Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 5
Laugardag’ur 29. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 Merkileg kvikmynd í Gamla Bíó „DALUR ÖRLAGANNA" nefnist kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir og vakið hefir talsverða athygli. Er myndin vel tekin og efnið athyglisvert. Er sagt frá ungri stúlku úr fátækrahverfi Pitts- burgh fyrir síðustu aldamót, sem gerist vinnustúlka hjá auð ugri fjölskyldu, ástum hennar og sonar ríka mannsins, áhuga og ást þeirra beggja fyrir stál- verksmiðjunum. Brugðið er upp myndum af hatri gamla stálgerðarmannsins, sem misti fæturna í slysi við vinnu sína, áhuga og skeytingaleysi auð- manns-barnanna fyrir framtíð þess verks, sem afi þeirra hóf. Er myndin hin áhrifaríkasta og einstaklega vel leikin af þeim Greer Garson, írsku leik- konunni, sem fer einstaklega vel með írsku mállýskuna, sem hún talar í myndinni og hinum unga leikara Gregory Peck, sem vafalaust á mikla framtíð fyrir höndum, ef dæma má eft- ír þeim fáu kvikmyndum, sem hann hefir leikið í til þessa. Mikil aðsókn hefir verið að þessari kvikmynd, því það er fljótt að berast þegar góð kvik- mynd er á ferðinni, enda at- burður, sem er of sjaldgæfur í kvikmyndahúsunum upp á síð- kastið. Metro-Goldwyn Mayer fje- lagið hefir gert þessa kvik- mynd. NorSmenn byggja 75 kaupskip í Brellandi London í gærkvöldi. Skipafrjettaritari Reuters hefur það eftir ábyggilegum Iieimildum, að Norðmenn hafi ákveðið að leggj a fram 25 miljónir sterlingspunda til kaupskipabygginga í Bret- landi. Fyrir þessa upphæð munu Norðmenn geta látið foyggja 75 kaupskip og er ísmíði sumra þeirra þegar hafin. Norðmenn eru nú sem Öðast að bæta sjer upp það Skipatjón, sem þeir urðu fyr- ir í styrjöldinni og hafa þeg- ar keypt skip frá Danmörku, Póllandi og ítalíu, auk þeirra gkipa, sem þeir hafa fengið frá Bandaríkjunum. Norska Stjórnin tilkynti nýlega að 100 miljón sterlingspund hafi verið veitt til bygginga nýrra $kipa. Talsmaður norsks skipafje- lags skýrði frjettaritara Reut íers frá því í dag, að í styrj- íildarlok hafi Norðmönnum fundist of dýrt að láta smíða skip í Bretlandi, þar sem að Skipabyggingar hafi þá hvergi verið eins dýrar í heiminum, en nú hafi Norð- ínenn skipt um skoðun og það ieina, sem þeir hafi áhyggjur af sje, að afhendingarfrestur Sje of langur. — Reuter. Ægir tekur 4 skip í landhelgi VARÐSKIPIÐ ÆGIR tók í fyrrinótt fjögur skip er voru að veiðum í landhelgi, skamt frá Vestmannaeyjum. Þrjú skipanna voru íslensk vjelskip, en hið fjórða var línu veiðari frá Aberdeen. — Tvö hinna íslensku skipa voru frá Vestmannaeyjum, m.b. Sjö- stjarnan og Reynir og hið þriðja var Víðir frá Eskifirði. Ægir fylgdi þrem skipanna til hafnar í Eyjum, en eitt hinna íslensku skipa hjelt veið um áfram og myn ekki hafa komið til Eyja fyrr en seint í gærkvöldi. Þá frjetti Morgunblaðið að rannsókn mála þeirra skipa er fylgt var til hafnar hefði verið lokið í gærkvöldi og myndi enbki . línuveiðarinn þegar hafa farið á veiðar. Danir rukka Rússa DANSKA stjórnin hefur beðið þá rússnesku, að greiða 38 miljón króna skuld, sem Danir eiga hjá þeim fyrir vörur frá því, að verslunar- samningurinn milli þessara þjóða var undirritaður í fýrra. Var þetta vöruskipta- samningur, en Rússar hafa látið Dani fá sáralítið af vör- um, þótt