Morgunblaðið - 27.03.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. m.ars 1947 M ' I : ! ■ ' ; i : I . .I Álit hagfræðinganefndar og viðskiftamálin uj«r# .3a& í Mbl. 14. þ. m. skrifar hr. Magni Guðmundsson grein, sem hann nefnir: „Hagfræðingabók- in“, þar sem gagnrýnd eru ýms atriði í hinu svonefnda hagfræð ingaáliti, en höfundur þessarar greinar var, sem kunnugt er, einn af höfundum álitsgerðar- innar. Að mínum dómi gætir hins herfilegasta misskilnings á ýmsum mikilvægum atriðum í álitsgjörðinni í áðurnefndri grein, en í öðru lagi ber grein- in vott um furðu litla þekkingu á hinu alvarlega ástandi í gjald eyrismálum þjóðarinnar, þann- ig að ef almenningur tæki mark á slíkum skrifum, sem þessum, gæti það torveldað mjög nauð- synlegar aðgerðir af opinberri hálfu, til þess að ráða fram úr vandamálunum. Tel jeg því, að eigi verði hjá því komist, að leiðrjetta nokkur þau atriði í greininni, er mestu máli skipta. Fyrst vil jeg vekja athygli á því, að ábyrg gagnrýni á niður- stöðum hagfræðingaálitsins og tillögum þeim, er þar voru gerð ar, yrði s£ byggjast á öðru hvoru af þessu tvennu: Annað hvort að bornar væru brigður á þær niðurstöður, sem við komumst að varðandi ástand og horfur í gjaldeyris- og atvinnu- málum þjóðarinnar, þannig að ráðstafanir þær, er við töldum æskilegar, væru af þeirri á- stæðu ekki nauðsynlegar. Eða þá, ef ekki þykir fært að halda því fram, að ástandið sje betra en við töldum það, að gerðar sjeu ákveðnar tillögur um sanngjarnari og heppilegri leiðir til úrbó’ta, en þær sem við bentum á. Þótt ýmsar hnútur hafi fallið í garð okkar, sem að þessu áliti stóðum, fer furðu lítið fyrir því að gagnrýni sú, sem fra mhefur komið á álitinu hafi byggst á öðru hvoru þessu. Töldum við okkur þó síður en svo örugga fyrir slíkri gagnrýni um það bil er við skiluðum álitinu, þar sem tími sá, er okkur var ætlaður til þessa yfirgripsmikla verks, var svo stuttur, en við allir hlaðnir tímafrekum opinberum störfum fyrir. Gagnrýni sú, er fram hef ir komið, hefir hinsvegar helst verið í því fólgin, að einstakar tillögur hafa verið slitnar úr samhengi við aðra hluta álits- ins, og reynt þannig að vekja andúð einstakra hagsmunahópa og stjetta gegn álitinu, eins og ráð væri fyrir því gert, að þessir aðilar einir*ættu að taka á sig þær byrðar, sem leggja verður á, til þess eð málum þeim, er álitið fjallar um, verði kippt í lag. Grein hr. M. G. er því miður engin undantekning frá þessu. Engin tilraun er þar gerð til að hrekja þann ^rundvöll, sem álit ið hvílir á, nefnilega niðurstöð- ur okkar um ástand og horfur í gjaldeyris- og fjárfestingar- málunum. Engar frambærileg- ar tillögur eru heldur gerðar um aðra lausn þessara mála, en þá, sem við bendum á. En til- lögur þær, sem við bendum á, eru dænjjlar ómögulegar, vegna þess hve tilfinnanlega þær bitni á einstökum stjettum og hags- munahópum. Skal nú vikið nokkuð að ein- Eftir Ólaf Björnsson stökum atriðum í grein hr. M. G.: Það er næstum óskiljanleg firra hjá greinarhöfundi, er hann heldur því fram, að rök- semdafærsla okkar um gjald- eyrismálin byggist á þeirri for- sendu, að hjer sje og hafi verið frjáls gjaldeyrismarkaður, þ. e. engin innflutningshöft nje hömlur á gjaldeyrissölu. "Hins- vegar var það skoðun okkar, að með tilliti til þess mikla mis- ræmis, sem nú er milli peninga- teknanna innanlands annars- vegar