Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 5
Fimtudagur 20. júní 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 „SJALFSTÆÐISFLOKKIJRIIMN ER STERK- ASTA SAMEIIMIIMGARAFL ÞJÓÐARIIMIMARM JEG hygg, að hin unga kyn- slóð á íslandi gangi til kom- andi kosninga, ef til vill nú fremur en nokkru sinni áður, með hugann við stóru málin og framtíðina fyrir stafni. Kosningarnar, sem nú eru framundan, eru fyrstu alþing- iskosningar hins íslenska lýð- veldis. Lýðveldisstofnunin á íslandi 17. júní 1944, er stærsta mál síðasta kjörtímabil um leið og það er eitt stærsta mál þjóð- arinnar um aldur og æfi. Sjálfstæðisflokkurinn fór einn með stjórn landsins, þeg- ar síðustu alþingiskosningarnar fóru fram á árinu 1942. Ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins beitti sjer fyrir því, að binda endi á skilnaðarmálið og end- urreisa lýðveldið í landinu. Fyrir tilmæl Bandaríkjanna var endanlegr afgreðslu máls- ns frestað svo sem kunnugt er, þar til eftir árslok 1943, en Sjálf stæðisflokkurinn hafði forustu um stjórnlagabreytingu á árinu 1942, sem mælti fyrir um, með hverju móti lýðveldisstofnunin yrði löglega framkvæmd, enda tókst ríkisstjórninni þá að fá fyrirfram viðurkenningu Bandaríkjanna á stofnun lýð- veldisins. Verður aldrei ofmet- ið gildi þessarar yfirlýsingar. Fylgdu aðrar þjóðir, sem hjer áttu sendiherra eða sendifull- trúa, nema Ráðstjórnarríkin, fordæmi Bandaríkjanna um við urkenningar og heillaóskir lýð- veldinu til handa strax við stofnun þess á Lögbergi 17. júní 1944 — og víðsvegar utan úr heimi bárust lýðveldinu heilla- óskir. Lýðveldisstofnunin er merki- legur þáttur í sögu hins litla, íslenska eyríkis. Hún er skær vonarneisti smáríkisins á öld ófriðarins um friðelskandi fram tíð, — um leið og í henni ræt- ast draumsýnir þjóðarinnar um aldir. Einstöku menn fengu andleg glý í augun, þegar ekki þótti lengur ástæða til að danska kó- rónan væri ríkistákn íslend- inga, en þjóðareignin í lýðveld- iskosningunum skrifaði syndir þeirra í sandinn. Síðan hefir undanhaldið gleymst, en eftir stendur ávöxturinn af djarf- huga, framsækinni stefnu, sem sumir kölluðu „hraðskilnað“, •— en það er sjálft lýðveldið, sem enginn góður íslendingur muni nú vilja eiga óstofnsett. Eftir lýðveldisstofnunina 17. júní 1944 bar einn þungan skugga á stjórnmálalífið í land- inu. Þjóðin hafði þurft í hart- nær tvö ár að una við utan- þingsstjórn, sem frá öndverð.u naut einskis stuðnings alþing- Kafli úr útvarpsræðu Jóhanns Hafsteins 13. júní s.l. is og hafði ekki hirt um eða lánast að afla sjer trausts þings ins. Skal ekki hirt um hjer að rekja ógiftusamlegan stjórnar- feril hennar, en á þá staðrevnd mint, að þegar hjer var komið, á haustmánuðum 1944, var þessi stjórn gersamlega í þrot komin og til vandræða horfði um úrlausn veigamestu lands- mála. Vinnufriður í þjóðfjelaginu var þrotinn, en yfir stóðu lang varandi vinnudeilur og verk- föll og vaxanddi vandræði fram undan. Afgreiðsla fjárlaga var orð- in stjórninni um megn. Dýrtíðarmálin algerlega óleyst. Vegur og virðing alþingis að sama skapi þverrandi sem leng ur dróst að skapa hæfa stjórn- arforustu á þingræðisgrund- velli. Upp úr þessum jarðvegi lán- aðist Sjálfstæðisflokknum að hafa forustuna um að koma á laggirnar stjórnársamstarfi því, sem hófst með myndun núver- andi ríkissttjórnar 21. október 1944. Stjórnarsamstarfinu þarf ekki að lýsa hjer, en jeg vil gera nokkra grein fyrir afstöðu ungra Sjálfstæðismanna til þess og stefnu stjórnarinnar. Ungir Sjálfstæðismenn hafa af einhuga fylgjt flokksforust- unni í stjórnarsamstairfinu. Þeim er ljós hætta sú, sem út af fyrir sig er fólgin í samstarfi við óþjóðholl öfl kommúnism- ans. En á það ber fyrst og fremst að líta, á hvaða grund- velli stjórnarsamstarfið- hvíldi og að úrlansn hvaða mála það stefndi. Forsætisráðherra lýsti stjórn- arsamstarfinu með þessum orð- um við myndun stjórnarinnar á alþingi: ,,Að þessari stjórn standa menn, sem hafa í grundvallar- atriðum sundurleitar skoðanir á, hvaða þjóðskipulag henti ís- lendingum best. Þeir hafa nú komið sjer saman um að láta ekki þann ágreining aftra sjer frá að taka höndum saman um þá nýsköpun atvinnulífs þjóð- arinnar, sem jeg hefi lýst, og sem er kjarni málefnasamn- ingsins, og bygð cr á því þjóð- Jóhann Hafstein, formaðurS.U.S. skipulagi, sem íslendingar nú búa við“. Málgagn Sósíalistaflokksins, Þjóðviljinn, sagði í forustugrein 4. nóvember 1944: „Sósíalistaflokknum er ljóst og vill, að alþýðu manna sje ljóst, að stefnuskár þessarar stjórnar er ekki sósíalismi, ekki sú stefna, sem Sósíalistaflokk- urinn fyrst og fremst