Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: SÍÐA Sambands ungra Sjálf- iiliurrefur gerir sig heimakominn á Þúfum, 14. júní. Frá frjettaritara vorum. VILTUR silfurrefur kom heim að bænum Kleifakoti í Mjóafirði, en þar býr einsetu- kona, Friðgerður Ásgeirsdóttir. Kom refurinn sjálfur inn í bæj arganginn sníkjandi eftir mat. Vissi Friðgerður fyrst varla að hjer væri refur og hjelt það vera hund. Fór hann síðan út úr bænum og fór að leita að æti í öskuhaug þar skammt frá. Bar þar að mann frá næsta bæ, Halldór Ebenesson í Botni. Hóf hann þegar eltingaleik við rebba og hugðist geta rotað hann en tókst ekki. Daginn eft- ir skaut Hrólfur Valdimarsson, bóndi í Seli, refinn. Hjelt hann stg enn heima undir bæ í Kleifa koti, Engan skaða gerði refurinn og eru líkindi tij þess að hann hafi verið veikur og því dregið sig nálægt byggðinni. Ekki er uppvíst, hvaðan hann hefir sloppið. Hann var algerlega ó- merktur. Alþingiskosning- arnar: Orðsendng frá Sjálfstæðis- fiokknum: @ Reykvíkingar! Farið ekki úr bænum án þess að kjósa. Listi ykkar er D-Iistinn. £ Reykvíkingar! Gerið skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins aðvart um vini ykkar og kunningja, sem eru fjar- staddir, og verða ekki heima á kjördegi. — Listi ykkar er D-lisinn. © Meðlimir Sjálfstæðisfje- laganna í Reykjavík! — Sendið skrifstofu flokks- ins nú þegar eyðublöðin, sem fulltrúaráðið sendi ykkur til útfyllingar — með fylstu upplýsingum, sem ykkur eru kunnar. Q Trúnaðarmenn flokksins! Sendið miðstjórninni eyðu blöðin, sem þið voruð beðn ir að útfylla @ Kosningahandbók Sjálf- stæðisflokksins fæst hjá bóksölum og skrifstofu flokksins. © Kosningaskrifstofan í Rvík sem annast fyrirgreiðslu utan kjörstaðaratkyæða- greiðslunnar er í Sjálfstæð ishúsinu, símar 6911 og 6581. D-LISTINN SJÁLFSTÆÐISFLOKK- UKINN. Byggingasýningin skoðuð Byggingaráðstefnunni er nú lokið, en byggingasýningin heldur áfram í Sjómannaskólanum og stendur fram á sunnudag. í gær skoðaði forseti íslands sýninguna og ennfremur ríkis- stjórnin og nýbyggingarráð. Myndin hjer að ofan sýnir sýn- ingargesti í einni stofu sýningarinnar í gær. Giæsilegur iundur Sjálfstæðiskvenna á Akureyri SJÁLFSTÆÐISKVENNA- FJELAGIÐ ,.Vörn“ á Akureyri hjelt fjölmennan fund á Hótel Norðurland miðvikudaginn 12. þ. m. Frúrnar Guðrún Jónasson og Guðrún Pjetursdóttir mættu á fundinum. Formaður, frú Jón- heiður Eggers, setti fundinn og bauð gesti og fjelagskonur vel- komnar. Gaf því næst frú Guð- rúnu Jónasson orðið. Mæltist henni vel og sköruglega að vanda. Frúin hvatti konur til samstarfs við í hönd farandi Alþingiskosningar. Þá flutti frú Guðrún Pjeturs- dóttir ræðu, minntist þeirra tíma er konur höfðu hvorki kosningarjett nje aðstöðu til að hafa áhrif á opinber mál. Nú væri rjetturinn fenginn og nú bæri konum að sýna í verkinu að þær hefðu vit og getu til að styðja að velferðarmálum þjóðarinnar. Margar konur tóku til máls þar á meðal frú Helga Marteins dóttir eigandi Hótel Norður- lands. Brýndi hún fyrir fund- inum með sínum alþekkta á- huga hve áríðandi væri að Sjálfstæðisflokkurinn hjeldi velli við Alþingiskosningarnar á Akureyri og skoraði á alla jafnt unga sem gamla að gera skyldu sína. Aðrar ræðukonur voru