Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 9
Fimtudagur 20. júní 1946 MORGUNBLAÐIÐ 9 Brjefaskifti um stjórnarsamstarfið SÓSÍALISTAFLOKKURINN skrifaði Sjálfstæðisfl. og Al- þýðufl., með brjefi dags. 11. þ. m. þar sem þess er óskað, að teknir sjeu upp samningar milli fulltrúa flokkanna um fram- hald stjórnarstarfsins. Telur flokkurinn í þessu brjefi „með öllu óverjandi að ganga til kosninga“ án þess að þjóðin fái að vita um afstöðu flokkanna til áframhaldandi samstarfs. Þessu brjefi Sósíalistaflokks- ins hefir af hálfu Sjálfstæðis- flokksins verið svarað með eft- irfarandi brjefi: 15. júní, 1946. Út af heiðruðu brjefi yðar, 'dagsettu 11. þ. m. skal þetta tekið fram: Þegar samið var um myndun núverandi ríkisstjórnar, var samstarfið ekki bundið við tíma, heldur við framkvæmd ákveðinna þjóðþrifamála og þá fyrst og fremst nýsköpunar- innar. Hefir að sönnu miðað vel áleiðis í þeim efnum, en fer þó fjarri, að verkefnum sje lokið. Jeg hefði því talið sjálfsagt, að samstarfið hjeldi áfram, meðan verið er að framkvæma nýsköpunina. Hefi jeg gert ráð fyrir, að það mætti verða án nýrra heildarsamninga milli flokkanna og talið, að auðið yrði að leysa vanda iíðandi stu.ndar sem og að hrinda í framkvæmd þeim áhugamálum er einn eða fleiri stjórnmála- flokkanna sjerstaklega kynnu að bera fyrir brjósti með sjer- stökum samningum, svo sem verið hefir fram að þessu. Heiðrað brjef yðar ber með sjer, að þjer teljið nauðsynlegt, að hafnar verði samningaum- leitanir um nýja heildarsamn- inga og skal jeg fúslega verða við þeirri ósk. Fyrir kosningar getur þetta þó eígi orðið, jafn seint og ósk yðar er fram borin, því að eins og yður er kunnugt er það flokksráð Sjálfstæðisflokksins, sem um slík mál fjallar af flokksins hálfu, en flokksráðs- menn eru nú flestir hjer og þar úti á landi sem virkir þátttak- endur í kosningabaráttunni. Virðingarfyllst, Ólafur Thors. Til Sameiningarflokks alþýðu, i Sósíalistaflokksins. Prestastefnan hefsl á morgun HIN árlega prestastefna ís- land (Synodus) verður háð hjer í Reykjavík dagana 20.— 22. júní n. k. og hefst með guðs þjónustu í dómkirkjunni í dag, fimtudaginn 20. júní kl. 1 Vi e. h. Sjera Guðmundur Sveinsson prestur að Hvanneyri prjedikar og sjera Jón Thorarensen þjón- ar fyrir altari. Síðar um daginn mun bisk- up setja prestastefnuna í Há- skólanum og flytja skýrslu um störf og hag kirkjunnar á liðnu synodusári. Af málum þeim, er rædd verða á prestastefnunni, má einkum nefna: 1. Starf kirkjunnar fyrir æskulýðinn. 2. Kirkjan og áfengismálin. 3. Söngskóli þjóðarinnar. 4. Barnaheimili. 5. Frumvörp um þau kirkju- mál, er lágu fyrir síðasta Al- þingi. 