Morgunblaðið - 27.03.1947, Blaðsíða 16
0
VEÐURÚTLITID: Faxaflói:
Norð-austan kaldi. Úrkomu-
Iaust. Ljettskýjað.
Fimtudagur 27. mars 1947
_ HEILBRIGÐISMÁL IIJER-
AÐANNA nefnist grein á 7,
síðu eftir P. V. G. Kolka lækni.
Hær öllu mjölinu
bjargað
Frá frjettaritara vorum
á Siglufirði, miðvikud.
KLUKKAN fimm í gærdag’
hafði tekist að bjarga hinum
7000 sekkjum síldarmjöls,
sem voru í þeim hluta mjöl-
skemmu S.R., sem ekki
hrundi. Náðist meginhluti
mjölsins óskemdur.
Unnið var að björgunar-
starfinu dag og nótt, frá því
á mánudagsmorgun og gekk
alt. vel, þangað til síðustu
klukkustundirnar, er tók að
hlána af sólbráð, að vatn
flæddi inn á geymslugólfið
undir mjölið og blotnaði nokk
uð af því mjöli, sem síðast
var flutt úr húsinu.
Unnið er nú að því að
klæða norðurvegg syðri mjöl|
geymslunnar, til þess að gera^
þessa hlið hússins fokhelda
og er járn úr þaki norður-
hlutans, sem hrundi, notað
til þess.
Byrjað ér að hreinsa til í
rústum nyðri skemmunnar,
en það verk mun verða sein
unnið. — Guðjón.
íslendingur í Texas
—*í—*-« —*
Njáll Símonarson, sem stundar flugflutninganám við háskólann
í Austin í Texas sjest hjer á myndinni (t. v.) með forstjóra
fíugfjelagsins Luscombe Airplane Corporation, en það fjelag
hefir smíðað nýja tegund smáflugvjela, sem er öll gerð úr málmi
og nefnist Silvaires Deluxe. Var Njáli boðið að vera viðstöddum
á móti, sem Verslunarráð hjelt í Dallas.
Amen'sku heriuennirnir á förum
frá islandi næstu daga
Mjélkin er fiuii á
Akureyrar
Frá frjettaritara vorum
á Akure.vri, miðvikudag.
MIKIL snjóþyngsli eru hjer
í Eyjafirði. Allir vegir eru ó-
færir bílum, og hjer á Akur-
eyri eru göturnar illfærar bíl-
um. öll mjólk er flutt á sleð-
um utan úr Eyjafirði og á
bátum frá Dalvík.
ÞEIR amerískir hermenn, sem hjer eru ennþá (í Kefla-
vík) eru nu á förum af landinu. Eiga allir hermenn að
vera farnir hjeðan þann 6. apríl n. k., samkvæmt flug-
vallasamningnum, sem gerður var milli Islands og Banda-
ríkjanna í október s. 1. Eins og kunnugt er eru allir her-
menn farnir frá Reykjavík fyrir alllöngu, en þeir, sem
eftir vofu um 400—500 talsins hafa verið við gæslu og
rekstur flugvallarins í Keflavík.
Herflutningaskip á leiðinni.
Herflutningaskip er á leið- er það væntanlegt á hverri
inni hingað til lands frá Brem- stundu.
en í Þýskalandi til að sækja þá Amerískir hermenn hafa
hermenn, sem hjer eru eftir og dvalið hjer á landi frá því 7.
júlí 1941, er samkomulag varð
milli Islands og Bandaríkja-
stjórnar um að Bandaríkin
tækju að sjer hervernd íslands.
er annað kvöld
LANDSFLOKKAGLÍMAN verður háð í íþróttahúsinu
við Hálogaland n. k. föstudag og hefst kl. 9 e. h. Keppt
verðup í þremur þyngdarflokkum og eru keppendur alls
19 frá fjórum íþróttafjelögum.
