Morgunblaðið - 27.03.1947, Page 8

Morgunblaðið - 27.03.1947, Page 8
8 MORGUNBLAÐItí Fimtudagur 27. mars 1947 r tuiMaMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Er þetta samvinna? ÞAÐ er látið heita svo, að nú sje stjórnarsamvinna milli Sj álfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins und- ir forystu þriðja aðila. Ekki hefir annað vitnast en það að þessi samvinna sje í besta gengi innan ríkisstjórnar- innar. Hvað hún nær þar út yfir er nokkuð óljóst, en fyrir augu Sjálfstæðismanna kemur alvarlegt hættu- merki fimm sinnum í viku. Auk þess kemur eins konar fylgihnöttur annað kastið fram á sjónarsviðið með sömu ummerkjum. Þessi hættumerki eru blöð Framsóknar- fiokksins, Tíminn og Dagur. Þessi málgögn hafa löngum verið hlaðin rógburði um Sjálfstæðisflokkinn og bestu menn hans. Síðan núver- andi ríkisstjórn tók við er ekki annað vitað en að ráð- herrar Framsóknarflokksins hafi hætt við þessa iðju. Hvort breytingin nær mikið lengra er í óvissu. En hitt er víst, að blöðin hafa lítið breytt um svip. í hverju blaði að kalla má, er ganað fram með rógburði og árás- um á Sj álfstæðismenn og fyrst og fremst á formann flokksins Ólaf Thors og fyrverandi fjármálaráðherra Pjetur Magnússon. Þetta ber þann svip að frá hálfu Framsóknarflokksins sje vilji fyrir hendi til þess að hafa samvinnu við einstaka menn í Sjálfstæðisflokkn- um, en ekki við flokkinn og allra síst við þá menn hans sem lengst hafa verið þar í forystu og meginhluti kjós- enda treysta best. Þeir menn eru á síðum Tímans og Dags undir eiturmerkinu: „óalandi og óferjandi“. Þeirra stefnu vilja Tímamenn afmá; þeirra verkum eyða og þeirra vilja gera hinir sömu menn ráð fyrir að hafa að engu. Nú á alt að vera í kalda koli í fjármálum landsins og atvinnulífi og alt á það að vera sök hinna vondu manna, sem stjórnað hafa Sjálfstæðisflokknum á undan- förnum árum. Hverjar eru svo þær ráðstafanir, sem hinir vísu feður úr foringjaliði Framsóknarflokksins ætla að samþykkja til breytingar á hinni hættulegu stefnu Ólafs Thors og Pjeturs Magnússonar? Þeir ætla' að borga nokkrum miljónum eða miljónatugum hærri fjárhæðir úr ríkis- sjóði til að kaupa niður dýrtíðina. Hið voðalega fjármála- lega hrun sem blað þeirra og boðberar hafa lengi spáð, ætla þeir að fjarlægja með því að hækka gjaldahlið ríkis- fjárlaganna á rekstursreikningi úr 127 miljónum 1946 í 200 miljónir 1947. Eftir er svo að sjá hversu víðtækar, skynsamlegar og heilladrjúgar verða tillögur og ráðstafanir þessara manna til endurbóta á þeirri löggjöf og valdakerfi sem næst stendur sveitum og sveitafólki. Auk þess er von á því að nú verði tekið fyrir öll skattsvik og fjárbrall með því að gera upp eignir manna og fyrirtæki í landinu. Má vera að á því sviði verði vel og viturlega á málum tekið, þó enn sje það í óvissu Alt þetta og ýmislegt fleira bendir þó á þá átt, að íormaður fjárveitinganefhdar Gísli Jónsson alþm. hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann gaf þá yfirlýsingu í fjárlagaumræðum á Alþingi, að þeir sem ráða meðal andstæðinga fyrverandi ríkisstjórnar sýna í verki að þeir trúa litlu af því sem Tíminn hefir flutt um hrun og vandræði, er stöfuðu af stefnu og verkum þeirrar ríkisstjórnar sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrði. En Tíminn og Dagur halda áfram sínum rógburði á hendur Sjálfstæðismönnum. Fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksiná er margt að athuga. í fyrsta lagi það, að þeir hafa dýran arf að vernda, sem er framfarastefna fyrverandi stjórn- ar. í öðru lagi það, að peningakreppu er tiltölulega auð- velt að framkalla. í þriðja lagi það, að þeir geta ekki lengi talið þá menn sína samvinnumenn, sem láta mál- gögn sín halda uppi stöðugum rógburði og ósönnu níði um