Morgunblaðið - 17.04.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1947, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. apríl 1947j a Hjeraðsdómarar lá nýja einkennisbúRÍnga og dómara- skikkjur Tollverðir og bifrelðaefiirlHsmenn nf einkenni, hreppsljórar einkennlshúhir. Dómsmálaráðuneytið hefir nýlega gefið út reglugerð um nyja gerð einkennisbúninga fyrir sýslumenn, bæjarfógeta og hlið- stæða embættismenn í Reykjavík, fulltrúa þeirra og lögreglu- stjóra útan Reykjavíkur. Ennfremur fyrir tollverði, bifreiðaeft- iílitsmenn og hreppstjóra. í höfuðdráttum eru þessir einkennis- búningar allir með sama sniði en með nýjum og mismunandi seinkennum. Á hnöppum og húfuin er hið nýja skjaldarmerki íslenska lýðveldisins. Einkennisbúningar þessir eru svipaðir hinum eldri, en fallegri og smekklegri. Það er nefnd frá fjelagi hjeraðsdómara og dóms- málaráðuneytinu, sem unnið hefir að undirbúningi þessa máls. Sýslumannsbúningurinn. Einkennisbúningar hjeraðs- dómara eru tveir, starfsbún- ingur og viðhafnarbúningur. — Starfsbúningurinn er dökkblár, tvíhnepptur jakki með gylltum hnöppum, með skjaldarmerk- inu. í jakkahornunum er merki, myndað af fornum sverðshjölt- .um og hluta af blaði, sem hverf ur niður í fornan baug. Húfan er með hárri reisn, breiðum, gyltum borða, gyltri snúru og framan á henni er skjaldarmerkið útsaumað í rjett um litum. Viðhafnaíbúningurinn er af sömu gerð, en á öxlum jakkans er gyltur fljettaður fetill og á ermunum eru gyltar s'núrur með slönguhausum, eftirlíking af fornum baug. Bæði snúrurnar á ermunum og hringurinn í jakkahorninu eru sniðin eftir hinum elstu tignarmerkjum íslenskra valds- manna, goðahringnum. —r En milli embætta sýslumaqnanna og goðanna er órofið samband. Auk þess er á buxum viðhafn- arbúningsins gyltur borði á ákálmunum. Einkennisbúningi sýslumann anna fylgir tvihneptur yfir- frakki.. Tuiltrúarnir fá einkennisbúning Einkennisbúningar fulltrúa hjeraðsdómara og lögreglu- stjóranna utan Reykjavíkur, er hinn sami og starfsbúningur sýslumanna að öðru leyti en t>ví, að engin merki eru á jakka horni og húfuborðinn mjórri. Toliverðir og hreppstjórar. Búningur tollvarða er af svip aðri gerð, en á hnöppum þeirra er stórt T og skjöldurinn á skjaldarmerkinu feldur yfir legg þess. Húfan er af annari gerð, þeirri sömu og tollverðir bera nú og er merkið framan í húfunni stórt T og skjaldar- merkið felt yfir legg þess, allt gert úr. gyltum málmi. Allir framangreindir búningar eru dökkbláir. Búningur bifreiðaeftirlits- manna er hinsvegar brúnn og á honum gyltir lögregluhnapp- ar með merkinu hönd og auga. Hreppstjórum er ætlað að bera einkennishúfu af sömu : Staífsbúningur sýslumanna. gerð og tollvarðanna, en á henni eru tvær gyltar snúrur- með grænum borða á milli og skjaldarmerki úr gyltum málmi Gert er ráð fyrir að hrepp- stjórum á þeim stöðum, þar sem dómsmálaráðuneytið telur þurfa, verði gert að bera full- kominn einkennisbúning, sem er eins og einkennisbúningur tollvarða að öðru leyti en því, að á hnöppunum er lögreglu- merkið. I reglugerðinni eru auk þess reglur um notkun búning- anna. Tollvörðum og bifreiðaeftir- litsmönnum ber að nota þá við öll venjuleg störf sín, en hjer- aðsdómurum og fulltrúum við ýmsar meiriháttar embættisat- hafnir, einkum er þeir koma fram sem valdsmenn utan em- bættisskrifstofu sinnar. Hjeraðsdómarar, sem sitja að dómsstörfum í sjerstökum rjett arsölum, skulu auk þess bera dómaraskikkjur, sem eru með sama sniði og. skikkjur hæsta- rjetardómara, en með öðrum litum.' Vaxmyndasafnið tilbúið í haust VAXMYNDASAFNIÐ sem óskar Halldórsson útgerðar- maður er að koma upp hjer í bænum mun geta orðið til- búið í september í haust, eft ir því, sem óskar sagði Morg unblaðinu frá í gær. óskar sagðist hafa verið nýlega í London í erindagjörð um i sambandi við .safnið Væri nú verið að fullgera vaxmyndir þeirra 15 fslend- inga, sem í safninu eiga að vera og Bretinn Richard Lee mótaði myndir af hjer í fyrrahaust og s.l. sumar. En allar vaxmvndir útlending- anna, sem í safninu verða eru tilbúnar og fnllklæddar eins og þær eiga ao vera. Það sem næst liggur fyrir í sambandi við safnið er að fá föt og athuga klæðnað þeirra inplendra manna, sem í safninu verða og hefir ósk- ar Halldórsson fengið dóttur sína, Ernu, og Osear Glau- sen til að koma því máli á framfæri við þá menn, sem hlut eiga að máli. „Að lcoma þessu safni upp og ganga frá því eins og það þarf ,að vera er miklu meiri vinna, en flesta grunar“, sagði óskar. f fyrra var kona mín, sem var pjjög listfeng, að sjá um þetta fyrir mig í London, en eftir andlát henn ar, hefi jeg þurft að fá nýja menn til þess að sjá um safnið. „Jeg hefi ekkert fleira að segja um þetta nú, en jeg vil nota tækifærið og biðja blaðið að geta þess og leið- rjetta, að kona mín var norsk fædd í Drammen, en ekki dönsk eins og stóð í andláts fregn hennar hjer í blaðinu.