Morgunblaðið - 17.04.1947, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. apríl 1947,
A HEIMILI ANNARAR
<£ftir m9»o» g. & erLart
36. dagur
„Verið þjer ekki að vorkenna
Mildred", sagði Sam alvarlega.
„Það er að vísu sorglegt að
svoná skyldi fara fyrir henni.
Hún var einstæðingur og ó-
mannblendin og hefir ekki þol-
að það að Jack ljet líklega við
hana^ Sennilega hefir hann
ætlað sjer að komast yfir auð-
æfi hennar, en ekki kært sig
um flð fá hana í kaupbæti. Svo
getur verið að hún hafi komist
að þessu, að hann ætlaði að-
eins að hafa fje út úr henni,
og það hefir henni sárnað óskap
lega. Hún var þannig að hún
gat ekki þolað slíkt. Hún var
illa upp alin og það var mikil-
menska í henni út af öllum
þessum auðæfum. Og jeg skil
það vel að henni hafi ekki fund
ist ^ns mikið til um það að
skjóta 'hann, eins og að láta
hann hlaupast frá sjer. Hann
var fantur og ruddi, eftir því
sem jeg veit best. Og hann
fjekk makleg málagjöld. En
Mildred skuluð þjer ekki vor-
kenna, Alice. Að vísu hefir
henni liðið illa og það er rauna
legt. En við verðum að muna
eftir. því að hún ljet yður fara
í fangelsi og hún hefði jafnvel
látið yður fara í aftökustól-
inn“.
Tim sagði: „Jeg veit nú al-
veg hvernig þetta hefir skeð.
Hpn gekk hjer út og inn eins
og í sínu eigin húsi, og svo hef-
ir hún einhvern tíma náð í byss
una hans Richards eftir að hún
hafði ákveðið þetta. Það er al-
veg . augljóst. Hún hefir svo
annaðhvort staðið í veranda-
dyrunum eða gangdyrunum
þegar hún skaut Jaek og kom-
ist burtu án þess að. við Webb
sæjum hana. Hún hefir farið
með byssuna og falið hana. Og
svo "at hún komið hingað dag-
inn eftir til þess að vorkenna
Alice. Nei. það er engin ástæða
til bess að vorkenna henni“.
„Hafa þeir ekki fundið byss-
una?“ spurði Myra.
Þetta kom öllum á óvart og
Sam leit grunsamlega til henn-
ar. Allir litu á hana.
Richard sagði: „Nei“, og leit
einkennilega á hana.
Tim sagði: Hún hefir komið
byssunni fyrir kattarnef fyrir
löngu“.
Sam sagði með áherslu: „Jeg
vildi að þeir hefði fundið byss-
una. Það getur vel verið að hún
finnjst heima hjá Mildred eða
þar í grend, en jeg efast nú
samt um það“.
Það var komið fram á var-
irnar á Myru að segja: Hún var
falin hjerna í handrtðssúlunni
og Mildred tók hana fyrir
skemstu. En þá mundu allir
hafa sagt: Hvers vegna sagð-
irðu_ það ekki strax? Hvers
Vegna?- Það var enginn tími íil
umhugsunar svo að hún sagði:
„Mjer datt í hug að hún mundi
hafa komið með hana hingað“.
Sam varð harðneskjuleguí á
svip og hvesti á hana augun:
,,Sáuð 4>jer byssuna hjá henni?
Var hún með hana þarna yfir
í stofunni?“
Það var auðvelt að svara
þessu. „Nei“, sagði JVlyra. Jeg
ætla að segja Richard frá öllu
á.aftif, en engum öðrum, hugs-
aði hún með sjer. Það var öllu
óhætt núna, Richard var borg-
ið. Tim varborgið og málið var
niður falíið.
AJjce hallaðist aftur á bak í
ctólnum og andvarpaði. Corne-
lia sagði: „Það er komið að
degi. Jeg ætla að fara í rúmið
aftur“.
Tim stóð á fætur til þess að
hjálna henni. Rarton kom að-
vífandi í sama bili, eins og
hann hefði heyrt alt. Og svo
hjálpuðust þeir að því að bera
gömlu konuna upp stigann.
Klukkan sló skært og glymj-
andi: Að baki Alice stóð Kup-
ido brosandi.
Sam geispaði og mælti: „Jeg
held að sakadómarinn komi
ekki hingað fyr en í fyrramál-
ið — ef hann kemur þá. Nú fer
jeg að hvíla mig, nema þú vilj-
ir vera á fótum þangað til hann
kemur“. Hann leit til Richards.