og gengisskráningarinn- ar og verðlags á innfluttum vörum hinsvegar, sje ekki unnt að takmarka innflutninginn nægilega með innflutningshöft- unum einum. Hr. M. G. virðist hjer vera á gagnstæðri skoðun, og bendir því til stuðnings á það, að ekki sje rjett eins og við gerum, að tala um misræmi milli peningatekna og vöfu- verðs, heldur peningatekna og vörumagns. Jeg neita því ekki, að það væri fræðilegur mögu- leiki, að auka svo innflutning erlends varnings, að hægt væri að fullnægja eftirspurninni eft ir honum miðað við núverandi peningatekjur og • verðlag, en það er bara alveg út í bláinn að tala um slíkt, af því að enginn gjaldeyrir er til, sem hægt er að ráðstafa til slíks og ekki eru heldur líkur á, að hægt verði í náinni framtíð að auka gjald- eyristekjurnar svo, að slíkt yrði kleift. Þá þykir mjer það mjög ó- sanngjarn dómur um álit okkar okkar fjórmenninganna, að við höfum engan áhuga á aukningu útflutningsins en einblínum á leiðir til niðurskurðar innflutn- ins og kaupgetu. Það er einmitt annað aðalmarkmið tillagna okkar, að skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir því, að útflutn- ingsverðmætin megi aukast, en hitt er rjett, að við vörum við þeirri fjármálastefnu, að láta reka á reiðanum í gjaldeyris- málunum í trausti þess að út- flutningurinn muni aukást sjálfkrafa í náinni framtíð vegna nýsköpunarframkvæmd- anna. Slíkt myndi ekki eiga neitt skylt við heilbrigða bjart- sýni, sem ekki er nema gott um að segja, en væri rjettnefnd fjárglæfrastefna. Þá skal nokkuð vikið að þeim tillögum okkar, er mestri gagn- rýni sæta afrá hálfu hr. M. G. nefnilega tollahækkunin nú og eignakönnuninni. Tilgangur okkar með því að gera tollahækkun að tillögu okkar var aðallega tvennskon- ar: 1. Að styðja á þann hátt aðr ar ráðstafanir til þess að draga úr eftirspurn erlends gjaldeyris. 2. Að afla ríkissjóði tekna til þes að standa straum af niður- greiðslum o. fl. Hr. M. G. telur tollahækkun í fyrnefnda til- ganginum óþarfa, vegna inn- flutningshaftanna, en hvað það atriði snertir má vísa til rök- stuðnings okkar í bókinni fyrir því, að innflutningshöftin ein nægi ekki til þess að takniarka innflutninginn nægilega. — Þá telur M. G. og að tollahækkan- irnar muni verða til að auka dýrtíðarskrúfuna, vegna þess að launþegarnir muni ekki sætta sig við slíkt, nema fá það bætt upp með hærra kaupi. Þessu er því til að svara,-að við gerðum ráð fyrir því, að samið yrði við stjettastmtök launþega og bænda um það, að þessar stjettir tækju á sig tolla- hækkunina án þess að peninga- tekjur þeirra hækki vegna hennar. Töldum við fært að fara fram á það við þessar stjettir að þær færðu slíkar fórnir af eftirtöldum ástæðum: 1. Vegna þess hve alvarlega horfir í gjoldeyrismálum þjóð- arinnar, er nauðsynlegt að hún minnki sem mest neyslu erl. vara. 2. Gert er ráð fyrir, að brýnustu lífsnauðsynjar og nokkrar framleiðslunauðsynjar sjeu undanskildar tollahækkun inni. 3. Gert er ráð fyrir, að jafnframt því, að þessar stjettir taki á sig nokkrar byrðar vegna nauðsynlegra ráðstafana í gjald eyris- og viðskiftamálum, verði þungar byrðar lagðar á þá, sem breiðust hafa bökin, Þá má einn ig á það benda, að við gerum ráð fyrir því, að til greina kæmi að lækka tekjuskattinn frá því, sem nú er í sambandi við end- urbætur á eftirliti með skatta- framtölunum, en tekjuskattur- inn bitnar, sem