Ingi- björg Halldórs, Helga Jónsdótt- ir, Ingibjörg Jónsdóttir og Gunnhildur Ryel. Mikill áhugi ríkti á fundin- um, voru konur á einu máli um að styðja og efla málefni Sjálf- stæðisflokksins. Kjörorð fundarins var: Sig- urður Hlíðar skal á þing. Að lokum var hinum reyk- vísku konum þakkaðar hinar ágætu ræður og margskonar upplýsingar, og hiltar fyrir hinn mikla áhuga að leggja á sig ferð norður í land til að heimsækja sjálfstæðiskonur og hvetja þær til starfa í kosninga- baráttunni sem framundan eri 15 Vefslunarskóla slúdenlar BRAUTSKRÁNING stúdenta fór fram í Verslunarskólanum í gær. Útskrifaðir voru 15 stú- dentar, 3 stúlkur og 12 piltar. Fyrstu einkunn hlutu 12 þeirra og 3 aðra einkunni. Nýju stú- dentarnir eru þessir: Árni Jónsson I. 6.39. Guð- mundur Kristinsson, I. 6,77. Guðni Hannesson, I. 7.03. Gunnar Ingvarsson, II. 4,91. Gunnar Zoega I. 6.88. Hólm- fríður Lydía Thorarensen, I. 6.55. Jóhanna Tryggvadótttr, I. 6.66. Magnús Á. Guðmundsson, I. 6.96. Magnús Guðmundsson, I. 6,61. Ólafur Hannesson, I. 6,09. Páll Jókull Þorstensson, II. 4.53. Pjetur Sæmundsen, I. 6.47. Rútur Halldórsson, II. 4.98. Sigríður Ásgeirsdóttir, I. 6,83. Tómas Óskarsson, I. 6.56. Einkunnir eru gefnar eftir Örsteds-kerfi, hæsta eink. 8. Guðni Hannesson, Magnús Á. Guðmundsson, Gunnar Zoega og Sigríður Ásgeirsdóttir hlutu verðlaun og einnig umsjónar- maður VI. bekkjar, Ólafur Hannesson. I ræðu sinni við brautskráning una rakti skólastjórinn, Vilhj. Þ. Gíslason, störf lærdómsdeild- arinnar. Kennarar eru hinir sömu og áður, nema Björn Bjarnason, cand mag. kendi stærðfræði og Geir Jónasson cand. mag. sögu. Prófdómarar voru hinir sömu og við stúdents pró Mentaskólans. Skólastjórinn flutti ræðu um frelsi og aga og árnaði stúdent- unum heilla og gengis. Síðan komu stúdentar og aðrir gestir saman á heimili skólastjóra og konu hans, og ýmsan annan gleðskap höfðu hinir ungu stú- dentar eins og venja er til og fór allt vel fram. SAPA SKOMTUÐ. LONDON. Nýlega hefir ver- ið minkaður skamtur manna í Bretlandseyjum af sápu. Varð að gera þetta vegna þess hve mikill skortur er á fituefnum í landinu. Kantötukór Akureyrar flytur „Örlagagatuna' í kvöld Verkið flult í heilu lagi í fyrsta sinn KANTÖTUKÓR AKUREYRAR kom hingað til bæjarins s. 1. þriðjudagskvöld. Hjer mun kórinn flytja ,,Örlagagátuna“, sö:ig- drápu eftir Björgvin Guðmundsson, en hann er hjálfur stjórn- andi kórsins. Er þetta í fyrsta sinn, sem þetta verk er flutt í heilu lagi, en áður hafa verið fluttir kaflar úr því á Akureyri við mjög góðar undirtektir. Söngtextinn er eftir Stephan G. Stephansson. Kórinn heldur fyrstu hljóm- leika sína hjer í Trípólí-leik- húsinu í kvöld kl. 8,30. Þá hefir og verið ákveðið að hann haldi aðra hljómleika hjer n. k. sunnu dag. Á föstudaginn syngur hann í Bæjarbíó í Hafnarfirði og á laugardagskvöldið á Selfosisi, en þann dag fer kórinn í skemti ferð til Gullfoss og Geysis í boði bæjarstjórnar. Einsöngvarar kórsins eru Björg Baldvinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Ingibjörg Ólafsdótt- ir, Hreinn Pálsson, Hermann Stefánsson og Ólafur Magnús- son frá Mosfelli. Við hljóðfær- ið er frú Lena Otterstedt, en söngfólkið er alls um 60. Far- arstjóri er Ármann Dalmanns- son, en