formann Sjálfstæðisflokksins og fyrverandi fjár- málaráðherra. DAGLEGA LÍFINU Matvæíaþekking. OFT heyrast kvartanir írá húsmæðrum yfir því, að þeim hafi verið seld slæm matvæli, Kjötið, sem þær hafi fengið á þessum eða hinum staðnum hafi verið rýrt og ekkert nema beinin, eða fiskurinn skemd- ur, gamall og horaður, o. s. frv. Það er nú einu sinni svo, að gæði matvæla eru misjöfn frá náttúrunnar hendi, ef svo mætti segja, en þeir, sem hafa kynt sjer, eða vanist að meta gæði matvæla, geta sjeð það með hálfu auga hvort um fyrsta flokks vöru er að ræða, eða ekki. En nú er það svo^ð fjöld inn allur af húsmæðrum nú til dags hafa aldrei fengið tæki- færi til að læra að þekkja kjöt, fisk eða önnur matvæli. Að minsta kosti ekki þær, sem ald ar eru upp í bæjunum. Þær hafa aldrei sjeð kjötskrokka, nema í kjötverslunum, eða fisk nema á eldhúsborðinu hjá sjer. En það ætti ekki að vera mikill vandi að bæta úr þess- um þekkingarskorti og er enda þarft verk að gera það. • Námskeið í matvælaþekkingu. ÞAÐ væri vissulega Verk- efni fyrir húsmæðraskólana, að efna við og við til námskeiða fyrir húsmæður bæjarins og kenna þeim þar að greina milli góðra og slæmra matvæla. Slík námskeið yrðu þegin með þökkum, bæði af húsmæðrun- um sjálfum og hinum, sem borða eiga matinn, sem þær framreiða. Eftir að matvælaþekking væri orðin almenn hjá hús- mæðrum, myndu innkaup þeirra einnig breytast. Hús- mæðurnar myndu þá sjálfar fara í verslanir og velja það, sem þeim litist best á og vissu að væri góður matur. Af því myndi og leiða, að sjálfsögð verðflokkun á matvælum eftir gæðum kæmist á og- yrði al- mennari en nú er. Matvælaverslanirnar eru orðnar svo margar og dreiíðar um bæinn, að það ætti að vera húsmæðrum hjer, eins og ann- arsstaðar, vorkunnarlítið, að velja sjálfar matvælin, en til þess þurfa þær að fá tækifæri til að tileinka sjer nauðsynlega þekingu í þessum efnum. • Sjómannastofan nýja. ÞÁ ER sjómannastofan kom in upp á ný og er það vel. — Fyrsta brjefiðtþaðan hefir mjer borist og er það frá E. H. vjel- stjóra. Segir hann í brjefinu hvernig honum lýst á sig þar: „Kæri Víkverji! Jeg er staddur á Sjómanna- stofunni í Reykjavík í fyrsta sinni. Lítur hún í alla staði vel út og þjónustufólkið alúðlegt og kurteist. Er mál til komið að sjómannastofu sje komið hjer upp og eiga þeir menn þakkir skilið, sem að hrundið hafa þessu menningarmáli 1 fram- kvæmd. Þó plássið sje lítið, er Sjómannastofan á góðum stað í bænum, þó að óskandi hefði verið að hún hefði fengið ann- að húsnæði en hefir nú til um- ráða. • Vantar skútu S.V.F.Í. „UM nauðsyn sjómannastofu þarf ekki að hafa nein orð; allir hljóta að skilja þýðingu hennar, enda er búið að ræða svo mikið um það mál að þess á ekki að gerast meiri þörf. En eitt finnst mjer vanta tilfinn- anlega á Sjómannastofuna og það e,r söfnunarbaukur (skúta) Slysavarnafjelags 'Islands og vil ieg biðja þig Víkverji góð- ur, að koma því á framfæri við rjetta aðila, að honum verði komið þarna upp og auðvitað í sem fyrst. Svo óska jeg Sjó- mannastofunni alls gós og vona að hún leysi það mikla menn- ingarmál vel af hendi, sem henni er ætlað“. • Hótelvandræði og þingmenn. EKKI þarf að lýsajpeð mörg um orðum gistihúserfiðleikun- um hjer í bænum. Það hefir komið fyrir, að utanbæjar- menn, sem komið hafa til bæj arins hafa orðið að gista í bíl- um sínum og mun það t. d. ekki hafa verið óalgengt, að þeir gestir, sem komu utan af landi í fyrra sumar og engan áttu að hjer, hafi gist í bílum sínum. Bollalegt er um ný gistihús, en ekki verður úr framkvæmd- um. Eins og áður hefir verið lýst hjer í dálkunum er það beint* gjaldeyristap fyrir land- ið, að ekki skuli vera hjer til gistihúsrúm fyrr erlenda gesti þvi margir hætta við ferðalag til Islands vegna þess að þeir