Morgunblaðið - 27.03.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1947, Blaðsíða 14
14 MORQUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. mars 1947 Á HEIMILI ANNARAR 23. dagur „Já, jeg þekti hann fyrir ann an. Mjer geSjaðist að honum. En þó var ekkert misjafnt í fari hans svo jeg vissi til. Mjer fanst altaf að hann mundi vera óþokki undir niðri, en jeg hafði engar sannanir fyrir því. Og þó reyndi jeg að grafa það upp meðan á málinu stóð. Sennilega hefir hann átt í einhverju ásta- bralli áður, en við gátum ekki fengið neinar áreiðarjegar upp- lýsingar um það. Hefði jeg get- að"fengið sannanir fyrir því að hann var óþokki, þá hefði jeg reynt að láta Alice breyta fram burð| sínum og segja að hún hefði átt hendur sínar að verja. Það var að vísu ekki satt, en hún hefði þá staðið miklu bet- ur að vígi“. Hann þagnaði nokkra stund, stakk höndum í vasann, tók þær upp aftur og fór að rjála við liljurnar frá henni Mildred. Svo sagði hann hreinskilnis- lega: „Jeg hefði sjálfur ekki hikað við að skjóta Manders ef jeg hefði komið þarna að og sjeð að Alice þurfti á hjálp að halda. En jeg gerði það ekki. Jeg var hjerna þá um kvöldið, í klúbbnum á jeg við, þegar lögreglan símaði til mín. Mjer datt'þá fyrst í hug að Manders hefði verið drukkinn og hefði gerst ósvífinn við Alice, en hún orðið hrædd og þess vegna skotið hann, eða þá að Dick hefði komið að þeim------- Hann þagnaði skyndilega því að nú heyrðist mannamál fyrir framan. Myra sneri sjer við og leit fram í ganginn. Barton var þar á ferð og Cornelia kallaði til hans ofan af lofti: „Viljið þjer ekki ná í stólinn minn, Barton? Jeg ætla að koma niður“. „Jú, jú, sjálfsagt", svaraði Barton auðmjúklega og hljóp á bak við stigann þar sem stóll inn var. ■ Tim sagði: „Farðu nú var- lega Cornelia frænka. Þó þú lítir út eins og sextán ára stúlka, þá þarftu ekki að haga þjer eins og þú værir svo ung“. Það var einhver uppgerðar ká- tína í röddinni. Cornelia hafði haft fata- skifti. Hún var nú í svörtum kniplingakjól með perlufesti um hálsinn. Hún studdi annari hendi á handriðssúlunni. Myra fjekk ákafan hjartslátt þegar hún sá það. En það var engin hætta á því að Cornelia frænka hefði myrt Jack og falið byssuna þarna. Hún var í Englandi þeg ar það skeði. Hún lá þá í sjúkra húsi. Myra þóttist þegar sjá það á svip gömlu konunnar, að hún hafði gert sjer íulla grein fyr- ir því hverjar afleiðingar það hafði að Alice var komin heim. Svona hafði hún verið á svip- inn þegar loftárásirnar voru gerðar á London. Hún brosti þegar hún sá Sam og kallaði: „Sam, ekki vissi jeg það að þjer voruð kolninn. Þjer hafið sjálfsagt ekki feng- ið neitt að borða. Barton . .“ Barton var með stólinn og hann var þannig á svipinn sem hann væri nú hættur að verða hissa á öllum þeim ósköpum, sem gengu á þetta kvöld. „Óskið þjer að borða niðri, eftir alt saman?“ spurði hann. „Mjer þykir fyrir því að jeg geri yður alt þetta ónæði, Barton“. „Það er ekkert. Bíðið þjer nú við, viljið þjer ekki styðja stól inn, Tim?“ Barton vissi upp á sínar tíu fingur hvernig átti að hagræða Corneliu í stólnum. Tim hjálp- aði honum til og spurði svo: „Fer nú vel um þig?“ „Ágætlega. — Lofaðu mjer að styðja mig hjerna við hún- inn — svona“. Myra stóð á öndinni. Svo slepti Cornelia húninum og sagði: „Þetta er gott. Aktu mjer nú inn í lesstofuna, Tim“. Tim ók henni inn og laut yfir stólinn, en Cornelia sat þráð- bein í honum. Þegar þau komu að Sam rjetti hún honum hönd ina og sagði: „Þa ðer gott að þjer eruð kominn“. „Dick símaði til mín og sagði mjer allar frjettirnar“, sagði hann. „Jeg hefi ekki sjeð Alice enn. Mjer fanst hún mundi þurfa að jafna sig, og vera út af fyrir sig“. „Engin kona hefði borið þetta jafn vel og hún“, sagði hann. „Við ættum að vera glöð í kvöld“, sagði Cornelia, „og við erum það líka út af því að hafa fengið Alice heim.. En hvernig fer um nýja rannsókn, Sam?