Morgunblaðið - 21.11.1946, Page 6

Morgunblaðið - 21.11.1946, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. nóv. 1946 Peningaskápar fyrirliggjandi stærðir: 24%x21x183/4". 31x20V3x23". 37x24%x27". Cjar&ar Cjíólaóoa L.j'i Reynið inge rakblöðin góðu. í heildsölu hjá _/// laetjltjai'ílmr Skýrsla usn áslandið í Austurrík! London í gærkvöldi. BRESK sendinefnd, sem verið hefur á ferð í Austur- ríki, er nú komin aftur til Bretlands og hefur birt skýrslu um för sína. Er meðal annars bent á það í skýrsl- unni, að veturinn, sem í hönd fer, muni verða Austurríkis- mönnum ákaflega erfiður, eft ir að UNRRA hættir að starfa. Nefndin hefur einnig tekið flóttamannavandamálið í Austurríki til athugunar, og þá sjerstaklega að því leyti sem það snertir flóttamenn af Gyðingaættum. Getið. er í skýrslunni um tvær flótta- mannabúðir fyrir Gyðinga. Eru þær undir stjórn UNRRA en erfitt að hafa eftirlit með þeim og fara Gyðingar ferða sinna um landið á allra hindr ana. Nefndin leggur til, að setu lið bandamanna í Austurríki verði minkað. — Reuter. Rangæingafjelagið í Reykjavík heldur í Sjálfstæðishúsinu, föstudaginn 22. þ.m. kl. 9 síðdegis. Sýndar verða íslenskar kvikmyndir, söngur og dans. Aðgöngumiðar seldir á Bifreiðastöð Reykja- víkur. Stjórnin. Oss vantar Skrifstofustúlku Málakunnátta nauðsynleg. Dvöl erlendis get- ur komið til greina síðar. Samband íslenskra samvinnufjelaga. Hesta skáldverk síðari ára GUR eftir ERICH MARIA REMARQUE. í# 'M m jp Þegar „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum" kom út, fann hún hljómgrunn í hug og hjarta hvers einasta manns, enda var þar um að ræða skáldsögu, sem bergmálaði hjartaslög líðandi stunda. Nafn höfundarins var í einu vetfangi heims- frægt og nefnt með lotningu og aðdáun í hverju einasta þjóðlandi. í annað sinn hefur Remarque skrifað skáidsögu, sem er eins og töluð út úr hjörtum milljónanna. Að þe'ssu sinni rís hann aðeins hærra í snilld sinni og legst dýpra í túlkun sinni á þeirri veröld, sem vjer lifum í. SIGURBOGINN nefnist þessi nýja skáldsaga Remarque. — Hún gerist í París rjett áður en nýafstaðin heimsstyrjöld braust út. Aðalsöguhetja bókarinnar er þýski læknirinn Ravic, sem er einn í hópi föðurlandslausra útlaga þar í borg. Áður hefur hann verið frægur og mikilsmetinn læknir, en nú dregur hann fram lífið m.eð því að vera húslæknir í vænd- iskvennahúsi og framkvæma fyrir lítið gjald vandasamar skurðaðgerðir fyrir lækna heldra fólksins, án þess að hans sje að nokkru getið. Líf hans á aðeins eina von og einn tilgang: að geta hefnt sín á manni þeim, er eyðilagði líf hans. — Við söguna kemur einnig fjöldi annarra útlaga og flóttamanna, eigendur og starfsfólk gistihúsa, leigubílstjórar, embættismenn. hefðarmeyjar og lauslætisdrósir. Hjer speglast hið iðandi líf stórborgarinnar, sem stendur á barmi glöt- unar — glötunarbarmi siðmenningar, sem flýtur sofandi að feigðarósi. Úr þessum efnivið hefur Erich Maria Remarque skapað sögu, sem á yfirborðinu er hrífandi viðburðarsaga, ástaræfin- týri oíið saman við taugaæsandi sögu um hefnd. En undir niðri heyrast djúpir ómar skelfingar, meðaumkunar og von- ar, sem setja mark sjaldgæfrar snilldar á skáldsögu þessa. SIGURJBOGINN hefur hlotið dæmafáar viðtökur. í Amerík u eru seld af honum um ein milljón eintaka. í Englandi og á Norðurlöndum hefur salan einnig verið gífurlega ör. — Ritdómarar og bókmenntafræðingar eiga naumast nógu sterk orð til að lýsa ágæti bókarinnar og eru yfirleitt allir sammála um, að þetta sje besta bók Rem.arque’s. Mikill rithöfundur og mikill mannvinur hefur ritað þessa bók. Enginn getur lesið hana ósnortinn. Fæst 'hjá bóksölum um land allt. bókaútgáfa PÁLIVIA H. JÓN880NAI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.