6. Kirkjuhúsið í Reykjavík. í sambandi við prestastefn- una mun sjera Friðrik Rafnar vígslubiskup á Akureyri flytja fyrir almenning erindi um Dr. M. Luther í tilefni af 400 ára dánarafmæli hans. Erindið verður flutt í dómkirkjunni þann 20. júní kl. 8% e. h. Gert er ráð fyrir að presta- stefnan muni verða slitið um kl. 11 fá h., laugardaginn 22. júní og fari þá prestarnir ásamt biskupi til Þingvalla og dvelj- ist þar um daginn. Um kvöldið verða prestarnir í boði á heimili biskupshjóp- anna. Allmargir prestar utan af landi eru þegar komnir til bæj- arins og má gera ráð fyrir, að prestastefnan verði fjölsótt að venju. Fjölbreytt hátíðahöld í Hafnarftrði 17. júní BÆJARSTJÓRNIN í Hafnar- firði gekkst fyrir fjölbreyttum hátíðahöldum þar 17. júní. Skip aði hún fimm manna nefnd til þess að undirbúa og annast há- tíðina. I nefndinni áttu sæti þessir menn:Eyjólfur Kristjáns son, sparisjóðsgjaldkeri, Guðm. Arnason, bæjargjaldkeri, Hall- steinn Hinriksson, fimleika- kennari, Ólafur Jónsson, verka maður og Stefán Júlíusson, yf- irkennari, er var formaður nefndarinnar. Hátíðahöldin fóru að mestu fram á Sýslumannstúninu, og hófust þau kl. 2 með því að skátar og íþróttafólk gengu í skrúðgöngu eftir Strandgötu og inn á skemtisvæðið. Heilsuðu þeir mannfjöldanum með fána- kveðju. Lúðrasveitin Svanur, undir stjórn Karls Ó. Runólfs- sonar, ljek öðru hverju meðan á útisamkomunni stóð. Hátíðin var sett af formanni undirbúningsnefndar, Stefáni Júlíussyni. Þá flutti bæjarstjór- inn, Eirikur Pálsson, ávarp og minntíst sjálfstæðisins. Björn Magnússon dósent flutti snjalla hugvekju um sjálfstæði þjóðar- ipnar í framtíðinni. Karlakór- inn Þrestir, undir stjórn Jóns ísleifssonar, söng ættjarðarlög. Þá var keppni í handknattleik milli Hauka og FH og kepptu bæði pilta og stúlknaflokkar. Haukar unnu báða leikina. Reipdráttur fór fram milli sjó-. mánna og láiidmanna, ög sigr- uðu sjómenn. Að lokum var dans stiginn á StrandgÖtunni, Hófst hann kl. 10 um kvöldið. og var dansað af miklu fjöri til kl. 1. Sænsku tistiðnaðar- sýningunni lýkur í dag SÆNSKU LISTIÐNAÐAR- SÝNINGUNNI í Listamanna- skálanum líkur i dag. í gær höfðu alls 4.400 manns sótt sýninguna og er það mjög góð aðsókn, enda er margt skemti- legt að sjá á þessari sýningu. Hún verður opin til klukkan 11 í kvöld. Þessi sýnnig á listiðnaði, eins og fleiri sýningar Heimilisiðn- aðarjelagsins sænska, á að sýna hvað hægt er að gera smekk- lega og eigulega hluti, þegar handverksmaðurinn og lista- maðurinn leggja saman krafta sína og ennfremur er henni ætlað að sýna hvernig ungt fólk, sem hefir takmörkuð pen- ingaráð getur komið sjer upp fallegu heimili. Þetta hefir tekist. Flestir munirnir á sýning- unni hafa verið til sölu. Eru þeir flestir seldir nema dýr- ustu Orrefoss-krystalvasarnir og teppin. Kveðja frá krónprins Svía. Daginn, sem sænska listiðn- aðarsýningin var opnuð, sendi sýningarnefndin sænska krón- prinsinum skeyti og tjáði hon- um að sýningin hefði verið opn uð þann dag, en krónprinsinn er heiðursformaður í Svenska slöjdföreningen, er stendur fyr- ir sýningunni. í dag barst Chargé d’ Affaires Svía, Otto Johansson eftirfarandi svar- skey ti: „Sendi mínar innilegustu þakkir fyrir kveðjuna og vil láta í ljós ánægju mína yfir því, að sænsk listiðnaðarsýn- ing hefir nú verið opnuð á ís- landi, en þaðan hefi jeg svo margar góðar endurminningar frá heimsókn minni fyrir 16 árum. Gustaf Adolf.