Morgunblaðið - 27.03.1947, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
'Fimtudagur 27. mars 1947.
Sijórn Búnaðarfjel.
kosin
Á Búnaðarþingi í gær fóru
fram ^osningar í stjórn Bún-
aðarfjelags íslands og fleiri
nefndir.
í Búnaðarfjelagsstjórnina
voru endurkjörnir þeir:
Bjarni Ásgeirsson, landbún
aðarráðherra, Jón Hannesson,
Deildartungu, Pjetur Otte-
sen, alþm., Innra-Hólmi.
Varamenn þeirra eru:
Þorsteinn Sigurðss., Vatns-
leysu, Gunnar Þórðarson,
Grænumýrartungu, Guðmund
ur Erlendsson, Núpi.
Er stjórnin kjörin til 4 ára.
Kosnir voru tveir menn
stjórninni til aðstoðar í hús-
byggingamáli Búnaðarfje-
lagsins, þeir: Bjarni Bjarna-
son, skólastjóri, Laugarvatni
og ólafur Bjarnason, Brautar
liolti.
Endurskoðandi reikninga
Búnaðarfjelagsins var kjör-
inn Guðmundur Jónsson á
Hvítárbakka.
f stjórn Búnaðarmálasjóðs
voru kjörnir þeir. Þorsteinn
Sigurðsson? Vatnsleysu og
Einar ólafsson, Lækjar-
hvammi.
Til að endurskoða Land-
ræktarlögin voru kjörnir:
Ilafsteinn Pjetursson, Gunn-
steinsstöðum og ólafur Jóns-
son, tilraunastjóri, Akureyri.
f Verkfæranefnd: Pálmi
Einarsson, landnámsstjóri.
í Útvarpsfræðslunefnd Bún
aðarfjelagsins: Steingrímur
Steinþórsson, búnaðarmála-
stjóri, Gísli Kristjánsson, rit
Stjóri, Halldór Pálsson, ráðu-
nautur.
Fundur var í Búnaðarþingi
frá 10—12 og 3—7. — Urðu
langar umræður um tillögu
um að flytja inn erlent verka
fólk í stórum stíl. Flutnings-
menn hennar eru: Bjarni
Bjarnason, Sveinn Jónsson og
Gunnar Bjarnas., ráðunautur.
Einnig var byrjað að ræða
um tillögur um verðlagsmál
og mun umræðunni haldið á-
fram á fundinum, sem byrj -
ar kl. 10 í dag.
[olumbus U. kærf
fyrir ólöglegan
innflulning
FYRIR nokkru síðan kærði
Viðskiptaráð heildverslunina
Columbus h.f. til sakadómara
fyrir að flytja inn bíla án
þess að hafa fengið til þess
gjaldeyris- eða innflutnings-
leyfi.
í fyrra flutti fyrirtæki
þetta hingað til lands 195
bíla frá Frakklandi. — Bílar
þessir voru þegar kyrsettir
og haía þeir verið geymdir
vestur í Haga, geymslustöðv-
arplássi Eimskipafjelagsins.
Viðskiparáð telur Columbus
hafa haft leyfi þess, til að
flytja inn 3 af þessum bílum.
Mál þetta er nú í rannsókn.
LONDON: — Verið er nú að
athuga möguleikana á því, að
láta ferðamenn í Bretlandi fá
meiri bensínskamt, meðan á
dvöl þeirra stendur, en breskir
borgarar.
Hjálpin fil nauðsfaddra
Þannig sjer teiknarinn hjálpina til nauðstaddra Evrópuþjóða,
sem Rússar ráða yfir. Kúnni er gefið af alþjóða hjálparstofnun.
um, en Rússinn mjólkar.
Jarðneskar leifar amerískra
hermanna fluttar frá íslandi
HINGAÐ til bæjarins er kominn flokkur manna úr
ameríska hernum til þess að undirbúa brottflutninga jarð-
neskra leyfa amerískra hermanna, sem jarðsettir voru á
Islandi styrjaldarárin, en alls munu á öllu landinu vera
um 220 grafir amerískra hermanna, þar af 202 í Fossvogs-
kirkjugarði.
Samkvæmt ákvörðun
þingsins.
