Morgunblaðið - 27.03.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. mars 1947 Það þýðir ekki að ráðast a einm - fþrófiir Framh. af bls. 11 sundíþróttarinnar er það þjóð inni dýrmætt. Jeg sakna þess að ekki skuli vera hjer keppni í björgunarsundi á sundmót- um. Einnig ætti að byrja hjer á dýfingum. Sú íþróttagrein er meðal þeirra fegurstu og tilþrifamestu. Áræði, ljett- leiki og fjaðurmagn einkenn- ir dýfingamanninn, þegar hann steypir sjer af háu bretti og nær fullkomnu jafn vægi í loftinu. Það má ekki gleyma þessari gömlu og fögru íþrótt. Sundhöllin er góð. Hin glæsilega sundhöll í Reykjavík er mjög fullkom- in hvað innrjettingu snertir, og hefir það mikla þýðingu fyrir sundíþróttina að hún fullnægir ströngustu kröfum. Þá er byggingunni og þannig háttað, að bæta má viðbygg-j ingu við hana. Þyrftu þar að vera gufubaðstofur og einnig væri æskilegt að sett yrði upp stökkbretti 5—7 m. há. Jeg hefi heyrt sagt að slík aðgerð væri til athugunar. í ALÞÝÐUBLAÐINU hinn 23. mars sl. birtist aðsend grein þar sem órjettmætar árásir á verslunarstjettina og afstaða launþega í versl- unum, en til slíkra árása er tekið til meðferðar. Greinarhöfundur segir þar m.a.: ■» Launþegar verslunarstjett- arinnar og verslunarstjettin í heild mun vera vel á verði gagnvart hagsmunamálum sínum og standa sameinuð gegn hverskonar órjettmæt- um árásum, sem á hana eru gerðar, því við leysum ekki vandamál dýrtíðarinnar með árásum á eina stjett lands- manna (leturbr. hjer) heldur verður eitt yfir alla að ganga ef raunhæfur árangur á að fást.“ Ennfremur segir greinar- höfundur: f skrifum ýmissa blaða hjer á landi, þar sem rætt hefur, verið um verðlagsmál og vöru verð, hefur almenningi verið, talin trú um, að verðbólgan og dýrtíðin hjer á landi stáfi að miklu leyti af innfluttum, nauðsynjavörum. Þetta er' ekki rjett, eins og allir hugs- andi menn sjá, því að orsakir dýrtíðarinnar er fyrst og’ fremst að finna á innlendum vörum og þjónustu. En bein afleiðing þessara fávíslegu blaðaskrifa er sú, að verðlags yfirvöldin hafa ráðist á eina stjett þjóðarinnar, kaupmenn ina, og stórskert álagningu þeirra á öllum vörutegundum. Síðan er almenningi talin trú um, að þetta sjeu ráðstafanii* gegn dýrtíðinni, en samt held ur dýrtíðin áfram að vaxa, þrátt fyrir niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Svo bendir höfundur rjetti- lega á að eftir að búið sje að lækka álagningu á öllum vöru tegundum verði erfitt fyrir verslunarmenn, sem ekki reka sjálfstæða atvinnu, að biðja um kauphækkanir. Þessi rödd, sem þarna kem ur fram í Alþýðublaðinu, af hálfu launþega í verslunar- stjett er athyglisverð og ekki síst fyrir það að hann hefir greinilega tekið eftir að það hefur leng/I klingt við, að verslunarstjettin eigi sök á dýrtíðinni, hún flytji inn dýr ar vörur, sem valdi allri verð bólgunni. Það er rjett sem böfundurinn segir, að almenn ingi hefur verið talin trú um þetta í skrúðmiklum blaða- skrifum og er þetta ein mein- legasta villan í allri þeirrii miklu mælgi, sem átt hefur sjer stað um orsakir dýrtíð- arinnar á landi hjer. MORGUNBLAÐIÐ. Vegna veikindafaraldurs í bænum, hefur á nokkrum stöð um verið erfitt að koma blað- inu út eins snemma og venja er. Eru þeir lesendur blaðsins, sem þetta nær til, beðnir vel- virðingar á því, þótt blaðið kunni að berast seint, en allt verður gert, sem mögulegt er, til að koma í veg fyrir það, að þetta komi fyrir. Brynjólfur Eiríksson fyrverandi símaverkstjóri, sextugur 22. mars 1947. « - Víst er það fylling vorra vona að verkdáðir eflist landsins sona, og hverju sem rignir, isi eða eldi, alltaf þeir haldi velli að kveldi. Fótvissir orku og iðjufætur einnig að starfi gangi um nætur. Kleifst þú brattann í byljahríðum blindsvörtum, klakaður oft á tíðum. Það vissu ekki allir, sem inni sátu við ylinn og jólamatinn átu. En fannbarin hetja af freðalögum frálega að heimili gekk í dögun. Þar, sem þú varst, var þegn að verki í þjóðarstarfi ’inn giftusterki. um fjöllin hefirðu orðþráð undið, afskektra dala fásinni hrundið. Þú hefir svelltrygt sambönd eyja og samtöl horskra drengja og meyja. Því sje þjer heill og lifðu lengi. Landssíminn á þitt afl og gengi. Sextugum skal nú lof þjer ljóða. Landið þjer megi gæfu bjóða. Brynjólfur! Heill að hverju verki hljóttu, fjallkongur jötunsterki! Samningar rafvirkja vii meistara ÚR samningi Fjelags löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavik og Fjelags íslenskra rafvirkja, dags. 4. mars 1947. 