kunnugt er, hart á launþegunum. Það er hinsvegar rangj; hjá greinar- höfundi, að við gerum ráð fyrir því, að lækkun heildsöluálagn- ingar eigi að verulegu leyti að vega upp á móti tollahækkun- inni. Þá er það eignakönnunin. Svo virðist sem ein höfuðástæðan fyrir því, að við gerum eigna- könnun að tillögu okkar haíi alveg farið fram hjá M. G., en hún var sú, að við vildum með því móti bæta úr því misrjetti, sem almennt er talið að nú eigi sjer stað í skattaálagningunni og á rót sína að rekja til skatt- svikanna. Jeg veit ekki meira um það en hver annar, hversu mikið kveður að skattsvikum, en víst er það, að almenningur verður eðlilega ófús til þess að taka á sig byrðar eða skerðingu lífskjara í einu eða öðru formi fyrr en gerð hefir verið gang- skör í því efni að bæta skatta- eftirlitið, þannig að tryggt megi verða að fnenn geti ekki eftir vild skotið sjer undan þeirri skyldu, að ieggja fram sinn rjettmæta skerf til almennings- þarfa. Um fjárhagsráðið vil jeg segja það eitt, að mjer er það fyllilega ljóst, að með stofnun þess er mjög mikið vald lagt í hendur fárra manna, vald sem hætta er á að gæti orðið mis- beitt til þess að hindra heil- brigt athafnalíf einstaklinga, ef það lenti í höndum óhlutvandra manna. En jeg fæ þó eigi sjeð, að ráðin verði bót á því gífur- lega jafnvægisleysi, sem nú er í atvinnumálum þjóðarinnar, ef ekki verður gripið til einhverra slíkra ráðstafana ,og takist vel til um val manna í ráð þetta, þarf það engan veginn að verða heilbrigðu einkaframtaki fjótur um fót, miklu frekar-það gagn- stæða. Það væri fróðlegt að athuga hvaða tillögur hr. M. G. hefir fram að færa um lausn þeirra vandamála, sem hjer eru til um ræðu, eftir það að hafa dæmt tillögur okkar ófærar. Hann bendir á það, að óhjákvæmilegt sje að stöðva dýrtíðina ef koma eigi á hagstæðum greiðslujöfn- uði víð útlönd, og er jeg því sammála. Til þess telur hann tvær leiðir koma til greina: 1. Að minnka peningaflóðið og draga þannig úr eftirspurn varn ins og vinnuafls. 2. Að rýmka um innflutning og auka þannig framboð hvorttveggja. Síðari leiðin kemur vitanlega ekki til greina sökum gjaldeyrisskorts Þá er spurningin hvaða ráðstaf anir eigi að gera til þess að „minka peningaflóðið“. Hr. M. G. vill ekki stjórn á fjárfest- ingu og allsherjar eignakönnun eins og við leggjum til. Hverj- ar eru þá hans tillögur? Eftir því, sem næst verður komist, hugsar hann sjer aðallega tvent:l. Niðurfærslu á verðlagi og þar með peningatekjum, m. a. með lækkun innflutnings- tolla. 2. Samdrátt útlána af hálfu bankanna. Ef skattaleiðin verði farin, vill hann láta hækka tekjuskattinn og einnig virðist hann vera því hlyntur að peningaeignir verði skatt- lagðar sjerstaklega (sbr. tillögu hans um seðlainnköllun). Um það fyrsta, beinar verð- lækkunarráðstafannr vil jeg fyrir mit leyti vísa til greinar- gerðar okkar í álitinu fyrir því að við töldum slíkar leiðir ekki tekjur .haldast óbreyttar. Jeg tel það síðara heppilegra. Hvað snertir hina aðalleiðina, er M.G. bendir á, þ. e. samdrátt útlána bankanna, þá er jeg því fyllilega sammála, að útlána- starfsemi bankanna þarf að haga þannig,.að hún sje í fullu samræmi við aðrar ráðstafanir, sem gerðar kunna að verða til úrlausnar vandamálum við- skiftalífsins. Um þetta atriði fjölyrtum við fjórmenningarnir ekki, að öðru leyti en því, að við bentum á nauðsyn þess, að