Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. mars 1947 Hermannagrafir á Iwo Jimma l'm þessar mundir eru tvö ár liðin síðan bardagarnir stóðu sem hæst á eynni Iwo Jimma í Kyrrahafi. I þeim bardögum fórust 2280 bandarískir hermenn. Vígvöllurinn á eynni er nú þakinn Iiermannagröfum og nýJega fór þar fram virðuleg athöfn Sjöimdii tónSdknr Tónlistarfjelagsins Rabbað við ræktunarráðunaut bæjarins um leigugarðana --------- i I Nýjir garðar í Fossvogi á vori komandi NÚ ER SVO komið, að nýtt hentugt garðland fyrir leigugarða Reykjavíkurbæjar, fæst ekki til frambúðar í hinu gamla bæjar- landi og verður nú að taka landrými lengra frá. Samkvæmt tillögu landbúnaðarnefndar og samþykkt bæjarráðs, hefir verið ákveðið, að skipuleggja framkvæmdir í þessum málum og taka í því augnamiði landflæmi úr Grafarholtslandi, norðanvert við Rauðavatn. -------------------—. Falsaði víxla og ók bíl drukkinn NÝLEGA hefur í Hæsta- rjetti verið kveðinn upp dóm- ur í málinu Rjettvísin og- valdstjórnin gegn Sigurði Björgvin Þorsteinssyni, 'bíl- stjóra, Baugsveg 19. Við uppkvaðningu dómsins í Hæstarjetti, vaj- dómur und irrjettar staðfestur. Björgv. J var gert að greiða allan kostn að sakarinnar, bæði í hjeraði og fyrir Hæstarjetti. Hann var sviptur ökuleyfi æfilangt og látinn sæta fangelsi í 15 mánuði. Þá var Sigurður og sviptur kosningarjetti og kjörgengi og loks er hann 'dæmdur til að greiða Stefáni Jóhannssyni, Nönnugötu 16, kr. 2518,10. f stuttu máli eru málavext- ir þeir, að með játningu Sig- urðar, er sannað að hann hef ur ritað nöfn manna í h&im- ildarleysi á nokkra víxla. — Stefán Jóhannesson, bílasali, Nönnugötu 16, ábekti einn víxlanna og greiddi. hann. — Nam víxill þessi að upphæð 2,500 krónur, auk kr. 18,10, vegna afsagnarkostnaðar. Þann 8. mars 1946 ók Sig- urður B. Þorsteinsson bifreið um götur bæjarins og var all mikið drukkinn og ók á fólks- bíþ sem stóð í Hafnarstræti. Með gálausunt akstri varð hann valdur að slysinu f HÆSTARJETTI hefur verið kveðinn upp dómur í málinu Rjettvísin og vald- stjórnin gegn Jóni. Þ. Ein- arssyni, Kirkjuveg 20 í Ilafn arfirði. Hæstirjettur staðfesti dóm undirrjettar, er dæmdi Jón Þ. Einarsson í 60 daga varð- liald og svipti hann ökuleyfi í 4 ár. Þá var honum og gert að greiða allan málskostnað, bæði í hjeraði og fyrir Hæsta rjetti. Málavextir eru þeir, að 15. apríl 1946 ók Jón Þ. Eggerts- son fólksbíl grejtt austur eft ir Hellisgötu, er hann kom að gatnamótum Reykjavíkurveg ar hægði hann lítið eitt á ferð bílsins, en hjelt svo rakleitt áfram og stefndí inn á Hverf isgötu. Á miðjum Reykjavík- urvegi rakst bíll hans á vöru- bíl, en rann með lítilli ferð inn á Hverfisgötu og stöðv- aðist þar út á vegbrun, með hægra framhjól út af. Þarna er vegkanturinn hár. — Um leið og bíllinn stöðvaðist hljóp maður er var í fram- sæti bílsins út. Sá hann þá hvar lítill drengur lá á grúfu samankipraður undir bílnum um miðjum. Drengnum var, lijálpað undan bílnum og ekið í sjúkrahús. — Drengurinn hafði höfuðkúpubrotnað og hlotið marga áverka á höfuð. í forsemdum dóm undir- rjettar er Jón talin hafa grerst sekur um stórkostlega vangæslu og eftirtektarleysi og me ðmistökum sínum og gálausum akstri vera valdur að slysinu. TÓNLISTARFJELAGIÐ efndi til 7. tónleika sinna á þessum vetri í Trípólíleikhúsinu á mánu dag, þriðjudag og miðvikudag. Strengjasveit ljek með aðstoð blásara, en einleikarar voru: Árni Björnsson (flauta); Björn Óiafsson (fiðla) og dr. Urbants- chitsch (píanó), og stjórnaði hann einnig tónleikunum. Mörgum mun hafa þótt