fá hvergi inni. Hótel Borg er nú orðið fyr- irmyndar gistihús og veitinga- hús, sem enginn þarf að skamm ast sín fyrir, en það er mjög takmarkað rúm þar og oft verð ur að úthýsa mönnum, því mið ur. Borgin þarf í mörg horn að líta og hjálpa mörgum, t. d. öllum gestum, sem koma á veg um hins opinbera og þar að auki búa að staðaldri hvorki meira nje minna en 12 alþing- ismenn á Borginni. Það munar um minna. En einhversstaðar verða vondir að vera. En óneit anle>a sýndist heppilegra að reynt væri að útvega þeim hús- næði í íbúðarhúsum, en láta þá taka herbergi frá ferðafólki. | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . + --------------------------- ■■ ■■—■■■ ------ Giæpaskóli barnanna í BANDARÍSKU tímariti birtist fyrir nokkru síðan grein, þar sem deilt er á áhrif þau, er miður góðar bíómyndir, ófág- aður frjettaflutningur og „hasa blöðin“ svonefndu geta haft á börn og unglinga. Kemst grein arhöfundur að þeirri niður- stöðu, að yngstu lesendurnir og bíógestirnir geti ósjaldan orðið fyrir stórhættulegum á- hrifum, sje ekki fylstu varúðar gætt við val kvikmynda, frjetta flutning blaða og sögur þær og myndasögublöð, sem börn virð ast hvað áfjáðust í. Höfundur nefnir mörg dæmi. Brotnar höfuðkúpur. Læknar sjúkrahúss nokkurs veita því eftirtekt, að óvenju mikið af slösuðum unglingum — flestir með bro-tna höfuð- kúpu — koma í sjúkrahúsið. Þegar byrjað er að grafast fyr- ir um ástæðuna, kemur í ljós, að nýbúið er að sýna kvik- mynfl, þar sem „hetjan“ kálar andstæðingum sínum með því að lemja höfðinu á þeim við gangst j ettarbrúnir og hús- veggi. í South Bend, Indiana, er hópur unglinga handtekinn eftir að hafa framið fjöldamörg innbrot. í fórum þeirra finn- ast uppdrættir af bönkum og verslunum og ýmsum öðrum stöðum, sem ætlunin hafði ver ið að brjótast inn í síðarmeir. Piltarnir sögðu lögreglunni, að þeir hefðp lært að undirbúa innbrot sín, er þeir sáu kvik- myndina um glæpamanninn illræmda, Dillinger. I Indianapolis gengur 14 ára drengur út úr kvikmyndahúsi og stelur bifreið. Lögreglunni segir hgnn eftir á, að á kvik- myndinni hefði hann komist að raun um, hversu auðvelt og „spennandi" það væri að stela bílum. Sökudólgurinn lofaður. Greinarhöfundur kemst að þeirri niðurstöðu, að frjetta- flutningur blaða og útvarps geti einnig verið stórskaðleg- ur. Erlend blöð gera sig ósjald- an sek um að gera stórglæpa- manninn að einskonar hetju eða píslarvætti, sem fremji glæpi sína frekar af gletni en óþokkaskap. Þektur bandarísk ur prestur sagði eftir að hafa lesið um handtöku, játningu og rjettarhöldin í máli ungs manns sem barið hafði konu til dauða. „Eftir að hafa lesið blöðin, er engu líkara en hjer sje hinn prúðasti unglingur á ferðinni, sem lögreglan hafi að ástæðu- lausu lagt í einelti". í flestum tilfellum mun ó- hætt að segja, að íslensk blöð geri sig ekki sek um frjetta- flutning af ofangreindu tagi. „Hasablöðin“. „Hasablöðin“ eða mynda- blöðin, sem í seinni tíð hafa flutst hingað til landsins og lesin eru af miklum fjálgleik af börnunum, má óefað telja að geti háft ýmsar hættur í för með sjer. í blöðum þessum skiptast á eldrauðir djöflar og fílelfd heljarmenni, skjótandi stigamenn, eldspúandi drekar og fáklæddar dömur. Eru nokkur dæmi nefnd í of- angreindri grein, þar sem lest- ur slíkra blaða hefir leitt ó- þroskaða unglinga út á glæpa- brautina. Greinarhöfundur endar frá- * sögn sína með þessum orðum: „Enginn reynir að halda því fram að meirihluti kvikmynda, bóka. blaðafregna eða mynda- blaða sje „slæmur“. En eins og þektur blaðamaður hefur komist að orði um kvikmyndir, „Ef nokkur kvikmynd hefur orðið til þess, að unglingur hef ur leiðst á glapstigu, hefði sú mynd aldrei átt að vera gerð“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.