í fyrsta flokki keppa Armenn
ingarnir Guðmundur Ágústs-
son, Guðmundur Guðmunds-
son, Gunnlaugur J. Briem og
Sveinn Þorvaldsson og Friðrik
Guðmundsson frá KR.
í 2. flokki keppa KR-ingarn-
ir Ágúst Steindórsson, Rögn-
valdur Gunnlaugsson og Sveinn
Jónsson og Ármenningarnir
é
Gunnlaugur Ingason, Kristján
Sigurðsson og. Sigurður Inga-
son.
I 3. flokki keppa Aðalsteinn
Eiríksson, Einar Markússon,
Helgi Jónsson og Olafur Jóns- ,
son frá KR, Ingólfur Guðnason
og Sigurður Hallbjörnsson frá
Ármanni, Sigurður í. Sigurðs-
son frá Umf. Hvöt og Andrjes
Sighvatsson frá Umf. R.
Ferðir verða frá BSÍ inn að
AOA tekur við.
Það er ameríska flugfjelagii
American Overseas Airlines
tekur við rekstri Keflavíkur
flugvallar, ásamt íslendingum
sem hafa yfirstjórn vallarin
með höndum, eins og kunnug
er.
Hefir fjelagið ráðið hingað al
marga starfsmenn, en mun oj
hafa íslendinga í þjónustu sinn
eftir því, sem við verður kom-
ið. #!«!
Þessa dagana er verið að af-
ferma skip, sem kom hingað ti
fjelagsins með ýms tæki til fluj
vallarrekstursins, þar á meða
bifreiðar. Eru flestar þessar:
bifreiða keyptar af Bandaríkja-
hernum og meðal þeirra eri
sjúkrabifreiðar, sem enn ben
merki Bandaríkjahers, en, sen
breyta á. í almenningsvagna ti
að flytja starfsfólk milli staðc
á flugvellinum og farþega mill
Reykjavíkur og Keflavíkur.
fMbúSS**
Guðmundur Ágústsson
Hálogalandi frá kl. 7,30 á íöstu
dagskvöldið.
B.v. Ingólfur Arnarson kom
í gær frá Englandi. í dag kl. 5
fer togarinn á veiðar.
Per Olof Olsson - besti sund-
maður, sem hingað hefir
komið - keppir í kvöld
Ari og Sigurðarnir mæla honum
SÆNSKI sundmeistarinn Per Olof Olsson kom hingað
til lands í gærmorgun og keppir í kvöld við íslenska sund-
menn í sundhöllinni í Reykjavík. Olsson keppir í 100 m.
skriðsundi og 100 m. bringusundi. Þar verða þeir Ari
Guðmundsson og Rafn Sigurvinsson, sem mæta honum í
skriðsundi, en Sigurður Júnsson, Þingeyingur og Sigurður
Jónsson, KR, sem keppa við hann í bringusundinu.
Kom kl. 7 í gærmorgun.
Olsson kom kl. 7 í gærmorg-
un með AOA-flugvjel til Kefla-
víkur, en kl. 12 sat hann há-
degisverðarboð með nokkrum
forráðamönnum sundíþróttar-
innar hjer. Bauð Erlingur Páls-
son, formaður Sundráðs Reykja
víkur, hann velkominn til lands
ins, en viðstaddir voru m. a.
forseti I.S.Í., formenn sund-
fjelaganna í bænum, sundþjálf-
arar, sundráðsmenn o. fl.
Síðar í gær fór hann upp í
Sundhöll og reyndi hana. Sagði
hann í viðtali við blaðarhenn,
að sjer hefði líkað vel að synda
þar.
Srenskur meistari 21. sinni.
