Morgunblaðið - 17.04.1947, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
kFimmtudagur 17. apríl 1947
Fimm mínúfna krossgáfan
r? i> »
■ ■
n pKja
18
SKYRINGAR:
Lárjett: — 1 ern — 6 fugl —
8 brodd — 10 drykk ■— 12
hjörturinn — 14 tveir ósam-
hljóða — 15 ónefndur — 16
tvíhljóði ef. flt. — 18 bundinn.
Lóðrjett: — 2 rómur — 3 nú-
tíð — 4 skjót — 5 svæflar — 7
hvorfnar — 9 roti — 11 mjúk
•— 13 fiskar — 16 tveir hljóð-
stafir — 17 samtenging.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárjett: — 1 skraf — 6 uku
— 8 rás — 10 kát — 12 grun-
aði — 14 ai — 15 IP — 16 orf
•— 18 iðgræna.
Lóðrjett: — 2 kusu — 3 rk
— 4 auka — 5 argaði — 7
stippa — 9 ári — 11 áði — 13
narr — 16 og — 17 fæ.
- Slysið í Texas
Frámh. af bls. 1
Sprengingar enn.
Síðustu fregnir frá Galve-
ston, sem er 18 kílómetra frá
Texas City, herma, að spreng-
ingar eigi sjer ennþá stað alt-
af öðru hvoru og hafi lögregl-
an neyðst til að skipa allmörg-
um björgunarflokkum að yfir-
gefa borgina, til að hindra það,
að fleiri mannslíf glatist.
250.000 dollarar til
hjálparstarfs.
Basil O’Connor, yfirmaður
'bandaríska Rauða krossins, hef
ur fyrirskipað að 250.000 doll-
arar verði þegar afhentir til
hjálparstarfsins, og þar sem út-
lit var fyrir, að núverandi verk
fall símastarfsmanna kynni að
torvelda björgunarstarfið, hafa
leiðtogar verklýðsfjelaga þeirra
. skipað þeim að taka upp vinnu
í bráð.
Sigurgeir Sigurjönsson
hœstorétfariögnaður
• • -'v. v.;V .. ■ L.
' v .Sícrifstofuttmi 10—12 óg 1-6:
Minningarorð um .
___ )
Olínu Eysteinsdóttur
sAdiciUVeeti 3.
$.ímíy1043
SAMA morgun og Heklu-
gosið byrjaði, andaðist frú
Ólína Eysteinsdóttir, á heim-
ili (sínu, Njálsgötu 3, hjer í
bæ.
Hún var að hefja morgun-
störf sín, er hún hneig niður,
og lifði skamma stund síðan.
Það er ekki von að slík frjett
vekji alþjóðar eftirtekt, á
sama tíma, sem frjettir um
Heklugos berast um jörð alla.
— En fyrir ættingja hennar,
vandamenn og vini, var þetta
mikil frjett, því að fyrir þá
er mikið skarð orðið í vina-
hópinn.
Frú ólína var fædd 11. febr.
1879, að Hraunsholti í Garða
hrepph Hún var yngst 9
barna hjónanna Helgu Snjólfs
dóttur og Eysteins Jónssonar,
sem um langan tíma bjuggu
að Hraunsholti. Að Ólínu sál.
stóðu í báðar ættir, afburða
hraustar bændaættir, sem
margt mætti segja gott um,
þó að því, rúmsins vegna,
verði sleppt hjer.
Snemma kynntist ólína sál.
mikilli gestanauð, því að
Hraunsholt var í þjóðbraut,
að þeirra tíma ferðahætti. —
Hún kynntist og því, að gest-
ir voru látnir ganga fyrir um
alla aðbúð og veitingar. Svo
að það kom jafnvel fyrir, að
hinn mikli barnahópur, varð
að sofna að kvöldi, við lítinn
verð og annarsstaðar en í
rúmum sínum. Því að þreytt-
ur og þurfandi ferðamaður
varð að ganga fyrir heimilis-
mönnum um alla aðbúð. Það
varð því ekki að undra þótt
heimili frú Ólínu og manns
hennar yrði mörgum kært,
því að á móti gestum og þurf-
ari var tekið af einlægri alúð
og rausn.
Frú ólína sál. giftist manni
sínum, Sigurði Jónssyni frá
Stóru-Borg í Grímsnesi, fyr-
ir nær 40 árum. Þeim hjónum
varð 4 barna auðið. Þrjár
dætur, allar giftar, og einn
son, einnig giftur. Tvær dæt-
urnar eru nú búsettar í Ame-
ríku, en hin börnin búa hjer
í bæ.
Mörg fyrstu búskaparár
þeirra hjóna var húsbóndinn
löngum fjarvistum frá heim-
ili sínu, því að hann var einn
af þeim sjóvíkingum, sem
unnu nótt með degi, á fyrstu
árum botnvörpuveiðanna hjer
frá Reykjavík. En nú stjórn-
ar hann netagerð fyrir Ali-
ance-fjelagið. Það má því af
líkum ráða að frú ólína sál.
varð að hafa mestan veg og
vanda af uppeldi barna þeirra
og heimilisstjórn í fjarveru
manns síns. Enda helgaði hún
sig heimilinu, alla og óskifta,
en gaf sig ekki að fjelags-,
störfum, þó að hún þar, eins
og hvarvetna annarsstaðar,
sem hún lagði hönd að, hefði
orðið nýtur starfskraftur.
Jeg, sem þessar línur rita,
hefi þekkt Ólínu sál. frá því
að hún var á fermingaraldri,
og allan þann tíma haft af
henni náin kynni. Þegar jeg
rifja upp fyrir mjer endur-
minningar mínar um hana,
er það fyrst, að frú ólína var
með ‘glæsilegustu konum, að
ytri sýn, sem jeg hefi þekkt.
