Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. mara 1947 Á HEIMILI ANNARAR non \ m 25. dagur Alice mælti: ,,Jeg hefi aldrei verið raunhyggin. En þótt það sje máske eigingjarnt af mjer, þá verð jeg þó að líta á þetta mál frá annari hlið. Ef Ric- hard yfirgefur mig nú, þá munu allir segja að jeg hafi myrt Jack Manders — og Ric- hard skilji við mig vegna þess að hann telji mig seka“. „Nei, segið það ekki“, mælti Myra, „engum kem'ur það til huga.r að þjer sjeuð sek“. Alice fól analitið í höndum sjer og það glóði á giftingar- hringinn hennar. „Jeg er hrædd, Myra“, sagði hún. „Jeg óttast það, sem kann að koma fyrir næstu mánuðina. Jeg má ekki missa Richara. Og nú verð jeg að spyrja yð- ur samviskuspurningar: Hald- ið þjer að Richard hafi fest ást á nokkrum kvenmanni. Mjer finst það svo hræðileg tilhugs- un. Hann elskaði mig, hann til- bað mig. Við giftum okkur í París mánuði eftir að við kynt umst. Það var Mildred Wilk- inson sem kynti okkur. Hann var þá útskrifaður fyrir hálf- um mánuði og var að Ijetta sjer upp áður en hann tækkvið lífs starfi sínu. Já, hann tilbað mig. Hann gaf mjer alt, sem jeg óskaði mjer. Jeg var bláfátæk, það var rjett svo að hægt var að kosta mig í sæmilegan skóla. Það varð mjer til mikils happs því að þar kyntist jeg Mildred — o" hún bauð mjer með sjer til útlanda. Þar hitti jeg svo Richard og giftist honum. Jeg feldi ástarhug til hans um leið og jeg sá hann. Honum fór eins, það var ást við fyrstu sýn. Og hann elskaði mig enn meðan á málaferlunum stóð, hann sýndi mjer það í vepki með órjúfandi trygð. Haldið þjer ekki að hann muni nú elska mig aftur þegar jeg er frjáls og sýkn saka? Haldið þjer ekki að hann muni iðr- ast eftir það að hafa — ja, hvað skal segja -—• eftir það sem á milli ykkar hefir verið? Jeg veit að það er hranalegt af mjer að tala svona við yður, sem við eigum svo mikið að þakka. En það er jafnan best að tala eins og manni býr í brjósti“. „Það var alveg óþarfi af yð- ur, Alice, að minnast nokkuð á þetta“. „Hvað segið þjer? Þetta er alt satt, sem jeg hefi sagt, eða hvað?“ „Jeg er á förum hjeðan. Jeg sagði Richard frá því áður en þjer komuð heim. Það er eng- in hætta á því að Richard skilji við yður, engin hætta á því að við Richard munum giftast. Það kemur aldrei fyrir. Og nú er best að jeg fari“, sagði Myra og gekk fram að dyrunum. „Það er beðið eftir mjer. Get jeg gert nokkuð fyrir yður. Viljið þjer að jeg kalli á Franc ine?“ „Nei“. „Þá ætla jeg að fara“. „Myra“, kallaði Alice á eftir herrni. „Hvenær ætlið þjer að fara hjeðan?“ Mvra snerist á hæli, forviða á n»cí;ari spurningu. En þegar ítún leit á Alice og sá hvað hún var raunaleg, þá gekst henni hugur við. „Jeg veit það ekki. Jeg get að minsta kosti ekki farið fyrst um sinn vegna þess að nú hefst ný rannsókn í málinu á morg- un. eins og þjer vitið“. Alice spratt á fætur. „Ný rannsókn?“ hrópaði hún. „Já, jeg hjelt að þjer vissuð það“. „Þeir ætla------þeir ætla að reyna að hafa upp á morðingj- anum?“ „Já. auðvitað, og jeg hjelt „Nei, það vissi jeg ekki“, sagði Alice og settist aftur. „Mjer datt það heldur ekki í hug. Jeg------ó, þetta er hræði legt.-----lögregla, yfirheyrsl- ur og alt það að nýju. Jeg hjelt að þeir mundu bara höfða mál gegn Webb“. „Hann verður kærður fyrir að þera ljúgvitni. En nú er það best fyrir yður að hvílast. Þjer skuluð ekki vera að hugsa um þetta“. Var það ekki einkennilegt, áð hún skyldi hata Alice og vor- kenna henni samtímis? Hata hana? Hvaða vitleysa, hún hat aði hana ekki, enginn gat hat- að Alice. Og hún var í sínum fulla rjetti. Það var óvjefengj- anlegt. Alice sagði: „Jeg hjelt að Webb hefði drýgt morðið. Hjer var engum öðrum til að dreifa en honum og svo Tim--------“ Hún