Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 8
8 MORGU.NBLABIt) Laugardagur 29. mars 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. ÞINGHLJE AÐ LOKNUM fundi í sameinuðu Alþingi í gær tilkynti forseti Sþ., að nú yrði þinghlje fram yfir páska, eða til 8. apríl. Gat forseti þess, að það væri fyrir tilmæli ríkis- stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri tekin. Þingið hefir nú átt setu í nálega 170 daga, að meðtöldu hljei um jólahátíðina. Þrátt fyrir þessa löngu setu, eru flest stórmál þingsins óafgreidd ennþá.' Fjárlögin eiga enn eftir eina umræðu, og er talið að líkissjóð vanti um eða yfir 30 milj. kr. í auknum tekjum, til þess að hann fái staðist þau útgjöld, sem komin eru inn á fjárlögin. Svona seinagangur á áfgreiðslu fjárlaga hefir aldrei komið fyrir áður. Fyrir áramótin varð þingið að sam- þykkja sjerstök lög um bráðabirgðagreiðslur ríkissjóðs fyrstu mánuði þessa árs. Þessi greiðsluheimild náði upp- haflega til 1. mars. Svo voru lögin framlengd um einn mánuð, eða til 1. apríl. En þegar til kom nægði þetta ekki, og nú haf& lögin enn verið framlengd til 1. maí. ★ Ekki geta þau vinnubrögð talist til fyrirmyndar, að þingið, sem haft hefir nálega hálfs árs setu, skuli ekki enn hafa lokið afgreiðslu fjárlaga, og eiga eftir að afgreiða öll hin stærri mál. , En orsakir eru til alls — einnig þessa. Hin langa stjórn- arkreppa framan af þingi er höfuðorsökin. Meðan stjórn- arkreppan stóð var þingið raunverulega verklaust. Og það var ekki fyrr en í byrjun febrúar, að loks tókst að leysa stjórnarkreppuna. Sennilega hefði verið hyggilegast af hinni nýju ríkis- stjórn, að hún hefði byrjað með að fresta fundum þings- ins um mánaðartíma eða svo, til þess að fá einhvern starfsfrið til undirbúnings þingmála. Það er ekkert sæld- arbrauð fyrir nýja ríkisstjórn að taka við störfum á miðj- um þingtíma. Stjórnin valdi þann kostinn að hafa þingið starfandi. Mun hún vafalaust hafa haft í huga, að reyna að koma íjárlögunum frá sem fyrst. En nú hefir niðurstaðan orðið sú, eins og áður segir, að fjárlögin bíða við 3. umr. með um 30 milj. kr. halla á rekstraryfirliti, og stjórnin biður um þinghlje fram yfir páska, til þess að geta fengið ein- hvern frið til viðræðna um lausn vandamálanna. ★ En það eru ekki f járlögin ein, sem bíða afgreiðslu í þing- inu. Sama er að segja um öll hin stærri mál ríkisstjórn- - arinnar, samkvæmt málefnasamningi hennar. Fjárhags- ráðið er eina frumvarpið, sem komið er til nefndar í þinginu. Og nú hefir verið útbýtt í þinginu frv. um nýja skipan á verðlagsmálum landbúnaðarins, ásamt nokkrum smærri málum. Hinsvegar bólar ekkert á eignakönnun- inni, sem boðuð hefir verið og sem mjög hefir verið um töluð meðal almennings. Af þessu er ljóst, að ríkisstjórnin þarfnast starfsfrið. Hún þarf að fá tíma til að ræða málin innbyrðis og jafna ágreining, sem upp kynni að koma. Það verða því áreiðan- ]ega engir frídagar hjá ráðherrunum þenna tíma fram vfir páska, sem þinghljeið stendur. Vonandi tekst ríkisstjórninni að ráða giftusamlega fram úr erfiðleikunum. Og mörg og stór verkefni bíða þings- ins, þegar það kemur saman á ný eftir páskana. ★ Tíminn, aðalmálgagn Framsóknarflokksins heldur upp- teknum hætti, að rægja fyrverandi ríkisstjórn og öll henn- ar verk. Það er eins og tilvera núverandi ríkisstjórnar byggist á því, að þjóðin fáist til að fordæma verk fyrrv. stjórnar og þá fyrst og fremst nýsköpunina. Allir sjá, að það er ekki heill og velferð núverandi ríkisstjórnar, sem hjer ræður gerðum Tímans, heldur löngunin til að rægja Sjálfstæðisflokkinn, sem Framsókn þykist hafa orðið halloka fyrir. Varla getur ríkisstjórnin vænst góðs af þessum skrifum Tímans. DAGLEGA LÍFINU • ■ Góðir samverjar. ÞAÐ eru vafalaust ekki fleiri óþokkar á Islandi en gerist og gengur í öðrum löndum heims. Engin ástæða til að halda að hlutfallstala þeirrar mannteg- undar sje hærri eða lægri hjer er í öðrum löndum, sem siðuð eru talin. En þegar maður les áskorun frá Slysavarnafjelagi íslands 1 blöðunum um, að ökumenn á þjóðvegum íslyands sjeu beðn ir að.gjöra svo vel, að aka ekki framhjá særðu fólki, sem kunni að liggja bjárgarlaust í blóði sínu, eða beinbrotið, þá fer manni ósjálfrátt að detta margt í hug. Getur það verið að raenn sjeu svo tilfinninga- lausir og harðbrjósta, að þeir aki fram hjá mönnum, sem slasast hafa. Því miður, Slysa- varnafjelagið veit um nokkur dæmi og birtir áskorun sína, „að gefnu tilefni“. Nærtækustu dæmin, sem Slysavarnafjelagið veit um er um mann, sem slasaðist í Hval- firði í haust. Fjelagi hans varð að bera hann helsærðan á bak- inu bæjarleið, en fjöldi bif- reiðastjóra ók fram á þá fje- laga og námu ekki staðar þótt þeim væri gefin merki. Annað dæmi er um litla telpu, sem lá hjá hjólhestinum sínum á Eski hlíðarhæðinni, særð. Bílarnir þustu fram hjá henni og sintu ekki merkjum hennar um hjálp. Hvað er orðið af hinum góðu samverjum? • Ákveðin merki. ÞAÐ er ekki hægt að trúa því, að bifreiðastjórar aki fram hjá slösuðu fólki viljandi. Hins vegar er það algengt, að veg- farendur á þjóðvegunum reyna að stöðva bifreiðar með handa bendingum í þeirri von að fá að sitja í lengri eða skemri leið. Er ejíki hægt að ætlast til, að ökumenn sinni slíkum merkj- um þegar þeir eru með fulla bíla sína, eða eru að flýta sjer. Það hlýtur því að vera skýr- ingin. á því, að ekið hefir ver- ið framhjá særðum mönnum, að ökumenn hafa talið, að um vaéri að ræða heilbrigða menn, sem vildu fá að sitja í. Nú hefir Slysavarnafjelagið lagt til að slasaðir menn noti sjerstakt merki, ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Þeir eiga að veifa höndunum í kross yfir höfði sjer og helst að hafa klút, eða dulu í höndunum til að beina athygli ökumanna að sjer. Það ætti að vera nóg að benda mönnum á þetta einu sinni íil þess, að það komi ekki fyrir aft ur, að ekið sje framhjá særðu fólki, sem þarf á aðstoð að halda. Skrípaleikurinn með brennivínið. OFT ER Á það bent, að ekk- ert vit sje í því, að aðeins eitt veitingahús í Reykjavík hafi einkaleyfi á því að veita gest- um sínum vín. Þetta skapi ó- þarfa misræmi og ein afleiðing þess verði t. d. sú, að þeir, sem vilja fá sjer glas af víni að kvöldlagi þyrpist allir á þenna eina stað og vilji þá oft verða þar allsukksamt. En þetta einkaleyfishjal er ekki nema hálfur sannleikur. Fjelög. sem halda kvöldskemt anir og hóf geta fyrirhafnar- lítið fengið undanþágu til vín-< veitinga og það er ekkert því til fyrirstöðu, samkvæmt nú- gildandi reglum, að vínveiting ar sieu í hverju einasta veit- ingahúsi í bænum á hverju ein- asta kveldi. — En vitanlega er þetta ekki nema eins og hver annar skrípaleikur með brennivínið. Hið rjetta væri, eðlilega, að láta nokkur bestu veitingahús bæjarins hafa vínveitingaleyfi þegjandi og hljóðalaust, en setja um það reglur eftir því, sem þurfa þykir, að það verði ekki misnotað. Það er sagt, að bifreiðastjórar selji áfengi hverj um, sem hafa vill, á ívöfalt verð. Ef að það er satt, þá er með núverandi fýrirkomulagi verið að örfa þesas menn til leynivínsölu og raunverulega verið að gefa þeim einkaleyfi til að fjefletta menn með því að skapa þeim aðstöðu til að okra á brennivíni. Hvenær ætli komi að því, að tekið verði með skynsemi á á- fengismálum í þessu landi? Sigurjón og VValdosa. __ SIGURJÓN PJETURSSON á Álafossi hefir sent mjer langt brjef um danska dávaldinn Waldosa í tilefni af því, sém sagt var um hann hjer á dög- unum. Sigurjón