“ „Nú, það er ekki annað en rannsókn“. sagði hann. „Verður einhver annar tek- inn fastur?“ „Það er ekki víst?“ sagði hana hughreystandi. „Eftir því sem jeg veit best þá er eng inn grunaður“. „Ójá“. Hún horfði alvarlega á hann. „Ný rannsókn, nýjar sannanir. Hverjar?11 Sam svaraði henni eins og hann hafði svarað Myru: „Það er nú til dæmis byssan, ef hún skyldi finnast“. „Er hún fundin? „Ekki svo jeg viti“, svaraði hann. „Þetta var byssan hans Ric- hards“, svaraði hún hikandi. „Kæra Cornelia, sá, sem not- aði byssuna, hefir áreiðanlega komið henni fyrir kattarnef sama kvöldið, eða þá seinna“, sagði hann. „Sam, ætli þeir ákæri Ric- hard fyrir morð?“ Tim klappaði á öxlina á henni og Sam hrópaði: „Nei, nei“. En það mátti sjá í gömlu og glöggskygnu augunúm henn ar að henni var þetta ekki nóg. „Segið mjer satt“, mælti hún. Þá þoldi Myra ekki mátið. Hún stundi upp: „Jeg ætla að fara — og hafa fataskifti“. Cornelia leit ekki á hana. Sam tók í hönd hennar og reyndi að hughreysta hana. Og þótt Myra væri á hálfgerðum flótta, staðnæmdist hún í dyr- unum til þess að heyra hvað Sam sagði. „Þjer megið trúa því, Corne- lia, að er byssan er fundin, þá er hún ekkert sönnunargagn gegn Dick — nema þá að felu- staðurinn bendi til þess, eða fingraför“. „Fingraför Richards?“ „Já, eða einhvers ann,ars“. „Það er víst enginn vafi á því að fingraför okkar Dicks beggja eru á byssunni“, sagði Tim. „Við vorum að leika okk- ur að því að skjóta til marks með henni viku áður en þetta var“. „Geta fingraför haldist í tvö ár?“ spurði Cornelia. „Nei, ekki ef byssan er þar, sem ieg hygg að hún sje, hjerna úti í sundinu“, sagði Sam. Myra gekk nú að stiganum. Hún þorði ekki að snerta hún- inn á handriðsstólpanum, en flýtti sjer fram hjá honum og hljóp upp stigann í einum spretti. Margt hafði nú gerst, hugsaði hún, og þetta hafði gerst svo ört, alveg eins og hver aldan sem kemur af annari. Og það var ekki nema ein leið út út öllum þessum vandræðum, eða þó öllu heldur tvær, önnur fyrir hana og hin fyrir Ric- hard. Hún gekk fram hjá dyrun- um 4 herbergi Alice. Þær voru lokaðar. Hún flýtti sjer fram hjá þeim, því að hún hjelt að hún mundi ekki þola það ef hún heyrði þau Richard og Al- ice vera að tala saman. Hún fór inn í hið rúmgóða herbergi, sem hún hafði nú átt heima í um langa hríð. Hún lokaði hurðinni á eftir sjer. Og nú var þrotinn sá kjarkur, sem hún hafði hleypt í sig áður, svo að hún hneig niður. Það var aldimt í herberginu, en gluggarnir voru opnir eins og hún hafði skilið við þá þegar hún fór út að ganga með Ric- hard .— í síðasta sinn, að hún hafði haldið. Það varð líka sein asta skemtiganga þeirra. Á borðinu lá opin bók eins og hún hafði skilið við hana þá um kvöldið. Nú var margt breytt síðan. En hún hafði þó ekki hugsað um það eingöngu. Annað var henni ríkara í huga. Hver hafði seinast handleikið marghleypuna? Hvers fingra- för voru á henni? „Ef Richard hefði komið að þeim Alice“, Tiafði Sam sagt, og hún hafði svarað: „Hann hefði þá ekki látið Alice fara í fangelsi“. Þessi orðaskifti komu henni nú í hug og það var eins og hún sjálf talaði og svaraði. Hún vildi eki rifja meira upp. Hún reis á fætur með erfiðis- munum og gekk út að glugg- unum og lokaði þeim. Hún klæddi sig út kjólnum og fór úr sokkunum og síðan úr hverri spjör. Þá greiddi hún hár sitt og fór svo í steypubað, en bað- herbergið var inn af herbergi hennar. Hvað átti hún að gera við kúluna? Lögreglan var vænt- anleg snemma næsta dag. Skyídi hún finna marghleyp- una-? Hvernig mundi þá fara fyrir Richard? Ef Loftur getur |>að ekki — þá hver? m Að jaiðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 119. mundi eina von mín um að endurfinna Dían og Pellu- cidar að engu orðin. Að