góð samvinna yrði trygð milli fjárhagsráðsins og bankanna. Hinsvegar er jeg því alger- lega ósammála, að samdráttur útlána af hálfu bankanna sje út af fyrir sig fullnægjandi ráð stöfun til úrlausnar vandamál- unum. Til þess er vald bank- anna yfir fjármagnsmarkaðin- um alltof lítið, eins og nánari grein er gerð fyrir í áliti okkar. Um hækkun tekjuskattsins, sem hr. M. G. virðist vera hlynt ur, er það eitt að segja, að jeg lít svo á, að það myndi vera einhver sú ranglátasta aðferð, sem hugsanleg væri til þess að draga úr kaupgetu og eftir- spurn. Astæðan til þess er sú, að eins og nú háttar bitnar tekjuskatturinn þyngst á þeim, sem taka laun sín í þjónustu annara og hafa þannig ekki aðstöðu til skattsvika. Af þess- um sökum vildum við að tekið yrði til athugunar hvort ekki kæmi til mála að lækka tekju- skattinn í ^stað þess að hækka hann, eftir að gerðar hefðu ver ið þær endurbætur á skatta- eftirlitinu, sem við lögðum til. Það væri einnig að mínu áliti mjög ranglátt, að gera ráðstaf- anir, er eingöngu skertu pen- ingaeignir, svo sem þær að inn- kalla seðla, en borga þá ekki út með nafnverði eins og M. G. ymprar á, 'en hlífa alveg þeim, sem eiga fasteignir og önnur hættuna á því, að slíkt myndi leiða til atvinnukreppu, en einn ig á það, að með því móti myndu peningamenn hagnast að ástæðulausu á kostnað ann- raunveruleg verðmæti. Skoðun heppilegar. Við bentum þar á þesgi virðist líka þygð á þeirri hugsunarvillu, að „kaupgetan“ fyrjrfinnist aðeins hjá þeim, er hafi handbært fje, en ekki eig- endum raunverulegra verð- mæta. En þannig er það ekki. ara borgara þjóðfjelagsins, Ann Maður; gem á 10Q þúg_ kr_ fast_ ars kemur það fram hjá M. G.|eign skuldlausa> ætti> ef fast_ eignin er raunverulega slíks virði, að hafa nákvæmlega i sömu „potentiala11 kaupgetu og í sá, sem á 100 þús. krí banka.— ems og reyndar hjá mörgum I þeim, sem aðhyllast slíkar ráð- stafanir, að þeir hafa alls ekki auga fyrir kjarna vandamáls- ins. Þeir einþlína á hið háa verðlag, og telja öll vandkvæði leyst, ef peningatekjur og verð lag verði fært niður. — Þetta þurfi ekki að kosta neinar raun verulegar fórnir fyrir launþeg- ana, heldur jafnvel það gagn- stæða (sbr. t. d. skrif dagblaðs- ins Vísis um þetta efni). En þetta .er ekki rjett. Það er ekki hið háa verðlag og kaupgjald út af fyrir sig, sem skapa örð- ugleikana, heldur þitt, að þjóð- in hefir að undanförnu eytt meiru af erlendum gjaldeyri en hún hefir aflað. Neyslan þarf þv íað minnka, sjer í lagi neysla erlends varnings. Hlutfallsleg lækkun peningatekna og verð- lags væri gagnslaus ráðstöfun í þessu efni, annað hvort verð- ur að láta peningatekjur lækka' og verðlag haldast óbreytt, eða verðlag hækka en láta peninga j.Hann getur nefnilega hvenær sem er, breytt fasteigninni í peningaform, með því að selja hana, veðsetja o. s. frv. Þeirri gagnrýni greinarhöf., að álitinu sje að því leyti ábóta vant, að einstakir meðlimir hafi ekki gert grein fyrir sjer- afstöðu sinni til einstakra mál- efna, má svara því, að þar sem nefndarmenn voru í aðalatrið- um sammála um nauðsynlegar ráðstafanir, sá hver einstakur ekki ástæðu til þess að gera ágreining um minni háttar at- riði, orðalag o. þ. h. Ólafur Björnsson. 1 Alm. | Banksntrii* I or miðstft' —•euasalan •íimi eoes. -'ííoíkaupi, l.muiiirmiirm J)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.