þagnaði snöggvast og leit á Myru og sagði svo með ákefð: „Enginn getur grunað Tim um það. Hann mundi ekki gera neinum mein. Hvar er Tim? Jeg verð að fá að tala við hann. Jeg þarf að segja honum frá því að jeg skilji framkomu hans. Hann ætlaði ekki að gera mjer ilt. Og hann hefir þjáðst mikið út af þessu. Aumingja Tim. Ekki gat hann gert að því þó hann myndi ekki eftir gluggatjöldunum fyrst í stað. Jeg sjálf hefði ekki einu sinni getað fullyrt neitt um það hvort þau voru dregin fyrir eða ekki þegar jeg heyrði skot- in. Þeir <Bpurðu mig um það þá um kvöldið, en jeg mundi það ekki. Segið þjer Tim að jeg skilji alt og að mig langi til að sjá hann“. „En Tim-----------“. Það var komið fram á varirnar á Myru að segja frá því að Tim hefði búið til söguna um glugga- tjöldin, en hún áttaði sig, því að líklega hafði Richard ekki sagt Alice frá því. Hvers vegna hafði hann ekki gert það? Lík- lega vegna þess að hann treysti Alice ekki til þess að þegja um það. „Hvað ætluðuð þjer að að segja um Tim?“ spurði Alice forvitin. „Jeg ætlaði að segja það, að Tim gerði það ekki af ásettu ráði að bera vitni gegn yður“. „Jeg veit það, og jeg verð að segja honum frá því“, sagði Alice. Nú var drepið á dyr. Myra opnaði. Francine stóð fyrir ut- an. — „Cornelia bað mig að segja yður að þau bíða eftir yður“, sagði hún. .Alice mælti: „Æ, kæra Myra, jeg hefi verið að tefja yður. Þjer eruð ekki farin að borða enn. Blessaðar. farið þjer nið- ur, mjer er alveg óhætt. Franc- ina, yiljið þjer bæta í eldinn?“ Myra lokaði hurðinni á eft- ir sjer og hjelt niður stigann. Að þessu sinni varaðist hún að snerta-stólpahúninn. Hitt fólk- ið var í matstofunni og sat um- hverfis borðið. Á því voru kertaljós og silfur og krystals- borðbúnaður. Cornelia sat í hjólastól sínum við, borðsend- ann. Richard var ekki þarna. Hann hafði boðið með Alice. Cornelia brosti og benti á auðan stól. „Yið nentum ekki að bíða eftir þjer góða“, sagði hún og sneri sjer síðan að Sam og hjelt áfram samræðum við hann. Hún talaði opinskátt þótt Bart on væri við, enda vissi hann víst æði margt. „Haldið þjer að við megum eiga von á ströngum yfirheyrsl um?“ Myra settist. Tim sat gegnt henni og var heldur fár. Sam mælti: „Það er nú und- ir ýmsu komið. Lögreglan get- ur til dæmis hjálpað okkur þar. Annars þykir mjer það undarlegt að hún skuli ekki þeg ar hafa sett vörð um húsið“. Svo tók hann upp ljettara hjal, en gaut augunum við og við fram að dyrum. Myra hlustaði á. Hún heyrði aðeins orðin en skildi ekki sam hengið í þeim. Hún var að hugsa um það hvað Alice væri skarpskygn að sjá undir eins hvernig komið var, og hvað hún hefði farið djarflega að því að fá að vita vissu sína. „Það er þá satt“, hafði hún sagt. Þetta var í ráuninni það merkilegasta við hið merkilega samtal þeirra, að Alice hafði tekið hana með trompi, hik- laust og vægðarlaust. Og það var ekki hægt að reiðast henni fyrir þ'að vegna þess að hún hafði talað um það í sambandi við heimkomu sína. Og hún stóð betur að vígi vegna þess, að hún hafði þegar uppgötvað sannleikann. Þau voru aftur farin að tala um rannsókn málsins. Sam svaraði nokkrum spurningum, sem Cornelia lagði fyrir hann, og alt í einu heyrði Myra hvað hann sagði: „Það getur vel ver ið að saksóknarinn hafi þegar fengið nýjar upplýsingar“. ,ÚMýjar upplýsingar?" end- urtók Corenlia. „Um hvað? Byssuna hans Richards?“ Sam kinkaði kolli. „En það getur samt vel verið að jeg fari villur í því“, sagði hann. „Það getur líka vel verið að hann hafi ekki komist á snoðir 'um neitt, en byrji á því að reyna að komast á nýjan reksnöl". „Við hvað eigið þjer?