ný- stárlegt að hlusta á „Spielmu- sik“ Páls Hindemith’s um þýskt þjóðlag (sem einnig er þekkt hjer við kvæði Einars H. Kvar- ans „Sjá brostin klakabönd“). Hjer er um skemtilegan og djarfan tónaleik að ræða, sam- inn af miklum meistara, en meira til þess gerðan að gleðja kátt geð spilfimra pípara og fiðlunga, en að það risti djúpt og veki hjartahræringar eða höfði til djúprar íhygli hlust- andans. Nauðsynlegt er, þegar slík nýtísku verk eru fyrst flutt, að þau sjeu leikin tvisvar í röð, ef mögulegt er; með því er höf- undi og þá ekki síður hlust- endum mikill greiði gerður, því það, að margir fussa og sveia, ef þeir heyra eitthvað nýtt eða rjettara sagt nýstárlegt, stafar því nær einungis af því; að fólk hefir ekki tækifæri til að hlusta nógu oft á verkin. Það var á- nægjulegt að heyra þetta verk (seinni partur þess var endur- tekinn á fyrstu tónleikunum), og hljómsveitin skilaði því ágætlega, og er það þó erfitt og krefst mikiis af flestum spil- urunum. Fimmti Brandenborgar-kon- sertinn (í D-dúr), eftir Bach, var í miðið. Þetta er verk fyr- ir þrjú sóló-hljóðfæri og strok- hljómsveit. Maður sjer fyrir sjer sjálfan meistarann sitj- andi við hljóðfærið, spilandi Cembaló-hlutverkið og stjórn- andi öllum hinum, af eldlegum innblæstri. Dr. Urbantschitsch leysti þetta hlutverk meistarans ágætlega af hendi. Píanóleikur hans var öruggur og fágaður og heild- arsvipurinn góður. Björn Ólafs- son ljek prýðilega fiðluhlut- verkið og Árni Björnsson kom hjer fram, sem ágætur flautu- leikari. Óskað hefði jeg eftir meiri hljóðfallsskerpu og innri glóð í hröðu köflunum. Síðari þáttur þessara tónleika var j,Divertimento“ í D-dúr eft- ir Mozart. Hafi Hindemith rugl- að menn í ríminu, eða haft hausavíxl á hugmyndum frómra áheyrenda, um fagra tónlist, þá hefir Bach áreiðan- lega komið á fullkominni reglu heilafrumanna með rökv. sinni og skapandi sannfæringarkrafti í Brandenborgar-konsertinum. Og svo Mozart, hinn „músik- alskasti allra tónskálda'^ eins og Wagner kemst að orði um hann. Hversu unaðslegt er ekki þetta „Divertimento“ í öllum sínum fimm þáttum! Verkið naut sín vel, ekki síst annar þátturinn, hið yndislega „An- dante con variatione“ og svo Menúettinn. Síðasti þátturinn: Rondo allegro, hefði mátt vera fjaðurmagnaðri og ennþá líf- legri, þótt hann væri annars áætlega vel leikinn. Dr. Urbantschitsch hefir lagt mikla vinnu í undirbúning þess ara tónleika, og stjórnaði hann þeim að vanda með öruggri hendi og smekkvísi. Ber hon- um, svo og Birni Ólafssyni, hin- um framúrskarandi þjálfara stroksveitarinnar, miklar þakk- ir fyrir þessa tónleika, sem jeg tel meðal þeirra bestu, sem fluttir hafa verið á vegum Tónlistarfjelagsins. P. í. S>ing Knatfspyrnu- ráðs Reykjavíkur Þ I N G Knattspyrnuráðs Reykjavíkur hófst í Tjarnar- café s. 1. fimtudagskvöld. Á þinginu voru mætir 21 fulltrúi frá Víking, Val, KR, Fram og Knattspyrnudómarafjelaginu. I stjórn ráðsins voru kosnir: Sigurcur Jónsson, formaður, Sveinn Zoega frá Val, Lúðvík Þorg.rímsson frá Fram, Ólafur Jónsson frá Víking og Harald- ur Guðmundsson frá KR. — Fulltrúi á þing ÍBR var kosinn Jón Þórðairson. Ræktunarráðunautur bæjar ins, Edward Malmquist, hefir skýrt Morgunblaðinu frá þessu í viðtali er það nýlega átti við hann. Ekki kvaðst Malmquist geta sagt með neinni vissu, hvenær land þetta yrði tekið til notk- unar. Landið þarf mikinn und- irbúning áður en ræktun getur hafist. Þá sagði Malmquist, að í þessum görðum yrði framtíð- argarðlönd Reykvíkinga, og það mun ekki verða látið víkja fyrir öðrum framkvæmdum bæjar- ins. Mun því landið tekið inn á heildarskipulag Reykjavíkur- bæjar. 