Morgunblaðið - 17.04.1947, Blaðsíða 8
MORGUNBLAbíW
Fimmtudagiir 17. apríl 1947
9
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.)
Jfrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði inmanlands.
kr. 12,00 utanlands.
t lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Súgþ urkunin
NÝLEGA kom hingað á skrifstofuna roskinn maður frá
Háa-Múla í Fljótshlíð. Hann hafði meðferðis glerbauk,
sem var fyltur með hvanngrænni, ilmandi töðu- Kvaðst að
gamni sínu hafa tekið þessa heytuggu úr stabbanum í
hlöðunni á Háa-Múla, er hann fór að heiman, til þess að
sýna okkur hjer syðra hvernig súgþurkaða taðan liti út.
Sjálfur gat komumaður ekki nógsamlega dáð þessa hey
verkunaraðferð. Hann hefir alla tíð dvalið hjer á Suður-
landi, og kann því glögg skil á þeim erfiðleikum, sem
bændur hafa oft og tíðum átt við að stríða, þegar miklir
óþurkar hafa verið um sláttinn.
Komumaður frá Háa-Múla ljet svo um mælt, að hánn
telcM súgþurkunina vera þá bestu búbót, er bæhdum hafi
hlotnast, og bæri að stuðla að því, af öllum mætti, að
kennEu bændum að hagnýta sjer þessa verkunaraðferð.
Það væri ekki aðeins vinnusparnaðurinn, sem þessi að-
ierð hefði í för með sjer, heldur væri verkunin á heyinu
svo góð, að á betra væri ekki kosið. Og bersýnilegt er,
sagði hann, að heyið heldur óskertum öllum sínum bestu
efnum með þessari verkunaraðferð, því að smjörið heldur
öllúm einkennum sumarsmjörs.
En nú er Hái-Múli, sem og aðrar jarðir í Inn-Fljótshlíð
þaktar vikri og ösku, sagði komumaður að síðustu, og
kenndi sársauka í rödd hans. Og hann bætti við: Það er
sárt að horfa upp á eyðilegginguna, þegar búið hefir verið
eins vel í haginn og hjer hefir verið gert.
★
Ekki er vafi á því, að sú tilraun sem nú er verið að gera
með súgþurkun á heyi, er hin merkilegasta fyrir íslenskan
landbúnað. Óþurkarnir hafa lengst af verið versti óvinur
bændastjettarinnar, og hún hefir sfaðið varnarlaus gegn
þeim. Að vísu hefir súrheysverkun verið all-almenn sums
staðar á Suðurlandi, en reynslan hefir sýnt, að bændur
hafa yfirleitt verið tregir að setja annað en hána í súrhey.
Sennilega hefir þar mestu valdið óhentugur útbúnaður!
gryfjurnar hafa verið útan húss og því erfitt að gefa úr
þeim. Þar, sem súrheysgryfjur eru inni í hlöðu, hefir að-
staðan verið allt önnur og betri.
Til eru þeir bændur, sem alltaf hafa sett jöfnum hönd-
um í súrhey og þ- a. 1. aldrei þurft að horfa upp á he'y
skemmast í óþurkum: „Jeg neita að láta rosann ráða“,
sagði bóndi einn í Mýrdal fyrir nokkrum árum, enda hefir
hann alltaf haft mikið súrhey og gefist vel.
En hvað sem þessu lýður, er bersýnilegt, að súrheys-
verkun verður seint svo almenn; að hún bjargi heyjunum
írá skemdum, þegar óþurkar ganga yfir. Tregðan við
þessa verkunaraðferð er svo almenn, að hjer þarf annað
úrræði til bjargar.
★
Það er því ekki óeðlilegt, að bændur hafi tengt miklar
vonir við súgþurkunina. En þá vaknar þessi spurning:
Er Búnaðarfjelag íslands nógu vel vakandi í þessu máli
Þegar nýjungar eru á ferðinni, sem landbúnaðinn varðar,
hefir það meiri þýðingu en flest annað, að bændum sje
leiðbeint um meðferð þeirra.
Best hefði farið á, að Búnaðarfjelagið hefði sjálft staðið
i'yrir tilraunum, svo að gengið hefði verið úr skugga um,
hvaða aðferð hentaði best. .Stofnkostnaður við súgþurk-
unina er það mikill, að bændur horfa í hann, ef þeir eru
ekki vissir um góðan árangur.
Athugun, sem fram hefir farið hjá bændum á Suður-
landi, sem hafa súgþurkun, hefir leitt í ljós, að hjá flest-
um lánaðist heyþurkunin vel, og var talin spara vinnuafl
að verulegu leyti. Stofn^ostnaður var að meðaltali um 16
kr. á hestburð og orkueyðsla um 80 aura á hestburð.
Stofnkostnaður er tiltölulega minni í stórum hlöðum, en
smáum.
