Morgunblaðið - 25.01.1947, Síða 11

Morgunblaðið - 25.01.1947, Síða 11
Laugardagur 25. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 Minnin garorð um Nrlaugu Sigurðardóttur NS \ lf Á LAUGARDAG var til graf ar borin á Akranesi, ekkjan Þórlaug Sigurðardóttir, fyrrum húsfreyja að Vestri-Reyni í Innri-Akraneshrepp. Hún var fædd að Ölvaldstöðum í Borg- arhreppi, hinn 19. maí 1853, dóttir hjónanna Guðríðar Gísla dóttir og Sigurðar Sigurðssonar. Þar ólst hún upp til fermingar- aldurs, en þá fór hún að vinna fyrir sjer sjálf, eins og þá var títt, og var á ýmsum stöðum, en lengst í Stóru-Skógum. Ár- ið 1880 fluttist hún til Akra- ness, þá heitbundin ungum og efnilegum manni, Magnúsi Jónssyni í ívarshúsum, en hann andaðist úr mislingum 1882. Eftir tvö ár fór hún sem ráðs- kona til Hálldórs Ólafsisonar bónda á Vestri-Reyni, sem þá hafði mist konu sína frá 6 böm um, stuttu síðar giftust þau, og eignuðust 7 börn, en urðu fyrir þeirri sorg að missa 5 þeirra, en 2 synir þeirra eru á lífi. Guð ; mundur Halldórsson í Vest- mannaeyýum og Bogi Halldórs- son á Akranesi, auk þeirra eru á lífi fjögur stjúpbörn hennar, sem öll eru orðin háöldruð. Þau kveðja nú sína góðu stjúpu með hlýjum hug og þakklæti, og telja það mikla gæfu að hafa átt því láni að fagna að mega njóta móðurumhyggju hennar. Mann sinn misti Þórlaug sál. 1906 og litlu síðar misti hún sjálf heilsuna og átti við mikið heilsuleysi að stríða síðan, eða í full 40 ár. Árið 1908 fluttist hún til Reykjavíkur, og var hjá Guðmundi syni sínum og stjúpdóttur sinni, Sigrúnu í mörg ár, eða þar til hún fór á Elliheimilið, svo mikill aumingi að fáir hugðu henni þá mikið lengra líf, en þar var hún í 11 ár. Hún Ijest 12. jan. s. 1. á 94 aldursári. Nú er hún horfin hjeðan þessi góða gamla kona, en andi henn ar ríkir og mun ríkja hjá þeim, sem voru svo heppnir að njóta umhyggju hennar og fróðleiks. Öll ljóðin, þulurnar, vísurnar og sögurnar sem hún kunni og kenndi börnunum sínum og Stjúpbörnum, halda áfram að lifa og bera merki þeirrar kyn- slóðar, sem geymdi í huga sjer allt sem hún einu sinni lærði. Hún kunni þau feikn af ljóð- um, þulum, vísum og sögum að undrun sætti, það hefir hún sjálfsagt numið í æsku, því lítill hlýtnr að hafa verið lestrartími húsmóður, með á annan tug barna, sem jafnan var að Reyni, því auk heimabarnanna ólu þau hjón upp eina stúlku, og svo voru þar yfir 20 börn vanda laus í lengri og skemmri tíma. Hygg jeg að það hafi verið með fyrsta vísi að barnaheimilis- haldi, sem var að Reyni, fyrir aldamót. Þá fóru konur af Akra nesi í sumarvinnu, upp um Borgarfjörð og norður í land og víðar, þá var barninu komið fyrir hjá Þórlaugu á Reyni á meðan, auk þess tók hún börn til að venja þau af brjósti, og það hefir kunnugur sagt, sem reyndar segir sig sjálft, að þar hafi verið margar vökunæturri- ar, sem húsmóðirin mátti hafa „Gasel!u“-drenguri íþróttimar