„Já. jeg ætla að vera á fót-
um“, sagði Richard, „og jeg
skal vekja þig þegar hann
kemur“.
Þá sagði Alice: „Farið ekki
strax.. Sam, Jeg þarf að tala
við yður áður“.
Richard leit undrandi á hana
en Sam flýtti sjer að svara:
„Auðvitað Alice. Jeg vil gera
alt f"rir yður“.
Alice hallaði höfðinu aftur á
bak og leit á Sam.
„Jeg ætla að biðja yður að
leggja mjer heilræði. Richard
vill skilja við mig“, sagði hún.
Sam brá mjög, en hann sagði
ekkert. Hann forðaðist það að
líta á þau Richard og Myru.
Richard ætlaði að segja eitt-
hvað. en hætti við það.
Alice mælti enn og lá hátt
rómur eins og venjulega.
„Hann segist vilja skilja við
mig til þess að geta gifst Myru.
Jeg ....“. Það kom kökkur í
hálsinn á henni. Hún hallaði
sjer áfram og lauk við setn-
inguna: „Jeg sagði honum að
jeg skyldi gefa eftir skilnað“.
„Alice ....“, sagði Sam og
gekk rakleitt til hennar og tók
hönd hennar.
Hún mælti enn: „Jeg sagði
honum það að jeg skyldi ekki
stía þeim sundur. En þá vissi
jeg ekki að svona mundi fara.
Jeg vissi ekki þá það. sem nú
er fram komið“.
Richard hreyfði sig eklý.
Sam varð orðfall. Alice leit
dökku, stóru augunum á þá til
I skiftist og mælti enn: „Þrátt
i fyrir það þótt jeg ’hefði verið
sýknuð, þá lá jeg enn undir
grun, Og mjer fanst það ekki
' rjett að láta þann skugga falla
| á Richard líka. Þess vegna vildi
jeg gefa eftir skilnað þegar jeg
í heyrði að hann óskaði þess. En
(nú hvílir ekki lengur neinn
skuggi á mjer. Og nú finst mjer
að ieg hafi r.jett til þess, sem
mjer er kærast, mannsins míns
og heimilis míns. Og mjer finst
að nú hafi hann enga ástæðu til
þess að heimta skilnað. Og jeg
vil ekki skilja við hann. Jeg
vil það ekki, Sam. Jeg get það
ekki. Ekki eins og nú er ástatt“.
Og hún tók báðum höndum um
hönd hans eins og barn, sem
leitar 'hjálpar.
Nú varð alger þögn í her-
berginu um stund, en í því
hrinVdi síminn - hátt og ákaf-
lega. ;
Richard fór fram til að svara.
Þau heyrðu hvað hann sagði:
„Já, það er Thorne.......Nei,
það er alt í lagi, við erum ekki
farin að hátta“. Svo þagði hann
um stund. „Einmitt . . Já., . .
Það er í lagi. . . Þakka yður
fyrir að þjer ljetuð mig vita“.
Svo lagði hann heyrnartólið á
og kom inn. Hann kveikti sjer
í vindling og mælti. „Það var
ofur einfalt“.
„Hvað var það?“ spurði Sam.
„Hún hafði sjálf keypt þetta
cyanide“.
Alice hrópaði: „Keypti Mild-
red það sjálf? Hvernig vita
menn það?“
Richard slökti á eldspýtunni
og tók vænan reykjarteyg.
Hann leit til Myru. „Hún
keypti það hjá Babcock lyfsala
hjerna. Hún sagðist ætla að
hafa það til þess að útrýma
rottum. og hún gaf kvittun fyr
ir því. Babcock yngri, sem er
lyfjafræðingur, þekti hana vel
og honum datt ekki í hug að
spyrja hana neins, því að cy-
anide, arseni kog stryknin geta
allir keypt“.
„Hvenær fjekk hún það?“
spurði Sam.
„Hinn 21. júní í hittifyrra“.
Alice rak upp stór augu og
hvíslaði:
„Hinn 21. júní — níu dögum
eftir að hún skaut Jack“.
„Já“.
„Og hún hefir geymt það all-
an þennan tíma?“
„Auðvitað hefir hún geymt
það bví að hún hefir verið á-
kveðin í því að fremja sjálfs-
morð ef upp um hana kæmist“,
sagði Sam.
„Henni hefir hlotið að líða
hræðilega allan þennan tíma,
sem jeg var í fangelsinu“, sagði
i Alice. „Henni hefir liðið enn
ver en mjer“.