stjórn kórsins skipa: Frú Helga Jonsdóttir, formað- ur, Páll Helgason, vara-formað ur, Jónas Thordarson, ritari, Edvald Malmquist. fjehirðir og Hreinn Pálsson, meðstjórnandi. Söngdrápan. sem kórinn flyt- ur, er í tveim þáttum. Efnið er sótt í þátt Þiðranda og Þór- halls, sem er einn af hinum 40 Islendingaþáttum, og ,,er víg Þiðranda Síðu-Hallssonar að sjálfsögðu hin dramatíska þungamiðja verksins", eins og tónskáldið kemst að orði í söng- skránni, sem prentuð hefir ver- ið í tilefni þessarar söngfarar. Ef tími vinnst til mun kór- inn e. t. v. syngja oftar hjer í Reykjavík en getið er um hjer að ofan. Kveðjur frá Garðari Gíslasyni slór- kaupmanni FRÁ Garðari Gíslasyni stór- kaupmanni í New York barst Morgunblaðinu eftirfarandi skeyti í gær: „Góðfúslega flytjið innilegar þakkir og kveðjur öllum þeim, sem sendu mjer heillaóskir og hugsuðu hlýtt til mín á afmælis degi mínum. Og þar sem þjóðin stendur á vegamótum leyfi jeg mjer jafn- framt að óska þess að hún meti ætíð og örfi framtak og sjálf- stæðisviðleitni einstaklinganna. Garðar Gíslason.“ IIELGOLAND EYÐILAGT. LONDON. Eitt bresku blað- anna segir í gær, að Bretar muni hafa í hyggju að láta sprengja í loft upp þýsku klettaeyna Helgoland á Norð- ursjó. Segir blaðið að eyjan sje stórhættuleg öryggi Eng- lands. Mðnntaskólanum á Akureyri slitið 50 stúdentar útskrifaðir. Frá frjettairata vorum á Akureyri. MENTASKÓLANUM á Ak- ureyri var slitið 16. þ. m. kl. 1.30 í hátíðasal skólans að við- stöddu fjölmenni. Skólinn var fjölsóttur, nemendatala yfir 300 en miklu fleiri, sem gengu undir próf. Undir gagnfræðapróf gongu 91 nemandi, 69 innanskóla og 22 utan skóla. Frá prófi gengu tveir utanskólanemendur. Próf inu luku því 89 nemendur. Af innanskólamönnum hlutu 38 fyrstu einkunn og 31 aðra einkunn. Af utanskólafólki hlutu 7 fyrstu einkunn, 11 iðra einkunn og tveir þriðju eink- unn. Hæstu einkunnir J lutu Steingrímur Arason (S-ÞJng.), 7,29 og Baldur Ingimarsson (Akrueyri), 7,22. Við skólaslitin hjelt skóla- meistari Sigurður Guðmunds- son ræðu um áhrif auðsins á vaxandi lausung og glæpi : neð- al æskunnar. Óskaði hann lem endum sínum þess, að þeir yrðu vandaðir menn, sem gengju ó- klofnir að skyldustörfum sín- um. Ennfremur mintist skóla- meistari 100 ára áfmælis Menta skólans í Reykjavík og las upp skeyti, er M. A. sendi í tilefni þessa atburðar. Við skólaslitin voru staddir 10 ára stúdentar frá Mcnta- skólanum á Akureyri. — Sinn þeirra bekkjanauta kvaddi sjer hljóðs og las upp skjal þess efnis, að 10 ára stúdentar yæfu skólanum brjóstlíkan af Sigurði skólameistara. Brjóstlíkar.ið er ekki fullgert enn, en því er ætl- aður staður í hátíðasal skólans. Brautskárðir voru að bcssu sinni 50 stúdentar, 34 úr nála- deild, tveir þeirra utanskóla, og 16 úr stærðfræðideild. ! inn nemandi í máladeild, Ili’einn Benediktsson frá Eskifirði, hlaut ágætiseinkunn, 7.58. Er það hæsta einkunn, sem nokk- ur máladeildarstúdent frá skól- anum hefir hlotið. Tuttugu og níu málaúeildar- nemendur hlutu fyrstu eink. og fimm aðra. í stærðfræoideild hlutu 11 fyrstu einkunn og 5 aðra. Stúdentarnir sátu eftir sköla slit boð skólameistarahjónanna að hótel KEA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.