Fríð, svipmikil, sviphrein og
bjart yfir henni. Það var ekki
annað hægt, er hún var í
margmenni, en að veita henni
eftirtekt, fyrir sakir glæsi-
leika. En ekki var hún síður í
raun en sjón. Hún var gáfuð
kona, skapstilt og prúð í allri
framkomu. En það sem ein-
kenndi hana alveg sjerstak-
lega var trýgglyndi hennar,
sem var með afbrygðum, svo
að jafnvel trygglyndi hennar
gekk að erfðum til afkomend
anna, svo langt sem nún náði
til. Þó var ólína sál. fremur
seintekin (eins og komist er
að orði), en þeim sem hún
batt tryggð við áttu hana
meðan æfin entist. Fámál var
hún við fyrstu kynni, en Ijett
og ljúf í máli við vini sína.
Hún var ekki dómgjörn um
bresti náungans, og ekki fyr-
ir að gera meira úr þeim,
eins og oss mönnum hættir
oft til. Hún var góðviljuð, og
breiddi því blæju kærleikans
yfir hinn veika og hrösula
samferðamann. ólína sál. var
trúkona og sameinaði vel
gamla og góða barnatrú sína,
hinum nýju stefnum. Prófaði
alt og hjelt öllu því er var
kærleiksættar og staðist gat
skarpa dómgreind hennar. —
Enda þótt allt hennar
frændfólk, sem látið er, í
marga ættliðu, sje grafið vest
an heiðar, Þá var hún, að sín-
um vilja, jarðsett þriðja dag
páska, í grafreit ættmenna
manns hennar að Stóru Borg
í Gj'ímsnesi. Ung var hún
manni gefin og hans land
varð hennar land og hans
fólk hennar fólk. Það er því
ekki að undra, er slík tryggða
kona hverfur svo snögglega,
maka, börnum og vinum, að
þeim finnist að skarð sje orð-
ið í ástvina hópinn, sem erf-
itt verði að fylla. En bót er í
máli, að sú kona, sem hjer er
kvödd á góða heimkomu vísa
eftir trú vorri og von. — Og
færi betur að allir, sem ást-
vin missa, eigi jafn góða og
göfuga sál að kveðja, sem
hjer er minnst
Kæi;a ólína mín, verði þjer
nú að trú þinni og trausti á
frelsarann Krist. Þú fórst yfir
landamærin miklu á mestu
hátíð kristninnar. Hátíð sig-
urs lífsins yfir dauðanum. —
Far þú í friði. Friður Guðs
þig leiði. — Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
E.
MALFLUTNINGS-
SKRIFSTOFA
Einar B. Guðmundsson.
Guðlaugur Þorláksson
: Austurstræti 7.
iiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiciiiiinnii -
| /t/y, c~jj jj i I Símar 32Ö2, 2002
i /r/aqnúð 'honaciuó I i Skrifstofutími
* i Í kl. 10—12 og 1—5.
hæstarjettarlogmaður i *
Aðalstræti 9, sími 1875. i
1111111111111 ........ iinnwniiniiminiunnnLMfmnimmiHHiiimionin
Fisksala Færeyinga
iil Íialíu
Frá Sölusamb. ísl Fiskfram-
leiðenda héfir Mbl. borist eft-
irfarandi:
í MORGUNBLAÐINU 11.
apríl segir Óskar Halldórsson,
að Færeyingar 'hafi „selt til
Ítalíu án milligöngu Dana 6000
ton af saltfiski fyrir verð sem
samsvarar kr. 2.36 pr. kg. f.o.b.
Færeyjum. Fá þeir allt and-
virði hans greitt í pundum“.
Út af ummælum þessum sím-
uðum vjer umboðsmanni vor-
um hr. Hálfdáni Bjarnasyni í
Genova, og báðum hann að
upplýsa hið rjetta í máli þessu,
og hefur oss nú borist svar
hans. Segir hann, að sagt sje
að Færeyingar hafi selt 6000
tonn eingöngu í vöruskiftum,
fyrir silkivörur o. fl. og sje
verðið miðað við danskar krón
ur 1.76 pr. kg. f.o.b. Segir hann
kaup þessi muni vera samþykt
af ítölsku stjórninni, en hins-
vegar muni þessi sala og'vöru-
skifti ekki vera samþykt af
dönsku ríkisstjórninni.
Sje sala þessi framkvæmd
eins og -Hálfdán Bjarnason lýs
ir henni, er hún síst tilvitnun-
arverð, þar sem um vöruskifti
er hjer að ræða, og mikið lak-
ari sölur þær, sem framkvæmd
ar hafa verið frá íslandi í
vörum.
lllllll..
Auglýsendur I
afhugið! |
að ísafold og Vörður er |
vinsælasta og fjölbreytt- |
asta blaðið í sveitum lands 1
ins. Kemur út einu sinni |
í viku — 16 síður. I
nittiiiin tiniiiiitf
iiuiHinMUHiiiitiiiiinin
X-9
£
&
Eftir Robert Sform
Svefnsjúki Sveinn: Gerðu svo vel, Kalli, hjerna
eru silki nærfötin þín, eins og þú baðst um. —
Kalli: Nú veit jeg, að jeg er kominn úr'steininum.
Mjer varð ekki svefnsamt á glerharðri fangelsis-
matressunni, enda hefi jeg lengi beðið eftir þessu
augnabliki. Og nú í bólið, og jeg vil að þið vekið
mig aðra hverja klukkustund, bara svo jeg geti
haft þá ánægju að fara aftur að sofa!