Richard horfði á vindlinginn
sinn og mælti vingjarnlega:
„Það var samt hræðilegt
ranglæti gagnvart þjer, Alice.
Jeg yildi að jeg gæti þurkað út
J endurminninguna um það“.
I „Þú getur það — þú getur
það“, sagði hún og rödd hennar
var blíð eins og blær, en á-
nægjubros ljek um varir henn-
ar.
Hyernig átti Richard að
standast þetta? Hvernig gat
nokkur maður staðist þetta?
Myra reis á fætur og ætlaði að
fara.
Richard sagði: „Jeg vildi að
jeg gæti það, Alice, en jeg held
að enginn mannlegur máttur
geti það. Farðu ekki Myra“.
Það var eins og brosið storkn
aði á Vörum Alice.
Myra sagði kuldalega: „Það
er framorðið, Richard. Og það
er best fyrir okkur að tala sam
| an seinna, þegar við höfum
| hugsað okkur um“. Og með það
ætlaði hún að fara.
I
| Alice sagði: „Við skulum
gera út um þetta núna milli
mín og þín Richard og Myru.
Þegar þú komst niður eftir að
jeg hafði lent í þessuTiræðilega
tilfelli um Mildred og var ekki j
m.önnum sinnandi, þá hugsaðir
þú fyrst um Myru. Ekki um
mig. Og mjer sárnaði það“.
„Jeg bið þig afsökunar, Al-
ice“, sagði Richard kuldalega.
Æfintýrið um Móða Manga
Eftir BEAU BLACKHAM.
10.
Fíllinn, sem sá nú, að hann átti meginsökina á óhapp-
hringleikahússins sagði:
inu, varð skelfilega hnugginn á svipinn, þegar stjórnandi
Þar tókst þér laglega upp!
Svo sneri hann sjer að Manga.
—Geturðu als ekki haldið áfram ferðinni? spurði hann.
— Nei, sagði Mangi, auðvitað get jeg ekki haldið áfram
rneð brotið hjól og gat á gufukatlinum mínum.
— Hvað gerum við þá? spurði stjórnandi hringleika-
hússins.
— Jeg veit það ekki, sagði Mangi og bljes mæðilega
gufustrók út um gatið- Jeg get ekki hjálpað þjer. Þetta
er allt saman hringleikahúsinu þínu að kenna, svo þú
verður að finna lausnina. Óg meðan þú ert að hugsa, ætla
jeg að fá mjer lúr. — Og augnabliki síðar var Móði Mangi
sofnaður.
— Jæja, sagði stjórnandi hringleikahússins, tók ofan
pípuhattinn, sem hann nú hafði náð frá strútnum, og
klóraði sjer með svipuskaftinu í höfðinu. Þetta eru ljótu
vandræðin, sagði hann. Hvað getum við eiginlega gert?
Allir byrjuðu að hugsa og allt í einu sagði dimm rödd:
— Jeg veit ráðið!
Bæði dýrin og fólkið leit á þann, sem talað hafði, og sá,
ítð Sámur sæljón var þarna kominn.
— Hvaða ráð er það? spurði hringleikahússtjórinn.
Honum leist raunar ekkert á blikuna, því enda þótt sæljón
sjeu ágæt að sýna listir sínar með prik og bolta, þá eru
þau ekki talin neitt sjerstaklega gáfuð. En Sámur hefir
áreiðanlega verið í essinu sínu þennan dag, þvhhann sagði:
— Hvers vegna getum við ekki dregið lestina? Með því
að beita öllum dýrunum, er þetta lafhægt. Það er ekki
langt til Staðar, og þegar við komum þangað, getum við
látið gera við gufuketilinn hans Manga. Og hvað brotna
hjólinu viðvíkur — er ekki alveg ágætt að nota balann
minn fyrir hjól?
— Auðvitað! Að okkur skyldi ekki detta þetta strax x
hug! hrópaði allt fólkið og brosti út undir eyru. Og öll
dýrin ýmist öskruðu eða tístu eða geltu eða hneggjuðu
,,Auðvitað“.
HAFNARFJÖRÐUR
Ungllng
vantar Morgunblaðinu til blaðburðar í Hafnarfirði.
Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins, Austurgötu 31,
Hafnarfirði.
UNGUNGA
Vantar okkur til að bera Morgunblaðið
til kaup mda.
Brávaliagafan Laugav. Efri
Bráðræðisholf
n
Við sendum blöðin heim til barnanna.
Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600.
AUGLÝSING ER GULLS IGILDI