Frjálsar íþróttir I: E við þessa barnagæslu, þar að auki var oft til hennar leitað í veikindum og til sængur- kvenna, og fór það alt vel úr hendi, þó hún væri alveg ólærð til þeirra hluta. Hún" lagði hönd á mörg sár samferðamanna sinna, og átti því láni að fagna, að uppskera ems og hun saði þegar hun sjalf þurfti hjálpar með. Þá reyndist , sonur hennar henni vel og j stjúpdóttir, svo að einsdæmi má ,telja, hún vakti yfir henni í mörg ár og vitjaði henriar stöð- lugt öll þessi ár, og var þó sjálf oft sárþjáð. Aðstandendur Þór- laugar sál. þakka henni það ó- eigingjarna starf, og þjóðin öll má þakka fyrir líf hvers eins, hvort sem hann er lífs eða lið- inn, sem helgar líknarstarfinu krafta sína, því á erigu er eins mikil þörf eins og umhyggju og samúð meðbræðranna á erfið leika tímum lífsins. F. G. Miklar framfa spreíthlaupunum C' Halski dagur Tón- fistarsýningarinnar í DAG er ítalski dagur Tón- listarsýningarinnar. — Verður dagskrá hans, sem hjer segir: Kl. 12,30 Kirkjulög eftir Pale- strina o. fl. Kl.. 14,00 Lög eftir Tartini, Corelli, Vivaldi o. fl. Kl. 15,00 Fjórleikur eftir Verdi Kl. 15,30 Dánarmessa eftir Verdi. Kl. 17,00 Verk eftir Mascagni og Leoncavallo. Kl. 18,00 Fiðluhljómleikur eft- ir Paganini. Kl. 18,30 Caruso, Galli-Curci, Gigli, Toti dal Monte o. fl. syngja. Kl. 19,00 Verk eftir Puccini. Kl. 20,30 Eggert Stefánsson söngvari segir frá hljómlist- arlífi á Ítalíu. Kl. 21,00 Söngleikurinn ,Aida‘, eftir Verdi. Lisfaverk fundin BERLÍN: — Áttatíu og tvö málverk, meðal annars verk eftir Palma, Tintoretta og Teni ers, fundust nýlega í loitvarna- byrgi í Schweinfurt, Bavaríu. FRJÁLSAR íþróttir. hafa aldrei staðið með meiri blóma hjer á landi en einmitt núna síðustu árin, og síðasta sumar tók öllu fram, sem áður hefir aekkst hjer á íþróttasviðinu, að minnsta kosti á sviði nútíma íþrótta. -— Það var gkki ein- ungis það, að sett voru fleiri íslandsmet en hliðstæð dæmi eru til.frá nokkru öðru landi — eða yfir 30 — heldur unnu ís- lenskir íþróttamenn sjer al- þjóða viðurkenningu á Evrópu meistaramótinu í Oslo. Verður hjer í blaðinu birt nokkuð heildaryfirlit yfir helstu afrekin í helstu greinum frjálsra íþrótta og byrjað á styttri hlaupunum. 100 m hlaup: I 100 m hlaupi, sem og í öll- um spretthlaupunum, var Finn björn Þorvaldsson ÍR, okkar langbesti maður. Hann setti þar nýtt íslandsmet, hljóp á 10,8 sek. Hann skipar nú sess með bestu spretthV-vpurum Evrópu, og sýndi greinilegast, hvað af honum má vænta, er hann komst í úrslitin á Evrópumeist- aramótinu. Næstir Finnbirni komu tveir 17 ára „drengir11,, Haukur Clausen IR, sem hljóp á 11,2 sek. (nýtt drengjamet) og Pjetur Sigurðsson, KR, á 11.3 sek. Næst á eftir þeim verð ur að telja Örn Clau- sen, ÍR, Svein Ingvarsson, KR og Sævar Magnússon, FH, aHir á 11,6 sek. Halldór Lárusson UMSK náði að vísu tímanum 11.4 á Laugum og Guttormur Þormar, ÚÍA, 11,5 