Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1947, Blaðsíða 12
) MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. mars 1947 12 — Yfir Atlantshafi Framh. af bls. 9 flugu árið 1946 um það bil 5;2 milj. mílna eða 400% lengri leið en árið á undan. ííjelagið flutti á þessu sama ári rúmlega 34 þús. farþega og 615 þús. pund af pósti. Drógu ekki flugslysin í vet ur dálítið úr ferðalagi fólks?, Jú, því verður ekki neitað, en sá afturkippur er fyrir löngu úr sögunni. Það er stöð ugt fleira og fleira fólk, sem kýs að ferðast loftleiðis, inn anlands og milli landa. A. O. A. hefur nú yfir 20 Skymaster og Constellatioon flugvjelar í millilandaflugi. Þetta sagði general Harris um starfsemi fjelags síns. Stratoflugskipið næsta nýung Bandaríkjamenn vinna nú af kappi að smíði nýrrar flug vjelar, hins svokallaða Strato flugskips (Boeing Strato cruiser). A. O. A. gerir ráð fyrir að það verði tekið í notk un í lok þessa árs eða snemma á því næsta. Það verður fyrsta farþegaflugvjelin, sem sett hafa verið í sjerstök radartæki um leið og hún var byggð. Þessi radartæki eru þau fullkomnustu, sem nokkru sinni hafa verið notuð í farþegaflugvjel. Stratoflugskipið mun kosta 11/2 miljón dollara eða 8,1 milj. ísl. krónur. Er í ráði að 'A. O. A. kaupi 8 slíkar vjelar iVerður verð þeirra samtals 10 milj. dollara eða rúmlega 65 milj. ísl. kr. Strato flugskipið mun fljúga með um það bil 340 mílna hraða á klst. og verður fjögra hreyfla. Til saman- burðar má geta þess að meðal hraði Skymasterflugvjela er nú 210 mílur á klst. Þessi nýja flugvjel hefur tvö þilför. Á neðra þilfari verður reykingasalur, bar og farangursgeymsla. Á efra þilfari verður svefnrúm far- þega. Ráðgert er að hún taki 45 farþega í svefnklefa á nætur flugi en 60 farþega þegar flogið er að degi til. Ennfrem ur um það bil 3 tonn af far- angri og pósti. Stratosflugskipinu mun um margt svipa til hinna frægu Boeing risaflugvirkja. Far þegarúm þess mun verða þannig útbúið að farþegarn- ir geti notið þar sömu þæg- inda þegar flogið er í 30 þús. feta hæð og nú er í 8 þús feta hæð. Þó að ekki sje gert ráð fyr ir að þau flytji nema 60 far- þega að degi til, er talið að hægt sje að koma fyrir í þeim sætum fyrir alt að 100 farþega. Þessa nýja flugskips er nú beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Það verður búið öllum nýtísku þægindum. Hinn full komni radarútbúnaður þess er talinn skapa stóraukið ör- yggi. Að sama marki miðar einnig sá eiginleiki þess að geta flogið margfalt hærra en nú er mögulegt, eða ofar stormum og óveðrum, sem nú tefja flugferðir og rýra ör- yggi flugfarþega. £L % SKIPAUTGtKÐ RIKISINS Súðin austur um land í hringferð um miðja næstu viku. Tekur flutn- ing á allar venjulegar viðkomu hafnir milli Hornafjarðar og Húsavíkur, ennfremur til ÓI- afsfjarðar, Haganesvíkur, Skagastrandar, Hvammstanga, Borðeyrar, Óspakseyrar, Norð- urfjafrðar og Ingólfsfjarðar. Vörumóttaka í dag og árdegis á mánudaginn. Pantaðir far- seðlar óskast sóttir á mánudag. KAUPMENN, TAKIÐ EFTIR! Umbohsmaður óskast fyrir lífstykki, brjóátahaldara og þesskonar vörur. Stór banda- rísk stofnun, sem selur allar vörur, sem notaðar eru við framleiðslu lífstykkja og brjóstahaldara, óskar eftir um- boðsmanni. Meðmæli óskast. Umsóknia sendist með loft- pósti. CORSET & BRASSIERE TRADE CENTRE, INC. - 255, Fifth Avenue — New York 16, N. Y. Símnefni: „Corbra“. Guðrún Álfsdóítir § Minning í DAG verða til moldar born ar jarðneskar leifar hennar ömmu, en svo nefndu hana auk barnanna sem áttu hana fyrir ömmu, flestir vinir hennar og vandamenn, þ. e. Guðrúnar Alfsdóttur. Hún andaðist á heimili sonar og tengdadóttur 19. þ. m., rúmlega 92 ára að aldri. Hún var fædd W. febrúar 1855 að Oseyrarnesi í Stokks- eyrarhreppi. En 10 ára gömul fluttist hún með foreldrum sín- um að Meðalholtshjáleigu, og var ekki meir en svo búin að slíta barnsskónum, sem svo er kallað, þegar hún varð að fara að vinna fyrir sjer. M. a. fór hún á prestssetrið til sjera Páls Ingimundarsonar á Gaulverja- bæ, síðar að Syðra-Langholti 1 Hrunamannahreppi, svo að Hruna. Og svo vel liðin var hún af húsbændum sínum, að þeim fjell það þungt, þegar hún hafi vistaskifti. Árið 1881 gift- ist hún Gísla Jónssyni frá Efra- Langholti og hófu þau búskap fyrst á Högnastöðum og síðar að Gröf. Á vertíðum stundaði Gísli sjóróðra og á meðan Gísli var í burtu varð hún ein að gegna öllum verkum, bæði ut- an bæjar og innan, með barna- hópinn í ómegð, ög má nærri geta, að þá