“ Farfuglar efna til fjölda sumarferða FARFUGLADEILD Reykja- víkur efnir til fjölda ferða úr bænum í sumar eins og undan- farin ár, og hefir deildin gefið út sjerstaka ferðaáætlun. Farfuglar hafa þegar farið í 10 styttri ferðalög um helgar og aðra frídaga, en í sumar er áætlað, að þeir fari alls í 23 slíkar ferðir. Auk föstu ferð- anna er svo um flestar helgar farið í ,,hreiður“ fjelagsins, Heiðaból og Valaból. Þá hefir Farfugladeildin á- kveðið að fara í 5 sumarleyfis- ferðir. Verður sú fyrsta göngu- ferð um Snæfellsnes. Hefst sú ferð 29. júní og er henni lokið 14. júlí. Þá verður hjólferð um Vesturland 6.—21. júlí. viku- dvöl í Kerlingafjöllum 14.— 21. júlí. Vikudvöl í Þórsmörk 20.—28. júlí og vikudvöl í Landmannaafrjett 27. júlí til 5. ágúst. Skrifstofa Farfugladeildar Reykjavíkur verður í Iðnskól- anum í sumar. S*r hún opin á miðvikudags- og föstudags- kvöldum kl. 8—10 e. h. Eru þar veittar allar upplýsingar um ferðirnar. Þjóðhátíðin Mikil þátttaka í hálíðahöldunum á Akureyri Akureyri, þirðjudag. Frá frjettaritara vorum. MIKIL þátttaka var í þjóð- hátíðarhöldunum á Akureyri. Snemma um morguninn blöktu fánar við hún alls staðar um bæinn og á skipum á höfninni. Kl. 1 e. h. ljek Lúðrasveit Ak- ureyrar á Ráðhústorgi og hófst svo þaðan skrúðganga upp að hátíðarsvæðinu, er var á tún- inu sunnan við sundlaugina. — Var skrúðgangan óvenju fjöl- menn og skipuleg. Kl. 2 var hátíðin sett af for- manni forstöðunefndarinnar, Armanni Dalmannssyni, með ræðu. Þá fór fram fánahylling og að því loknu guðsþjónusta. Sr Friðrik Rafnar, vígslubisk- up, flutti prjedikun og kirkju- kórinn söng undir stjórn Bjög- vins Guðmundssonar, tón- skálds. Sigurður Guðmundsson, skólameistari flutti lýðveldis- ræðu og Olafur Halldórsson, stúdent, minni Jóns Sigurðs- sonar. Söng milli ræðanna ann aðist Kantötukór Akureyrar og karlakórar bæjarins. Nokkru síðar fóru fram í- þróttasýningar kvenna og karla úr íþróttafjelaginu Þór. Átta skátadrengr sýndu glímu og að lokum voru sýndir þjóðdansar. — Lúðrasveitin ljek ýmiss lög af og til um daginn undir stjórn Axels Jónssonar. Síðar um kvöldið hófst svo dans á palli hátíðasvæðisins og ennfremur að Hótel Norðurland og í sam- komuhúsi bæjarins. Aðgangur var ókeypis að öllum skemmti- atriðunum. Veður var ágætt, og fór hátíðin hið besta fram. Þjóðhátíðarfagnaður í Húsavfk íþrótafjelagið Völsungur sá um þjóðhátíðarhöldin í Húsa- vík í gær að tilhlutan hrepps- nefndar Húsavíkurhrepps. Hátíðahöld hófust kl. 13 með skrúðgöngu æskumanna og kvenna og var fyrst gengið að prestsetrinu, en í gær átti Frið- -rik A. Friðriksson prófastur, fimtugsafmæli. Flutti formað- ur Völsunga ávarp til prófasts og fjölskyldu hans, sem mikinn skilning og styrk