“ í KRÖPPUM SJÓ heiiir þessi mynd og er cflir Eli Gunn- arsson. — Myndin er á sýningu frístundamálara, sem þessa dagana er opin í Listamannaskálanum við Kirkjustræti. ______________ -_____________________ . ____3t________ sýningu IsEenskum íþróttastúlkum FINNSKAR fimleikastúlk- ur óska eftir brjefasambandi við stallsystur sínar hjer á landi. í brjefi, sem fþrótta- samband fslands hefir borist segir svo: Finnskar fimleika- stúlkur virðast hafa mikinn áhuga fyrir slíkum brjefa viðskiptum, enda mun sljkt auka þekkingu beggja aðila á þessum áhugamálum sínum, um leið og íþróttafólkið teng- ist nánari böndum við að skýra frá fyrirætlunum sín- um bæði á þessum og öðrum sviðum. Gagnkvæmar heim- sóknir á fimleika- og æsku- lýðsmót, sem haldin kunna að verða í öðru hvoru landinu yrðu allt um auðveldari, ef á FinnEands staðnum væri „brjefa-kunn-< ingi“, sem gæti boðið uppi- hald á meðan á mótinu stæði. Ef þessi sambönd kæmust á ætti það að geta orðið til gagns og gleði fyrir báða að- ila. — Brjefin þurfa að vera skrifuð á einhverju norður- landamálanna, en önnur mál koma einnig til greina. Þeir, sem vildu sinna þessu sendí nafn sitt ásamt upplýsingunt um aldur, heimilisfang og á hvaða tungumáli viðkomandí óskar helst að skrifa, til SNL L Ilmargatan 10B, Helsing- fors, Finnland. Sama samband, „Suomen Naisten Liikuntasvatusliitto1* býður 9 stúlkum og einnl kennslukonu dvöl á námskeiði Htanríkismálanefnd fulltnía- deildar Bandaríkjaþings samþykkir lánsbeiðni trumans Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. UTANRÍKISMÁLANEFND fulltrúadeildar Bandaríkja þings samþykkti í dag að mæla með lánsbeiðni Trumans forseta, til handa Grikklandi og Tyrklandi. Tólf nefndar- menn greiddu atkvæði með lánsbeiðninni, þrír sátu hjá, en tveir voru fjarverandi- 400 miljón dollara. Utanríkismálanefnd öldunga deildarinnar hefur þegar sam- þykt hjálpina, en í henni felst meðal annars 400 miljón doll- ara lán handa tveimur ofan- greindum löndum. Gagnrýnin hefur öfug áhrif. Frjettamenn í Washington telja, að gagnrýni Henry Wall ace, fyrverandi varaforseta Bandaríkjanna, á lánveiting- unni, kunni að hafa það í för með sjer, að þeir þingmenn, sem til þessa hafa verið and- vígir beiðni Trumans, greiði nú atkvæði með því að lánið verið : veitt. Trúloiunarfregn m Elísabefu prinsessu neitað London í gærkvöldi. FREGNUM um væntanlega trúlofun Elizabeth prinsessu og Philips Mountbatten, fyr verandi Grikkjaprins, hefur nú verið noitað. Höfðu frjett' ir frá Kanada hermt, að trú-J lofun hennar og prinsins fyr.j verandi mundi verða tilkynt opinberlega, þegar Elizabeth prinsessa verður 21 árs næst komandi mánudag. á leikfimisheimilinu. Varal nái lægt Tammerfors. Dvölin á námskeiðinu er ókeypis og1 auk þess dvöl í Helsingfors á íþróttamót, sem þar. verðuM haldið. Finnlandsför Ármenninga. Utanför. Glímufjelagið Ár- mann fer til Finnlands í fim- leika- og glímuför. Eins og áður hefur verið frá sagt, vatf íþróttasambandi íslands boöið. að senda fimleikaflokka til Finnlands í tilefni af mikilll íþróttahátíð, sem haldin verðj ur þar á 50 ára afmæli íþrótta sambandsins finnska. Mótiði fer fram dagana 27. júní til 1« júlí n.k. íþróttasamband ís- lands snjeri sjer til íþrótta- bandalags Reykjavíkur ogj Fimleikaráðs Reykjavíkun með þetta mál, og var lagt til að Glímufjel. Ármann færí þessa för. Ármann hefur á- kveðið að fara með fimleika- flokk kvenna og karla og> glímuflokk til að taka þátt 2 umræddu móti. Riohard Beck hefur senti íþróttasamb. fslands heilla- og hamingjuóskir í tilefni 35>. ára afmælis sambandsins. £ brjefinu segir meðal annars svo: Hann þakkar „fyrir hið mikla og margþætta menning arstarf, sem sambandið hefujj af hendi innt í þágu hinnaij íslensku þjóðar, * (Samkv. frjett frá. f. S. í.ý, j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.