1946 Frú Sigríður Eiríksdóttir: KONURNAR OG BINDINDISMÁLIN JEG ætla að hefja mál mitt með því að lesa nokkrar fyr- irsagnir og útdrætti úr frjett um dagblaðanna að aflokn- um helgarfríum síðastliðnar 3 helgar: Slagsmál í Austurstræti. — Óróaseggjum lenti saman í slagsmálum og rak einn þeirra hnefann í stóra rúðu i sýningarglugga og braut rúð- una. Þetta var sá sjöundi. — Ráð ist var á mann í miðbænum. Maðurinn var sleginn og sparkað í hann. Sagði söku- dólgurinn um leið og hann misþyrmdi manninum- — Mikil ölvun um helgina. — Lögreglan tók marga menn úr umferð og var kjallarinn oftast yfirfullur. Auk þess aðstoðaði lögreglan og ók heim fjölda drukkinna manna. Þá bar og mikið á ryskingum sökum ölvunar hjer í bænum um helgina. Eltingaleikur við bílþjóf. •— Eíl stolið og þjófnum veitt eft irför. Þegar inn fyrir bæinn kom, stökk þjófurinn úr bílnum, en bílinn valt niður í fjöru. Maðurinn var hand- samaður og reyndist hann vera drukkinn. Reið niður 8 ára telpu. — Inn við Elliðaár reið maður niður 8 ára telpu. Slasaðist hún alvarlega og var flutt á sjúkrahús. Reiðmaðurinn var drukkinn. Ölvun, velta, slys. — Enn hefur bílstjóri verið handtek inn fyrir að aka bifreið und- ir áhrifum áfengis. Lögðust til sunds í Þing- vallavatni. — Á dansleik á Þingvöllum náði lögreglan í 2 dauðadrukkna menn, sem voru búnir að klæða sig úr fötunum. Höfðu þeir lagst til sunds, og urðu ósjálfbjarga af kulda og ölvun. Stálu af farþega í bíl. — Tveir menn gerðust sekir um þjófnað af ölvuðum manni í bifreið. Maðurinn, sem ók bifreiðinni var einnig ölvað- ur og próflaus. 442 úr umferð í maí. — Lögreglan hjer í bæ hefur tekið 442 menn úr umferð vegna ölvunar í maí. Er þetta met í drykkjuskap hjer á landi. Hefur lögreglan aldrei tekið eins marga úr umferð á einum mánuði. í fyrra mán uði (þ. e. apríl) voru teknir 448 menn úr umferð. Og nú fyrir síðustu helgi: Mikil ölvun. — Mjög mikil ölvun var hjer um helgina Bar sjerstaklega mikið á drykkjuskap s.l. laugardags- kvöld og aðfaranótt sunnu- dags. Voru húsakynni lög- reglunnar alltaf yfirfull. Jeg lýk þessari ófögru )ýs- ingu af skemmtanalífi lands- manna með stuttri lýsingu eins dagblaðanna hjer um dansleikinn á Þingvöllum ræstsíðastliðinn laugardag, sem orðinn er frægur að end emum. Þar segir svo: „Á (Utvarpseri Fyrri laugardagskvöld var- efnt til dansleiks í stóra salnum. Þegar líða tók á kvöldið, breyttist salurinn í öskrandi skrílbyggð — og var engum siðuðum manni í raun cg veru vært í herbergjum sín- um fyrir öskrum og óhljóð- um fyrir utan, flöskubrotum, klúryrðum og öðru siðlevsi. Fjórir lögregluþjónar komu. austur, en þeir höfðu enga fangabifreið með sjer og gátu því engum stungið inn. — Mikill meiri hluti dansgest- anna voru unglingar á aldr- num 15—18 ára. Þeir veltust fullir og slagandi um stjett- ina, en lentu ekki mikið í ryskingum. Hinsvegar stóðu fullorðnir slánar fyrir þeim. Um 4 leytið kom bifreið brunandi 1 hlaðið með blind- fulla róna, sem börðu utan húsið og sneru í sundur hurð arhúnana. Sumir fóru ekki í burtu, misstu af farartækjum sínum, en lágu eins og skepn ur úti í hrauni og komu svo um morgunininn skítugir og rotinpútulegir til að fá að þvo sjer og eitthvað í svang- inn“. Jeg býst við að framan- greind dæmi nægi til þess að sýna fram á, að ástandið í vínnautn íslendinga og hegð un þeirra undir áhrifum víns, sje orðin gersamlega óþol- andi. Sjálfsagt mæðir mest á Reykvíkingum í þessum efn- um, enda er höfuðborgin bú- in að fá slíkt óorð á sig vegna allskonar glæpa, að þegar nótt eina var brotist inn í Hafnarfirði, var sjerstaklega tiikynnt, að sökudólgurinn hefði ekki verið Hafnfirðing- ur. — Dæmi þess hvernig litið er á Reykjavík um þess- ar mundir undir smásjá út- kndinga, er grein Svíans Nils Palm, í blaði sem gefið er