á sama stað, en eftir því, sem jeg hefi frjett, mun vera hæpið að þeirrir tím- ar sjeu rjettir, þótt þeir Halldór og Guttormur sjeu engu að síð- ur góðir spretthlauparar. Hall- dór náði bestum tíma hjer í Reykjavík 11,8 sek. Sævar Magnússon og Oliver Steinn hlupu á 11,3 sek í Hafnarfirði, en sá tími mun ekki löglegur. Einnig hlupu þeir Örn Clausen og Gunnar Stefánsson, IBV, á 11.5 sek. hjer í Reykjavík, en meðvindur var þá of sterkur. Finnbjörn Þorvaldsson. FREGNIRNAR um ,.gasellu“- drenginn, sem sagt var frá hjer í blaðinu fyrir nokkru, hafa vakið mjög mikla athygli um .allan heim, þó sjersfaklega meðal íþróttamanna. í saman- burði við hraða hans verða af- rek allra frægustu hlaupara heimsins barnaleikur einn. Áður en tókst að handsama drenginn hljóp hann á allt að 80 km. hraða, sem er meira en helmingi meiri hraði en Jesse Owens náði, þegar hann hljóp hraðastr200 m. á 20,3 sek. sem er nálægt 35 km. á klst. Eftir því sem sagt er, er er „gasellu“-drengurinn mjög þolinn (eltingaleikurinn hafði staðið í rúma klukkustund áður en hann náðist). Ef gert er róð fyrir £0 km. hraða hleypur hann Maraþonhlaupið á sama tíma og Viljo Heino, heimsmet- hafinn í 10 km. hlaupi, er að komast einn fjórða af þeirri vegalengd. Framh. á bls. 12 200 m. hlaup: Finnbjörn Þorvaldsson setti fimm sinnum íslandsmet í 200 Málverk þessi höfðu á sínum \ m hlaupi. Mettímar hans voru J valdsson á 6,9 sek., sem er nýtt tima verið tekið úr Marlin þessir: 22,8, 22,6 22,4 22,3 og í íslandsmet. Haukur Clausen og m hlaupi var Haukur Clausen. Hljóp hann á nýju drengja- meti 23,1 sek. Örn Clausen var þriðji á 23,5 sek., Pjetur Sig- urðsson 4. á 23,7 sek., og næstir komu Reynir Sigurðsson ÍR og Bragi Friðriksson, KR á 24,0 sek. 300 m hlaup: í 300 m hlaupi setti Finn- björn einnig Islandsmet. Þar hljóp hann á 36,6 sek. Kjartan Jóhannsson, IR, varð annar á 37,1 sek. í þriðja sæti er Hauk- ur Clausen. Einnig hjer setti hann drengjamet. Hljóp á 37,2 sek. Brynjólfur Ingólfsson, KR hljóp á 37.8 sek., Pjetur Sig- urðsson á 38,1 sek. og Svavar Pálsson, KR á 38,7 sek. 400 ni hlaup: Kjartan Jóhannsson bar af í 400 m. hlaupi, eins og s. 1. ár. Hljóp hann á mettíma sínum 50,7 sek. Brynjólfur Ingólfsson kemur næstur á 51,9 sek. Hauk ur Clausen er í þriðja sæti. Hann hljóp á 52,1 sek., sem er mjög glæsilegt nýtt drengjamet. — Páll Halldórsson, KR. náði l'iórða besta tíma 52,4 sek. Ragnar Björnsson, Umf. R., hlióp á 53,5 sek. og Pjetur Sig- urðsson á 53,6 sek. í 60 m. hljóp Finnbjörn Þor- Wagner listasafninu í Wurz-;22,1. Sýnir þetta glöggt í hve I burg, sýnilega til að forða þeim geysilegri framför hann hefir frá skemdum. * verið. Næstur Finnbirni í 200 Pjetur Sigurðsson hlupu þar á 7.2 sek., sem er sami timi og drengjametið._— Þorbjörn. „Gasellu“-drengurinn. Það varð að binda hann, þcgar hann náðist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.