jeg sjái Dían nokkurn tíma aftur, virðist lítt mögu- Jegt, því hvernig veit jeg, hvar í Pellucidar jeg mundi koma upp — og hvernig get jeg gert mjer vonir um það í áttalausu landi að finna hið örlitla landsvæði, þar sem hin horfna ástmey mín grætur mig? ★ Og þetta er þá sagan, sem Davíð Innes sagði mjer í skinntjaldinu, við endamörk hinnar geysistóru Sahara- eyðimerkur. Næsta dag sýndi hann mjer furðuvjelina — hún var nákvæmlega eins og hann hafði lýst henni. Svo stór var hún, að ómögulegt hefði verið að flytja hana á þennan hjara veraldar með þeim flutningatækj- um, sem þar mátti finna — hún gat aðeins verið komin þarna á þann hátt, sem Davíð Innes sagði — upp gegnum jarðskorpuna frá hinum innra heimi Pellucidar. Jeg dvaldist hjá honum í viku, og eftir að hafa hætt ljónaveiðunum, fór jeg beint til strandar og flýtti mjer til London, þar sem jeg keypti heilmikið af því, sem hann vildi flytja með sjer til Pellucidar. Þetta voru bækur, riflar, marghleypur, skotfæri, myndavjelar, ýmiskonar kemisk efni, talsímar, loftskeytatæki, rafmagnsþráður, \ærkfæri og enn meiri bækur — bækur um allt milli him- ins og jarðar. Hann hafði sagt mjer, að hann óskaði eftir bókasafni er styðjast mætti við við framleiðslu allra undra áhalda tuttugustu aldarinnar, og ef tala bóka þeirra, sem jeg útvegaði honum, hefur nokkuð að segja, þá hefur mjer tekist að gera þetta fyrir hann. Sjálfur tók jeg þessar birgðir til Alsír og fylgdist með þeim til endamarka járnbrautarlínunnar; en er þangað var komið, var jeg kallaður til Bandaríkjanna til að ganga frá áríðandi málum. Mjer tókst þó að ráða ákaflega á- reiðanlegan mánn til að taka að sjer forustu birgðalest- arinnar — þetta var raunar sami fylgdarmaðurinn, og farið hafði með mjer í fyrri ferð mína til Sahara — og eftir að hafa skrifað Davíð langt brjef, þar sem jeg meðal annars ljet hann fá heimilisfang mitt í Bandaríkjunum — kvaddi jeg lestina, sem svo lagði af stað suður á bóginn. Meðal hluta þeirra, sem jeg sendi Davíð, var meir en 500 mílur af tvöföldum, einangruðum og ákaflega þunn- Helst til strangur. Lögregluþjónn í Horsens á hund, sem er sjerstaklega vel vaninn og húsbóndahollur. Einn morguninn, þegar lög-. regluþjónninn fór á vakt kl. 6, sagði hann við hundinn: „Nú verður þú að gtæa mömmy vel í dag“. Hundurinn misskildi nokkuð hlutverk sitt, og þegar konan nokkru seinna ætlaði að fara að kaupa í matinn, fór i hundurinn að ýlfra og varnaði. henni algerlega útgöngu. Og hvernig, sem konan reyndi, tókst henni ekki að sleppa úr „fangelsinu11 fyrr en lögreglu- þjónninn kom heim. Hundur- inn varð mjög undrandi, þeg- ar húsbóndi hans slepti „fang- anum“ lausum. * Æskan á að ráða. Hinn 104 ára gamli úkrainski rithöfundur Germanov hafnaði | boði málmiðnaðarmanna 1 Krzjuv um að vera í framboði við kosningarnar til Æðsta ráðs Sovjetríkjanna. Hann bar því við að það væri æskan, sem ætti að ráða. Þrátt fyrir hinn háu aldur tók Germanov virkan þátt í' leynistarfseminni á stríðsárun- um, og hefir hann verið sæmd- i ur mörgum heiðursmerkjum. ft Ung stúlka teygði sig út um glugga til þess að veifa til unn- ustans, og eftir því, sem hann fjarlægðist meira, eftir því teygði hún sig lengra út um gluggann, þar til hún missti 1 jafnvægið og fjell niður á göt- una. Hún handleggsbrotnaði,, fótbrotnaði og mjaðmabrotn- aði. Þetta gerðist í Chicago. ★ — Sigga er búin að opin- bera, og þú varst ekki sá ham- ingjusami. — Nei, jeg var sigraður í úrslitakepninni. ★ Ungur og fágaður maður leigði herbergi hjá aldraðri konu. Eftir fyrsta daginn sagði hann við konuna: — Ef það var kaffi, sem jeg fjekk í morgun, þá vil jeg fá te í fyrramálið, en ef það var te, vil jeg fá kaffi. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBl .ADINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.