út í Malmö, þar sem hann segir m. a., að drukkið sje meira á íslandi nú, en í flest- um öðrum löndum, og að sjö- undi hver maður í Reykjavík sje stöðugt ölvaður. Okkur Reykvíkingum, sem unnum bæ okkar, þykir að vonum leitt að fá slíka dóma, sem við vitum, að eru að mörgu leyti byggðar á sönn- um forsendum, enda þótt ýkja blaðamannsins og ókunn ugleika gæti þar að nokkru. Jeg hef síður en svo löngun til þess að bera níð á Reykja- vík, og mjer er fullljóst, að skrílmennska sú, sem á sjer stað í opinberu skemmtana- lífi hjer, er ekki framin af búsettum Reykvíkingum ein- um, heldur á sinn þátt í því oheflaður aoskotalýður, sem tryllist, þegar hann hefur fje milli handa í glaumnum og ndi, flutt 7. grein aðhaldsleysinu í Reykjavík. Eigi að síður verður það að játast, að miðbærinn í Revkja vík líkist á síðkvöldum oft verstu hafnarhverfum er- ltndis, og tæplega er unnt að ganga þar um að kvöldi til, svo að maður fyllist ekki þungum áhyggjum yfir því, hversu ofdrykkjan og ó- mennskan virðist vera að ná yfirtökunum. Jeg tel víst, að miklum hluta borgarbúa sje þungt í skapi vegna þeirrar hættu, sem auðsýnilega vof- ir yfir æskulýð þessa lands, ef ekki verður tekið ákveðið í taumana. — Við erum vafa- laust mörg, sem býðum eftir því, að einhverjar aðrar til- lögur komi um úrbætur, en þær, sem komu frá lögreglu- stjóra bæjarins í viðtali hans við blaðamenn nú fyrir skömmu, þar sem krafist er fleiri fangaklefa, fullkomins drykkjumannahælis, fleiri lögregluþjóna. Þess skal þó getið að makleikum, að hinn góðgjarni, háttprúði lögreglu stjóri okkar brýndi fyrir blaðamönnunum um leið, að þeir þyrftu að vera forgöngu. menn að því, að vekja sterkt almenningsálit gegn þeirri siðferðislegu upplausn, sem óhjákvæmilega kemur í kjöl- far ofdrykkju. Blaðamennirn ir hafa vafalaust tekið þessu \el, en þeir eru orðnir svo vanir því að brengla hugsun- arhátt unga fólksins undan- farin ár með því að „slá úr cg í“, dangla svolítið í það öðru hvoru, en koma svo með aisökun að hinu leytinu, að nokkrum dögum eftir hina velmeintu beiðni lögreglu- stjóra til blaðamannanna, gat einn þeirra ekki stilt sig um að koma með eftirfarandi við bót vði annars ákveðna á- deilu á drykkjuskapinn: , Gamansamur náungi sagðx við mig um daginn, að við blaðamennirnir værum allt- af að ofsækja þá sem drekka, þeir mættu hvergi vera í friði f.vrir okkur. Ætli hann segi ekki eitthvað við mig eftir þessar hugleiðingar. Nú megi ekki einu sinni fá sjer einn lítinn á Þingvöllum“. — Öll greinin fjckk fyrir bragðið á sig svip kæruleysis og missti marks hjá mjer og svo mun hafa verið um fleiri. Annar blaðamaður gerir sjer 4 dögum eftir áskorun- ina um almenningsálitið, skrafdrjúgt í pistlum sínum, um 50,000 kassa af áfengu öli, sem Bandaríkjamenn höfðu sett sprengjuefni í og sprengt ur þeirra og þoka okkur um upp, af því að Áfengisversl- un ríkisins, sem þó hafði ver ið boðinn hinn dýrmæti júní 1946) drykkur, mátti ekki kaupa, vegna lagabókstafs um bann á bruggun og sölu áfengs öls hjer í landinu. Er svo að sjá, að umræddur blaðamaður sjái eftir ölinu og notar hann tækifærið til þess að hnýta um leið í Goodtemplararegl- una. Mjer skyldist hann vera einn þeirra, sem eru þeirrar skoðunar, að ef leyft væri að drekka áfengt öl og „snapsa“ myndi horfa til * bóta með drykkjuskapinn í landinu. Nei, jeg held að óhætt sje að segja með vissu, að blaða- menn hafa undangengin ár. brugðist þeirri mikilvægustu skyldu sinni, að skapa sterkt almenningsálit gegn allskon ar ómenningu, sem þróast með þjóð vorri. Engir hafa betri aðstöðu til þess en þeir, enda er þeim ljósast hverju stöðugur, samhentur áróður blaða getur áorkað — bæði til góðs eða ills. Hver myndi nú vera orsök in til þess, að hjer í landinu hefur ofdrykkja, sviksemi, okur, innbrot og