berst fyrir“. Málgagn Alþýðuflokksins, Alþýðublaðið, sagði 1 forustu- grein 4. nóvember 1944: „í stefnuyfirlýsingu hinnar nýju stjórnar er ekki gert ráð fyrir neinum þeim skipulags- breytingum, sem þjóðnýting eða sósíalismi gæti kallast“. Það liggur þannig fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir gengið til samstarfs við tvo só- síalistiska flokka — ekki til þess með þeim að framkvæma sósíalisma — heldur til þess á grundvelli ríkjandi þjóðskipu lags að fá þá til að framkvæma stórbrotna framfarastefnu í landsmálum, sem „ekki er só- síalismi“ og „ekki gerir ráð fyrir neinum skipulagsbreyt- ingum, sem þjóðnýting eða só- síalismi gætu kallast“. Á fulltrúaráðsfundi Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna, sem haldinn var hjer í Reykja- vík í síðastliðnum mánuði, var lýst ánægju ungra Sjálfstæðis- manna yfir því, hversu fram- kvæmd stjórnarstefnurmar væri vel á veg komin. Greinargerð í þeim efnum tæki of langan tíma en nokkur upptalning markar sporin. Með hinum stórfeldu togara- kaupm þrefaldast togaraiflot- inn. Bátaflotinn er að aukast um 40%. Allur fiskifloti lands- manna tvöfaldast Siglingaflotinn er að fjór- faldast. Tugum miljóna er varið til allskonar vjelakaupa til nýsköp unar á sviði landbúnaðarins. — Sett eru lög um landnám, ný- bygðir og endurbyggingar í sveitunum, er gera ráð fyrir, að á næstu 10 árum verði varið 60—70 milj. kr. til að rækta og byggja sveitirnar. Sett lög um jarðræktar og húsagerðarsam- þyktir, sem heimila miljóna framlög úr ríkissjóð til vjela- og verkfærakaupa. Sett hafa verið almenn raf- orkulög, sem stefna að allsherj- ar hagnýtingu raforku til al- menningsnota í landinu. Lög um almannatryggingar voru afgreidd á síðasta þingi. Víðtæk fræðslulöggjöf var af greidd á síðasta þingi, með setningu laga um skólakerfi og fræðsluskyldu, laga um fræðslu barna, um gagnfræðanám, um mentaskóla og um húsmæðra- fræðslu. Samþykt víðtæk löggjöf um aðstoð þess opinbera í húsnaeð- ismálunum. Fulltrúar flokkanna bæði nú í kvöld og í fyrri umræðum hafa metist um þessi mál, sem jeg hefi nú nefnt og aðrar fram kvæmdir. Jeg ætla að lofa hverjum sem vill óátalið að togast á um það hvað sje hverjum einum að þakka í framkvæmd einstakra framfaramála undir forustu nú- verandi ríkisstjórnar. Aðalatriðið er, frá sjónarmiði okkar ungra Sjálfstæðismanna að ekkert hinna nefndu stór- mála gat náð fram að ganga nema með víðtæku samstarfi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forustu um að skapa. í öðru lagi:Stjórnarsamstarf, sem byggir á samvinnu allra stjetta þjóðfjelagsins, gat ekki og getur ekki orðið til eða haild- ið áfram í þessu þjóðfjelagi án forustu þess flokks, sem einn er bygður upp af öllum stjettmn landsins og er í eðli sínu sam- kvæmt sterkasta sameiningar- afli þjóðarinnar. Stofnað samband ungra Sjálf- stæðismanna í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu Á annað hundrað ganga í sambandið LAUGARDAGINN 15. þ. m. var haldinn stbfnfundur sam- bands ungra Sjálfstæðismanna í Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu í Stykkishólmi. Á stofnfundinum mættu um 40 fulltrúar ungra Sjálfstæðis- manna úr flestum hreppum sýslunnar, en Páll Daníelsson og Már Jóhannsson mættu fyr- ir hönd stjórnar sambands ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Árni Helgason í Stykkishólmi setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Svein- björn Benediktsson, Sandi, og fundarritara Zakarías Hjartar- son, Stykkishólmi Þá flutti Páll Daníelsson ræðu og gerði grein fyrir starfsemi og skipulagi Sambands ungra Sjálfstæðis- manna og lagði fram frumvarp að lögum fyrir sambandsstofn- un í sýslunni. Að lokinni ræðu Páls var frumvarp að lögum fjelagssamtakanna rætt og síð- an gengið endanlega' frá stofn- un sambandsins. Þessu næst fór fram kosning í stjórn sambandsins og hlutu þessir kosningu: Þráinn Bjarnason, Böðvars- holti, Staðarsveit, formaðup, —• og meðstjórnendur Árni Helga- son, Stykkishólmi, Stefán Ás- grímsson, Borg, Miklaholts- hreppi, Kristján Gunnarsson, Sandi og Inga Kr. Bjartmars, Stykkishólmi. I varastjórn voru kosin Guðmundur Runólfsson, Grundarfirði, Björg Ólafsdóttir, Brimisvöllum, Sveinbjörn Bene diktsson, Sandi, Sigurður Þor- steinsson, Kóngsbakka, Helga- fellssveit, og Kristinn Kristjáns son, Bárðarbúð, Breiðuvík. Um kvöldið efndi „Skjöld- ur“, fjelag Sjálfstæðismanna í Stykkishólmi til skemtisam- komu. Á þessari skemtun íluttu þeir ræður fulltrúar Sambands stjórnarinnar Páll Daníelsson og Már Jóhannssom Ólafur frá Framh. á 12. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.