þeir hafi hinsvegar staðið við sínar skuldbind- ingar. í þessum samningi er svo ákveðið, að Danir geti krafið Rússa um greiðslu í dollur- um, ef skuldin fari yfir 2 miljónir króna. — Páll. Franskur flugíoringi dæmdur til dauSa París í gærkveldi. JEAN DELABORDE flota- foringi, sem var yfirmaður franska flotans í Toulon, 69 ára, var dæmdur til dauða af rjettinum í Versailles í dag fyrir landráð og njósnir fyrir óvinina. Delaborde var í Toulon, er bandamenn gerðu innrás í Norður-Afríku og fjekk hann þá fyrirskipun um að halda með franska flotann til móts við bandamenn og aðstoða þá. Var sú fyrirskipun gefin af Darlan. En Delaborde hlýddi ekki fyrirskipuninni heldur sökti hann skipum sínum í Toulonhöfn. — Reuter. Eiga að rannsaka sólmyrkva 20. maí Gullströndinni í gær. FINSKUR vísindaleiðangur er væntanlegur hingað til Gull strandarinnar á morgun (laug- ardag) í sambandi við sól- myrkva þann, sem verður 20. maí. Vísindamenn frá öðrum löndum eru og væntanlegir. Sólmyrkvi þessi mun aðeins sjást frá Santiago tli Kenya. Fjórir breskir vísindamenn munu fara til Brasilíu til að fylgjast með sólmyrkvanum, og bandarískur vísindaleiðang- ur, með tvö fljúgandi virki og tíu tonn af ýmiskonar gögnum, mun einnig koma þangað 1. apríl. — Reuter. Táragas í Indlandi - , , , # # • Oeirðir halda áfram í Indlandi. A myndinni sjást indverskir licrmenn, sem eru að skjóta tóragassprengjum að mannfj'lda, sem stofnað hefir til óeirða í Lahore. Skólastjóraskifti vil t Gagnfræðaskóla Akraness VIÐVÍKJANDI frjett í Morg unblaðinu 22. f. m. um skóla- stjóraskifti við, Gagnfræða- skóla Akranéss, teljum vjer rjett að skýra frá^eftirfarandi atriðum. Sumarið 1945 var auglýst skólastjórastaðan við Gagnfræðaskóla Akraness. Meðal fleiri umsækjenda voru þeir Magnús Jónsson þá settur skólastjóri Gagnfræðaskólans og Helgi Þorláksson, sem þá var kennari við skólann. Skóla- nefndin mælti einróma með því að Magnús yrði settur skóla- stjóri áfram, en þótt allir skóla nefndarmennirnir greiddu því J atkvæði að Magnús yrði áfram' skólastjóri, þá var hann settur frá starfi sínu, en Helgi Þor- láksson, kennari við skólann, sem ekkert atkvæði fjekk var settur skólastjóri. En saga þessa máls mun ekki verða rakin hjer frekar. Samkvæmt framangreindri fregn í Morgunblaðinu er Helgi Þorláksson leystur frá starfi 1. jan. þ. á. Sama dag er Guð- brandur Magnússon frá Siglu- firði skipaður skólastjóri skól- ans. Þess skal getið, að á síð- astliðnu hausti var Guðbrand- ur Magnússon ráðinn til að stjórna skólanum. Var það gert að skólanefnd sem slíkri- forspurðri, og hefir nefndin ennþá engar tilkynn- ingar fengið frá fræðslumála- stjórn, um að Guðbrandur Magnússon skuli starfa við skólann. Nú hefir Guðbrandur Magn- ússon verið skipaður skóla- stjóri, án vitundar skólanefnd- ar, án þess að leitað væri álits nefndarinnar, eða henni gefinn kostur á að auglýsa stöðuna, og fyrsta opinber tilkynning, sem skólanefnd fær um þessi mál er brjef frá fræðslumálastjóra dagsett 14. febr., póstlagt 18. j og meðtekið 20. febr. síðastl. Dagana 14. og 15. þ. m. fór það að kvisast hjer á Akranesi, að Guðbr. M. væri orðinn skip- aður skólastjóri, barst það þá einnig til eyrna okkar skóla- nefndarmanna. Var þá kallað- ur saman skólanefndarfundur 16. þ. m., og staðfesti Guðbr. M. þar