hefir lagt fje- lagsmálum æskunnar í Húsa- vík. Síðan var gengið í bæinn og svo í kirkju og flutti þar odd- vitinn, Karl Kristjánsson ávarp, en síðan var samfeld dagskrá, upplestur og söngur, sem karla kórinn Þrymur annaðst. Loks var ávarp, er Axel Benedikts- són, skólastjóri, flutti. Að end- ingu sungu allir viðstaddir þjóð sönginn. Kl. 16 hófust svo hátíðahöld úti í Höfðanum og fóru þar frárri ýnis skemtiatriði, svö seni hándknattleikur kvenná, knatt- spyrna, bændakefli, þriþraút Ög ýms skemtiatriði. Um kvöldið var svo stiginn dans í samkomu húsinu. Veður var hið besta. úti á landi Hálíðahöld í Stykkishóbni 17. júní Frá frjettaritara vorum 17. júní hátíðahöldin fóru þannig fram í Stykkishólmi, að fánar voru dregnir að hún um allan bæinn um morguninn. •—• Kl. 1 var hlýtt á messu í Stykk- ishólmskixkju og messaði þar sjera Þorgrímur Sigurðsson, sóknarprestur á Staðastað. Frá Kirkjunni var gengið í skrúð- göngu inn á iþróttavöll og gengu skátar í fararbroddi með fána. Lúðrasveit Stj'kkishólms ljek á íþróttavellinum, en Bjarni Andrjesson kennari, sett sam- komuna með ræðu. Þá fór fram keppni í handknattleik milli skáta og ungmennafjelaga og varð jafntefli. í knattspyrnu milli skáta og ungmennafjelaga sigruðu ungmennafjelagar með einu móti núll; Eftir að boðhlaup hafði farið fram var gengið að barnaskól- anum og keyptu menn sjer þar veitingar, er kvennfjelagið bar fram af hinni mestu rausn. Klukkkan hálf sjö hófst skemtun við skólahúsið, lúðra- sveitin ljek, Ólafur Jóhannes- son lögfræðingur, hjelt ræðu og karlakór Stykkishólms söng nokkur lög. Inga Þorvaldsdótt- ir las upp úr Alþingishátíðar- ljóðum Ðavíðs Stefánssonar og mannfjöldinn söng því næst undir leik lúðrasveitarinnar. Nefnd frá öllum fjelögum í Stykkishólmi gekst fyrir há- tíðahöldunum, sem fóru í alla staði prýðilega fram. Veður var gott, sólskin framan af og milt. Um kvöldið var dansað úti á palli, sem til þess hafði verið reistur utan við skólahúsið. Fjölþætt hátíðahöld á Patreksfirði 17. júní Patreksfirði, miðvikud. Frá frjettaritara vorum. HREPPSNEFND Patreks- hrepps stóð fyrir hátíðarhöld- um hjer 17. júní og hófust þau með messu um morguninn í Eyrarkirkju. Sóknarpresturinn sjera Einar Sturlaugsson, predikaði. Eftir hádegi var gengið í skrúðgöngu um bæinn og nið- ur að hátíðarsvæði dagsins og var þátttaka mjög almenn í göngunni. Á hátíðarsvæðinu hófst samfeld dagskrá, ræðu- höld, söngur. boðhlaup, hand- bolti stxilkna og boðsund stúlkna og pilta. Var keppt um silfurbikar milli eyranna Geirs eyri og Vatneyri og vann Vatn eyri. Um kvöldð var dansleikur í samkomuhúsinu og var bar mikill fagnaður og dansað eftir hljómsveit Sóleyjargötunnar. Seinni hluta dagsins voru veit- ingai; fram bornar í samkomu- húsinu, smurt breið, öl og gos- drykkir. Var þar öllum veitt, er vildu, af mikilli rausn og án endurgjalds og komu þangað 650 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.