200 garðar í Fossvogi. Verða nokkrir 'nýir garðar teknir í notkun í vor? Já, suður í Fossvogi. Þar var brotið land fyrir 200 garða og verður hver 3 til 400 ferm. Ætlað var að þessir garðar myndu fullnægja eftirspurninni um garða næstu tvö ár, ef eldri garðlönd væru ekki lögð niður að verulegu leyti. En nú er svo komið að taka verður eldri garð lönd til ýmissa framkvæmda. Bæði vegna kirkjugarðsins í Fossvogi, Miklubrautar, sem liggja á yfir mitt garðalandið í Kringlumýrinni og lóð fyrir Skautahöllina við Tungu, sem mun taka hluta af Tungugörð- um og kaupmannstúngörðum, en farið getur svo, að ekki verði neitt úr framkvæmdum á þessu sumri. Áburður til garðanna. Hvað um útvegun áburðar fyrir garðleigjendur. Síðan fyrir stríð, hefir aldrei gengið jafnvel um útvegun á- burðar, sagði Malmquist. Þegar er búið að afgreiða meiginhluta af kali-áburði til garðleigjenda. Nauðsynlegt er að bera þenna áburð snemma á, ef hann á að koma að fullum notum. Eins og að undanförnu verður Amonpos aðalgarðáburðurinn. Verð á honum verður lítið eitt hærra en á s. 1. ári. Ekki hefir enn verið gengið úr skugga um hvort nægjanlegt magn fáist af áburði þessum. Ekki mun neinn hörgull vera á tröllamjöli. í sambandi við notkun trölla- mjöls, þykir mjer rjett að benda fólki á, að mörgum hættir við að nota of mikið af því, sagði Malmquist. Nægilegt er að nota 4 til 6 kg. af mjölinu í 100 ferm. garð, en að sjálfsögðu er óhætt að nota meira magn í götur og annað svæði, sem nytjajurtir eru ekki ræktaðar í. Innlent útsæði. Útvegun útsæðis? Líkur eru til þess að nægi- legt útsæði fáist. Það verður íslenskt fyrsta flokks, frá Rækt unarfjelagi Norðurlands á Ak- ureyri. Jeg myndi vilja benda garðleigjendum á, sagði Malm- quist, að sýkingahættan er meiri, ef menn nota sitt eigið útsæði. Því þetta Norðurlands- útsæði hefir verið undir mjög ströngu eftirliti, hvað sýkingu viðvíkur. Verð þess hefir enn ekki ver- ið ákveðið, en gera má fastlega ráð fyrir það það verði ekki hærra en á s. 1. ári. W ' Skilningsleysi hefir gætt. Hvað getið þjer sagt um garð ana almennt? Hingað til hefir gætt skiln- ingsleysis meðal garðeigenda, hvað viðvíkur umgengni þeirra í görðunum og sumstaðar hefir hún verið afar slæm. En jeg er viss um að þetta myndi lagast mikið, ef garðleigjendur fengju vissu sína fyrir því, að þeir gætu ræktað sama garðland til frambúðar. Þá þyrfti að sjálf- sögðu að gera miklu strangari kröfur um hirðingu og ræktun, og þeir aðeins látnir njóta þe?s- ara hlunninda, sem sýndu garð ræktinni og bæ sínum viðeig- andi sóma, sagði Malmqist að lokum. Leikur drengja með boga veldur slysi FYRIR nokkru var sýnd hje? í bænum kvikmyndin „Sonur Hróa hattar“. Eftir það fór að bera á drengjahópum hjer á götunum, en drengirnir voru með boga og örvar. Ljeku þeir hernað þann, sem sýndur var í myndinni. Tvö óhöpp hafa nýlega orðið að leik þessum. Fyrir nokkrum dögum voru drengir með boga og örvar á Óðinsgötu. Lenti ör í auga lítils drengs. Fjekk hanrs slæman áverka og mun litlu hafa munað að stórslys hlyt- ist af. í gær var strætisvagni ekið um Borgartún. Engir farþegar voru í vagninum.* Drengur skaut ör af boga í vagnrúðu og brotnaði rúðan. Hefði að þessu getað orðið slys ef farþegai’ hefðu verið í vagninum. Vegna þessa ættu foreldrar og forráðamenn barna að banna leik þenna og afvopná stríðsmenn sína, svo þeir valdí ekki fleiri óhöppum en orðið er. . _j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.