Takist súgþurkuninni að sigrast á rosanum, þá verður
það bylting í íslenskum landbúnaði.
tar:
XJíluer'jl álrija
tJR DAGLEGA LÍFINU
Eldgos eða sporí.
í AUGUM ÍSLENDINGSINS
eru eldgos og hafís mestu hörm ,
ungar, s.em yfir pjóð hans geta
dunið, eða þannig hefir það að
minsta kosti verið um aldarað-
ir. En alt er í heiminum hverf-
ult* og það, sem einni kynslóð
finst óbærilegt hrærir stund-
um ekki þá næstu. Virðist það
ætla, að sannast á Heklugosi
því er nú stendur yfir. Bendir
margt til þess að menn taki
gosinu eins og einhverju sporti
eða sjónleik, sem gaman sje að
í tilbreytingarleysi hversdags-
ins.
Þúsundum saman hafa menn-
þyrpst úr höfuðstaðnum austur
um sveitir, þangað, sem 'hægt
hefir verið að sjá hamfarir
Heklu gömlu. Flugvjelar hafa
verið á sveimi kringum eldfjall
ið sð nóttu og degi með ferða-
fólk. Er það og ekki neitt und-
arlegt þótt menn hafi viljað sjá
þetta einstaka náttúrufyrir-
brigði, sem á öldum áður gerði
þjóðjjmi svo marga skráveif-
una. Lagði blómlegar sveitir í
áuðn og hrakti bændur írá bú-
um sjnum.
En með nokkurri sanngirni
hefði mátti búast við, að ein-
mitt það, að sjá eldfjallið spú
eyðileggingunni yfir nágrenni
sitt hefði opnað augu flestra
hugsandi manna fyrir afleiðing
um eldgossins, en _ ekki hið
gagnstæða.
Furou mikið tómlæti.
FYRIR NOKKRUM dögum
var birt ávarp í blöðum bæj-
arins til almennings, þar sem
skorað var á menn að leggja
því fólki lið, sem harðast hefir
orðið úti vegna eyðilegginga,
sem hlutust af ösku og vikur-
falli fyrsta daginn, sem Hekla
gaus.
Fuyðu mikið tómlæti virðist
þessu máli hafa verið sýnt, því
söfnunarlistar. sem birtir hafa
verið eru þunnir enn sem kom-
ið er. Landsmenn allir og þá
einkum Reykvíkingar hafa
jafnan brugðist vel við er leit-
að hefir verið til þeirra í erfið-
leikum, hvort sem var innan
lands eða utan. En nú bregður
, svo við, þegar eldgos hefir
gengið og tugir býla eru undir-
lögð af ösku og’' vikri, en fjen-
aður að falla, er tómahljóð í
pyngjunni.
Hvað veldur því tómlæti?
Vafalaust það, að nokkrir
menn hafa gert lítið úr tjóninu
og talið að alt myndi blessast
hjálparlaust. Og svo ef til vill
hitt, að eldar og hraunstraum-
ar Heklu hafa haft meira að-
dráttarafl, en askan, og vikur-
inn, sem hún stráði yfir hinar
fyrr svo blómlegu sveitir.
•
Það verður að
græða sárin.
EN ÞAÐ VERÐUR að græða
sárin. sem Hekla veitti hinum
sunnlensku sveitum. Og við
það starf eiga allir sannir ís-
lendingar að leggja hörid á
plóginn, hver eftir sinni getu.
Það verður að bjarga búpen-
ingnum og þáð verður að
græða upp sveitirnar þannig
að þær verði bvggilegar á ný.
Hjer dugar ekkert hik, eða
hálfvelgja. Það á að kopaa á
landssöfnun til hjálpar hinum
nauðstöddu bændum. Skólarn-
ir op jafnvel skrifstofufólk ætti
að gefa dagsverk til að byggja
upp á ný undir forystu manna,
sem hafa vit á og.vilja græða
landið á ný.
Það væri sannarlega ekki til
mikils ætlast, að hver og einn
einasti vinnandi maður á land-
inu eæfi, sem svaraði dagkaupi
til þessarar hjálparstarfsemi,
eins og í þakklætisskyni fyrir,
að hann og hans sluppu við
ógnirnar frá Heklu.
•
Kvartað yfir
villiköttum.
INNAN SKAMMS FARA
menn að huga að skrautgörð-
ym sínum hjer í bænum og við
hann. Sá í þá fræi fyrir sum-
arið og undirbúa að þeir 'geti
orðið að sem mestu augnayndi
og gagni.
En margir erfiðleikar eru á
vegi.. þeirra, sem vilja stunda
ræktun hjer. Garðeigandi hjer
í bænum sagði mjer í gær frá
því, að hann hefði neyðst til
þess. að láta halda varð um
garð sinn nótt og dag í fyrra-
vor fyrir köttum, sem sóttu
í garð hans og rótuðu upp-mold
inni og eyðilögðu nýgræðing-
inn fyrir honum. Fleiri munu
hafa sömu sögu að segja.
t>
Heitið á Dýra-
verndunarfjelagið.