allskyns glæpir farið svo ört vaxandi xmdanfarin ár, að örvggi borgaranna verður að engu, ef ekki verða hið bráðasta gerðar öflugar ráðstafanir til bóta. Jeg fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um, að hundruð þúsund manna er- lendt setulið, sem hefur her- setið land okkar fram að þessu, á sinn drjúga þátt í hvernig komið er. Á ófriðai’- árunum, þegar fjölmennt, setulið tók sjer bólfestu í landi okkar, áttu sjer stað þung átök um æskulýðinn. Annarsvegar var fjölmennt setulið með bjarma æfintýrs ins yfir sjer, vínföng, tóbak, sælgæti og skemmtanir, stutt af fjölmennum hóp lands- manna, sem ljet sjer á sama standa um allt nema gróð- ann, sem hægt var að hafa út úr þessum gestum, er höfðu þrengt sjer inn í land okkar og vistarverur. Hins- vegar var tiltölulega fáliðað- ur hópur, sem reyndi af megni að spyrna við fæti, en gafst ýmist upp fyrir ofur- eflinu, eða var beinlínis meinað að starfa til björgun- ar hinum afvegaleiddu ung- mennum. Þannig var sá litli vísir björgunarstarfsins kæfð ur af ábyrgðarlausum for- ustumönnum, sem sáu ekki, eða vildu ekki sjá hvað var að ske. Jeg vil ekki eiga á hættu, að mjer verði borið á brýn, að jeg hafi engar sannanir fyrir máli mínu, og leyfi mjer því að tilfæra hjer greinar- korn úr bók, sem heitir „Jeg var send til íslands", eftir cmeríska stúlku, Jane Good- ell að nafni, sem starfaði hjer á vegum ameríska Rauða krossins, að því er virðist, til þess að skemmta hermönnun um og útvega þeim skemmti atriði á innlendum vett- vangi. Segir hún m. a. í ein- um kafla þessarar bókar, frá aðferð sinni og stallsystra sinna, til þess að ná íslensk- um stúlkum, sem í fjölmörg- um tilfellum voru kornung- ar, frá 14—18 ára, inn á dans leiki til hermannanna. Um þetta farast henni orð á þessa leið (nákvæmlega þýtt): „Fyrstu innfæddu stúlkurn ar komu um 9 leytið og fyr ekki. Á seinni tímanum til níu beindum við augum okk ar að anddyrinu, svo að okk- ur mætti takast, að uppfylla hið þýðingarmesta hlutverk okkar sem sje, að bjóða hinar styggu, innlendu meyjar vel- komnar. Aðstaða okkar var áþekk köngulóarinnar, sem ginnir fluguna í vef sinn, og við urðum að lokka þessar feimnu stúlkur inn 1 bragg- ann undir áfjáðu og jafnvel gráðugu tilliti þúsund augna. Veiðin, sem við vorum að beita fyrir, var afar, afar treg. Stundum komum við stúlkunum inn fyrir dvrnar með því að taka þjett í hend- leið aftur á bak inn í bragg- ann. íslendingar heilsast mik- ið með handabandi, og þenn- an sið notuðum við okkur sem átyllu til þess að toga þær inn, án þess þó beinlínis að beita líkamlegu ofbeldi. Tvær eða þrjár gægðust máske inn um dyrnar. Þeg- ar hundruð karlmanna þustu í áttina til þeirra, áttu þær það til að draga sig skyndi- lega í hlje, en gægðust svo inn aftur, þegar fleiri stöll- ur bættust í hópinn“. Jeg skal taka það fram, að jeg vil sýna ameríska Rauða krossinum þá tiltrú, að hann hafi ekki veitt ungu stúlkun- um okkar áfenga drykki, og oft voru íslendingar fullviss- aðir um, að þar færi allt fram með mesta velsæmi og að þær væru undir eftirliti reyndra kvenna. En hver getur ábyrgst. hvaða afleiðingar hafa síðan oft orðið af þessum kynnum? í þessu sambandi er oft vitn- að í nokkur hamingjusöm hjónabönd, sem stofnað hafi verið til milli hermanna og íslenskra stúlkna. Um þau skal ekki rætt hjer, enda fjarri mjer að ætla, að sú við kynning hafi farið fram á framangreindan hátt. Framhald. iiiiiiiiiiiiiiilii' i iii 111111111111111 Hiiiniiiiim n ii 11111111111111 | Hiis með | Iverslunarplássi | I óskast milliliðalaust. — I I Mætti vera í smíðum. Til- I I boð merkt: „Verslunar- | pláss — 747“ sendist Mbl. I fyrir mánaðarmót. 5 i iiiiiiiiimiiHiiiiiiM.niiniii,i,i,iii,iiiiimiiiiiiiiiuiiii«iii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.