þennan orðróm með því að sýna skipunarbrjef sitt. Skólanefnd samþykti þá ein- róma mótmæli gegn þessari síðustu ráðstöfun fræðslumála- stjórnarinnar í skólamálum Akraness, hefir skólanefndin sent mentamálaráðherra og fræðslumálastjóra mótmælin og krafist þess að farið yrði eftir lögum; eins og regla er, þegar skólastjóra starf losnar. Akranesi, 28. febr. 1947. Skólanefndin. iúnas Ásgelrsson varð íslandsmeisfsr íbruni ÞAÐ VAR Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði, sem vann brun- kepnina á Skíðamóti Islands, sem fór fram s. 1. fimtudag of- an af Svartatindi í Borgar- firði. Jónas varð fyrstur í A- flokki á 4,30,0 mín. Annar var Jón Sæmundsson, SKS, á 4,36,0 mín., 3. Ásgrímur Stefánsson, SKS, á 4,38,0 mín. og 4. Jóhann Jónsson, ÍSS, 4,56,0 mín. í B-flokki var Þorsteinn Þorvaldsson, SKS, fyrstur á 4,31,0 mín. Annar var Ingi- björn Hallbjörnsson, ÍSS, á 5.04,0 mín. og 3. Magnús Björns son, SKR, 5.06,0 mín. Kauphöllin er iriðstöð verðbrjefa- viðskiftanna, Sími 1710. fsland gangi í Bernarsambandið FRAM er komið á Alþingi stjórnarfrumvarp um inngöngu íslands í Bernarsambandið. Seg ir svo í 1. gr.: ,Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir íslands hönd sáttmála þann, er gerður var í Bern hinn 9. sept. 1886 og end- urskoðaður í Berlín 13. nóv. 1908 og í Róm 2. júní 1928, um vernd bókmenta og listaverka. Mentamálaráðuneytið setur reglur um framkvæmd sátt- málans hjer á landi“. í 2, gr. er lagt til að breytt verði 16. gr. laga nr. 13, 1905, um rithöfundarjett og prent- rjett, þannig: Heimilt er að taka upp í blöð eða tímarit úr öðrum blöðum eða tímaritum dægurgreinar um hagfræðileg efni, stjórnmál eða trúmál, nema þess sje getið við greinarnar, að eftirprent- un sje bönnuð. Bernarsáttrrtálinn er prentað ur sem fylgiskjal með frum- varpinu. Argentínumenn skera sig úr London í gærkvöldi. Á MATVÆLARÁÐSTEFN- UNNI, sem nú stendur yfir í London hefir verið rætt um hveitiuppskeru og hveitidreif- ingu í heiminum og taka þátt í ráðstefnunni allar þær þjóðir heims, sem framleiða hveiti að einhverju ráði og til útflutn- ings. Argentínumenn eru þó undanskildir, þar sem þeir hafa neitað .að taka þátt í ráðstefn- unni og er ætlað að þeir geri það í því skyni, að vera ekki bundnir af verði því, sem ráð- stefnan kann að ákveða á hveiti og í vbn um að fá hærra verð. Rússar eiga heldur ekki full- trúa á ráðstefnunni, en talið er ólíklegt að þeir myndu skerast úr leik og neita að viðurkenna væntanlegar samþyktir ráð- stefnunnar. Vllja auka kola- framleiðslu London í gær. AÐALRÁÐ breska verklýðs- fjelagasambandsins birti í dag yfirlýsingu eftir tveggja daga umræður um efnahagsyfirlit bresku stjórnarinnar. I yfirlýsingu þessari kemur í ljós, að ráðið álítur áætlun stjórnarinnar um vinslu 200 miljón tonna kola í ár of lága. Vill það, að stefnt verði að því, að unnin verði úr jörðu að minsta kosti 220 miljón tonn. Þá er og lagt til, að kolaiðnað- urinn, rafmagnsver og járn- brautirnar, verði látin sitja fyrir um nauðsynlegar fram- leiðsluvjelar og verkfæri. Aðalráðið dregur og athygli stjórnarinnar að því, að fleiri konur mundu fást til iðnaðar- I starfa, væri sú venja upp tekin, að borga þeim sama kaup fyrir sömu vinnu og karlmenn. •— Reuter. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.