VILLIKATTAFARGANIÐ
hjer í bænum hefir lengi verið
mörgum áhyggjuefni. Ekki ein-
göngu vegna þess tjóns og t. d.
sýkingarhættu, sem af þessum
viltu dýrum ’ stafar, heldur
vegna hins, að þessum dýrum
hlýtur að líða illa.
Það er enginn, sem hugsar
um bessar veslings skepnur og
það væri þarfa verk, að lóga
þeim til þess að losa þau við
þeirra auma líf. Hjer er heitið
á Dýraverndunarfjelagið, að
gang^st fyrir mannúðlegri
lausn þessa máls. Það virðist
vera í þess verkahring.
•
Enginn kísill í
heitavatnsrörum.
B. L. J. HEFIR beðið fyrir
eftirfarandi línur til birtingar:
Kæri Víkverji.
I dálkum þínum 23. febr. s.l.
er því haldið fram af undirrit-
uðum, að miðstöðvarpípur hafi
stíflast af kísil í hitaveituvatn-
inu frá Reykjum. Fyrir nokkr-
um dögum hitti jeg Helga Sig-
urðsson, forstjóra, á förnum
vegi, og átaldi hann mig fyrir
að hafa ekki fengið upplýsing-
ar frá fyrstu hendi, því að
þettg. væri algerlega úr lausu
lofti gripið. Fyrst forstjórinn
hefir ekki leiðrjett þessa mis-
sögn sjálfur, eins og jeg tel, að
hann hefði átt að gera, þá vil
jeg hjermeð —■ ótilkvaddur af
honum — biðja þig fyrir þessa
leiðrjettingu, því að nú á tím-
um er ekki of mikið af því gert
að fylga hinni gullvægu reglu,
að ...hafa hpldur það, er sann-
ara reynist“.
1 " ■ - , - _ ... _ ■ ■ n —i I
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
..... - ■——»
Bresku fjárlðgin
KENNETH Valpy, fjármála-!
ritari Reuters, ritar um fjár-
lagafrumvarp Hugh Daltons í
neðri málstofunni s. 1. þriðju-
dag. Kemst Valpy að þeirri
niðurstöðu, að enda þótt frum-
varpið kunni að valda breskum
borgurum ýmsum óþægindum,
geti það haft góð áhrif erlendis.
Valpy segir:
Bretar geta verið hreyknir
af því að hafa tekist að koma
fram með hallalaus fjárlög svo
skömmu eftir styrjaldarlok.
Fyrir þremur árum síðan
greiddi Bretland aðeins 53% af
útgjöldum sínum með innkomn
um sköttum, en samkvæmt
hinum nýju fjárlagafrumvörp-
um hækkar þessi tala nú upp
í 108%.
Stærð fjölskyldna.
Bretar höfðu yfirleitt gert
ráð fyrir minkandi einstaklings
tekjum. Þjóðin fagnar því þó,
að í fjárlögunum er tekið meira
tillit til stærðar fjölskyldna en
áður var, enda þótt þetta hafí
varla teljandi áhrif á skatta-
byrðina, sem er meiri í Bröt-
Hugh Dalton
landi en í nokkru öðru landi.
Enn er eftir að sjá, hvort
fjárlögin hafa í för með sjer
auk;jn afköst verkamanna,
hvort þau hvetja þá til
þeirra afkasta, sem Dalton
ságði í ræðu sinni að væril
náuðsynleg.
Hinn nýi sígarettuskattur
m-un koma harðast niður á
þeim.. sem lægst eru launaðir.
Tóbaksverðið hefir aukist gíf-
urlega, tóbak er nú orðið því-
nær jafndýrt á frjálsum mark-
aði og það hefir til þessa verið
á svörtum markaði.
Frumvarpinu vel tekið:
En.ginn efi er á því. að Dal-
ton fer með ekkert fleipur, þar
sem hann segir að bráðnauð-
synlegt sje að auka útflutning
Breta. Þetta verður þó aðeins
gert á kostnað breskra borgara,
sem verða að leggja hart að
sjer, eigi aðgerðir Daltons að
ná árangri. En svo er að sjá,
sem almenningur sje nokkurn-
veginn ánægður með fjárlög
þau, sem Dalton lagði fram í
neðri deildinni s. 1. þriðjudag.
BRÓÐIR EISENHOWERS
FULLTRÚI í UNESCO
PARÍS: — MiltonEisenhow-
er, bróðir Eisenhowers hers-
höfðingja, hefuf vérið skipað-
ur fulltfúi Bandaríkjanna í
UNESCO.