Bandaríkjaþing hefir sam-
þykt að flytja skuli heim jarð-
neskar leifar allra hermanna,
sem jarðsettir hafa verið utan
fósturlands síns og hefir verið
unnið að því um skeið, að fram
kvæma þessa ákvörðun. Yfir-
maður herflokksins, sem hing-
að er kominn er Parker kapt-
einn, en hann hefir unnið við
samskonar störf undanfarið í
Grænlandi^ Nýfundnalandi,
Canada, Brasilíu og víðar. Með
honum eru tveir liðsforingjar
og 20 óbreyttir hermenn. Starf
þeirra verður fyrst og fremst í
því fólgið, að finna allar her-
mannagrafir, hvar sem þær eru
á landinu. Grafa síðan upp kist-
urnar og verður þá búið um
hinar jarðnesku leyfar her-
mannanna í nýjum og þar til
gerðum kistum, áður en heim-
flutningurinn hefst. Loks verða
hermennirnir svo jarðsettir á ný
í föðurlandi sínu.
Fjögra mánaða verk.
Parker kapteinn sagði í við-
tali við Morgunblaðið í gær, að
hann gæti ekkert um það sagt
hve herflokkur hans yrði lengi
hjer á landi, þaá væri undir
veðri og öðrum aðstæðum kom-
ið og ennfremur væri sem stæði
erfiðleikar á framleiðslu á kist-
um, sem notaðar eru við flutn-
ingana. En vel gæti farið svo
að þeir yrðu hjer um fjögra
mánaða skeið.
ívær nýjar undir-
ttefndir S. Þ.
TVÆR nýjar undirnefndir
hafa verið stofnsettar innan
sameinuðu þjóðanna. Eru það
nefndir fyrir „frelsi upplýsinga
og blaða“ og nefnd til að vera
fyrir hlutdrægni gegn minni-
hluta þjóðum.
«-----------------------
I
Reykjavík —
Kaupmannahöfn
áeinumdegi
LEIGUFLUGVJEL Flugfjel.
íslandsi kom hingað í gærdag,
úr fyrsjju flugferð sinni beint
frá Kaupmannahöfn, með
stuttri viðkomu í Prestvík. Þar
var viðdvölin 2 klst.
Með flugvjelinni frá Höfn
voru 12 farþegar og í Prestvík
komu í hana 6.
Leiguflugvjelin flýgur beint
til Kaupmannahafnar einu sinni
í viku, þriðjudögum og frá
Kaupmannahöfn, beint til
Reykjavíkur á miðvikudögum.
Knafispyrnusam-
band íslands
sfofnað
í GÆRKVÖLDI var stofnað
Knattspyrnusamband íslands.
Hafði í. S. í. haft forgöngu um
stofnfund og stjórnaði Ben. G.
Waage forseti ÍSÍ stofnfundin-
um.
Að sambandinu standa 7
bandalög knattspyrnumanna
og 15 knattspyrnufjelög, víðs-
vegar á landinu. Formaður
sambandsins var kjörinn Agn-
ar Kl. Jónsson skrifstofustjóri
utanríkisráðuneytisins, en með
stjórnendur þeir Björgvin
Schram fulltrúi og Pjetur Sig-
urðsson háskólaritari. Utan
Reykjavíkur voru kjörnir í
stjórn þeir Rútur Jónsson,
Vestmannaeyjum og Guðmund
ur Sveinbjarnarson, Akranesi.
Jónas Halldórsson vill koma upp
þjálfunar- og heilsuverndarstöð
Hann er kominn heim frá Ameríku
JÓNAS HALLDÓRSSON sundkappi og kona hans Rósa
Gestsdóttir komu hingað til lands með leiguskipi Eimskip,
Salmon Knot, í fyrradag. Þau hjónin hafa dvalið vestur
í Bandaríkjum um nærri tveggja ára skeið. Þar stunduðu
þau bæpi nám við háskólann í Iowa.
Jónas lagði stund á íþróttir og líkamsþjálfun íþrótta-
manna. Kona hans stundaði nám við máladeildir skólans.
Hún var við frönsku og enskunám. Ennfremur við barna-
sálfræðideild háskólans.
Synti innnn við mettíma.
Nær því allan tímann voru
þau í Iowa. Jónas tók þátt í
mörgum sundkepnum er skól-
inn tók þátt í. í kepni milli há-
skólanna í Iowa og Winsconsin
varð Jónas fyrstur í 200 metr.
frjálsri aðferð og synti hann
vegalengdina á skemri tíma en
hann gerði hjer heima, er hann
setti met á þessari vegalengd.