hafi oft reynt á dugnað hennar og þol. Vorið 1902 fluttist hún til Reykjavíkur með manni sínum og börnum og bjuggu hjer, uns Gísli dó 1914. Hjer verður fæst talið af því, sem mætti ségja um hina látnu, en hún var ein á meðal þeirra alþýðukvenna, sem ekki láta til sín taka utan vjebanda heimilisins, en því vann hún alt, sem hún vann, og reyndist ráðdeildarsöm og starfsglöð húsfreyja og börnum sínum umhyggjusöm móðir. I dagfari sínu var hún stilt og prúð, trygglynd, vinaföst og hug- hreystandi og vildi allra raunir bæta að svo miklu leyti sem í hennar valdi stóð, og færa alt til betri vegar. Eitt af því sem mest gladdi hana, það var þeg- ar gesti bar að garði, þá var sem Ijómaði hún öll og fanst þeir jafnan standa of stutt við. Glaðværð sinni og Ijettlyndi þakkaði hún m. a. sína löngu æfi. Aðspurð hverju hún þakk- aði sinn háa aldur svaraði hún: „Jeg átti góðan og dyggan mann og sambúð okkar var eins góð og frekast verður á- kosið, þegar erfiðlega gekk fyrir okkur( hughreystum við og stöppuðum stálinu hvort í annað og gerðum bæði eins og við gátum. Þegar vel gekk átt- um við sameiginlega gleði — og þá var mikill fögnuður.“ Guðrúnu og Gísla varð 8 barna auðið; af þeim eru nú 4 á lífi. Fjöldi afkomenda eru frá þeim kominn: barnabörn og barnabarnabörn. Allur þessi hópur, ásamt tengdabörnum, kær systir og vinir, horfa með sárum söknuði á bak hinnar látnu, sem nú hefir lokið löng- um vinnudegi, en bjartar og hlýjar minningar lifa eftir í brjóstum ástvina hennar allra. En sárastur söknuðurinn mun þó vera á heimili hennar, sem hún nú kveður í hinsta sinn, þar sem nú er svo tómt eftir fráfall hennar. Og litlu sonarbörnin horfa með tárin í augunum á auða stólinn hennar ömmu sinnar, þar sem hún sat jafnan með prjónana sína og þau gátu flúið til með hinar margþættu, barnslegu áhyggj- ur sínar og fengið leyst úr mörgum flóknum spurningum. Nú kveðjum við þig öll með viðkvæmum tilfinningum og fyrirbænir og hamingjuóskir fylgja’ þjer til hins fyrirheitna lands, sem þú færð, lifað dýrð- lega páska. Guð blessi þig og varðveiti þig og gefi þjer sinn frið í Jesú nafni. Á. G. íslenskur ræðismað- ur í Liverpool . Á RÍKISRÁÐSFUNDI í gær skipaði forseti íslands Einar Athelstan Gordon Garöe til að vera ræðismann íslands í Livel pool. — Öryggisréðið Framh. af bls. 1 dauðaþögn í salnum á meðan beðið var eftir því hvað Gromy ko segði, en hann sagði ekki annað en það, að hann hefði hlustað á tillögur Bandaríkja- manna í þýðingarmiklu máli og hann vildi gjarna fá tíma til að kynna sjer tillögurnar áður en hanntæki afstöðu til þeirra á næsta fundi, sem haldinn yrði um málið. - Síða S. U. S. Framn. af bls. 7 sem nánustum tengslum við reynslu liðna tímans. Á undanförnum tveimur ára- tugum, að fáum árum undan- skildum, hefir stefna rauðlið- anna mátt sín mikils og ríkis- valdið hefir þanið sig meir og meir út. Nú er svo komið að stofna á ráð, sem hefir eftirlit með öllum framkvæmdum í landinu. Að vísu má segja, að nú sjeu óvanalegir tímar, og því beri að gera óvenjulegar ráðstafanir. Ríkisvaldið er að koma þrældómshlekkjum og kúgunarfjötrum smátt og smátt á þjóðina. Menn mega nú orð- ið varla snúa sjer við leyfis- laust. Þjóðin hefir sófnað á verðinum. Hún hefir ekki gætt lýðræðisins nægilega vel. Æska landsins verður að rífa sig upp úr mókinu og fylkja sjer ein- huga um þann eina flokk, sem hefir af fremsta megni reynt að stemma stigu við útþennslu ríkisvaldsins, — Sjálfstæðis- flokkinn. J. M. í. lippboð 1 á vjelskipinu Jón Stefáns- | i son E. A. 602, sem stendur i í u^ipi í dráttarbraut Kefla- I | vikur er frestað til fimtu- i i dags 10. apríl kl. 2. e. h. | i á skrifstofu embættisins í I i Hafnarfirði. | Bæjarfógetinn í Hafnarfirði \ 28. mars 1947. Guðm. I. Guðmundson. f iiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiniinMiimiimiiiiMiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiin X - 9 í & & a a & Effir Roberf Sform THE FRANTIC éCREECH 0F BRAKE£ fO'AEð T00 LfiTE - A FEW M0AÆNT6 LATER, A FIÓURE P0F5 TO THE 5URFACE-CLUTCHES BLINDLV ATA FALLEN fREE $W|RLIN6( MUDDY WATER5 EN6ULF THE CAR ------ /’///>n r/y/.V/'-'" ?//////,?/' 0Pr:.A,-:16’.K'^ Lc«turcs SynH-calc, l-c., ’Wc'ld u/i/a/súu Haze sjer of seint, að brúin hefir skolast burtu, andartökum síðar, sjest hvar maður kemur upp á yfirborðið og grípur dauðahaldi í trjábol. Hvor er bíll hans steyptist í fljótið og hverfur, en nokkrum það — Bing eða Haze? . J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.