Per Olof Olsson hefir 21. sinni
orðið sænskur sundmeistari á
ýmsum vegalengdum með
frjálsri aðferð og í björgunar-
sundi. líann er núverandi Norð
urlandamethafi í 100 m. skrið-
sundi á 57,5 sek. og hefir náð
þeim tíma á hverju ári síðan
1943. í 200 m. skriðsund hefir
hann synt á 2.14,0 mín., 100 m.
baksund á 1.09,3 mín. og 100
•m. bringusund á 1.10,1 mín.,
sem er aðeins 1/10 úr sek. lak-
ara en Norðurlandametið, og
sami tími og Björn Borg náði
bestum á þeirri vegalengd. Ols-
son er 28 ára gamall. Hann er
verkfræðingur að menntun, og
á heima í Vaclstena í Mið-
Svíþjóð.
Olsson fer hjeðan áleiðis til
Bandaríkjanna snemma á föstu
dagsmorgun, en þar keppir
hann á ameríska meistaramót-
inu, eins og áður hefir verið
skýrt frá hjer í blaðinu.
Um 60 þótttakendur.
Þátttakendur í sundmóti KR
í kvöld verða annars um 60 frá
sex íþróttafjelögum. 22 frá Ár-
manni, 17 frá KR, 14 frá Ægi,
fjórir frá ÍR, einn frá HSÞ og
einn frá UMF Laugdæla. Keppt
verður í 100 m. skriðsundi, 100
m. bringusundi, 200 m. bringu-
sundi kvenna, 50 m. baksundi
karla, 4x100 m. boðsundi og 50
m. skriðsundi og 50 m. bringu-
sundi drengja.
Ari og Sigurðarnir „í eldinum“.
Aðalkeppni mótsins verður að
sjálfsögðu á milli Per Olaf Ols-
son og Ara Guðmundssonar í
100 m. skriðsundi og Sigurð-
anna og Svíans í 100 m. bringu-
sundi. „Við munum veita hon-
urh eins harða keppni og við
getum“, sagði Jón Pálsson,
landsþjálfari í sundi við blaða-
menn í gær, „en við höfum
verið óheppnir með það, að
flestir bestu sundmenn okkar
hafa nýlega fengið inflúens-
una“.
Aðrar greinar.
Þá má gera ráð fyrir að í 200
m. bringusundi kvenna verði
hörð keppni milli Áslaugar
Stefánsdóttur frá Umf. Laug-
dæla, Önnu Ólafsdóttur, Á, og
Gyðu Síefánsdóttur, KR. í öðr-
um greinum má einnig búast
við skemmtilegri keppni sjer-
staklega í boðsundinu.
Sundunnendur bíða með
mikilli éftirvæntingu eftir mót-
inu í kvöld, þar sem Olsson er
færasti erlendi sundmaðurinn,
sem hingað hefir komið til
keppni. —■ Þorbjörn.
Lála vel yfir
Svíþjóðarförinni
-BLAÐAMENNIRNIR, sem
fóru til Svíþjóðar á vegum
American Overseas Airllnes eru
nú allir komnir aftur, Valtýr
Stefánsson ritstjóri, sem fór til
Kaupmannahafnar eftir Sví-
þjóðardvölina, verður þar í
nokkra daga.
Áður hefir verið sagt frá
heimkomu þeirra þriggja, sem
fyrst komu, en í gærmorgun
komu Vilhjálmur S. Vilhjálms-
son ritstjóri, Haukur Snorrason
ritstjóri frá Akureyri og Bene-
dikt Gröndal blaðamaður.
Flugvjelin, sem flutti þá
heitir „Flagship Oslo“.
Láta þeir mjög vel yfir öllum
móttökum og fyrirgreiðslu hjú
AOA. Sátu þeir boð hjá flug-
fjelaginu, sænska utanríkisráðu
neytinu, sendiherra íslands x
Stokkhólmi og fleirum.
Norsku og sænsku blaðamenn
irnir, sem hjer voru komu til
St'okkhólms í fyrrakvöld og
ljetu þeir vel yfir dvöl sinni
hjer.
Komu að vestan í nótt.
Þeir gestir flugfjelagsins
AOA, sem boðið var til Amer-
íþu voru væntanlegir á Kefla-
víkurflugvöll um kl. 4 í nótt.