Islenska metið er 2.26,7 mín.,
en í kepni þessari var tími
hans 2,25 mín. í öllum sund-
kepnum þeim, er Jónas tók
þátt í fyrir háskólann náði
hann góðum ái^ngri og varð
fyrstur í mörgum þeirra. Hann
var árið 1945 kosinn formaður
sundflokks skólans.
Meðan Jónas var við skóla
þenna, kynti hann sjer rekstur
drengjabúða og var í slíkum
dreiigjabúðum heilt sumar.
Frá Iowa fór Jónas til Los
Angeles. Þar lauk hann prófi í
nuddi og almennri heilsuvernd.
— í þessu sambandi kynti hann
sjer mjög ýtarlega rekstur
þjálfunar- og heilsuverndar-
stöðva.
Þjálfunar- og heilsu-
verndarstöð.
í gær hitti blaðið Jónas sem
snöggvast að máli og bað hann
segja frá fyrirætlunum sínum
hjer heima.
„Það er erfitt að svara þess-
ari spurningu, því fyrst verð
jeg að fá þak yfir höfuðið“,
svaraði Jónas. ,,En mig langar
mikið til þess að koma á fót
þjálfunar- og heilsuverndar-
stöð. Slík stöð yrði að- sjálf-
sögðú talsvert kostnaðarsöm,
ef hú nætti að vera eftir kröf-
um nútímans. Þar þyrftu að
vera gufubaðsstofur, leikfimi-
salur, ljósbaðstofur, sundlaug,
nuddstofur, og þar þyrftu líka
að vera róðrarvjelar, hjólhest-
ar, boxboltar o. s. frv.
Jeg hefði hugsað mjer, held-
ur Jónas áfram, að með slíkri
stöð mætti bæta mjög skilyrði
manna til þess að stunda þær
íþróttir, sem þeir kysu, sjer til
styrktar og heilsuverndar. Þang
að eiga menn að geta komið til
æfinga þegar þeim sjálfum
hentar, hvort sem er að degi til
eða kvöldi. Nauðsynlegt er að
hafa hvíldarstofur, sem menn
geta notið algerrar hvíldar í,
að afloknu gufubaði, eða þeirri
íþrótt, sem þeir stunda. Jeg
hefði líka hugsað mjer, sagði
Jónas, að í sambandi við þessa
stofnun yrði rekin matsala.
— Hvernig viltu koma þessu
upp?
Allir þeir, er vildu leggja
máli sem þessu stuðning yrðu
Jónas Halldórsson
hluthafar með fjárframlagi
sínu og hefðu þau rjettindi að
geta farið þar inn þegar þeim
þykir best henta, en aðstoð
sjerfróðra manna yrðu þeir að
borga jafnóðum, en að sjálf-
sögðu yrði það að vera við
hæfilegu verði.
Annars vil jeg helst ekki að
þú setjir neit af þessu í blaðið,
þetta eru bara skýjaborgir, seip
jeg er að byggja, sagði Jónas.
Drengj abúðirnat.
— Hvað viltu segja mjer umi
dreng j abúðirnar ?
Þær starfa svipað og skáta-
fjelögin, en þó með nokkru
öðru sniði. Drengirnir eru frá
7 til 16 ára. Þar er nám alt
verklegt. Farið er með dreng-
inga ' í langar gönguferðir og
þeim kent að þekkja grösin og
blómin og dýrin í kringum þá»
Dvölin í drengjabúðunum ep
í því fólgin að þeir stundi sem
mest hollar og góðar útiíþrótt-
ir, sund, göngur, róður, leik-
fimi, veiðiferðir, siglingar og
meðferð bátar. Þá er mikil
áhersla lögð á að brýna fyrir*
þeim umgengnisrnenningu og
agi er góður í þessum búðum.
„Jeg Var í * einni slíkri
drengjabúð í nokkra mánuðj
og er það einn skemtilegastí
kaflinn úr öllu ferðalaginu“,
sagði Jónas. .
★ “\
Reykvíkingar þekkja JónaS
vel. Hann var ekki gamall að
árum, er hann vakti athygli á
sjer sem góður sundmaður, og
við bjóðum hann vclkominn
heim. Megi honum takast að
gera skýjaborgir sínar eins og
hann kallar þær, að veruleika
áður en langt um líður, því
bæjarbúar myndu fagna slíkrí
stofnun, og undir forystu hanS
gætu ungir strákar margt lærti
í Drengjabúðum, ef hann fer út
í þá sálma.