“ spurði Cornelia. tHlfllllMIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIII f Bankastræti 7. Sími 6063 i i er miðstöð bifreiðakaupa. I IIIIMIIIIIIIMIIMIIIIMIMMIIIIIIIMMMIIMIIIMIIIIIIIIMIIIIIIM Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 121. Ári eftir að jeg fekk þetta brjef, var jeg aftur kominn að enda járnbrautarlínunnar og hugðist stefna að staði þeim, þar sem jeg hafði skilið við Davíð. Jeg varð fyrir iyrstu vonbrigðunum, þegar jeg frjetti, að hinn gamli leiðsögumaður minn hafði látist nokkrum vikum fyrir komu mína, og ekki tókst mjér að finna nokkurn þeirra, sem áður höfðu verið í för með mjer og sem treystu sjer til -að finna staðinn. Mánuðum saman. leitaði jeg í hinni brennheitu eyði- mörk og talaði við óteljandi Arabahöfðingja í þeirri von, að jeg fyndi einhvern, sem heyrt hefði af Davíð og hinni dásamlegu jarðarvjel hans. Og stöðugt reyndi jeg að koma auga á vörðuna, þar sem hægt átti að vera að finna enda víranna til Pellucidar — en aldrei bar þetta neinn ár- angur. Þessar óleystu gátur gera mjer jafnan þungt í skapi, er jeg hugsa til Davíðs Innes og hinna einkennilegu ævintýra hans. Getur það verið, að Arabarnir hafi drepið hann, rjett áður en hann hugðist leggja upp í ferð sína? Eða tókst honum enn á ný að taka stefnuna á innri heiminn? Komst hann þá þangað, eða er hann einhversstaðar grafinn í iðr- um jarðarinnar? Og ef honum tókst að komast aftur til Pellucidar, kom hann þá upp á botni einhvers hinna stóru innhafa eða í landi einhverra viltra kynnflokka, langt, langt í burtu frá landi ástmeyjar hans? Er svarið að finna í auðnum Sahara, við enda tveggja örsmárra vírbúta, sem faldir eru undir týndri vörðu. —• Hver veit? SÖGULOK. Flækli sig í skegginu. Árið 1572 ljest borgarstjór- inn í Barnau á mjög einkenni- legan hátt. Hann var maður mjög hárfagur og skegg hans var 10 sm. lengra en frá höku niður á gólf. Hann varð því að vefja skegginu um annan hand legg sinn til þess að flækjast ekki í því. í mörg ár gekk þetta allt að óskum en svo kom ó- happið. Dag einn, er hann var að flýta sjer, gleymdi hann að taka upp skeggið. Hann flækt- r & r ist i þvi, fjell niður stiga og beið bana við fallið. ★ I saumaklúbb. — Jeg veit að það má segja margt misjafnt um frú Jóns- son, en eitt getið þið þó verið mjer sammála um, að hún er ágætt umræðuefni. ★ Óli litli hafði löngum haft ljelega einkunn í reikningi. Eitt sinn skrifaði kennarinn á miða, sem hann sendi Óla með heim til foreldra sinna. ,,Óli er ekki góður í reikningi“. Eftir nokkurn tíma kom Óli aftur heim með miða. Á honum stóð: „Óla fer aftur í reikn- ingi“. I þriðja sinn kom miði. „Óla versnar alltaf í reikn- ingi“, stóð á honum. Þá loks gat faðir Óla ekki orða bund- ist. Hann sendi hann með miða til kennarans. Á honum stóð: „Finnst yður ekki tími til kom- inn að fara að kenna Óla að reikna?“ 'k Þraut handia Ameríkönum. í sambandi við það, að emer- ískir vísindamann fullyrða að þeir geti látið snjóa úr skýjum, hvenærtsem þeir vilja, minnir eitt sænska blaðið á ummæli hafrannsóknarmannsins S'and- ström er ameríkanar ræddu um það að breyta stefnu Golf- straumsins: — Ja, það tekst þeim áreiðanlega, en þeir verða fyrst að yfirstíga smáerfiðleika, sem sagt að fá jörðina til þess að snúast á hinn veginn. ★ Listmálari einn gifti sig og fór í brúðkaupsferð upp í ó- bygðir. Er hjónin komu heim aftur voru þau spurð að því, hvað þau hefðu eiginlega verið að gera í óbygðunum. — Jeg byrjaði venjulega á morgnana að búa til mat, • en maðurinn minn fór að mála. Síðari hluti dagsins fór svo mestmegnir í það hjá okkur að geta upp á, hvað hvort okkar hefði búið til. : 1 | Asbjörnsons ævintýrin. — | j Sígildar bókmentaperlur. i Ógleymanlegar sögur | bamanna. ; 5 ýllllllllMIIIHItlMIIIIIMIIIHIUIIHIMHUMIHIHtlHinHlllin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.