1. gr. Lágmarksgrunnkaup sveina skal vera kr. 3.80 pr. klst. -r dagvinnu ,eins og hún er tilgreind í samningum þess- um. Eftirvinna greiðist með 50% álagi á dagkaup og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagkaup. Á allt kaup í samningi þess- um kemur full verðlagsuppbót samkv. vísitölu kauplagsnefnd- ar og Hagstofunnar og breytist kaupið mánaðarlega samkvæmt því. Kaup skal greitt með vísi- tölu þess mánaðar, sem birt er í næsta mánuði á undan þeim mánuði, sem greitt er fyrir. 2. gr. Sólarhringurinn skift- ist í dagvinnu, yfirvinnu og næturvinnu, sem hjer segir: Dagvinna: Mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga frá kl. 8 .—18 yfir tímabilið 14. maí til 1. september, og- fimtudaga og föstudaga þá frá kl. 8—17. Yfir tímabilið 1. sept. til 14. maí: Mánudaga, þriðjudaga, miðviku daga og fimtudaga frá kl. 8— ,17 og föstudaga frá kl. 8—16 og laugardaga frá kl. 8—12. Frá 14. maí til 1. sept. skal ekki unnið á laugardögum. Eftirvinna greiðist fyrir tvo fyrstu tímana eftir að dag- vinnu lýkur og næturvinna úr því til vinnubyrjunar næsta dag. Vinna á laugardögum ut- an áður tilgreinds dagvinnu- tíma, greiðist sem helgidaga- vinna. Sje sveinn kallaður til vinnu frá heimili sínu eftir að venju- legum vinnutíma er lokið, greiðist honum 1 klst. auk þess tíma, eem unnin er. 4. gr. Kaffi- og matarhlje skulu vera sem hjer segir: Kaffihlje frá kl. 23—23,20, kl. 3—3,20 og kl. 7—7,20. Matar- hlje frá kl. 12—13 og kl. 19— 20. Matarhlje skal ekki greiða, en öll kaffihlje reiknast sem vinnutími. Ef unnið er áfram eftir að dagvinnu lýkur, skulu fyrstu 20 mín. teljast kaffihlje. 5. gr. Mæti sveinn ekki til vinnu á rjettum tíma, eins og samningur þessi segir til um, Jm þess að óviðráðanlegar or- ' sakir liggi til, eða ef samkomu- lag er milli sveins og meistara um annað í hverju tilfelli, tr meistara heimilt að draga frá launum sveinsins 50% af kaup- verði hinna vanræktu vinnu- stunda, þannig að byrji hann t. d. ekki viimu fyr en kl. 9 í stað kl. 8, greiðist honum ekki kaup nema frá kl. 9,30 þann dag. Fjarvera frá vinnu hálfan dag eða meira, gefur þó ekki , rjett til frádráttar á kaupi með 50% álagi. Svo sem sjá má af framan- skráðu, er vinnuvika rafvirkja nú 43 dagvinnustundir, sem því aðeins skulu goldnar að unnar sjeu. Er það því alger misskiln- ingur, er sagk er í Alþýðublað- inu og Þjóðviljanum 7. þ. m., að vinnuvikan sje 48 stundir. Eftir eldri samftingum var vinnuvikan 49 stundir og voru greiddar kr. 3,55 í grunnkaup um klst., þar af voru 45% unn- ar stundir, en 3% klst. voru kaffitímar, sem voru goldnir með fullu kaupi, en ekki unnir. Fyrir hverja unna klst. fengu því sveinar eftir eldra samn- ingi kr. 3,84 í grunnkaup eða 4 aurum meira en eftir gild- anda samningi. Reykjavík, 20. mars 1947. Vinnuveitendafjel. Islands. 19 kindur drepasf í snjóflóði Akureyri, miðvikudag. Frá frjettaritara vorum. FYRIR nokkrum dögum síð- an varð snjóflóð við bæinn Mið- gerði í Höfðahverfi. Flóðið tók með sjer fjárhús og hlöðu. I fjárhúsinu voru 40 kindur og drápust af þeim í flóðinu 19. í húsum þessum voru auk þess fjórir hestar, en þeir munu all- ir hafa náðst lifandi. Snjóflóðið tók einnig með sjer rafstöðvarhúsið fyrir bæ- inn, en vjelarnar sátu eftir og munu vera að mestu óskemdar. —H. Vald. Akureyringar kvarta mjög yfir því. að síðan á miðviku- dag í fyrri viku, hafa þeir ekki sjeð Reykjavíkurblöðin. Og því ekki getað fylgst með innlend- um og erlendum frjettum sem skyldi. X-9 Eftir Roberf Storm NUT$ j I £h'0T A COP FOR Y0U, TONlöNT...l'/M NOT öOlNö TO 5EED IN 6.CA1E AiOUUDY ae cell-slock'. 1 'fW HELL NEVER $T0P jf IN TI/HE'NE'$ Ö0IN6 rn INTO TME CREEK ! PHIL! IF YOU love ME, £T0P THIS CAR AND 5URRENDER! NEY! THlí? ÖUY(5 CO/JIN' LIKE A m OUTA--------- Töpr. 1945; King Fcaturcs Syndlcatc. Inc.. WorU risíns reservéd.l| Sherry: — Ef þjer er ekki alveg sama um mig, Phil, stoppaðu þá bílinn og gefðu þig lögreglunni á vald. — Haze: Þvæla! Jeg skaut lögregluþjón fyrir þig í kvöld .... Jeg ætla ekki að eyða ævinni í einhverri klefaholu. — Framundan veifar maður Ijóskeri. Er bíllinn stoppar ekki, segir hann: —• Honum tekst ekki að stoppa nógu tímanlega. Hanix ætlar í ána.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.