hefir margt um hann að segja, en Vúm er því miður ekki fyrir það alt hjer í dálkunum að sinni. Aðalatriðið í fullyrðingum Sigurjóns er, að dávaldurinn geti ekki notað til dáleiðslu nema þá menn, sem hafi mið- ilshæfileika og yfirleitt er Sig- urjón þeirrar skoðunar, að það sjeu framliðnir menn, sem að- stoði Waldosa við dáleiðslur hans og aðrar listir. Sigurjón talar um ,,útfrymi“, sem hann taki frá mönnum, en „fólkið hlaði hann svo aftur af þessu efni með því að spenna greip- ar fyrir aftan hnakkan". Hann segir ennfremur ,,að Waldosa hafi hóp af framliðnum mönn- um í sinni þjónustu, sem sjeu svo jarðbundnir, að þeir nær- ist af hans fæðu og hlýði hon- um afdráttarlaust.“ Sjeu þetta aðallega framliðnir menn, sem hafi verið skotnir eða háls- höggnir. „Waldosa breytti ekki vatni í vín“, segir Sigurjón, „heldur voru það hinir fram- liðnu stjórnendur þeirra dá- lejddu, sem ljeku það alt und- ir stjórn Waldosa.“. Sigurjón endar brjef sitt á þessum orðum: „Þetta er ljótur leikur — fólkið klappaði“. Nú. er Sigurjón vitanlega sjálfráður, eins og hver og einn hvað hann heldur í þessu máli sem öðrum, en hjer verður það ekki rætt frekar. Vill útvarpsum- ræður. SIGURJÓN Pjetursson er ekki sammála dr. Símoni Jóh. Ágústssyni um það, sem hann hefir sagt í sambandi við dá- leiðslur og í munnlegu sam- tali við mig ljet Sigurjón þá ósk í ljósi, að þeir dr. Símon og hann leiddu saman hesta sína í útvarpinu eitthvert næsta kvöldið. Virðist það prýðileg tillaga í alla staði, ef dr. Símon og út- varpsráð fæst til þess. Það yrði kanski tilbreyting frá moll- unni í útvarpinu það kvöldið. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . 1 ------------------ Er of erfiff að sfjórna flugvjel! LI0SFORINGINN hafði verið listflugmaður og sýnt dirfsku sína og áræði í mörg ár. Þegar að lokum hann kom á fót flug- vjelaverksmiðju, stækkaði hún smátt og smátt og gaf af sjer góðan arð. Liðsforinginn fyrverandi sá nefnjlega um það, að flugvjel- ar þær, sem framleiddar voru, fjellu Uugmönnum í geð, að þær væru svo vel bygðar, að með þeim mætti leika allar list ir hins færasta listflugmanns. En þegar hann hóf fram- leiðslu fjölskylduflugvjela, gekk sala þeirra treglega. I flugsögu Bandaríkjanna og anara landa hefur þessi saga endurtekið sig hvað eftir ann- að. Flugfræðingur að nafni J. M. Gwinn, hefur bent á, að þéssi saga sje ágætt dæmi um, hvaða ókostir sjeu á fjölskyldu flugvjel nútímans — hvers vegna hún er ekki nógu örugg. ,,Flughetjur“. „Eitt af því, sem hindrað hef ur farmleiðslu einfaldra, ör- uggra fjölskylduflugvjela", segir hann, „er hetjuljómi sá, sem jafnan hefur stafað af flug listinni. Ymsir flugmenn hafa þótt gjarnir að láta í það skína, að þeir sjeu einhverjir sjer- stakir ofurhugar. Áður fyr voru þessir sömu menn ósjald an mótfallnir því, að flug yrði gert einfaldara. Um tíma hefur verið yitað um aðferðir til að framleiða öruggari flugvjelar. Það eru flugvjelaframleiðendurnir, sem verða að taka á sig ábyrgðina af því, að þessar aðferðir skuli ekki hafa verið teknar í notk- un“. Ein af ástæðunum fyrir þessu er sú, að flest flugvjelarfírmu eru undir stjórn fyrverandi flugmanna, sem ekki eru frá- hverfir skoðunum atvinnuflug- manna. Önnur ástæða er, að flug- vjelaframleiðendur hafa reynt að framleiða vjelar, sem bæði væri hægt að selja flugskólum og almenningi. Bitnar á við- vaningunum. Atvinnuflugmaðurinn, eða sá sem fengið hefur góða reynslu í flugi, vill stjórna flugvjel, sem allt getur gert. Því er það, að flugvjelaframleiðendur hafa orðið að smíða vjelar, sem upp fyltu þessar kröfur, en viðvan- ingurinn í fluglistinni lendir í erfiðleikum, vegna þess að Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.